Alþýðublaðið - 30.11.1968, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 30.11.1968, Qupperneq 5
30- nóvember 1968 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Þeir töluðu um gæftir og gol þorska og hvort ráðlegt væri að hætta á línu og byrja á net um. Beitukóngar að austan með kaskeiti og rauða silkislæðu um hálsinn, en Eyjamenn tóku í nefið, snýtfu sér hraustlega og veltu því fyrir sér hvort Ounnar iMarel eða Brynjólfur hátsmaður myndu nokkurn tíma smíða 100 tonna stórbát. Þó að það yrði ekki mitt ævisarf að róa til fiskj-ar, var (það stór stund í lífi okkar Vest mannaeyjastráka að njóta þess ara umræðna og fræðslu undir gaflii Geirseyrar, gamals fisk 'húss á staðnum. Þar lærði mað ur að minnsfa kosti að þekkja jnuninn á löngu og keilu, lýsu og ýsu. Þá voru fleyturnar ekki stórar, meðalstærð fiskibáta 25 smálestir og metafli 4000 fisk ar. Draumurinn um 100 tonna fiskibát varð aff raunveruleika. Engum datt þá víst í hug 400 lesta stálbátur eða þrjú þúsund lesta togari. Hér undir geirseyrargafli Sameinuðu þjóðanna er iþessa dagana einnig rætt um fisk, — auðæfi ihafsins og verndun fiski Stofnanna. Og stórar tölur eru nefndar: á síðastliðnu ári, 1967, veiddust alls ií veröldinni um 60 milljónir smálesta af alls kon ar tegundum fiska, þar af voru 7 millj. smálesta vatnafiskar, lax, silungur, áll o.fl. Á undan gengnum 10 árum hefur aukning in orðið að meðaltali 6 prósent é ári, því að árið 1957 veiddust 32 milljónir smálesta. Af fyrr greindum 60 millj. smálesta afla fór meira en þriðjungur í bræðslu, til framleiðslu lýsis, síldar- og fiskimjöls, sem aftur á móti er notað til óbeinnar fæðuöflunar, — fóður fyrir aii fugla og búpening. Síðari ár liafa þó ýmsar þjóðir gert til raunir með síldar- og fiskimjöl til manneldis og þykir gefa góða raun. Þegar til dæmis rætt Var um daginn hér hjá SÞ um eggj ah vítu vand amál þróunar- ríkja, voru á boðstólum fyrir áheyrendur kaxkökur, sem að mestu voru framleiddar úr fiski mjöli. Hver er svo mesta fiskveiði- (þjóð í heirtji? Mestu magni moka Perúmenn upp úr auðæf um hafsins, 10 milljónum smá lesta, að mestu ansjósur (krydd síli), sem allt fer í bræðslu. Fiskveiðar Perúmanna hafa auk izt gífurlega undanfarin ár, að eins aukningin svarar til árs afla íslendinga. Það er svo sem engin furða, að þessi ryksugu fiskveiðifloti í Perú hafi valdið ýmsum fiskveiðiþjóðum erfið- leikum, stuðlað að verðfalli á lýsi, síldar- og fiskimjöli. Þetta hefur ekki hvað minnst komið Við okkur íslendinga. ARNBJÖRN KRISTINSSON i i andi að vernda fiskstofnana og hamla gegn ofveiði. ísland hefðj Iþví verið meðflutningsaðil^ að stofnun alþjóðlegrar nefndaij vis indamanna til rannsóknar og tillögugerðar um varðveiziu fiskistofnanna og nýtingu á ,:mð æfum hafsins. Af íslands hálfu 'hefði einn vísindamaður verið í .nefndinni. „Hundruð milljótia manna þjást af sjúkdómúiri vegna skorts á eggjahvítuefn um. Þess vegna er meðal iann ars mikilvægt :>ð efla fiskvejð ar á vísindalegan hátt til- að bæta úr þessum skorti. ÁriS 1964 véiddust 40 milljónir sniá lesta af fiski, en úr því maghi var unninn fjórðungur af því eggiahvítuefni, sem mannkyhið’ þarfnast". Haraldur Kröyer vék síðári allýtarlega að sérstöðu íslands, sagði m.a., að fiskur og fisk- afurðir væru en 90 hundraðs- hlutar af V’erðmæti útflutnings íns, þess vegna mætti iítið út af bera um verðlag og aflamagn, svo að efnabagskerfið færi ekkf úr skorðum. Enda ~þótt við ís Frh. á bls. 8. Mörg heintsvandamálin eru' rædd hér undir Gesrseyrar- gafli Sameiriuðu þjóðanna: staða þróunarríkSa. afvopnun-- armál, matvælaöflun, tak- mörkun barneigna, nýlendu-. mál, tækniaðstoð, — og þessa dagana fara fram ýtarlegar um ræftur um auðæfi hafsins. 