Alþýðublaðið - 28.01.1969, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 28.01.1969, Qupperneq 6
6 Al^-ÝÐUBLAÐIÐ 28. janúar 1969 Um helgina hófust friðarviffræðurnar í París loks fyrir alvöru sftir margra vikna þóf um lögun samningaborðsins og önnur slík atriði. Menn vona að nú fari kannski eitthvað aff þokast saman í viðræðunum, V en meðan stjórnmálamennirnir og embættismennirnir tala berjast her- mennirnir austur í Víetnam, og hvíla höfuffin í höndum sér þegar tóm gefst frá hildarleiknum. (UPI-mynd). Æskulýösráö Kópavogs Námskeið í Ijósmyndaiðju- leðurvinnu, radiovinnu, skák, snyrt- ingu og framkomu, þjóðdönsum, fundarstjórn og fundarreglum eru að hefjast. Innritun og upplýsingar á sk'rifstofu Æskulýðsráðs Kópavogs kl- 17—18 e.h. virka daga, sími 41886. „OPID HÚS” fyrir unglinga þriðjudaga, fimmtudaga kl 20—22,15 og laugar daga kl. 20—23,30. Æskulýffsfulltrúi. Auglýsingasíminn er 14906 I'jóðlcikhúsið : C A N D I I) A Leikrit í þremur þáttum eftir Bernard Shaw Þýðandi: Bjarni Guðmundsson Lcikstjóri: Gunnar Eyjólfsson Leiktjóld og búningateikning- ar : Lárus Ingólfsson Einasta ein ástæða er líklegt að hafi nægt Þjóðleikhtisinu til að fara nú að sýna Candidu George Bernard Shaws: að gefa Herdísi Þorvaldsdóttur tækifæri til að leika aðalhlutverkið. Er þetta nægjanleg ástfcða, rétt að velja Herdísi í þetta hlutverk — eða réttara sagt: hent- ar hiutvcrkið Herdisi sem af ein- hverjum ástæðum ltefur alltof lítið notið í Þjóðleikhúsinu undanfarið? Svo mikið er víst, að Candida Her- dísar Þorvaldsdóttur varð ekki sú geislandi kvenmynd, rnikla móðir sem maður á að vænta í leiknum, óliugnanleg kvenlýsing öðrum þræði, ef ekki væri fyrir hennar mikla þokka sem stafar á /leikinn allt umhverfis hans. Candida hefur þá liáða á valdi sínu séra Morell og F.ugene Marchbanks, leikur sér að þeim eins og köttur að mús, grimmdin einungis tempruð af blíðu hennar og. skilningi; það er ek.ki F.ugene sem ævinlega „hefur rétt fyrir sér” heldur Candida sem alltaf veit betur en aðrir, skilur hlutina náttúrlegum skilningi og finnur innilega til þeirra. Hún ein er óbreytt, söjn og jöfn að leikslok- um. En það má spyrja hvernig þeim séra Morell muni ganga að reisa hjónaband sitt úr rústum leiks- lokanna, livers konar hjónaband það verði eftir að leiknum slepp - ir ; og það má spyrja um erindi Marchbanks út í nóttina. „Þau þekkja ekki leyndarmálið í brjósti skáldsinsj’ segir Shaw síðast orða í leiknum, fullur með sjálfsdaður eins og bæði fvrr og síðar. En er það „leyndarmál” nokkurs vert? Það má spyrja sem svo, þó það væri kannski að taka leikinn í al- varlegasta lagi. Candida er farsa- kvnjaður skopleikur, bráðfyndinn allt að ærslamörkum, skop ltans helzt fast í hendur ,við vegsömun konunnar í leiknum. I meðförum Þjóðieikhússins við leikstjórn Gunn- ars Eyjólfssonar var raunverulega dregíð úr báðurn þessum þáttum hans, leikurinn varð raunsæileg stofukomedía, kímileg, notaleg þó LEIKHÚS hún vekti aldrei óviðráðanlegan hlátur né sterka hrifning. Candida Herdísar Þorvaldsdóttur varð fyrst og fremst venjuleg kona, móður- leg, forsjál og blíð — en hennar sterka útgeislun hvert sinn sem hún birtist á sviðinu, dáleiðandi máttur hennar og fullkomið vald yfir karl- mönnunum í leiknum varð ekki ljós til neinnar hlítar í fyrri þátt- ttm leiksins. Leikur Herdísar Þor- valdsdóttur var þar fyrir mjög vandaður, fágaðri en hann var blæ- brigðaríkur, og virtist mér hlut- verkið eflast og dýpka eftir því sem á leið leikinn; bezt var Herdís í þriðja þætti þar sem hún setur þeim Morell og Marchbanks kost- ina og þeir eru báðir óvefengjan- lega fastir í neti hennar. Erlingur Gíslason fór tneð séra Jakob Mavor Morell, eiginmann, Candidu, sem í senn er uppblásinn poki og einlægur drengilegur mað- ur. Vera má að meðalhóf skops og samúðar hafi verið enn vandrataðra en ella í þessari sýningu vegna þess hve hún var hljóðlát og stillileg; en mér virtist Erlingur rata það allvel. Líkamlegt atgervi séra Mor- ells var alveg ljóst í sýningunni, hugsjónabelgingur hans framan af og sjálfumgleði, hvort tveggja al- veg einlægt, sýndi sig að vísu ckki til sömu hlítar og örvænting hans að leikslokum. En meiri tíðind- um sætti í sýningunni mót- hcrji séra Morells, Eugene Marsh- banks sem Sigurður Skúlason lék. Sigurður hefur áður komið vel og drengilega fyrir á leiksviði, en Marchbanks er ótvírætt hans bezta hlutverk til þessa, teinungur af manni, fjarska skrýtinn og skop- legur, en teinungur af þvi tagi sem ævinlega réttir sig upp aflur, ó- brjótandi. Sigurður gerði skáldið cins skrýtið og kvenlegt og verða mátti án þess.að rjúfa raunsæismörk leiksins, og vakti mesta kátínu í sýningunni; einungis rödd hans virtist full-einhæf og fábreytileg enn sem komið eg, F.n ótvírætt vann Sigurður sinn fyrsta umtalsverða sigttr á leiksviði með þessu hlut- verki. Aðrir í leiknum eru Burgess fað- ir C;yldidu, fársakarl sem Valur Gí^lason sýndi skýrt og skilmerki- lega og skemmtilega; séra Mill að- stoðarprestur, Gísli Alfreðsson, sem kannski hefði mátt vera ögninni prestlegri: Próserpína vélritari, Jón- ína Jónsdóttir sem áður hefur virzt álitleg leikkona og lýsti líka frök- en Prósperpínu með prýði. En var ekki innskots-atriði þessara þriggja, Burgess, Mills og Próserpínu, í þriðja þætti þar sem þau koma drukkin heim af samkomu, t dauf- legasta lagi, ögninni of ónákvæm- lega unnið? Leiktjöld og búningar Lárusar Ingólfssonar eru snyrtilegt verk og þýðing Bjarna Guðmundssonar mjög áheyrileg. Leikurinn vakti enga hrifningu á frumsýninjfu, en honum var vel og vinsamlega tekið sem hann átti líka skilið. — O./. Herdís Þorvaldsdóttir og Sigurður Skúlason,

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.