Alþýðublaðið - 28.02.1969, Side 7

Alþýðublaðið - 28.02.1969, Side 7
ALÞYÖUBLAÐIÐ 28. febrúar 1969 7 Fyrir tíu árum var breytt sniði á Andvara, hinu forna tímariti Þjóðvinafélagsins sem Menningar- sjóður gefur nú út. Ekki man ég til að hafa séð neina eiginlega stefnu skrá fyrir ritið í sínum nýja bún- ingi, en sýnilega var ætlunin að gera það að all-stóru og veglegu riti, almenns menningarlegs efnis, birta jöfnum höndum skáldskap og ritgerðir, skemmtun og fróðleik. Auk þess sem efnisval varð með þessunt hætti miklu fjölbreyttara en áður var ritið stækkað í broti og átti nú að korna út þrisvar sinnum á ári cn var ársrit áður. En þessi ráðagerð, hversu þarfleg sem hún kann að liafa verið, fór brátt út um þúfur. A þessum tíu árum hefur aðeins tvisvar tekizt að koma út þremur heftum Andvara á ári, fimm sinnum hefur ritið kornið í tvennu lagi, en þrisvar í einu he'fti. Og í tíunda árgangnum sem kom út í einu lagi skömmu fyrir jól er frá því skýrt að nú verði að nýju horfið til fyrri hátta og verði Andvari ársrit hér eftir. Brotið verður þó hið sama og undanfarið og „stefnt er að því“ að ritið verði tólf arkir að stærð árlega. F.n Hklega má vænta þess að efni ritsins færist nú að nýju í hið fyrra horf og verði mest lagt upp ,úr ævisögum og mannlýsingum, einkum nýlátinna' manna, annars vcgar, hins vegar tilfallandi ritgerðum fræðilegs efnis. Enda hefur Andvari aldrei lagt ævi- sögurnar með öllu niður og í síð- asta árganginn skrifar Jón Gíslason ýtarlega minningargrein um Krist- in Armannsson rektor. En annað aðalefni ritsins eru ritgerðir Olafs M .Olafssonar urn Sonatorrek, Har- alds Olafssonar um guði og seli í trúarbrögðum eskimóa og Sverris Krisfjánssonar um áfanga á • leið íslenzkrar sjálfstæðisbaráttu, upp- haflega útvarpserindi. Það má svo sem segja að þetta afturhvarf Andvara til sinna fyrri verka sé ofur-eðlilegt og einungis viðurkenning staðreyndar: að til- raunin lil að endurnýja ritið var andvana fædd og hefur enda mis- tekizt. Það má segja að eftir sem áður hafi Andvari verk að vinna á sínu fyrra verksyiði og geti- þar orðið þarflegt rit. Slikt, ársrit getur laðað að sér vandaðar og viða- miklar ritgerðir sem ef til vill yrði torvelt að birta annars staðar, og það er einnig þarflegt að til sé samastaður fyrir fræðileg útvarps- erindi sem oft ög einatt eru hinar vönduðustu ritsmíðar sem vert ér að séu aðgengilegar á prentil Slíkt rit sem hending ræður því hvað birtist þar frá ári til árs er að vísu ékki líklegt til að vekja mikinn áhuga eða forvitni, þykja líflegt eða spenn- andi — en hvað gerir það? Og vissulega getur hendingin fært slíku riti upp í hendurnar cfni sem í sjálfu sér er „spennandi“. Andvari birti á sínum tíma ritgerðir Barða Guðmundssonar „Stefnt að höfúndi Njálu,“ forvitnilegasta efni sem um ár og dag hefur birzt á sviði íslenzkra fræða. Ritgerð Olafs M. Olafssonar um Sonatorrek með nýj- um skilningi og skýringum kvæð- isins, náskyld rannsóknum höfund- ar á Völuspá sem áður hafa birzt í Arbók Landsbókasafns virðist að minnsta kosti nógu forvitnileg, þó ég ætli mér ekki þá dul að fara að dæma um um fræði Olafs; það er annarra fræðimanna að játa eða neita kenningum hans og leggja á þær mat í heilu lagi. En vettvangur slíkrar umræðu >gæti Andvari efa- laust orðið. Margt ber sjálfsagt til þess að til- raunin sem gerð var til endurnýj- únar Andvara mistókst svo sem raun ber vitni. Eitt er það hve stopult ritið hefur komið út — en þó svo tekizt hefði að koma ritinu reglu- lega út þrisvar á ári hefði það þó ekki nægt til að gera ritinu kleift að fylgjast með og taka þátt í um- ræðum líðandi stundar. Enda var brátt hætt að birta ritdóma í And- vara sem reynt var í fyrstu, en reglu tímarit bundnar umsagnir um önnur efni hafa aldrei birzt þar. Stundum hef- ur Andvari reynt að birta yfirlits- greinar um bókmenntir ár fyrir ár, og ktinna einhverjar þær greinar að vera eða hafa verið þarflegar; en regla komst aldrei á það starf, og aldrei var reynt að fjalla á sama hátt um annað menningarstarf í stærra samhengi. Lýsandi dæmi um aðferð Andvara til að fylgjast með því sem er að gerast er fróðleg grein I’orgcirs Þorgeirsson í árgangnum 1968 um sex daga stríðið og deil- ur Israela og Araba. Greinin fjallar um atburði sem gerðust vorið 1967, dtigsett í desember 1967 — en birt- ist.ekki fyrr en heilu ári síðar. Mun seint