1 dálka texti með mynd. En höldum áfrnm að leika okkur að tölum: önnur mesta fiskveiðiþjóðin eru Japanir, því að 1967 veiddu þeir 7,8 millj., smálesta. Alþýðulýðveldið Kína og Sovétríkin veiddu hvort um sig 6 millj. smálesta. Noregur er í fimma sæti með 3,2 millj. og Bandaríki Norður-Ameríku með 2,4 millj. smálesta. Sjö aðrar iþjóðir vciddu á áririu 1967 meira en 1 millj. smálestn: Suður-Afníka 1,6, Spánn 1,4, Indland 1,4, Kanada 1,3, Dan- mörk 1,07, Ghile 1,05 og Bret land 1 milljón smálesta. Ekki megum við gleym-a sjálfum okk ur. 'Fiskafli íslendinga árið 1967 var 896 þúsund smálestir, tölu •vert minni en 1966, var þá 1,2 millj. smálesta. Hafið er ekki aðeins vettvang nr siglinga og fiskveiða. Eins og ég minnfist á í. seinustu grejn minni hér í Alþýðublaðinu, er hafin stórfelld framleiðsla olíu og gass af ihafsbotni. Svo er kom ið, að 16 hundraðshlutar allrar olíuframleiðslu heimsins kom frá olíulindum á hafsbotni, en 19 þjóðir stunda nú slíka vinnslu. Þessar olíulindir eru flestar á landgrunni ríkja, eni senn hefjast borariír i hafsbotn «9. Vísindamenn telja að ekki líði margir áratugir þar til þessar hafsbotnsauðlindir verði meginuppistaða olíufrarii- leiðslunnar. Japanir vinna af bafsbotni , landgrunni sínu 1.3 milljónir lesta af kolum árlega, Finnar 300 smálestir af járni, —og við íslendingar sækjum árlega í okkar hafsbotn um 135 þúsurid rúnrmetra af skeljasandi. Mönnum er riú Ájóst að brýna nauðsyn ber að kortleggja lrafs botninn nákvæmlega, með því megi afla enn frekari upplýs inga um gróður, staðhætti, auð lindir hafsbotnsins og auðæfi hafsins almennt. Enda þótt slík kortlagning hafi verið gerð í nokkrum mætj, segja vísinda menn, að hún standi á svipuðu stigi og gerð landabréfa fyrir 250 árum. Er ekki aðejns um mikilvægt verkefni að ræffa, iheldur og gífurlega yfirgrips mikið, — því má ekki gleyma, að haf og vötn þekja 71 hundr aðshluta jarðkringlunnar. Smíðaðir hafa verið í þessum tilgangi m.a. rannsóknarkafbát ar, sem komizt hafa niður á 11.000 metra dýpi. Og nýting hafsins er víð- feffm: sjór notaður tjl kæling ar í fjölroörgum kjarnorkuver um, sem framleiða raforku. Sum ir breyta sjónum í vatn, en aðr ir í salt. Og svo er sjórinn nýtt ur til beinnar framleiðslu á raf orku, því að í Frakklandi, við mynni árinnar Rance, þar sem munur á sjávarföllum er 14 metrar, hefur verið komið upp raforkuveri, sem framleiðir 500 þúsund milljónir kílówattstunda á árj. í árbók Matvæla- og landbún aðarstofnunar Sameinuðu þjóð anna segir, að þær fisktegundir, sem mest hafi verið veiddar árið 1967, séu síld, ansjósur, sardín ur og aðrar skyldir smáfiskar, nærri 20 milljónir smálesta. Þar næst koma kunnar fisktegundir: þorskur, ýsa og karfi. Mikilvæg ustu fiskveiðisvæðin eru hið vrð feðma Kyrrahaf, þar veiddust alls 28 milljónir smálesta, og Norður-Atlantshaf þar sem veiddust um 10 milljónir smá- lesta. Sérfræðingancfnd, sem AUs- herjarþing Sameinuðu iþjóðanna skipaði fyrir 2 árum, ihefur skilað viðamiklu áliti um auð æfi hafsins. Nú er byrjað að ræða þessa skýrslu hér á Alls herjarþinginu. Föstudaginn 22. nóvember síðastliðinn talaði af þessu til efni, fyrir hönd ísl. sendinefnd arinnar, Haraldur Kröyer sendi ráðunaútui-. Hann rninnti á í upphafi máls síns, að ísland hefði ætíð verið því meðfylgj

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.