Alþýðublaðið - 13.11.1968, Blaðsíða 12
12 ALÞYÐUBLAÐIÐ 13. nóvember 1968
Ráðsfefna
Framhald af 7. síðu.
grundvöll CPM áætlunarkerfisins
og þá miklu möguleika, sem þetta
kerfi býður, sem stjórnunar-
kerfi. Höfuðatriði CPM kerfis-
ins eru:
1. Skipulagning — þ.e. rök-
rétt örvarit. 2. Tímareikningur,
3. Útjöfnun fjármuna. 4. Tíma-
setning — þ.e. endanleg dag-
setning á byrjunar og lokatíma
hvers verkhluta.
Við CPM áætlanir eru not-
aður rafreiknir. CPM kerfið
hentar bezt við stór verkefni
sem margir aðilar þurfa að sam-
einast um. í lokaorðum sagði
Egill að áætlun væri verkfæri,
sem ætti að nota og nýta.
I
Starfsvið verkfræðinga
og tæknifræðinga.
i,
Framsögumaður, Bjami Kristj-
ánsson, skólastjóri. T.í. gerði I
samanburð á námi tæknifræð-
inga. sem fengju menntun
SMTJRT BRAUÐ
SNITTUR
BRAUÐTERTUR
BRAUÐHUSIF
__ SNACK BAR
Laugavegi 126.
sína' 24631.
danskra tæknifræðiskóla, og
verkfræðinga. Hann komst að
þeirri niðurstöðu, að í mörgum
aðalatriðum væri menntun þeirra
áþekk. Leiðir þessara hópa
skiljast við miðskólapróf. Verð-
andi tæknifræðingar halda í iðn-
skóla en verðandi verkfræðingar
í menntaskóla. Ekki taldi Bjarni
þó námskröfur eða úrval strang-
ara í einum hópnum en hinum.
Hlutfallið verkfræðingar: tækni-
fræðingar er 2,5:1 hér á landi
en hjá grannþjóðunum 1:2,5.
Sjálfur taldi Bjarni hlutfallið
ekki aðalatriði, heldur hitt, að
virkja í vaxandi mæli hæfileika-
straum þjóðarinnar.
Samstarf verkfræðinga
og arkitekta.
Geirharður Þorsteinsson, arki-
tekt gerði grein fyrir þessu sam-
starfi með því að lýsa í málj og
myndum samstarfi arkitekta og
verkfræðinga við hönnun á
skipulagi Breiðholtssvæðisins.
Hann lýsti, hvernig verkefnið
hefði þróast stig af stigi, og
hvern þátt hvor aðili lagði í
heildarmyndina.
V erkf ræðilegar
rannsóknir á íslandi.
J
Framsögumaður, Jónas Elías-
son, verkfræðingur, gat þess í
upphafi, að tæknilegur undir.
búningur framkvæmda er nú
á tímum álitinn óumflýjanleg-
ur. Slíkur verkfræðilegur undir-
búningur mannvirkjagerðar er
raunverulega i 2 hlutum, frumat-
hugun og fullnaðarkönnun. Á-
kvörðun um framkvæmdina er
tekin á ' grundvelli frumathug-
unar, en fullnaðarkönnun hefur
að markmiði, að bygging og
starfsemi mannvirkisins sé mögu-
leg við hinar ríkjandi aðstæður.
Jónas ræddi síðan nauðsyn
rannsókna, sem hann taldi undir-
stöðu álramhaldandi tækniþró-
unar.
Meginhluti erindisins fjallaði
um straumfræðirannsóknir, lík-
anatilraunir og gildi rannsókna
fyrir mannvirkjagerð. Að lokum
benti Jónas á mikilvægi grund-
vallarrannsókná fyrir verkfræði-
legar rannsóknir.
1
Byggingarrannsóknir.
.)
í framsöguerindi Haralds Ás-
geirssonar, forstjóra Rannsóknar
stofnunar Byggingariðnaðarins
kom fram, að saga byggingar-
rannsókna á íslandi er fábrotin
og raunverulega bundin sögu
Atvinnudeildar H.í.
í ársbyrjun 1965 voru Bygging-
arrannsóknir gerðar að sjálf
stæðri deild við Atvinnudeild
H.í. en lög um Rannsóknar-
stofnun byggingariðnaðarins
voru samþykkt sama ár. í fram.
söguerindi segir m.a. um íslenzk
ar rannsóknir: „oft er bent á
það, að íslenzkt þjóðfélag sé of
litilmegnugt til þess að reka öfl-
uga rannsóknarstarfsemi, og víst
er, að orð og ályktanir útlend.
ings hafa oft hlotið betri hljóm-
grunn en íslenzka sérfræðings.
ins. Venjulegast eiga þó þessar
skoðanir fyrst og fremst hljóm-
grunn hjá aðilum, sem litla inn-
sýn hafa i gildi tæknilegra undir
stöðuatriða — en stundum líka
af þvf að íslenzki sérfræðingur-
inn er nýr og lítið þekktur
aðili 1 þjóðfélaginu. Gagnstætt
þessu er það reynsla og skoðun
undirritaðs, að innlendi sérfræð
ingurinn sé að öðru jöfnu miklu
hæfari til að leysa rannsóknar.
verkefnin af hendi".
Rannsóknarstofnuninni eru á
þessu ári áætlaðar 3,5 millj. kr.
