Alþýðublaðið - 29.01.1969, Qupperneq 5
29. janúar 1969 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5
ÞAÐ heyrist að fjöldi
manns sé á biðlista hjá flug
félögum heims'ns að komast
til mánans sem bendir til að
ýmsum frnnist orðið bröngt
á okkar gömlu jörð. Samt fer
því auðvitað fja.rri að allir
ferðamöguleifear séu notaðir.
Ef einhverjum þykir þröngt
á kunnum ferðamannastöðum
stafar það bara af því að
menn flykkjast þangað í stór
hópum og halda áfram að
flækjast hver fyrir öðrum al
veg eins og í borgunum sem
þeir eru að flýja.
En eft'r því sem ég kem
víðar verður mér betúr ljóst
hve þetta er skemmtileg jörð
sem við byggjum, hve hún á
marga forvitnilega afkima og
fjölskrúðuga fegurð. Og svo
skrýtið er það að þeim mun
fleira sem ég sé þe'm mun
meira finnst mér ég eiga eítir
að skoða.
Einhvern vegin.n glevm'st
fólki oft að reikna með þeim
heimshlutum sem það ekki
hefur séð, gerir sér ekki
grein fyrir hve hið þekkta ura
hverfi er lítið brot af allri
myndinml. Svo fer það alltaf
sömu rútuna. og dettur aldrei
neitt annað í hug — nema þá
helzt tunglið.
Og íslendingar fara bara
til Mallorca, eins og heimur
inn endi þar.
En nú eru smátt og smátt að
opnast leiðir sem ættu að beina
athygli manna á aðrar slóðir.
Hér eystra eru prýðileg lands
svæði sem vestrænum ferða
mönnum mundu falla vel í
geð. Má ég t.d. nefna undir
hlíðar Himalaja, Bláfjöll og
Fílahæðir á Suður Indlandi,
hálendið í Ceylon o fl., auk
þess sem Himalajafjöllin sjálf
eru þegar ofar dregur einhver
stórkostlegasti furðuheimur
jarðarinnar bæði að ljúfri feg
urð og stórfengleik.
Það er enginn vandi að fara
til Asíu með flugvél, og þeir
sem vilja skreppa hingað í
bílum sínum geta meira að
segja kom'zt alla leið til aust
urlandamæra Indlands. Enn
er þó landleiðin hingað aust
ur ekki sérlega góð, en hún
verður góð þegar nýju Asíu
þjóðleiðirnar eru komnar x
notkun.
Nýju Asíu þjóðleiðirnar
eru alþjóðlegir vegir sem
eiga að ná frá Evrópu alla
leið austur til Singapoor og
Víetnam. Þær eru ætlaðar al
mennum ferðamönnum, hver
maður á að geta ekið þær í
bíl, öruggur um allt sitt. Og
þá er í rauninni búið að opna
að nýju gömlu karavanaieið
irnar sem fyrrum voru einu
'samgöngumöguleikarnir milli
Asíu og Evrópu.
Þessar þjóðleið'r sem búið
er að mæla út og verið er
að leggja eru merktar A—1,
A—2 o.s. frv., og mér er sagt
að þær eígi alls að vera yfir
70. Tvær þær fyrstu eru
langt komnar. A—1 liggur
vestan um Persíu yfir Afgan
ista.n gegnum Kybher skarðið
niður á sléttur Indus og Sutl
ej, þaðan til Dehli og austúr
Gangessléttuna til Kalkútta
og Dacea, svo til Mandalay
í Burma og áfram austur til
Saigon í Víetnam. A—2 kem
ur aftur á móti frá Persíu
til Pak'stan fyrir sunnan
landamæri Afganistan, hallar
sér síðan norður á bóginn til
Lahore og Delhi og fer þar
yfir A—1 í Dacca, svo t'.l
Rangoon og áfram til Singa
pore.
Meirihlutinn af þessum leið
um er orð nn fær, aðeins eft
ir að gera brýr á fljót þar sem
ferjur hafa áður verið og
leggja stutta vegarkafla til að
tengja saman áður lagða vegi.
En samt er auðvitað mikið
ógert, því meðfram vegunum
þurfa aðrísa hótel og veit
ingahús á þénanlegum stöð
um, og einnig benzínsölur og
viðgerðarstöðvar, og þar ao
auki þarf að koma upp góðri
vegalögreglu á öllum leiðun
um.
Allt er þetta á góðri leið,
en gengur þó seinna í löndun
um austan Indlands. Austvtr
Pakistan verður sett í sam
band við þetta nýja vegakerfi
árið 1970, og vonazt er til
að Burma komi árlð 1971.
Burma er það land hér um
slóðir sem verst er við að fást
í þessu tilliti, það er að kalla
lokað land síðan sú stjórn
tók við sem nú situr. Ferða
mönnum gengur tregt að fá
þar dvalarleyfi, er í flestum
tilfellum bannað að staldra
þar lengur við en einn einasta
dag. En ef allt gengur eftir
áætlun verður unnt að aka
þessa. vegi alla leið austur
til Saigon og Singapore eftir
tvö— þrjú ár.
