Alþýðublaðið - 28.01.1969, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.01.1969, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 28. janúar 1969 Ritstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og 'Benedikt Gröndal. Símar:- 14900-14903. — Auglýsingastjóri: Sigurjón Ari Sigurjónsson. — Aug-> lýsingasínii: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu 8—10, Rvík. Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald. kr, 150,00, í lausasöíu kr. 10,00 eintakið. — Útg.: Nýja útgáfufélagið h,f, MiTrnfnBTrrti—Ba<MfiÉM———BwaMiMini • ■ i ■ SJÓNVARPIÐ HÆKKAR EKKI í síðastliðinni viku tilkynnti menntamálaráðuneytilð, að af- motagjald sjónvarps mundi á þessu ári verða óbreytt, 2400 krónur, en afnotagjaid 'hijóðvarps Ihækka um 80 krónur. Þa© eru vissulega ánægjuleg tíðin'di fyrir almenning, að ein- [hver opinber stofnun skuli reyna að Halda óbreyttu verði á þjón- ustu' sinni, enda hefur hitt verið algengara, að jþær hafi riðið á vað.lð með verhlegar hækkanir eftir gengisbreytinguna. Þetta er raunar ekki í fyrsta sinn, sem Ríkisútvarpið 'hefur haldið gjöld um sínum óbreyttum við sömu aðstæður. Árið 1950 varð mikil gengislækkun, og þá var afnota- gjaldið látið (vieria óbreytt. í samanburði við önnur ilönd, sem hafa milljónilr notenda til að standa undir kostnaði við hiljóð varp og sjónvarp hafa afnota gjöldin hér á landi verið mjög lág. Hefur ekki borið á öðru en að fólki fyndist það fá allmikið fyrir það fé, sem það greiðir fyrir hljóðvarp og sjónvarp. Enda þótt æskilegt isé að geta haldi'lð afnotagjöldum niðri fyrir notendur, er það líka hagsmuna- mál Íslendinga að Ríkisútvarp- inu verði séð farborða sem stofn un. Lág afnotagjöld hafa leitt til þess, að enn hefur efuki verið reist útvarpshús og stofnunin er leigjandi í byggingu fiskirann- sókna (nema hvað húsnæði var keypt fyrir sjónvarpið). Ekki) má missa sjónar af því, að húsnæðis- mál útvarpsins og fleiri kostnað- arsöm verkefni bíða úrlausnar, sem ekki má lengi dragast. Dýr eru vopnirt Fréttastofan UPI skýrði nýlega frá því, að heildarútgjöld mann- kynsins til vopnabúnaðar séu nú 16.380 milljarðar króna á ári. Þetta nemur 4.800 krónum á hvert mannsbarn á jarðarkringl- unni. Þessi! upphæð hefur, sam- kvæmt rannsöknum Sameinuðu þjóðanna, áukizt um 50% síðan 1962. Og þó eiga þetta að heita friðartímar. UPI segir, að eytt sé tvöfalt meira fé í vopnabúnað en í skóla- og fræðslumál á jörðunni. Og þ’að er eytt þrisvar sinnum meira fé til vonpabúnaðar en til heilbrigðismála og baráttu gegn sjúkdómum. Þetta er hörmulegt ástand, sem sýnir hversu aumkunarvert á- stand mannkynsilns er. Með öllu sínu viti og allri sinni tækni hef- ur maðurinn ekki fcomizt lengra en þetta. Augljóst er, að friður, sem leitt geti til afvopnunar, er mark mið, sem mannkynið verður að ná. Þá fyrst verður hægt að beita snilld mannsilns til baráttu gegn fátækt, fáfræði og sjúkdómum. I—aMBBMHIMMa—BMmriil'l ■MBHIi'Uiyffli 'iiw 55%i&-:gSS2ge«l«Eag Enn um TK og útvarpsráð Undnnfarin misseri hefur Tóm- as Karlsson. ritstjórnarfulltrúi Tím- ans, oft setið fundi útvarpsráðs, en hann er varamaður Framsóknar- fiokksins í ráðinu. Ekki verður annað sagt, en farið hafi vel á með Tómasi og öðrum ráðsmönnum, ■enda er hann hugmyndaríkur og þrautreyndur hljóðvarps- og sjón- varpsmaður. Nú hefur brugðið svo við und- anfarnar vikur, að Tómas hefur haft allt á hornum sér viðkomandi útvarpsráði og skrifað óspart í blað sitt skammir og svívirðingar um samstarfsmenn sína þar, alla nema ílokksbra-ður sína. Sjá menn ekki hvaða skýring geti verið á þessum hvimieiðu umskiptum, nema luln sé sú, að í fyrra sá Tómas um spurningaþátt i sjónvarpinu, en nú er nýbyrjaður annar spurninga- þáttur með öðrum stjórnanda. Það vita allir, sem fylgjast með stjórnmálaskrifum dagblaðanna, að Tómas er illskeyttur í skrifum. AI- þýðublaðið svaraði síðustu greinum hans um útvarpsráð í sama dúr og hann skrifar sjálfur, gagnstætt venju hlaðsins. Eins 'og við mátti búast varð Tómás bæði særður og hneykslaður, er hann var beittur sínum eigin vopnurn. Deila þessi snerist