Alþýðublaðið - 30.11.1968, Side 12

Alþýðublaðið - 30.11.1968, Side 12
 — Ég borga afnotagjöldin af útvarpi og sjónvarpi með glöðu geði, sagði kallinn í gær, en bætti svo við: Ég hef nefnilega þrjú fjölmiðlunartæki, sjónvarp, útvarp og kerlinguna — og er það siðastnefnda lang dýrast. í: I i: ■i *> 1 r § í! Húsgagna- spónn álm ask eikar furu mahogni oregon pine palisander paduek teak USpónn fyrirliggjandi, '[Allt á gamla verðinu. Einnig gabon, furu- tkrossviður og Jkantskorið birki. Asbjörn lófafsson h.f. Borgartúni 33 Timburafgreiðsla | Skeifunni 8 — Sími 24440. Atvinnuvegirnir ófærir ÞAÐ er mál manna, að efna- 'hagsástandið nú sé allt saman atvinnuvegunum að kenna. Sagt er, að allt væri í langtum betra standi nú, ef atvinnuvegirnir væru alminlegir. En hvers vegna eru atvinnuvegirnir ekki almin- legir? Er ekki nógu vel borið í þá? Eru þeir að verða ófærir nema jeppum, eins og segir í til- kynningunum frá vegamála- stjóra? ! Allavega er nú svo komið, að taka þarf málið til gaumgæfi- legrar athugunar og ef við neyð- umst ekki til að leggja atvinnu- vegina hreinlega niður, þá verð- um við að minnsta kosti 'að taka umferðitia um atvinnuvegina til rækilegrar athugunar. /Er vega- kerfi atvinnuveganna nógu gott. Eru holur í jþví? Aurableyta? Eru blindhorn í því? Er hrað- inn réttur? Akstursstefnan? Eða eru kannski kýr á veginum eins og Eskihlíðarkýrnar forðum sem stöðvuðu alla umferð til Hafn- arfjarðar. Eins og öllum er kunnugt og í fersku minni, var framkvæmd umferðarbreyting á þjóðvega- og gatnakerfi landsins í vor, með bauki og bramli. Nú vaknar sú spurning, hvort ekki hefði verið ráð að framkvæma umferðar- breytingu á atvinnuvegunum einnig. Hefði þá mátt endurnýja og skipuleggja upp á nýtt allt heila gumsið. Sumir segja, að reynt hafi verið og það mikið, að bera ofan í atvinnuvegina og jafna, slétta holurnar og misfellurnar í þeim. Það virðist hins vegar ekki hafa dugað svo ástæða er til að í- huga hvoi’t vegastæðið er nógu gott. Eru atvinnuvegirnir stað- settir í mýri, eða öðrum og gljúpum jarðvegi? Hvað um það, það er hald ýmsra að þeir séu dýrustu vegaspottar á landinu. Þegar vegir eru orðnir o£ gamlir eða lélegir er oft tekið til þess ráðs að leggja þá niðui” og byggja nýja. Ef jarðvegur- inn úndir atvinnuvegunum er of gljúpur er ekkert ráð til annað en að byggja yfir þá brú. Það er ótækt að þeir, sem leggja leið sína um þá komist ekki leið- ar sinnar. Því er hins vegar ekki að neita, að atvinnuvegirnir hafa verið okkur dýrir í rekstrí undanfarið, svo það er vafamál að aurar séu til að byggja fyrir brú. Það virðist því ekkert ráð vænna en að leggja atvinnuveg- ina alveg niður og leggja út á einhverjar aðrar og greiðfær- ari brautir. Helzt hraðbrautir. Hinar þekktu INDESIT þvottavél- ar eru væntanlegar eftir nokkra daga Verð ca. kr. 25.500,00 Afköst 5 kg. 1 árs ábyrgð 9 'þvottastillingar sjálfvirk. INDESIT þvottavél- in er vönduð og falleg. Fullkömin varáhluta og viðgerðaþjónusta. Komið og gerið pöntun sem fyrst. Sýningarvélar hjá: Véla- ©g Rafíækja- verzluninni h.f. Lækjarg'ötu 2. Borgartúni 33, sími: 24440. — Nú ætla þeir að fara að stækka Landsbankann. Það er fui’ðulegt með þessa banka. Allt- af stækka þeir og stækka, þótt peningarnir minnki og minnki. — Áfengi er langbezta með- alið við kvefi. Skítt með Það, þó það hjálpi ekkert upp á kvefið. — Ég veit svo sem hvers . vegna blöðin birta alltaf texta með myndunum. Það er af því að myndirnar Ijúga ekki.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.