Dagur


Dagur - 10.01.1946, Qupperneq 3

Dagur - 10.01.1946, Qupperneq 3
Fimmtudaginn 10. janúar 1946 DAGUR S Heildarútgáfa af Þjóðsögum Olafs Davíðssonar Eftir Þorstein M. Jónsson Eg hefi heyrt, að nokkrir menn, sem keypt hafa þau tvö bindi af Þjóðsögum Ólafs Da- víðssonar, sent eg gaf út árin 19‘55 og 1939, teldu að eg væri skyldugur til þess að halda þeirri útgáfu áfram, þannig, að allar þær sögur, sem eg hefi gefið út í hinni nýju heildarútgáfu af Þjóð- sögum Ólafs, en ekki vpru í bindunum 1935 og 1939, kæniu líka út í framhaldi af eldri út- gáfunni. Kváðu þeir vitna í for- mála 1. bindis frá 1935, þar sem eg ráðgeri að gefa út fjögur bindi al þjóðsögunum. Það er rétt, að eg gef í skyn í þessum lormála, að eg muni ætla að gefa út I jögur bindi af þjóðsögunum, en eg gerði ekki samning við neinn um að selja honum þau, eða um það, að eg væri skyldug- ur til þess að koina með fram- hakl, og selja þeim, sem keypt höfðu fyrSta bindi, og heldur ekki samning um, að nokkur kaupandi að I. bindi keypti það, sem meira myndi koma af þeirri útgál'u. Þetta mál snertir ekki ein- göngu mig, sem bókaútgefanda, heldur og alla aðra bókaútgef- endur, eldri og yngri, sem ráð- gert hafa útgál'u bóka, en hafa hætt við þær af einhverjum ástæðum. Þar sem líkt stendur á og með il'yrri útgáfu mína af Þjóðsögum Olafs Davíðssonar, er þá fyrst og fremst að athuga, hvort líta beri á það sem samn- ing milli bókaútgefanda og þess, sem kaupir I. bindi, hvort út- gefandinn sé skyldugur til þess að framkvæma ráðagerð sína um framhald útgáfunnar, hvort sem hann . telur framhaldsútgáfu heppilega eða ekki, og hvort kaupandi að 1. bindi sé skyldug- ur að kaupa framhald verksins, og eins þótt hér hal'i ekki verið um áskriftarrit að ræða.'sem ekki var, hvað Þjóðsögur Ólafs Da- víðssonar snerti. Eg hel'i aldrei heyrt það fyrr en hjá jressum nokkrum mönhum, sem eg nefndi í byrjun greinarinnar, að um jæssa skyldu væri að ræða um rit, sem ekki eru áskriftarit, og meira að segja eru mörg dæmi þess, að áskriftarit hafa strandað í miðjum klíðum. Ekki myndi eg treysta mér til |>ess að heimta, að allir keyptu framhald af rit- verki, sem eg gæfi út í fleiri bindum eða heftum, þótt þeir hefðu keypt 1. bindi eða I. hefti, nema þá að eg liefði gert samn- ing við kaupendurna. Og eg, og sennilega allir aðrir bókaútgef- endur, sem gefið hafa út rit.í heftum eða bindum, og ekki hafa komið út samtímis, munu hafa þá sögu að segja, að jafnan seljist lang mest af fyrsta bind- inu eða fyrsta heftinu. Af Grá- skinnu gaf eg út 3000 eint. af I. hefti árið 1928, en svo miklu varð salan minni á II. og III. hefti, sem komu út árin 1929 og 1931, að eg sá ekki fært að gefa úl nema 2000 eint. af IV. hefti, sem kom út 1936. Árið 1940 voru eftir 531 eint. fleiri óseld af IV. hefti en af 1. hefti, Jrrátt fyrir. hinn mikla mismun á upplögun- um. Af Grímu, sem eg byrjaði að gefa út árið 1928, og hefi nú gef- ið út alls af henni 20 hefti, þá voru í árslok 1944 eftir óseld af I. hefti aðeins örfá eint., en af II. —VII. hefti voru el'tir óseld 560—1014 eint. af hverju hefti og hafði j)ó npplög allra jressara liefta verið jafn stór. Af II. bindi Ferðaminninga Sveinbjarnar Eg- ilssonar, sem eg gaf út á árunum 1930 og 1931 í fjórum heftum, voru 300 fleiri hefti óseld árið 1940 af 4. heftinu en því 1. Hvorki meira