Langferðir eru dýrar, Það
er dýrt að fljúga heimsálía
milli, og tiltölulega fáir hafa
efni á að fara til Asíu í sum
arfrí. Samt fara efnaðir
menn unnvörpum í safari
t'l Afríku og leggja hiklaust
upp í margra vikna siglingar
með skemmtiferðaskipum.
Áreiðanlega eru til menn
sem mundu fagna því að
leggja í það ævintýri að aka
á bílum sínum alla leið aust
ur í fríhöfnina í Singapore ef
þeir hefðu tíma þegar þokka
leg hótel eru risin og unnt
er að fá sæmilega þjónustu
á allri leiðinni.
Slík ferðalög mundu vissu
lega stuðla að því að bæta
heiminn.
Mér skilst hér eystra að
miklar vonir séu bundnar við
þessar nýju leiðir þær muni
ekki einasta auka hagræn
skipti austrænna og vest
rænna landa, heldur líka
mermingarlegt samstarf, pers
ónuleg kynni manna og gagn
kvæman skilning á þörfum
og lífsháttum.
Góðar samgöngur og frjáls
ferðalög eru eitt af því sem
stuðlar mest að því að rífa
niður girðingar milli þjóða.
Og þjóðirnar sjálfar, einstakl
ingarnjr, verða miklu meira
varir við þær samgöngur sem
faira fram á lar.di heldur en
flugf. og skipa: bændur sjá
bílana renna fram hjá ökrun
um, ferðamenn nema kannski
staðar að horfa á konur við
vatnsból eða fiskimann við
Hópur Indverja,
brú og lítil börn horfa forvit
in á og fara í huganum út í
þennan stóra heim eftir veg
inum sem l ggur framhjá þorp
inu þeirra.
Eins og ég gat um áðan er
í rauninni verið að opna
gömlu karavanaleiðirnar milli
Asíu og Evrópu, en þær voru
aflagðar fyrir rúmum 200 ár
um er iðnaði tók að fleygja
fram til muna í Evrópu og
samgöngur á sjó og landi að
batna.
Kanarvanar eru þó síður
en svo með öllu aflagðir í
he'minum, þeir þekkjast enn
í Mið Asíu og hinum vestlæg
ari Asíulöndum, og í Hirnal
aja eru þeir víða einustu sam
göngumögulelkarnir.
Mönnum hættir til að
gleyma að Himalaja er ekki
fjallgarður í venjulegum
skilning':, heldur fjallaveröld,
víða eins breið og ísland er
langt frá austri til vesturs og
þúsund'.r kílómetra á lengd.
Þarna eru engir nútímavegir
á stórum svæðum og engir
flugvellir. En um gamalrudda
sneiðinga fjallanna mjakast
langar lest'r múldýra og jak
uxa. Þar er litið á tíma og
fjarlægðir eins og gert var
í gamla daga: að allt sé hægfc
að komast ef manni bara ligg
ur ekkert á, sá get' ekki ferð
azt sem þurfi að flýta sér.
Um þennan hugsunarhátt
vitn,ar saga sem ég nýlega
heyrði og mun vera dag
sönn:
Einhverjir kaupmenn höfðu
dólað sér með lestir sínar
alla le'.ð niður til Katmandú
í Nepal Það er svo sem ekki
óvanalegt, því þessar lesti.r
koma iðulega alla leið niður
á láglendi. Nepal var opnað
fyrlr eðlilegum samgöngum
1952, var áður algerlega lok
að, og þar eru menn nú að
byrja að hugsa eins og nú
tímamenn. í Katmandú sáu
þessir kaupmenn úr fjalla'
byggðunum glervörur frá
Tékkóslóvakíu sem þeim leizt
vel á, enda ekki um að talaf
að iðnaðarvörur úr því landi
þykja allsstaðar hinar beztu.
Þeir voru vanir að ferðast,
komu oft ekki heim í marga
mánuð', keyptu þá bara vör
ur og seldu á ýmsum stöðum.
— og verðið á glervörunum
leit út fyrir að vera hagstætt.
Þess vegna- óx þeim alls ekki
í augum að fara álla leið til
Tékkóslóvakíu að kaupa gler.
Raunar vissu þeir ógerla
hv2r í veröldinni það land
lægi, þe!r höfðu fyrr kaixnað
ókunnar slóðir án þess að viil
ast, x'anir að spyrja sig áfram
og reiða s'g á sannsögli anm
arra ferðamanna er þeir hittu
og spurðu til vegar. Þó vo”u
þeir svo fróðir að þe'r héldu
í vestur, en ekki í einhverja
hinna höfuðáttanna þriggja.
Afturámóti voru landamæri
og vegabréf ekki til í þeirra
geógrafíu. Hvaða leiðir þeir
fóru ve't víst enginn, varla
þeir sjálfir, býst ég við, en
þeim var snúið við e'nhvers
staðar í Sovétríkjunum og
komið í skilning um að þessai
ferð hefðu þe'r átt að fara
fyrir 200 árum eða fyrr.
En kannski voru þeir bara
dálítið á undan tímanum?
Kannski verður algengt inn
an tíðar að menn fari alla
leið frá Katmandú til Tékkó
slóvakíu á eigin vegum að
vísu ekki með múlasna, held
ur á bíl :— í fullu trausti á
þá he'msDeki að sá einn geti
talizt ferðamaður sem ekki
þurfi að flýta sér?
— SIGVALDI