Alþýðublaðið - 21.01.1969, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 21.01.1969, Qupperneq 2
2 ALÞVÐUBLAÐIÐ 21- janúar 1969 Ritstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og 'Benedikt Gröndal. Símari 14900-14903. — Auglýsingastjóri: Sigurjón Ari Sigurjónsson. — Augi lýsingasími: 14906. — Aðsctur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu 8—10, Rvík. •— Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald. •kr. 150,00, í lausasölu kr. 10,00' 'eintakið. — Útg.: Nýja útgáfufélagið h,f, HVERNIG FORSETI VAR JOHNSON? Um hádegi í gær isór Richard Nixon embættiseið sinn sem for seti Bandaríkjannia á palli á tröppum 'þinghússins í Washing- ton. Hófust þá margra daga hátíða höld, sem fylgisme'nn Nixons að sjálfsögðu taka mestan þátt í. Eftir embættistökuna lögðu Lyndon B. Johnson og fjölskylda (hans af stað [til Texas, þar sem fiinn fyrrverandi forseti mun búa é sveitasetri sínu. Forsetaskipti eru yfirleitt tíma mót íisögu Bandaríkjanna. Enda þótt forsetarnir séu úr sama flokki, eru persónuleg völd þeirra svo mikil, að stjórnarhættir, tmenn og viðhorf geta breytzt veru lega. Nú skiptir bæði um forseta og flokk, og má telja víst, að (niasgt verði) með öðru móti á límabili Nixons en það hefur ver i<5 í tíð Johnsons. Bandaríski sagnfræðingurinn Arthus Schlesinger, sem hefur verið nákunnugur í Hvíta hús- inu undanfarin ár, var nýlega að því spurður, hverskonar forseti Lyndon Johnson hefði verið. Schlesinger sváraði: „Hann hef- ur verið góður — ef ekki fram- úrskarandil — forseti innanríkis- mála, en hann hefur verið lak- ari forseti utanríkismála. TJm heildarmat vil ég ekkert segja — það er of snemmt“. Þetta mat sagnfræðingsins er án efa rétt. Johnson ivar alla tíð maður innanríkisstjórnmála. Hann var valdamikill í öldunga- deildinni á forsetadögum Eisen- howers og þrautþekkti völundar- hús bandarískra stjórnmála. Fyrr á árum hafði hann verilð stuðn- ingsmaður New Deal istefnu Roosevelts, sem var ekkert ann að en lýðræðislegur sósíalismi. Sjálfur setti Johnson, er hann varð forseti, fram stefnu um „Hið mikla þjóðfélag”. Þar var barátta fyrir réttindum blökkumanna og gegn fátæktinni efst á blaði, en annars fjallað um vandamál borg anna, sjúkratryggingar og fleiri slík velferðarmál. Hér var á ferð ilnni frjálslynd stefna, sem krafð ist stóraukins hlutar ríkisins í baráttunni fyrir betra lífi fyrir þegnana. Á þessu sviði náði Johnson miklum árangri, enda þótt sum vandamálin hafi aiikizt hröðum skrefum á ístjórnarárum hans. Johnson var ekki farsæll á sviði utanríkismála. Hann taldi sig geta leyst Vietnamdeiluna með því að senda öflugan her- styrk, en þar misreiknaði hann sig. Honum tókst engan veginn að nýta nógu vel þá bættu sam- búð mil'li austurs og vesturs, sem varð um silnn. Það er hyggilegt hjá Schles- inger að láta heildarmat á ferli Johnsons bíða betri tíma. Hann var einn umdeildasti forseti, sem Bandaríkin hafa haft, sérstaklega síðustu árin. En þetta skildi hann sjálíur og því kaus hann að sækjast ekki eftir einu kjörtíma- bili enn. j GABOON 16—19 — 22 mm. jj ibeyki spónaplötur 15 — 18 — 21 mm. Ibeykí krossviður 3 —■ 4 — 5 •mm. teak 2” fyrirliggjandi. HJÁLMAR ÞORSTEINSSON & Co. h.f. 'Klapparstíg 28, sfmi 11956. HAFNARBÚÐIR Oþið :illa daga frá kl. 6—11,30. Heitur matur á matmálstímum, kaffi, kökum, smurt brauð alla daga. HAFNARBÚÐIR. HÖFUM OPNAÐ ÚTIBÚ AÐ GRENSÁSVEGI 12 Sími 38650. KÚLULEGUSALAN H.F. ÚTBOÐ Tilboð óskast í smíði á 1000 sorpílátum fyrir ryklausa sorphreinsun. Útboðsgögn eru afhent 1 skrifstofu vorri. Tilboðsfrestur er til 13. febrúar n.k. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR VONARSTRÆTI 8 - SÍMI 18800 /: ALÞÝÐUBLAÐIÐ ys&ntar fólk til blaðburðar við: Höfðahverfi, Álfheima, Talið við afgreiðsluna. Sími 1-49-00. Innrömmiin X»OBBJÖBNS BENED XKTSSONAB XagóUsstræti 7 IMWtMVMMVWMMMMMHIMV Erlendar fréttir í stuttu máli MOSKVU: Stjórn Sovéí ríkjanna lýsti því yfir í gær, að hún væri reiðu búin til að hefja viðræð ur við hina nýju ríkis stjórn Bandaríkjanna und ir forsæti Nixons um ráð stafanir til að takmarka vígbúnaðarkapphlaupið í heiminum, ekki sízt í sam bandi við eldflaugavopn til sóknar og varnar. LEBACH, Vestur- Þýzka- laudi: Fjórir vestur þýzk ir fallhlífahermenn voru skotnir til bana og tveir særðir, er óþekktir of beld'smenn réðust á vopnabirgðastöð í Le bach seint á sunnudags kvöld. Hermennirnir voru á verði, er árásin var gerð. RÓMABORG: Kristilegi demókrataflokkurinn á Ítalíu hefur kjörið Flam inio Piccoli aðalritara flokksins eftir Mariano Rumor, forsætisráðherra. Piccoli var kjörinn með 85 atkvæðum; 87 skihiðu auðu og 5 ógildu. BERN: Svissneska dóms málaráðuneytið skýrði frá því í dag, að ónefnt fyr- irtæki í Sviss hefði með ólöglegum hætti selt úr landi vopn fyrjr 88,7 milljónir franka. Hefðu vopnin verið scnd til Egyptalands, ísraels, Tú banons, Saudi-Arabíu, Suður-Afríku og Nígeríu. NURNBERG, Vestur- Þýzkalandi: Fyrstu her- mennirnir af 5000 Banda ríkjamönnum, sem taka eiga þátt í stórfelldum heræfingum ásamt vestur þýzkum hermönnum á landamærum TékkósJóva kíu á næstunni, komu til Niirnberg í gær. KALKUTTA: Talið er nú, að um 400 manns hafi drukkmað, þegar ferju og sjö minni bátum hvolfdi við mynni Ganges fljóts í Bengal flóa í síðustu viku, en þá fór um hálf milljón manna út í svonefndar Sagar eyjar til trúarhátíð- ar Hindúa, sem þar var efnt til. MMMMMMMMMMMMMMW1

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.