Alþýðublaðið - 28.01.1969, Síða 3

Alþýðublaðið - 28.01.1969, Síða 3
28. janúar 1969 ALÞÝÐUBLAÐIÐ f yrsmr i ií lái éáa PRAG 27. 1. (ntb-afp-dpah Lögreglan í Prag yfirhevrði í dag 199 aðilja, sem teknir voru höndum í sambandi við mótmælaaðgerðir í tilefni út farar hins látna háskólastúd ents, Jan Palach, á laugardag. Meira en 60 hinna handteknu voru undir 18 ára aldri. Þá tilkynnti innanríkisráðuneyti Tékkóslóvakíu í dag, að sex blaðamenn, þar af flestir bandarískir, hefðu verið beðn ir að hverfa úr landi. Allt bendir nú til þess, að tékkósióvakiska lögreglan hyggist láta hart mæta hörðu og brjóta hvers konar óeirðir á bak aftur með valdi. Greip lögreglan hvað eftir annað' til táragass á almannafæri í gær og telja margir, að „Nov otny-sinnar“ innan ríkisstjórn arinnar muni nú nota tæki færið til að á sér niðri á „gagnbyltingarsinnuðum öfli um“ í landinu. W {■ Fyrsti blaþamanna fundur Nixons Washington 27. 1. (ntb.reuter): Richard M. Nixon, hinn nýi forseti Bandaríkjanna. hélt fyrsta blaðamannafund sinn í dag, eftir að hann tók við embætti. Á fundinum sagði Nixon meðal annnars, að Vietnam-viðræðurnar í París yrðu fyrst og fremst undir því komnar, hversu samningsfúsir kommúnistar reyndust og lrve frið- arvilji þeirra risti djúpt. Kvað hanri Henry Cabot Lodge, formann samn- Framhald á 8. siðu. I Töluverðar breytingar voru gerðar á fyrirhugaðri efnisskrá sinfóníuhljómsveitarinnar, á tón- 'leikunum sl. ifimmtudagskvöld. Þannig var forleikurinn að óper- unni Cosi fan tutte eítir \fozart leikinn í stað ‘tónaljóðsins Moldau eftir Smetana, og fyrsta sinfónía Beethovens í stað annarar sinfóníu Sibeliusar. Stöfuðu þessar breyt- J»gar, að sögn Gunnars Guð- mundssonar, framkvæmdastjóra hljómsveitarinnar, af inflúensunni, sem nú herjar á nokkra meðlimi hljómsveitarinnar. Það er ef til vill stuttum æfingatíma að kenna, sð Mozart-forleikurinn, sem fyrst- ur var á efnisskránni, var ekki leikinn af þeim léttle'ka, sem Mozart hæfir svo vel, og var hér fremur flausturslega fluttur, eða „keyrður í gegn,“ eins og stund- um er sagt. Bandarrski píanistinn Lee Luvisi lék einleikshlutverkið í píanókonserti Mozarts K. V. 467, og er hér tvímælalaust um mjög hæfan listamann að ræða. Leikur hans allur var frábærlega skír og hnitmiðaður, og þó einleikari og hljómsveit virtust ekki alltaf vera of sammála, var þetta, þegar á heijdina er lirið, ágæt uppfærsla. Sumum mun kannske hafa fund- ist píanistinn taka full hraustlega til hendinni á stundum, en þegar höfð er í huga nærfærnisleg túlk- un hans á Andante þættinum, og einnig Rondóinu, er hann lék sem aukalag, blandast engum hugur urn, að Lee Luvisi er góður Mozart-túlkandi. I fyrstu sinfóníu Beethovens kveður strax við nokkuð persónu- legur tónn, einkum þó í þriðja þætti, sem er langt frá því að vera venjulegur menúett-þáttur, ef þeir Mozart og Haydn eru hafðir í huga, en sinfónía þessi var síð- asta viðfangsefni hljómsveitarinn- ar á tónleikunum. Ekki tókst heildarflutningur verksins neitt sérlega vel að þessu sinni, stund- um nokkuð deyfðarlegur og jafn- vel ónákvæmur, þó var ýmislegt laglega gert, t.d. hinn viðkvæmi annar þáttur, með sinu fínlega kontrapúnktíska ívafi. Það hlýtur líka að vera erfitt að skipta um verkefni á síðustu stundu, eins og hér átti sér stað. Stjórnanda, serp að þessu sinni var Ragnar Björns- son, einleikara og hljómsveit var ve! fagnað af tónleikagestum. Egill R. Friðleifsson. iM4WWM»WWMW»WWWWWWWWW>W WtWWWMtMWWWWWMMWMMWIIMMMMil Borgarstjóri í Árbæjarhverii Myndin hér til hliðar var tekin á sunnudaginn á fundi sem Framfarafélag Seláss- og Árbæjarhvcrfis hélt með borg arstjóranum í Reykjavík, Geir Hallgrímssyui. Eins og sjá má á myndinni var fund- urinn fjölsóttur, en mýndina tók ljósmyndari Alþýðublaðs- ins Gunnar Heiðdal. Kvenfélag Alþýöufbkksins í Hafnarfirði heldur fund þriðjudaginn 28. janúar síðdcgis í Al- þýðuhúsinu. Fundarefni: Vigfús Sigurðsson bæjarfulltrúi ræðjr bæjarmál. Upplestur — Bingó — Kaffidrykkja. AlþýBuflokkskonur Kvenfélag Alþýðuflokksins í Reykjavík heldur fund n.k. fimmíu dagskvöld kl. 8,30 í Ingólfscafé. Á fundinum flytur Björgvin Guð mundsson viðskiptafræðingur erindi um atvinnuástandið og frú Katrín Smári les uþp smásögu. Félagskonur eru hvattar til að fjölincnna. — STJÓRNIN. BRIDGE - BRIDGE Bridgestarfsemi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur er nú að hefjast að nýju og verður spilað £ fyrsta sinn á árinu í Ingólfscafé n.k. laugardag, 1. febrúar, kl. 14. Stjórnandi verður að vanda Guð mundur Kr. Sigurðsson, og í húsið er sem áður gengið frá Ingólfs stræti. t ÓTBÉLEST, sa sait Þeir koma ekki lengur til mín, til þess að Iáta pressa, þessir sem hafa keypt sér ICoratron buxur. Það er sama hvemig viðrar buxumar eru alltaf eins og nýjar. (Samúel gamli pressari). KORATRON þorf oldrei nð pressa DÚKUR H/F. wmtammaumivmmmíwma iiiiimimct ! t í

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.