vinnast að fylgjast með fram- vindu á hvaða sviði sem er með slík- um vinnubrögðum. A. sviði bók- mennta og menningarmála hefur Andvari heldur aldrei ætlað sér nein sérstök verk að vinna sem hefði þó ef til vill nægt því til fram- dráttar: að afmarka sér eitthvert ákveðið verksvið og vinna síðan staðfastlega að því. En meðan And- vari telst tímarit Menningarsjóðs, dreift til allra áskrifenda þess, hlýt- ætli sér eitthvért slíkt menningar- lcgt hlutverk. Auðvelt er að nefna dæmi um óunnin verk sem þarflegt ur maður þó að vænta þess að það væri að vinna: hér væri t.d. þörf fyrir tímarit sem einvörðungu helg- aði sig erlendum bókmenntum, að birta erlendan skáldskaþ og aðrar bókmenntir j vönduðum þýðing- urn, fjalla um lengsl innlendra bókmennta og erlendra, vaka yfir þýðingum erlendra bóka ■ á íslenzku og reyna til að siðbæta þá starfseini sem ekki veitir nú af. Nýr skáldskapur hefur birzt f Andvara þau tíu ár sem ritið hefur. komið út í sínum nýju sniðum, æði misjafn að verðleikum að ég hygg; en í -síðasta árgangnum eru þýdd ljóð eftir Jón úr Vör og frumort eftir Guðmund Böðvarsson og Matthías Johannessen. En ekki hef- ur ritið frekar en von er til laðað að sér nýjan og forvitnilegan skáld- skap, og tilfallandi skáldskaparefni náttúrlega ekki nægt til að skapa því tilverugrundvöll. Sannleikurinn er sá að endurnýjunarstefna And- vara á sínum tíma virðist liafa mót- azt, eins og mestöll íslenzk tíma- ritagerð um menningarmál enn í dag, af viðmiðun við þau tímárit sem döfnuðu hér fyrir svo sem fjörutíu ái'um, alhliða menningar- leg tímarit til skemmtunar og fróð- leiks — fyrir tilkomu útvarps, svo sjónvarp sé ekki nefnt, stórvirkrar blaðaútgáfu og stóraukinnar bóka- gerðar. Dæmi Andvara sýnir Ijós- lega að slík tímaritagerð á ekki framtíð fyrir sér, að eigi tímarit um menningarmál að þrífast, duga sínurn tíma, þarf það að taka tillit lil annarrar fjölmiðlunar í sam- félaginu, ætla sér einhver verk sem slíkt rit, og einungis slíkt rit, sé fært um að vinna með góðu lagi. En þó sú ákvörðun kunni að vera réttmæt að hætta nú við þessa tilraun til að gera Andvara að meiriháttar menningarmálgagni, og sú ákvörðun er hin sama þó hafa eigi bæði sögur og kva>ði til að lífga upp á æviminningar og rit- gcrðir hér eftir,- er ekki þar með sagt að nauðsynlegt sé að ritið fær- ist í óbreytt sama horf og var fyrir 1959. Augljóslega gæti Andvari eftir sem áður helgað sér citlhvert ákveðið verksvið, alþýðlégt eða ekki eftir atvikum, og ætti ef til vill auðveldara með það sem ársrit. Andvari gæti aalað sér verk á sviði íslenzkra fræða við hlið þeirra rita sem fyrir eru, Skírnis, Sögu, Is- lenzkrar tungu ef það rit er þá ekki komið endanlega í þrot hjá Menningarsjóði: Andvari gæti gefið sig af alefli að-íslenzkri mannfræði og persónusögu, efntinV sem jafnati er veittur mikill áthugi. Hann gæti helgað sig íslenzkri nútímasögu og stjórnmálum sérstaklega, efnum sem vel hæfðu málgaghi Þjóðvina- félagsins. Verkefnin eru ótölulcg. En engin slík stefna, né nein stefna önnur, verður ráðin af árgangnum 1968. — ÓJ. SIGTÚNI 7 — SÍMI 20960 BÝR TIL STIMPLANA FYRIR YÐUR FJÖLBREYTT ÚRVAL AF STIMPILVÖRUM Takið eftir - Takið eftir Nú er fátt til bjargar, því góður tími til að taka til á háa loftinu- Við kaupum allskonar eldri gerð húsgagna og hús- muna svo sem buffetskápa, borð stóla, blómasúlur, klukkur, rokka, prjóna- og snældustokka, spegla og margt fl. Fornverzlunin Laugavegi 33 (bakhúsið) Sími 10059 — Sími heima 22926. MATUR OG BENSfN allan sólarhringinn. Veitingaskálinn* Geithálsi. ATHUGIÐ Trésmíða-þjónusta. Tökum að okkur smíði á eldhúsinnréttingum og öllum gerðum af fataskápum ásamt fleira tréverki og breytingum. Mælum upp og teikn- um' Föst tilboð eða tímavinna. Vönduð vinna. Verkið framkvæmt af meistara, er skrifar upp á teikningu, ef um breytingu er að ræða. — Greiðsluskilmálar. Upplýsingar í síma 24613 og 38734. Geri gamlar hurðir sem nýjar, skef jgp,--otíuber og iakka. Olíuber einnig nýjar hurðir og“víffáríilæðningar utanhúss- Fjar lægi málningu af útihurðum og harðviðarlita þær. GUÐMUNDUR DAVÍÐSSON- Sími-36857. - — HÚSGÖGN Sófasett, stakir stólar. — Klæði gömul hús- gögn. — Úrval af góðum áklæðum. Kögur og leggingar. BÓLSTRUN ÁSGRÍMS. Bergstaðarstræti 2. — Sími 16807. Auglýsingasíminn er 14906

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.