í fjárlögum en fjármunafesting
í hústoyggingum, gatna- og vega-
gerð mun verða hátt á 5. millj-
arð. Það framlag er afar lágt, ef
það er haft í huga, að ýmis stór
fyrirtæki í iðnaði í hinum vest-
ræna heimj leggja allt að 5%
af vergri (torúttó) framleiðslu
sinni í rannsóknir og hagnast
vel af.
Verkfræðideild
Háskóla íslands.
Prófessor Loftur Þorsteinsson
rakti í framsöguerindi sögu og
þróun verkfræðideildar Háskóla
íslands. í ársbyrjun 1940 var
gerð ályktun í Verkfræðingafé-
Iagi íslands um verkfræðikenn.
slu við H. í. Hófst sú kennsla
þá þegar haustið eftir.
Hins vegar var verkfræði-
kennsla við H. í. ekki lögfest
fyrr en 1. júlí 1945 með stofn-
un þriggja prófessoraembætta.
Hlutverk verkfræðideildar er
kennsla og rannsóknir á sviði
raunvísinda, hreinna og hag-
nýtra. Deddin veitir nú kennslu
til fyrrihlutaprófs í byggingar.,
véla og rafmagnsverkfræði og
auk þess til B. A.-prófa í nokkr.
um raungreinum.
Fyrrihlutanám í verkfræði
miðast við þrjú ár og er tekið
próf í lok livers árs. Fullnaðar-
prófið, sem fólgið er í hinum
þi-emur ársprófum, er miðað við
framhaldsnám í verkfræðiháskól-
um í Kaupmannahöfn (DTH),
Þrándheimi (NTH), Stokkhólmi
(KTH) og Lundi (LTH). Eitt af
megin vandamálum verkfræði-
deildar er, hvemig gera á stúd-
enta hlutgenga til síðari hluta
náms við fjóra tækniháskóla, sem
allir kenna nokkuð mismunandi
námsefni fyrstu árin, án þess að
lengja námstímann eða hlaða á
hann um of. Við deildina starfa
sex prófessorar, fjórir dósentar,
einn lektor og um 20 aukakenn.
arar. Prófessorar kenna 25% af
heildarstundafjölda og dósentar
og lektor um 20%. Aukakennar-
ar annast þannig meira en helm-
ing kennslunnar. Á næstu árum
hlýtur þróunin að verða aukin
kennsla í verkfræðilegum grein-
um með þvi takmarki að útskrifa
stádenta með almennt próf í hin
um mismunandi höfuðgreinum
verkfræði eftir 4 ára nám. Prófið
ætti ennfremur að tryggja að-
gang að sérgreinarnámi við er-
lenda tækniháskóla.
Nám í verkfræði.
Sveinbjörn Björnsson eðlis.
fræðingur, fjallaði í framsögu-
erindi um almennt nám I verk-
fræði. Menn vita ekki hverjar
kröfur framtíðin muni gera til
verkfræðinga, þess vegna er erf-
itt að mennta verkfræðinga, —
þannig að menntun þeirra verði
hæfilega mikil.
Almennt er talið, að sériiæf.
ing í námi ætti að vera sem
Abachi
Limba
Mahogni
Fura
Sen
Eik
Unga
fó/kió
ÁIAFOSS
GÓLFTEPP8
IL er rétta undirstaöan *
ÁLAFOSS
ÞINGHOLTSSTRÆTI 2
minnst og koma eins seint á
námsbrautinni og unnt er, sér-
hæfingin ætti að fara fram að
námi loknu í fyrirtækjum, stofn.
unum eða skólum.
Talið er rétt, að á 2—3 fyrstu
námsárunum sé lagður traustur
grundvöllur í raunvísindum. Þá
er og mikilvægt, að nemendur
hljóti þjálfun í lausn dæma, —
teikningu og verklegum æfing-
um og venjist á nákvæma úr-
vinnslu gagna, af seinni hluta
námsins er lögð áherzla á fyrir-
lestra og æfingar í ýmsum
greinum verkfræði. Kennarar
við H. í. eru furðulega fast-
heldnir á kennslubækur. Margar
bókanna hafa verið notaðar í 15
ár eða lengur. Síendurtekin yfir-
ferð sama kennara yfir sömu bók
hlýtur hins vegar að bjóða stöðn
un hpim.
Æskilegt væri að nemendur
létu kennsluhætti og námsefni
meira til sín taka en verið hef-
ur, og veittu kennurum það að-
hald, sem hér skortir.
Teak
Beyki
Gullálrnur
Palisander
Mjs Skógafoss
fer frá Reykjavík mánudaginn 18. nóvember
til ísafjarðar og Akureyrar.
Vörumóttaka verður í A-skála á föstudag og
til hádegis á laugardag.
H.f. Eimskipafélag íslands.
Skrifstofustúlka
óskast til vélritunár og annarra skrifstofu-
starfa.
Umsóknir með upplýsingum um aldur, mennt
un og fyrri störf sendist blaðinu fyrir 16. þ.m.
merktar „Ríkisstofnun.7’
Oregon Pine
Ásbjörn Ölafsson H.f.
Borgartúni 33,
TIMBURAFGREIÐSLA: Skeifunni 8,
sími: 24440.
Mikið úrval fyrirliggjandi af viðarþiljum og
loftklæðningum frá TRYSIL í Noregi.
Askur