Dagur - 10.01.1946, Síða 12

Dagur - 10.01.1946, Síða 12
12 DAGUR Fimijitudaginn 10. janúar 1946 i' 1 ... Úr bæ og byggð I. O. O. F. — 1271118V2 —• Gjafir tíl nýja sjúkrahússins: Frá N. N. kr. 40.00; G. G. kr. 10.00; sjúkl- ingum á stofu II kr. 50.00; N. N. kr. 50.00. Með þökkum móttekið. — G. Karl Pétursson. . Áheit á Strandarkirkju: Frá H. G. kr. 10.00. Velkomin á samkomur fimmtudaga og sunnudaga kl. 8.30 e. h. í Verzlun- armannahúsipu (niðri). — Nils Ramselius. Dagur kemur næst út þriðjudaginn 15. janúar. — Auglýsingum sé skilað á afgreiðsluna í síðasta á hádegi á ménudag. Aðallundur Skógræktarfélags Ey- firðinga verður haldinn sunnudaginn 13. þ. m. kl. 2 e. h. að Hótel KEA. Hjónaefni: Ungfrú Júlíana Hinriks- dóttir, Akureyri, og Hjörleifur Haf- liðason, starfsmaður á Gefjun. Frá Skákfélagi Akureyrar. Guð- mundur Arnlaugsson, menntaskóla- kennari, mun tefla samtímaskák í Verzlunarmannahúsinu, sunnud. 13. jan. nkstk., kl. 13.30 e. h. — Þeir, sem óska að taka þátt í skákkeppninni, hafi töfl með sér. Ö.llum heimill að- gangur. Leiðréttiné- I minningargrein um Benedikt Jónsson á Breiðabóli í síð- asta blaði féllu úr í prentun nokkur orð. Efst í 2. dálki greinarinnar, seg- ir: Farminum skilaði hann í land og fleyinu er nú lagt í höfn, út við sjón- deildarhringinn. Rétt er: .... lagt i höfn, en stjaman, sem lýsti Benedikt blikar erm út við sjóndeildarhringinn. Höf. er beðinn velvirðingar á þessum mistökum. Námskeiði því í hjálp í viðlögum, sem auglýst hafði verið í þessum mánuði, á vegum Rauðakrossins og Slysavarnardeildanna, er frestað, vegna utanfarar Jóns Oddgeirs Jóns- sonar, erindreka Slysavarnafél. För hans er farin til þess að kynnast ný- ungum á þessu sviði. Námskeiðið verður haldið hér strax eftir heim- komu hans, sennilega í apríl. Verður nánar auglýst síðar. Merkur borgari hefir kvartað um það við blaðið, að ekki skuli vera birtur listi um það í bæjarblöðunum, hverjir eru næturlæknar á hverjum tíma og í hvaða lyfjabúð er nætur- varzla. Nefndi hann dæmi um óþæg- indi af þessum sökum. Rúm fyrir slík- ar fréttir er heimilt hér í blaðinu. — Dagur birti um eitt skeið slíkar frétt- ir, en erfiðlega gekk að fá réttar upp- lýsingar í hvert sinn, með nægilegum fyrirvara. Féll þá þessi fréttaþjónusta niður. Blaðið vill gjarnan taka hana upp aftur. Væri æskilegt, að Lækna- félagið sæi um, að blöðin fengju lista með nöfnum næturlækna um hverja helgi, og apotekin sendu blöðunum sömuleiðis upplýsingar um nætur- vörzlu fyrir hverja viku. Væri þá úr þessu bætt til hagræðis fyrir bæjar- búa. Dahsleik heldur Kvenfél. Iðunn í þinghúsi Hrafnagilshreps n.k. laugar- dagskvöld kl. 10 e. h. Veitingar á staðnum. Barnastúkan Bernskan heldur fund í Skjaldborg næstk. sunnudag kl. 1 e. h. Barnastúkan Samúð heldur fund næstk. sunnudag kl. 10 árd. í Skjald- borg. Venjuleg fundarstörf. Inntaka nýrra félaga. Skemmtiatriði. Börn! Munið eftir að koma á fundinn! Zíon. Sunnudaginn 13. jan: Sunnu- dagaskóli kl. 10.30 f. h. — Almenn samkoma kl. 8.3 Oe. h. — Allir vel- komnir. Áheit á Akureyrarkirkju: Kr. 25.00 fró N. N.; kr. 10.00 frá Á. S. og kr. 20.00 frá S. Þakkir