né minna en 300 kaupendur höfðu lielzt úr lest- inni á tæpum tveim árunt, sem bindið var að koma út. Af eldri útgáfu rninni af Þjóðsögum Öl- al's Davíðssonar l'óru á markað frá mér af 1. bindi 1350 eint. en af 11. bindi rúm 1000 eirit. Eyrsta bindið seldist alveg upp á árinu 1942, en annað bindið ekki lyrr en ;i þéssu ári, og veit eg að ýms- ir hafa kcyjM það, vegna þess Iivað það var ódýrt. Það er óhætt að fullyrða að um 400 menn, sem keyptu 1. bindi útgáfu jæss- arar, hafi ekki keypt II. bindi. Áskrifendur voru engir að þeim. Ef útgefandi er skyldur til j)ess að halda útgáfu áfram, sem hann hefir byrjað á, þá hlyti skyldan líka hvíla á kaupandá, sem keypt hefði I. bindi eða 1. hefti, að kaupa ritverkið áfram. En kaup- endur munu samkvæmt reynzlu allra bókaútgefenda ekki linna neina siðferðisskyldu hvíla á sér í jæssu efni, og vitanlega er hér um enga Iagalega skyldu að ræða. En jrað er óneitanlega slæmt í flestum tilfellum að geta ekki haldið áætlun, hvort sem um bókaútgáfu eða annað er að ræða, en þó geta áætlanabTeyt- ingar stundum verið nauðsynleg- ar og jafnvel til góðs fyrir alla, og minna þarf olt til þess að breyta áætlun en heimsstyrjöld jrá, sem nú er nýafstaðin, og senr hefir orðið til ])ess að gera, ef svo má segja, byltingu í bókaútgáfu okkar íslendinga, þannig, að vegna góðrar afkomu lands- manna og aukinna bókakaupa, þá er nú hægt að gefa út miklu stærri upplög af bókum en áður, og vanda miklu meira útgáfu bókanna en almennt var gert áð- ur. • Þegar eg hóf lyrri útgál’u mína af Þjóðsögum Ólafs Davíðsson- ar, voru krepputímar og mjög erfitt um bókaútgáfu. En eg hafði vilja ;í því að koma Þjóð- sögum Ólafs út, en jrorði þó ekki að forma útgáfuna eins og eg hefði helzt kosið, vegna jæss, að vel gæti farið svo að ég strandaði með liana, ])ví að fjármagn halði eg lítið. Tók eg J)ví af þeirri ástæðu úr öllum flokkum safns- ins í I. bindi og bjó'bindið út sem heild fyrir sig með registr- urn og nafnaskrám. Eins fór eg að með annað bindi, sem kom ekki út fyrr en fjórum árurn seinna, vegna fremur tregrar sölu I. bindis. En þegar bóksalan jókst á stríðsárunum, ])á seldust bindi J)essi upp eins og áður er getið um. Var nú um að ræða, hvort réttara væri að gefa út framhald. af tveggja binda út- gáfunni, sem gat þá ekki orðið nema lítið upplag, eða hvort gef- in skyldi út ný heildarútgáfa, J)ar sem sögununi væri nákvæmlega niðurraðað og meira vandað til útgáfunnar, en verið hafði með hina l’yrri. Margir bókamenn og unnendur Ólafs Davíðssonar, svo sem Davíð Stefánsson frá Eagra- skógi, Steindór Steindórsson, menntaskólakennari, og Jónas Ral'nar, yfirlæknir í Kristnesi, hvöttu mig eindregið til þess að koma með nýja útgáfu af safn- inu og vanda eins vel til hennar og kostur væri á. Með J)ví töldu þeir að minningu Ólafs væri bezt sómi sýndur og bókaelsk- andi menn myndu heldur kjósa jætta en að eg héldi hinni útgáf- unni áfram, sem aðeins var um jniðjungur safnsins og gefin út af vanelnum 'á krepputímum. Vissi eg J)ó, að fjárhagslega var þetta miklu meiri fjárhags- áhætta fyrir mig en að halda hinni útgáfunni áfram, en þar sem eg vildi gera betur en eg hafði gert áður, og taldi meiri bókmenntalegan feng fyrir J)jóð- ina að fá nýja, verulega góða heildarútgáfu af Þjóðsögunum, miklu betri en gamla útgáfan var, þá réðist eg í Jjetta, og