Alþýðublaðið - 13.11.1968, Side 4

Alþýðublaðið - 13.11.1968, Side 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13. nóvember 1968 Örn og Örlygur gefa út fjórar bækur: Landið okkar II. og (slenzkir af- reksmenn Reykjavík — SJ Bókaútffáfan Örn og Örlyg ur sendir frá sér fjórar bækur á jólamarkaðinn: Landið þitt. annað bindi, eftir Steindór , Steindórsson, skólameistara, íslenzkir afreksmenn eftir Gunnar M, Magnúss og- tvær þýddar barnabækur. — Dagfinn. ur dýralæknir í langferðum og Pípuhattur galdrakarlsins eftir Tove Jansen. Á fundi með fréttamönnum gerði Örlygur Hálf dánarson ■gi'ein fyrir bókunum og kynnti höfundana Steindór Steindórs son og Gunnar M. Magnúss. Steindór ræddi um bókina Landið þitt og sagði, að hann hefði hafizt handa um samn ingu hennar fyrir tveimur ár í um, en bókin fjallar um sögu ir og, sérkenni nær 700 svæða og staða í óbyggðum íslands og ér prýdd 26 myndum. Steindór , sa'gði, að munurinn á bók hans , • og Þorsteins heitins Jósepsson . • ar væri einkum fólginn í því, Tónleikar í Mosfellssveit Fyrstu tónleikar Tónlistarfé lags Mosfellssvt'itar á þessu starfsári verða í Hlégarði mið vikudaginn 13. nóvember kl. 21.00. Flytjendur verða Sinfóníu- hljómsveit íslands undir stjórn Sverre Bruland. Á efnis- skránni verða verk eftir Joh. Halvorsen, Jos Haydn, Rossini. J. Strauss og G. Bizet. Tónlistarfélagið var stofnað fyrir tveimur árum og er hugs að sem máttarstoð að rekstri Tónlistarskóla Mosfellssveitar. Annast stjórn félagslns rekst ur skólans ásamt skólastjóran Frh. á bls. 14. að hjá sér væri minna um sögu legan fróðleik, meira um nátt- úrúfræðilegan, enda gæfi efnið meira tilefni til þess Steindór mun í framtíðinni rit stýra endurskoðun á báðum bindum, en það er von útgef anda að Landið þitt komi út í endurskoðaðri útgáfu 1974. Þá benti Steindór á að nauð synlegt væri að skrá sögu land grunnsins, telja upp helztu mið á sama hátt og taldir væru upp staðir á landi. Einar Guðjohnsen, og Sigur jón Rist, sem báðir eru gamlir nemendur Steindórs lásu yfir handrit af bókinnj og sagði Einar að hann teldi bókina mjög góða og sama álit hefði. Sigurjón Rist á henni. Aftast í bókinni er skrá yfir öll mannanöfn, staða og at burðaskrá, skrá um bækur og rit sem vísað er í eða fengnar heimildir úr, þjóð og goðsagna nöfn og atburðaskrá. — Þessi skrá gildir fyrir báðar bækum ar. Ef gripið er niður í bókinni af handahófi, þá kemur nafnið Hlíðarhagi, og segir svo: HLÍÐARHAGI (S—ÞING) eyði býli á Mývatnsöræfum, austan undir Hágöngum. Grösugt er í kring og ilman úr grasi, og glrrvmrrvf or .í’.iKfcirGLnum on þar er nokkur veiði. Langt var þáðan til næstu bæja, Reykja hlíðar við Mývatn og Svína dals í Kelduhverfi, sem nú er í eyði. Föst byggð hófst á H. ium 1860 en áður var þar sel staða, Vatnasel. Byggðin hélzt óslitin að mestu til 1878. Síðan hefur verið þar leitarmanna skýli.” ÍSLENZKIR AFREKSMENN er nær 200 síðna bók um marg háttuð afrek íslendinga allt frá söguöld íram til ársins 1911, og segir Gunnar M. Magnúss m.a. í formála: „Margs er að minnast um afrek í hlaupum stökkum, sundii, glímum og fleiri íþróttum. Við aðrar að stæður en x leik hafa einnig verið unnin hliðstæð afrek, sem vei-st er að minnast. Má þar til nefna ýmisskonar aflraunir og átök, þrekraunir á fjöllum og í sjávarhömrum, afrek við atvinnu og almenn störf á sjó og landi. Eftir nokkra íhugun var ákveðið að í riti' þessu skyldi greint frá ýmsum sér stæðum afrekum, þótt ekki teldust til íþrótta eða væru unnin á leikvangi. Hringur Jóhannesson hefur myndskreytt bókina. í síðara bindi, sem fjallar um afreks menn eftir 1911, mun fylgja nafnaskrá. DAGFINNUR Dýralæknir í langferöum. Framhald ævin- týrisina um Ihinn makalausa dýralækni. Bókin er 205 blaðsíð- Frh á cíffii Ungkommar með spjöldin við Alþingishúsið (Ljósm. G.H.). Spjöld og fánar við Alþingishús ÆSKULYÐSFYLKINGIN efndi í gær til mótmælastöðu við Al. þingishúsið um svipað leyti og þingfundum lauk þar. Stóðu ungkommar þar undir spjöldum, sem á voru rituð ókvæðisorð, og rauðum fánum. Nokkur mann-4 söfnuður, aðallega kiakkar og unglingar, safnaðist saman við Alþingishúsið, þegar ungkomm- ar höfðu komið sér þar fyrir. Kom ekki til neinna átaka, en nokkur ærslagangur mun hafa verið í unglingunum, íþví að nokkrum eggjum og öðru góð- gæti var kastað í veggi Alþingis^ hússins, og voru þrjár rúður brotnar. Auk þess hrópaði skar- inn ókvæðisorð að þingmönn- um og ráðherrum, er þeir gengu út úr húsinu. SERVÍETTU-I PRENTUN SÍMI'32-10L Talið frá vinstrí: Orlygur Háldanarson, Steindór Steindórsson, Gun nar M. Magnúss. og Einar Guðjohnsen. Höfum enn um'tíma úrval af Bing og Grcndal postulínsv'örum, einnigmik- ið úrval af segulbandstækjum og f n ðaútvarpstækjum. — ALLT Á GAM LA VERÐINU. — VÉLA- OG RAFTÆKJAVERZLUNIN H.F BorgartúniJ 33 — Lækjargötu 2. Sími 24440. No'kkrar Miele þvottavélar og píanó enn ti'I á gamla verðinu. — Hagkvæmir greiðsluskilmálar. — Véla- og raftækjöverzlunin h.f. Borgartúni 33 —■ Lækjargötu 2. Sími 24440. Sími 24440.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.