Alþýðublaðið - 30.11.1968, Side 6

Alþýðublaðið - 30.11.1968, Side 6
6 AI.ÞYRUBLA0IÐ 30- nóvember 1968 Hvað er gjald- eyrisvarasjóður? \ \ í \ i Stefán Jónsson, prentsmiðju stjóri, hefur undanfarið skrifað lanffar greinar í Tím ann um gjaldeyrismál. Hann hefur boðað þá ke'nningu, að í raun og- veru hafi íslending ar á undanförnum árum alls engan gjaldeyrisvarasjóð átt. Rökstuðningur hans fyrir þessari kenningu er sá, að halli hafi verið á greiðsluvið skiptum þjóðarinnar við út- lönd. Stefán Jónsson segir, aff þjóff, sem hafi halla á greiðsluviðskiptunum við út- lönd, geti ekki eignazt gjald- eyrisvarasjóð, fremur en fyr irtæki, sem rekið sé meff halla, geti samtímis eignazt varasjóð. Stefán Jónsson kann tvö- falt bókhald. Hann veit, a5 varasjóður fyrirtækis er sá á góffi þess, sem lagður er til hliffar og skráður skulda- megin í efnahagsreikning, til jafnvægis þeirri eignaaukn- ingu, sem ágóðinn færði fyr irtækinu og skráð er eigna- megin í efnahagsreikninginn. Stefán Jónsson veit líka, aff varasjóffur fyrirtækis á ekk- ert skylt við sjóð þess þ. e. a. s. reiðufé þess, sem skráð er meðal e'igna. Fyrirtæki BHHHBHBBð GYLH Þ. GÍSLASQH getur átt stóran varasjóð, án þess að eiga nokklui-f reiffufé, og fyrirtæki getur átt mikið reiðufé í sjóði, án þess að eiga nokkurn varasjóð. Þetta veit Stefán Jónsson. En hann veit auðsjáanlega ekki, hvað gjaldeyrjsvara- sjóffur þjóffar er. Hann á ekk ert skylt viff varasjóðs- hugtak tvöfalds bókhalds. Gjaldeyrisvarasjóður þjóðar er einfaldlega reiðufé þjóð arinnar í erlendum - gjald eyri, þ. e. a. s. sá erlendi sjóður, sem hægt er að grípa til og nota, þegar greiðslur til útlanda verða meiri en greiðslur frá útlöndum. All ar þjóðir telja sér nauffsyn- ? legt aff eiga slíkt reiðufé í 4 erlendum gjaldeyri, slíkan t gjaldeyrisvarasjóð, til þess að sveiflur í utanríkisvið- i skjptunum valdj ekki óeðli- i' legum truflunum. Auðvitað- <' getur þjóð eignazt slíkt ], reiðufé, slíkan gjaldeyris- (i varasjóff, þótt um lialla í (' greiðsluviðskiptunum við \ útlönd sé að ræða. Á sama » hátt er ekki öruggt, aff f greiðsluafgangur fæði af sér \ gjaldeyrisvarasjóð. Hægt i væri að ráffstafa greiðsluaf- ) gangi öffru vísi, þótt undir f venjulegum kringumstæðum J sé eðlilegast, aff hann sé not \ aður til myndunar gjaldeyr f isvarasjóðs. \ Þetta eru ekki flókin at- f riði. Samt birtir aðalmál J gagn næststærsta flokks á i landinu grein eftir grein, ) sem byggffar eru á algjörum f misskilningi á einföldum i grundvallaratriðum. Ef ein- <( hver spyrði mig, hvort þetta <1 væri hlægilegt effa grátlegt, ], þá mundi ég svara, að það (i væri hvort tveggja. (' Afmælissöngur Karla- kórs Keflavíkur 15 ára Karlakór Keflavíkur er 15 ára um þessar mundir, og minntist afmælís síns með samsöng á miðvikudagskvöld ið var. Starf kórsins á þess- um 15 árum, hefur verið öflugt, og er iþess skemmst að minnast, að kórinn fór tO írlands fyrir örfáum árum, og gerði garðinn frægan. Ýmsir söngstjórar hafa stjórnað kórr um, en núverandi stjórnandi er Jónas Ingimundarson, of hefur honum tekizt að ná furðu góðu valdi á kómum 'þegar það er haft í huga, ar hann hefur aðeins starfað með honum um tveggja mánaða skeið. Stjórnaði Jónas af festu og öryggi, og hefur greinilega lagt áherzlu á lif andi og vel samræmdan söng, og lagt sérstaka alúð við hressilegt hljóðfall og hraða- val. Söngskráin var fjölbreytt og þannig uppsett, að fyrir hlé voru eingöngu lög eftir innlenda höfunda, en eftir hlé Tónlist erlenda. Einsöngvarar voru þeir Böðvar Pálsson, Haukur Þórðarson og Jón M. Kristins son. Auk 'þess söng Keflavík urkvartettinn nokkur lög við mikla hrifningu, en meðlimir kvartettsins eru úr kórnum. Undirleik annaðist Agnár Löve af smekkvísi og þeirri hóg værð, sem einkennir alla góða pndirleikara. Þrátt fyrir nokkur minni’hátt ar mistök, var heildarsvipur tónleikanna góður, sem bezt má marka af viðbrögðum hinna fjölmörgu áheyrenda, sem létu hrifningu sína óspart í ljós, og varð að endurtalca mörg lögin. Stjórnanda, undirleikara, einsöngvurum, svo og kórn- um sjálfum, barst mikill fjöidi blóma og sýnir það bezt hug bæjarbúa til kórsins, og ber vott um að starfsemi hans er orðin snar þáttur í félagslífi Keflvíkinga. Undiritaður sendir kórnum beztu afmæliskveðjur, og ósk ar honum syngjandi framtíð- ar. Egill Rúnar Friðleifsson. SIMI 35997

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.