bjóst sannast að segja við því, að eg myndi f;i ])akkir en ekki van- þakkir allra bókakaupandi manna að launum. Enda eftir viðtölum margra manna við mig og af ritdómum að dæma, sem eg hefi séð um ])essa útgáfu, eru flestir mjög ánægðir með hana, og J)ar á meðal margir J)eir, sem líka höfðu keypt eldri útgáfuna. Einn ritdómendarina/ Jón Jóhannesson, fræðimaður á Siglufirði, segir meðal annars í ritdómi í blaðinu Siglfirðirigi: „Islenzka J)jóðin stendur í stórri Jrakkarskuld við minningu Ólafs Davíðssonar. Þessa J)akkarskuld hefir kostnaðarmaður jæssa j)jóðsagnasafns, Þorsteinn M. Jónsson, sýnt lofsverða viðleitni að gjalda með útgálu ])ess.“ En um leið og eg vildi sýna viðleitni sem bókaútgefandi, að greiða Ölafi J)akkarskuld þjóðarinnar, kom mér ekki í hug, að eg væri að gera ])að á kostnað einhverra fárra manna, eða gera neinum tjón. Vitanlega ber engum skylda i il j)ess að kaupa |)essa J)jóðsagna- útgáfu mína, hvorki þeim, sem keyptu eldri útgáfuna eða öðr- um, og eg sé því ekki enn hverj- um eg hefi valdið tjóni. Eg gekk út frá því sem vísu, að ýmsir þeir, sem ættu eldri útgáfuna, keyptu ekki hina yngri og myndi eldri útgáfan þar með spilla að einhverju leyti markaði yngri útgáfunnar. Síðan 1935 hel i eg náð í nokk- uð af J)jóðsögum ólafs Davíðs- sonar, sem eg vissi ekki um þá að til væru. Ef eg hefði haldið eldri útgáfunni áfram, hefði fram- haklið orðið fjögur bindi, nál. ])ví eins stór hvert ])eirra og hin tvö, sem komin voru út. Ef upp- lög þeirra hefðu verið álíka stór og annars bindis, J)á hefði verð þeirra orðið eins mikið og verð allrar heildarútgáfunnar nýju. Verð heildarútgáfurinar er lágt, sem kemur af því, að upplagið er nokkuð stórt. Seinni útgáfan, miðað við útgáfukostnað, er miklu ódýrari en fyrri útg. var. Ef allmargir, þrátt fyrir J)ær upplýsingar, sem eg hér að fram- an liefi gefið, ciska eftir að fá framhald eldri útgáfunnar, J)á skal ekki standa á mér að koma með það, en verð framhalds- bindanna fer að sjálfsögðu eftir því, hvað margir skuldbinda sig til þess að kaupa ])au, og ræður vitanlega verðlagseftirlitið hvert verðið verður. En J)eir hinir sömu, sem óska eltir ])essu verða að gera bindandi samning um kaup, ef eg skuldbind mig um útgáfuna, því að rétturinn hlýt- ur að vera gagnkvæmur. F.g nefndi fyrr í jressari grein, að minna hefði ])iu ft til þess að breyta áætlunum en heimsstyrj- öld. Vil eg nú leyfa mér að nefna aí handahófi nokkrar bókaútgáf- ur, sem byrjað hefur verið ;i hér ;i landi, en hætt hefur verið við, og skal eg þá fyrst nefna nokkrar j) j óðsagn a ú tgá f u r: Vestfirzkar J)jóðsögur, I. Út- gefendur Arngrímur Bjarnason og Oddur Gíslason ísafirði 1909. Af útgáfu þessari kom aldrei út nema 1. heftið. Þjóðsögur. Safnað hefir Oddur Björnsson. Jónas Jónasson bjó undir prentun. I. bindi. Akur- eyri 1908. í formála er |)ess getið að fleiri bindi komi út en þau komu aldrei. Þjé>ðsögur og munnmæli. Nýtt safn. Jón Þorkelsson bjó undir prentun. Rvík, 1899. Aftan á kápublaði bókarinnar segir kostnaðarmaðurinn, Sigfús Ey- mundsson, að hann hafi í hyggju að gefa út á næsta ári annað bindi af þessu j)jóðsagnasafni, en það bindi kom aldrei. í jæssum tilfellum hefur gerzt það sama og um fyrri útgáfu mína af þjóðsögum Ölafs Davíðs- sonar, að þær hafa strandað af einhverjum ástæðum. Árið 1829 hé)f hið konunglega norræna forn fræðafélag útgáfu Islendingasagna og segir í for- mála 1. bindis: „Sögur þessar ganga hér í broddi allra íslands- sagna, sem hið Konungslega Nor- ræna Fornfræða Félag hefur ein- sett sér að láta á prent éit ganga.