Dagur - 10.01.1946, Blaðsíða 10

Dagur - 10.01.1946, Blaðsíða 10
10 DAGUR Fimmtudaginn 10. janúar 1946 )★ Ofar stjörnum ★ I Saga t'llir ÚRSÚLU PARROTT I KBKHKHKhkbKhKBKBKBKBK aKHKHKHKBKHKHKHKKBKBS: Dagurinn var runninn upp, þótt Gína Vale hefði í innstu hugar- tylgsnum sínum trúað því, að hún mundi aldrei lifa hann. En nú var ekki um að villast. Dauf vetrarsólin skein inn um svelnherberg- isgluggann hennar. Nellí birtist í dyrunum með morgunverðinn á bakka og sagði þau tíðindi, að mjög góðar myndir af ungfrúnni væri að finna í llestum morgunblöðunum. Nellí nostraði óvenjulega lengi í svefnherberginu þennan morgun, og þó var þess engin þörf að taka þar neitt til. Allt var hreint og fágað og hver hlutur á sínum stað. Gína fletti blöðunum óg leitaði að myndunum. Jú, þarna voru þær, og neðan við nokkur orð um brúðkaupið, sem standa átti í dag. Þau mundu verða fleiri á morgun. Þar mundi verða getið um veizlugestina og klæðnað brúðurinnar. Umsagnirnar voru flestar eitthvað á þessa leið: Ungfrú Regina Vale, einkadóttir Edwins Maitland Vale og konu hans, sem látin er fyrir nokkrum árum, og Clay Pennoyer þingmaður, verða gefin saman í hjónaband um hádegisbil í dag. Ungfrú Regína hlaut menntun sina á Englandi meðan faðir hennar var sendifulltrúi þar og hún tók þátt i vörn Lundúnarborgar meðan loftárásir Þjóð- verja stóðu hæst, haustið 1940. Clay Pennoyer Kongressmeðlimur, er af hinni kunnu Pennóyerætt fré Suðurríkjunum, og er löngu þjóð- kunnur fyrir störf sin á þingi og áhuga sinn á þjóðfélagslegum umbót- um. Gína sá fölt, frítt andlit Clays fyrir hugarsjónum sínum eitt augnablik. Svipur hans var alvarlegur, en það var glettni í augun- um. Henni féll vel við hann. Þau mundu giftast og setjast að á garnla, fallega ættaróðalinu úti við ströndina, dvelja í Washington meðan Jring starfaði, eignast börn og vini, lifa skemmtilegu og þægilegu lífi. Móðir Clays hafði sýnt lienni húsið og landareignina, sem því fylgdi. Það var fagurt þar. ,,Þú getur enga hugmynd gert Jrér um hversu hér er fagurt á vorin/ ‘hafði hún sagt, og það hafði verið erfitt augnablik fyrir Gínu. Hún var Jrá nærri því brostin í grát. Henni var svipað innanbrjósts núna. F.n hún hafði ekki grátið þá og ætlaði heldur ekki að gera það núna. En Nellí, senr hafði þjónað henni lengi og Jrekkti hana betur en flestir aðrir, leit áhyggjufullum augum til hennar. Hana mundi gruna hvað inni fyrir bjó. Hún stillti sig, en Nellí sagði: „Ef þú ætlar ekki að borða meira, ætla eg að láta renna í baðið Jritt." Hún sagði þetta blátt áfram og eðlilega, eins og til þess að dy.lja Jrað, að hún hefði tekið eftir skap- brigðum hennar. Það mundi verða mikill léttir fyrir alla — Nellí, föður hennar og ömmu — þegar hún væri loksins örugglega komin í hjónabandið og farin af stað í brúðkaupsferðina. Þau voru öl 1 að reyna að hjálpa henni. Hún skildi Jrað. Og Jrau fóru nærgætnislega að því. Töluðu aldrei um hamingju hennar, en sýndu henni tillits- semi og ástúð í hvívetna. Hiin gat ekki láð'þeim, þótt þau væru áhyggjufull undir niðri. An þeirra mundi hún tæplega geta stigið skrefið allt. Þau höfðu ekkert. haft að athuga við það, hvernig hún valdi brúðarkjólinn. Þau hefðu sjálfsagt samjrykkt, að hún léti gifta sig í rósráuðum kjól ef það hefði mátt verða til Jress, að hún eignaðist