Alþýðublaðið - 28.01.1969, Side 8

Alþýðublaðið - 28.01.1969, Side 8
8 ALÞYÐUBLAÐIÐ 28. janúar 19G9 Á laugardag með 24:21 og á sunnudaginn 25:17 íslenzkjr handknattleiks unnendur áttu góða helgk Spánska landsliðið kom hing^ að, í heimsókn og lék tvo leiki. íslendi'ngar s'gruðu í þeim báðum, þeim fyrri með 24 mörkum gegn 21 og i þeim síðari á sunnudag með enn me ri mun, eða 25 gegn 17. Þetta er ágætur árangur. ISpánverjar hafa að vísu aldrei vaikið heimsathygli í þessari íþrótt, en í vetur hefur spánska landsliðið vak’.ð tölu verða athygli og unnið góða sigra yfir fremstu bandknatt leiksþjóðum he'ms_ Þess er skemmst að mininiast, að tékkneski landsþjálfarinn r sem kom með tékknesku heimsmeisturunum á , dögun um, varaði við spánska 1 ð inu, kva-ð það vera í milcilii framför og til alls líklegt. Spápska landslið ð kom hing að til lands fyrir 5 árum og mikill munur er á þessu liði og því, sem þá kom. Þegar allt kemur 11 alls, vann ís lenzka- landsliðið góð afrek. Ekki er því þó að leyna, að ýmsir gallar komu fram á leik íslenzka liðsins, sem ætti að vera hægt að lagfæra á stuttum tíma Við skuium fyrst líta á hröð upphlaup og vörnina. Spánverjar gerðu allmörg mörk í svokölluðum hraðaupphlaupum, en slíkt kom vart fyrir hjá íslenzku le kmör.nunum. Aimað miklu alvarlegra er þó, hvað íslenzku leikmennirnir eru seinir í vörn. Spánverjarnir skoruðu nokkur mörk af þessum sók um, en Hjalti E nacsson hinn snjalli markvörður okkar kom þó í veg fyrir það, að þau yfðu enm fleiri, með frá bærri markvörzlu. Þess skal þó getið, að vörnin var mun betur á verðj í síðari leiknum og það sannar m. a. að hér er um atriði að ræða, sem senni Geir hefur broíizt í gegn og skorar eitt af mörkum sínum. lega hefur ekki verið æft sem skyldi, eða er það? Þriðja atrið.ð, er við retlum Sigurbergur skorar fallegf mark af línu. Myndir G. Heiðdal. * Æáfok ■ ntstj. ÖR^ EIÐSSOh u Þl R^l n n R að nefna og íslenzka liðið get ur bætt, er ranga.r sendingar, eða réttara sagt sofandaleg ar ser.dingar fyrir framan vörn andstæð ngsins, sem allt of oft lenda í höndum beirra. Það má segja, að það sé ó sanngjarnt að gagnrýna. lið okkar, þegar það nær góðum árangri sem þessum, en hjá því verður sarnt ekki komizt, það eru erfiðir og þýðingar m. klir leikir framundan og þetta verður að lagfæra áður en þeir fara fram. ★ Leikirnir. Bræðurnir Örn og Geir P.allsteinssynir skoruðu tvö fyrstu mörk fyrri leiksins, en Spánverjar jöfnuðu eftir sex mínútur. Aftur náðu Islend ingar forystu, en Spánverjar náðu að jafna, þegar hálfleik urinn var um það bil hálfnað ur, 5:5. Undir lok hálfleiksins tóku íslenzku leikmennirnir kipp og liöfðu skorað 12 mörk gegn 8, þegar flautað var til hlés.. Bolti'nn hafnaði þrívegis í marki Spánverja í síðari hálf leik, áður en þeir svöruðu fyrir sig, 15:8. En spönsku leikmennirn r voru ekki á því að gefast upp og þegar tíu mínútur voru t.l leiks loka, var munurinn þrjú mörk 17:20 og sá munur hélzt til leiksloka, 24:21. Spá'nverjar skoruðu tvö fyrstu mörk síðari leiksins á sunnudag, en íslendingar jóí'n uðu fljótlega met'n og komust í 4:3. Þá skoruðu Spánverjar og enn er jafnt 4:4. íslending ar sigu síðan fram úr jafnt og þétt og munurinn var enn meiri en í fyrri leiknum, 14: 7. íslenzku le'kmennirnir gerðu fjcgur síðustu mörkín í fýrri hálfleik’. Síðari ’hálfleikur var litt spennar.di, sigur íslands var of öruggur til, muriur inn var þetta 7 til 9 mörk all an tímann, en leiknum lauk sem fyrr segir með átt marka mun 25:17. Glæsilegur sigúr. Dómarar voru danskir, Jaak Rodil og Jan Christi ansen, þeir höfðu állt undir öruggri stiórn, en ekki erum við sammála þeim um skref og ruðning. í heild átti íslenzka liðið, sem var eins skipað í báðum leikjunum góðan leik, en bezt ir voru Geir og Örn Hall steinssynir ásamt Hjalta í markinu, sem varði næsta ó trúlega á köflum. Þá vakti Stefán Jónsson athygli fvrir góðan leik, hörku og góð mörk af línu. Þeir Auðunn ÓskarssOin og Sigurður Ein arsson, sem var fyrirliði áttu skínandi varnarleiki. Örn Hallsteinsson lék sinn 25. landsleik á laugardag og hlaut að launum gullúr, eins og venja er við slík tímamót. Næstu átök landsliðsins er keppnisför til Syiþjóðar og Danmerkur í annarri viku.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.