“ Af þessari útgáfu komu samt aldrei nema tvö bindi, en nokkr- um árum seinna eða árið 1843 hóf sama félag á ný ýtgáfu ís- léndingasagna og sá ])á Jón Sig- urðsson um éitgáfu tveggja binda, sem kornu út árin 1843— 1847, og Konráð Gíslason um éit- gáfu j)riðja og fjórða bindis, sem .komu út 1875—1889. Þessi útgáfa var í allt öðru broti en fyrri éit- gáfan, en sögurnar í báðum fyrstu bindunum hinar sönm. Árið 1880 hóf Bókmennafél- agið útgáfu íslendingasagna og kom éit þrem bindum, sem í voru sömu sögurnar og voru í II. bindi íyrri útgáfu KonungÍéga norræna fornfræðafélagsins, en hætti síðan útgáfunni. Árið 1886 hóf Sigurður Krist- jánsson éitgáfu riddara- og ævin- týrasagna, og kallaði hann safnið • Æfintýrasögur. Á kápu 1. líeftis (Ingvarssögu víðförla) segir út- gefandinn meðal annars, að sög- urnar verði prentaðar eftir beztu handritum, og segist hann hal'a ráðið menn til þess að sjá um éit- gáfuna. Segist hann ætlast til að söguSafnið komi éit í smáheftum óg þegar komnar verði éit 25 ark- ir verði J)að I. bindi safnsins, J)á komi formáli með ítarlegum skýringum ;í efni sagnanna og aðaltitilblað. Hann gerir ráð fyr- ir að })etta verði áskriftarrit og má sjá það á kápu 2. heftis (Erex sögu), að hann hefur þegar verið béiinn að safna einhverjum á- skrilendum. A kápu J)essa heltis segir hann ennfremur, að það sé ekki unnt að ákveða nú þegar, hversu lengi ])etta fyrsta bindi safnsins verði að koma éit ,né heldur hitt, hve bindin verði mörg. Það segist hann síðar muni nákvæmlega auglýsa kaupend- um. En aldreikomuútnemaþessi tvö hefti, 68 bls. á stærð, og 1889 auglýsir S. Kr. á kápu þriðja bindis Eornaldarsagna Norður- landa, að sér J)yki ekki tilvinn- andi að halda áfram útgáfu Æf- intýrasagnanna, og þær komi ekki framvegis éit á sinn kostnað. Árið 1890 sendi Björn Jónsson ritstjóri Isafoldar tit boðsbréf að N oregskon 11 ngasögum. F yrsta bindi þeirra kom út 1892, en á kápu Jæss tilkynnir hann, að hann geti ekki selt ])ær eins lágu verði eins og talað sé urn í boðs- bréfinu, enda séu áskrifendur ekki bundnir við kaup á J)ví. Margir keyptu samt bindi þetta og II. bindi. Ólafssaga Haralds- sonar, kom éit árið eftir, en síðan hefir ekki komið meir éit af þeirri útgáfu. Mun upplagið fyr- ir löngu uppselt, og síðan hafa komið éit útgáfur af Noreg/kon- ungasögum. Árið 1924 kom éit hér á Akur- eyri I. bindi af Ritsafni Þorgils gjalland'a, og var ráðgert fram- hald, sem aldrei kom. En í ár kom Ragnar Jónsson með heild- arútgáfu ritsafnsins. Árið 1902 kom éit í Ameríku 1. hefti af Rit- safni Gests Pálssonar, en sú éit- gáfa strandaði og síðar var Rit- s,afn Gests gefið éit í einni lieild í Reykjavík. Þessi dæmi læt ég nægja að nefna um éitgáfur rita, sem Iiafnar hafa verið, en hafa strandað, en dæmin eru ótal Heiri, og alltof langt mál að telja upp hér. Eg hefi lieyrt J)eini fjarstæðu haldið fram, að yngri útgáfa mín af jyjóðsögum Ölafs Davíðssonar eyðilegði eldri útgáfuna fyrir þeim, sem ættu hana. Þessu ])arf varla að svara, því að eftir þess- (Framhald á 10. síðu). 1

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.