Á. R. Karlakór Akureyrar heldur afmæl- isfagnað 19. þ. m. — Styrktarfélög- um, sem æskja þess er heimil þátt- taka í hófinu, en verða þeir þá að snúa sér til ginhvers af kórfélögunum næstu daga. Akureyrinéar! Takið vel stúlkun- um, sem koma til ykkar á sunnudag- inn, með happdrættismiða S. I. B. S., og kaupið af þeim. Trúnaðarráð Dagsbrúnar (Framhald a£ 1. síðu). á nýja strengi og segir: „Trúnað- arráðið álítur, að æskilegastar væru ráðstafanir, er leiddu til þess, að laun verkamanna, og þar með ann'ara launþega og alþýðu- fólks, nýttust betur og kaupmátt- ur launanna yrði aukinn.“ Þannig lýsir trúnaðarráð stærsta verkamannafélags lands- ins, ástandinu meðal verkalýðs- ins eftir að nýsköpunarstjórnin hefir setið að völdum á annað ár og Ólafur Thors hefir lýst því yfir, að nýsköpunin gangi miklu betur en nokkurn óraði fyrir. Þó er ekki laust við, að hinar fyrir- sjáanlegu kaupkröfur verka- manna og allt það, sem af þeim mundi leiða, hafi skotið Moijg- unblaðsliðinu nokkurn skelk í bringu, því að Morgunblaðið segir sl. sunnudag, í tilefni af til- lögu trúnaðarráðs Dagsbrúnar um uppsögn samninga: Lýsing Morgunblaðsins. „. . . . I»ví að vafalaust er þess- um flokkum ljóst (kommúnist- um og Alþ.fl., sem ráða í Dags- brún), að samtímis því, sem þessar kröfur eru gerðar, er við- horfið þannig hjá bát'aútvegi landsmanna, að vafasamt er livort nokkur íleyta fer á sjó á vertíð þeirri, sem nú fer í hönd. Vonandi tekst ríkisstjórninni að gireiða þannig úr þessu máli til bráðabirgða, að eigi komi til stöðvunar. Þó er allt í óvissu um hvort menn fást á bátann og full- Víst er, að verði enn hert á kröf- um landmanna, rekur að því, að engin nmaður fáist á fiskibát- ana.“ (Leturbreyting Dags). Þannig er dýrtíðarstefna stjórnarinnar búin að leika sjáv- arútveginn, að dórni sjálfs Morg- unblaðsins, og víst er það, að ef þessi orð hefðu birzt í blöðum Framsóknarmanna, og mörg svipuð hafa verið birt í þeinr á liðnu ári, þá.mundi það hafa verið talinn vondur rógur um „nýsköpunina“ og „framfaraöfl þjóðfélagsins“, en svo er dýrtíð- arpostulunum tamt að nefna sjálfa sig. Hvernig lízt þjóðinni nú á, er slíkar yfirlýsingar um ástandið í atvinnumálum þjóðarinnar eru gefnar af þeim, sem hingað til hafa daufheyrzt við öllum kröf- um um niðurfærzlu verðbóle- unnar? Þau tíðindi, sem nú eru að gerast í afurðasölumálum okkar, skuldasöfnun ríkisins, á- standið í verzlunarmálunum, husnæðismálunum og kaup- gjaldsmálum landsmanna hljóta að verða til þess, að dýrtíðarvím- an renni nú loks af öllum hinum gætnari mönnum, er fylgt hafa stjórnarflokkunum og þeir sjái, að bráður voði er framundan fyrir sjálfstæði þjóðarinnar og framtíð, ef ekki verður spyrnt við fótum nú þegair og sukkið, óreiðan og æfintýramennskan í stjórn ríkisins stöðvuð. F.f þjóðin þekkir sinn vitjunartíma, gefur hún stjórnarflokkunum eftir- minnilega ráðningu í kosning- um þeim, sem í nú fara hönd. TIL SÖLU ágætt, ódýrt steinhús. — Lysthafendur tali við HALLGRÍM járnsmið. NÝJA-BÍÓ 1 Fimmtudag kl. 9: j Mademoiselle Fifi { = Föstudag kl. 9: » Hneyksli í her- skólanum = Laugardag d. 6: i Hneyksli í her- skólanum | Laugardag kl. 9: Óður Bernadettu Í Sunnudag kl. 3: | Smámyndir j Sunnudag kl. 5: j Mademoiselle Fifi | 1 Sunnudag kl. 9: Næturárás á Frakklandsströnd Dönsk og sænsk blöð: Familie Journal Femina » Mönster Tidende Skipper Ski-æk Week-End Bókaverzlunin EDDA Stmi 334 Hjartans þakkir til allra, er á einn eða annan hátt heiðruðu minningu frú Ingibjargar Björnsson, Akureyri, við andlát hennar og jarðarför. Sömuleiðis til þeirra, er við það tækifæri sýndu okkur hluttekningu. Börn hinnar framliðnu. Hjartans þakkir til ykkar allra, nær og fjær, sem sýnduð okkur samúð og kærleika, við andlát og jarðarför eiginkonu, móðurogtengdamóðurokkar, HELGU BJÖRNSDÓTTUR. Akureyri, 8. janúar 1946. Eiríkur Sigurðsson. Steinunn Eiríksdóttir. Stefán Stefánsson. Alúðarþakkir til allra þeirra, sem auðsýndu liluttekningu við andlát og jarðarför JÓNS JÓNSSONAR á Munkaþverá. Vandamenn. SMÁB ARN ASKÓLI minn getur bætt við sig fleiri börnum. Elísabet Eiríksdóttir, Þingvallastræti 14. Sínri 315. VERZLUNIN HRÍSEY, Gránufélagsgötu 18, kaupir ullaisokka og vettlinga á börn og fullorðna. Nýkomnar vörur: Sænskai* gaslugtir líslenzkir jdnar Lengdir: 85. 100.125,150. 175, 20Q, 225 cm. Sendum gegn póstkröfu um land allt Brauns Vcrzlun Páll Sigurgeirsson. <S><$><§><$><§><8><$><$><$>3><$><$><$><§><$><$><$><§>3><$><$>3><§><$><8><$><$><$><$><$><§>3><$><$><$>3><§><$><^<$><$><$><^ Blikkfötur Vasalugtir Vasalugtabátterí Leirkrukkur og Leirbrúsar ýmisk. Smiðaáhöld, fjölbreytt úrval Aladin lampar ásamt varahlutum Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og glervörudeild. Barnavagnar Barnakerrur Kaupfélag Eyfirðinga. Járn- og glervörudeild. DUGLEGUR og ábyggilegur piltur, 14— 16 ára, getur fengið atvinnu nú þegar. Balduin Ryel h.f. ! Atvinna Lipur og dugleg stúlka, góð í reikningi, getur fengið at- % f vinnu í vefnaðai'vörubúð, nú þegar, eða 1. febrú'ar. Skiriflegar f % umsóknir ásamt kaupkröfu og upplýsingum um menntun og |> f fyrra starf, óskast. Balduin Ryel h.f. T<S"5»$><t>4><S'<í>^<txS><?xí><5xSxS>$><Sx*xíxí«»x»>^^><S><5xt><»><í><®K^x^<í><S><S>^>^><í><$><$^xSx$><$^xSxíXtxíX®* Bíll til sölu. 1,5 tonns vörubifreið, nr. A 262 í góðu lagi og á ó- slitnum hjólbörðum, er til sölu hjá undirrituðum. Asgrímur Halldórsson, Hálsi, Öxnadal. BÍLL TIL SÖLU Chevrolet vörubíll (truck), 6 hjóla, með nýjum mótor og vélsturtum, til sölu. — Upplýs. í benzínafgr. KEA. Barnaskór, í öllum stærðum, nýkomnir. Skóverzl. M. H. Lyngdal. í grein Þorst. M. Jónsson- ar, á 3. síðu, hafa þessi orð fallið úr í 5. dálki, í nokkrum hluta upplagsins: Árið 1890 sendi Björn Jónsson ritstjóri Isafoldar út boðsbréf að Noregskonungasögum. Fyrsta bindi þeirra kom út 1892, en á kápu þess tilkynnir hann, að hann geti ekki selt þær eins lágu verði eins og talað sé um í boðs- bréfinu, enda séu áskrifendur ekki bundnir við kaup á því. Margir keyptu samt bindi þetta og II. bindi. Olafssaga Haralds- sonar, kom út árið eftir, en síðan hefir ekki komið meir út af þeirri útgáfu. Mun upplagið fyr- ir löngu uppselt, og síðan hafa komið út útgáfur af Noregskon- ungasögum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.