Alþýðublaðið - 28.01.1969, Page 12

Alþýðublaðið - 28.01.1969, Page 12
 IH3£ÍItO) ÞORRABLÓT Innan skamms verður efnt til þorrablóta um allar trissur; á hverjum samkomustað, og þúsundir landsmanna þjóta upp til handa og fóta * og þyrpast til veizlugleðinnar víðsvegar að. Og glaðlega sauðarhausarnir hlæja í trogum, í hvítar tennurnar fallega skín á þeim, en mjöðurinn freyðir og flæðir í stórum bogum úr flöskum sem rekja ættir/langt út í heim- Það er ekki drottinn guð, heldur Gvendur í kippnum, sem grandskoðar hjörtun og nýrun af kunnáttu um sinn- ,£n miklar um skut, eins og skipl-n sem stranda í slippnum, og skonnortulegar sigla frúrnar þar inn. í góðum fagnaði mýkir mungátið kokin, og meðal gestanna'hefur andríkið völd, en gamlir og ungir syngja undir samkvæmislokin: ó, svona ætti að vera hvert einasta miðsvetrarkvöld. Ó, göfugu hrútspungar! Háttvirtu bringur og læri og hákarlsþefur og mjöður sem glitdar og skín í miðsvetrardrunganum! Ó, að eilífðin væri eitt óslitið þorrablót, dýrlegar krásir og vín! <WWMWMWMVWWWMMWWMWMWMMWWWWWWMWW m Anna órabelgur i Af hverju gazfu nú ekki sagt okkur það pabbi. að Það væri vinna að búa til snjókellingu!!! ÚIVARP OG SJÓNVARP Mikil tónlist er í útvarpinu í kvöld að vanda. Þýzka óperusöng- konan Sieglinde Kahmann syngur í útvarpssal, en undirleik ann ast Carl Billich. Kl. 20,60 flytur Friðrik Páll Jónss. erindi með for- vitnilegu heiti: Bandaríska ögnmin. Klukkan 23.00 fáum við svo að heyra í Paul Reumert heitnum, er hann mælir í þættinum á Hljóðbergi kveðjuorð á sviði Konunglega leikhússins og les einnig Svein Dúfu eftir Runeberg. Er full ástæða að benda á þetta dag skráratriði öðrum fremur, því að Reumert var einstakur listamað ur hvað snertir hið talaða orð. Trúlega sitja margír við sjónvarpstækið í kvöld, því þar fáum við að sjá síðustu myndina í Afríkuflokknum og Tim Frazer lýk ur ævintýrum sínum í Amsterdam, og ný saga hefst sem nefnist „Kínverski hnífurinn“. De Gaulle ætlar að halda áfram eins iengi og hann get- ur, livort sem hann getur það eða ekki. Hann hefur tæpast níu líf cins og við. Kcllingin vill óð fá kallinn með sér á síðkjólaball. Kall- inn neitar og ber því við a® hann taki sig svo illa út i síðum kjól. J Það er góður siður að spara. Hafi maður peninga til þess. Dregur útvarp allan sólsrhring- inn úr sjálfs- morðum? Nú þykir reynslan lvafa sann- að, að útvarp allan sólatáiringimn dragi úr sjálfsmorðum! Að minnsta kosti ta- greinilegt orðið, að sjálfsmorðum liefur fækkað vcrulcga í Svíþjóð, síðan sænska útvarpið fór að útvarpa músik allar nætur. Og nú ætla Danir að fara að feta í fótspór Svíanna: danska útvarpið hefur semsé boð- að þau tíðindi, að frá því i júlí- lok næsta sumar eigi útvarps- áheyrendur kost á hljómlist á næturnar líka! Hitt er svo annað mál, að þessi lenging dagskrár- innar mun valda verulegri hækk- un afnotagjalda útvarpshlustenda livort sem þeir hlusta eða hlusta ekki! Bkkert skil ég hvað þessir dómarafulltrúar eru að rífast. Eins og það gefi ckki auga leið að emhættisgengið hefur lækkað eins og annað gengi. Það er hægt að sanna það svo engum blöðum sé um að fletta, að allir alkóhólistar byrjuðu á því að drekka mjólk.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.