um aronskuna og fundarsköp útvarpsráðs, og lrefur Tómas nú gleypt ofan í sig allar fullyrðingar sínar um formann út- varpsráðs og afstöðu hans í þessum málurn. Er rétt að þakka Tórnasi og virða hann fyrir að játa þau mis- tök, cins og hann gerir í Tíman- um 25. janúar. Hins vegar er Tómas nógu hygg- inn til að gera þegar árás á nýjum vígstöðvum til að bcina athyglinni frá ósigri sínum. Hann hefur nú skrif unt tillögu, sem hann ‘ og Gunnar Schram flut'tu í útvarpsráði og var felld með 4:2 atkvæðum. Þessi tillaga var almenns eðlis um niðurroðun dagskrár, vinsælt efni og óvinsælt og hlustendakönnun. Oll einstök atriði hennar hafa ver- ið margrædd í útvarpsráði ár eftir ás, og eru ekkert nýmeti. Hins veg- ar var tillagan sem heilcl þannig, að óhjákvæmilegt var að líta á hana sem vantraust á útvarpsráð, út- varnsstjóra og aðra dagskrármenn hljóðvarpsins. Var hún því kolfelld af útvarpsráðsmönnum úr öllum flokkum. Sem dæmi um, hve vanhugsuð tillaga þessi var, má nefna, að sam- kvæmt henni yrði líklega ckki hægt að útvarpa 'messutn á sunnudögum, heldur ættu þar að köma bítlalög í staðinn, og vafasamt er, að hin fræðilcgu sunnudags'erindi fengju að vera þar áfram. Hitt er annað mál, að dagskrá hljóðvarpsins verður endurskoðuð í nánustu framtíð. Útvarpsráð tók þá ákvörðun, þegar sjónvarpið hófst, að ekki-mætli láta það hafa áhrif á hljóðvarpsdagskrána, með- an verulegur hluti þjóðarinnar hefði ekki fengið sjónvarp. Enn eiga norðaustan- og austanvert landið og ýmsir staðir á Vestfjörð- um eftir að fá sjónvarpið og hafa því ekki verið gerðar verulegar bteytingar á hljóðvarpinu. Þegar þessar breytingar verða gerðar, mun fyrst og fremst reynt að skapa samræmi á milli dag- skránna í sjónvarpi og hjjóðvarpi. Er þegar byrjað að íhuga þetta mál vandlega, eins og útvarpsstjóri hef- ur gert útvarpsráði grein fyrir. En tillaga Tómasar og Gunnars gerir ekkert gagn í þeim efnum. Af síðustu grein Tómasar má ráða, að hann telji sig nú óvelkom- inn í útvarpsráði. Þetta er misskiln- ingur. Hann hefur — eins og allir, sem þangað eru kjörnir, verið boðinn velkominn til samstarfs af öðrum ráðsmönnum, og svo verður án efa áfram. Allir útvarosráðsmenn hafa upplifað það, að tillögur væru felld- ar fyrir þeim eða þeirra vilji næði ekki fram að ganga, án þcss að borið hafi á langrækni af þeim sökum. ATHUGIÐ Geri gamlar hurbir sem nýjar, skef upp, olíuber og lakka. Olíuber einnig nýjar huröir og viðarklæðningar utanhúss- Fjar lægi málningu af útihurðum og harðviðarlita þær. GUÐMUNDUR DAVÍÐSSON- Sími 36857. mwwwmwMWMWWWMi Erlendar frétfir í stuttu máli WASHINGTON 27. 1. (ntb—reuter): Æðsti vfir maður Kyrrahafsflota Bandaríkjanna, John S, Mccain flotaforingi, hclt því fram í dag, að Viet cong-menn og Norður- Vietnamar liefðu misst um 420.000 hermenn á síðustu sex árum og væru því gersigraðir hernaðar- lega séð. Kom þetta fram í viðtali við fréttamann tímaritsins „Reader‘s Dig est“. EIONGKONG 27. 1. (ntb-reauter): Ríkisstjórn Alþýðulýðvetdisins Kína gekk að því með oddi og egg í dag að kveða niður sögusagnir, sem að undan för.nu hafa gengið um það, aið Mao Tse Tung væri annaðhvort veikur eða látinn. Þykir þetta benda til þess, að almenn ingur í Kína hafi verið farinn að leggja á þær trúnað. LUNDÚNUM 27. 1. (ntb-reuter): ítalska far- þegaskipið „Fairsea“, sem að undanförnu hefur rekið stjórnlaust á Kyrra hafi, liefur nú verið tck ið í tog af dráttarbátnum „R.Pace“. „Fairsea“ var á leið frá Ástralíu til Southamton með 980 far þega, þegar það varð fyr- ir vélarbilun. ARMAGH, Norður-ír- la.ndi 27. 1. (ntb-reuter): írski mótmælendaprestur inn Ian Paisley var í dag dæmdur í þriggja mánað ar fangelsi af rétti í Ram agh í Norður-írlandi fvr ir að hafa staðið fyrir ó- löglegum fundahöldum í sambandi við óeirðirnar í landinu nýlega. SAIGON 27. 1. (ntb- reuter): Sjö bandarískir sjóliðar létust og tvcir særðust, er sprengiefni sem ætlað var gegn óvin unum sprakk fyrir mis- tök í nágrenni Quang Ng ai á norðurströnd Suður- Vietnam í dag. wwwwwwwwwww

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.