góðan mann og gleymdi liðnum tíma. Amma hennar, gamla frú Regína Vale, kom til hennar til jtess að bjóða henni góðan dag. „Þú sagðir um daginn, góða mín, að þú ætlaðir að biðja mig að gera eitthvað fyrir þig,“ sagði hún. „Já, það er rétt, amma. Eg ætla-“ Hún lauk ekki við setninguna. því að hún var ennþá ekki farin að trúa því, að janúardagurinn, sem átti að verða giftingardagur hennar og Clay Pennoyer, væri raunverulega runninn upp. Undir- búningur brúðkaupsins hafði ekki verið annað en leiksýning. Það hafði að vísu verið erfið leiksýning, en henni hafði tekist að skila hlutverki sínu vel og það hafði gefið henni nóg að sLarfa. Hún hafði ekki haft tíma ti.l Jress að hugsa og muna. En stundum hafði þó hvarflað að henni, að ef til vill mundi kjarkurinn bresta í loka- þættinum, þegar mest á reið. Gamla frúin varðað minna hana á aftur: ,, Já, hvað var Jrað, góða mín, sem þú vildir að eg gerði?“ Gína áttaði sig og sagði: „Sjá um, að enginn komi til mín, í að minnsta kosti klukkutíma. Eg fer í baðið og klæði mig síðan .Hár- greiðslustúlkan verður búin að setja upp á mér hárið um tíuleytið. Það er þá, sem þú verður að sjá um, að brúðarmeyjarnar og pabbi komi ekki inn. Þú getur sagt, að eg sé ennþá að klæða mig. Það er ofurlítið sem eg verð — eg á við eg þarf-“ Amman sagði: „Það skiptir engu máli, barnið mitt. Eg skal sjá um þetta.“ Gína reyndi að sefa áhyggjunar, sem hún las á hrukkóttu andlit- inu, þrátt fyrir tilraun gömlu konunnar til þess að láta ekki á neinu bera. „Laust eftir hálf eflefu, geta þau komið inn. Við verðum að (Frambhald). r r ARSHATIÐ Framsóknarfélags Akureyrar verður að HÓTEL KEA, laugardaginn 12. þ. m. og hefsi kl. 8.30 . eli. SKEMMTLSKRÁ: Kaffidrykkja. Ræðuhöld. Söngur (Hreinn Pálsson, Smárakvartettinn) Dans. Hljómsveit leikur. Áskriftarlisti liggur framrni á kosningaskrifstofu Framsóknarflokksins, Hafnarstræti 87, sími 510. — Eru félagsmenn vinsamlega beðnir að rita nöfn sín og gesta sinna þar. Aðgangur kostar kr. 15.00 (kaffi og fatageymsla innif.). Þeim, sem ekki taka þátt í dansinum mun verða séð fyrir spilum, ef óskað er. STJÓRNIN. Unglinga- ullaref n astakkar margar gerðir og stærðir, úr ýmsum efnum, ávallt fyrirliggjandi Saumastofa Gefjunar Aku r c y r i HEILDARÚTGÁFA ÓL. D. Framhald af 3. síðu ari kenningu ætti yngri og fyllri útgáfur bóka, að eyðileggja allar eldri útgáfur. Tek ég sem dæmi: Fyrsta, önnur og Jrriðja útgáfa af Þyrnum Þorsteins Erlingsson- ar ættu að vera verðlausar og ó- nýtar al' Jrví að Ragnar Jónsson helir gefið út miklu l'yllri útgáfu, eu áður hefir komið. Hin nýja fyrirhugaða útgáfa af ís- lendingasögunum ætti eftir Jiessn einnig, að eyðileggja fyrii mönnum allar eldri útgáfur af íslendingasögum, o. s. frv. Eg mun ekki rökræða meira tim hina nýjti útgáfu mína af Þjóðsögum Ólafs Davíðssonar, og lvalði sannast að segja aldrei búist við því, að ég þyrfti að færa fram varnir fyrir hana á þeim grundvelli, sem ég hefi nú orðið að gera. Og enginn hefur neitað því, svo mér sé kunnugt um, að útgáfan sé í alla staði góð. Grein Snæbjarnar Jónssonar böksala, sem kom í Vísi 18, des„ svara ég ekki,. og munu flestir sem hafa lesið hana sjá ástæður rnínar fyrir því, að ég tel ekki rétt að eyða orðum að lienni. En þrátt fyrir Jrað Jrótt ég ætli mér ekki að rökræða við Snæbjörn, þá kemur mér [rað í hug, að lík- lega verði okkar samt beggja get- ið, ef einhverntíma verður skráð bókaútgefendasaga íslands, og ]>á mín sérstaklega l'yrir útgáf- una ;i Þjóðsögum Ólafs Davíðs- sonar og Snæbjarnar fyrir útgáf- hans á Urvalsritum Sigurðar Breið/ jörðs. Þess verður að sjálf- sögðu getið að ég hali gefið út tvær útgáfur al Þjóðsögum Ólafs Davíðssonar, og að sú seinni hafi verið miklu l'yllii og vandaðri en hin l'yrri, en Jrað hal'i Sn;e- birni líkað iila og hafi talið, að ég hali valdið sér óhæfilegu tjóni, þar sem liann hafði kevpt lyrri útgáfuna fyrir 15 kr. (Iiann lékk 25% afslátt á henni), og l'yr- ir það hafi hann hiifðað mál gegn mér, En útgáfa Snæbjarnar af Orvalsritum Sigurðar Breið- fjörðs nuin þykja sérstaklega merkileg l'yrir jrað, hvað hon- um tókst að liafa hana snilldar- lega nákvæmlega eins og Gyld- endalsútgáfuna af ritum þessum, sem kom út í Kmh. 1894, Á einu 'munaði að vísu, og Jrað var á tit- ilhlaðinu, J>ví að Jiað var dájítið öðrnvísi, enda þurfti vitanlega nal'n Snæbjarnar að standa þar, sem áður var nal'n Gyldendals. En það er mikill skaði um Jressa ágætu útgáfu Snæbjarnar, að honum hefur láðst að setja á tit- ilblaðið útgáfuár sinnar útgál'u, en getur aðeins um, aftan á titil- blaðinu, mönnum til fróðleiks, hvenær Gyldendalsútgáfan hafi verið prentuð, Þegar ég nú er að enda við grein þessa, þá berst mér í hend- ur bréf frá Snæbirni Jónssyni, ÍTALSKI-LEIKURINN. Hvítt: Carl Svendsen, Helsingör. Svart: E. Petersen, Lunderskov. 1. e4—eS. 2. Rf3—Rc6. 3. Bc4— Bc5. (ítalski leikurinn var einu sinni mjög algengur, en sézt nú sjaldan. Hann þykir gefa hvítum yfirburði á miðborðinu og þess vegna svara nú- tímaskákmenn með „Prússneskum“ (3. Rf6) sem gefur sv. meira tæki- færi til sóknar). 4. (Rg5? d5!). 4. c3 —Rf6. (Bezt. Elsta vörnin er 4. De7 sem gefur sv. þröngt tafl). 5. d4— exd4. 6. cxd4—B4f 7. Rc3—Rxe4. 8. 0—0—Bxc3. (Hér er hægt að leika 8. — Rxc3. 9. bxc3—d5! (9. — Bxc3— Db3! og vinnur). 9. d5! (Möllers- bragðið). 9. — Bf6. 10. Hel—Re7. 11. Hxe4—d6! (Ef 11. — 0—0 þá 12. dö!) 12. Bg5—Bxg5. 13. RXg—0—0. 14. Rxh7!—-Kxh7. 15. Dh5f—Kh8. 16. Hh4—f6? 17. Bd3—f5. 18. Dh7f —Kf7. 19. Hh6—Hg8. 20. Hel— Kf8. 21. Hh3—Bd7. 22. Hf3—g6. 23. He6!—Bxe6. 24. dxe6—De8. 25. Dh6f—Hg7. 26. Dh8f—-Rg8. 27. Bxf5! (Hvítur framkvæmir sókn sína af miklum krafti. Ef 27. —- Ke7. 28. Dxg7f og vinnur í nokkrum leikjum). 27.-----gxf5. 28. Hxf5f—Ke7. 29. Dxg7f—Kxe6. 30. Hf3—Kd5. 31. He3—Dh5. 32. g4! — (Til að fá d úr fimmtu línunni, þar sem hún er í vegi fyrir eftirfarandi mát). 32.- Dh4. 33. Df7f—Kd4. 34. Df4f—-Kc5. 35. Hc3f—Kd5. 36. Df5f Gefið. Því ef 36. — Kd4. 37. Hd3f—Kc4. 38. Dd5f—Kc4. 39. Hd4. Mát. — Teflt í bréfaskákasambandi Danmerkur 1944. er komin á markaðinn aftur þar sem hami hefur í hótunum vig mig, ef eg borgi sér ekki vissa peningaupphæð lyrir þau tvö- bindi af fvrri útgáfu minni af Þjóðsögum Ölafs Davíðssonar, sem hann hafikeypt.Þettaerekk- ert „furðulegt gróðabragð" hjá Snæbirni, og j>að er aljjekkt víða um heim, að viss llokkur manna stundar jrað. En bréf jretta mun eg geyma og leggja fram í rétti Jæim, sem fjalla mun um mál Jiað, sem Snæbjörn hefur boðað, að hann ætli að höfða gegn mér. Akureyri á gamlaársdag 1945. Þorsteinn M. Jónsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.