Dagur - 10.01.1946, Blaðsíða 9

Dagur - 10.01.1946, Blaðsíða 9
Fimmtudaginn 10. janúar 1946 9 DAGUR Hvert stefnir í atvinnumálum Akureyringa? Bæjarstjórnarkosningar eru fram- undan. Einstaklingar bæjarfélagsins, sem kosningarétt hafa, líta þá yfir liðið kjörtímabil, sl. 4 ár, vega og meta það sem gert hefir verið og gera sér jafnframt grein fyrir því, sem framundan er. Styrjöldininni er nú lokið, en eins og allir vita, hefir styrj- öldin haft mikil áhrif á þjóðlíf vort eins og raunar þjóðlíf allra landa ver- aldarinnar, en þó á nokkuð breytileg- an hátt. Atvinnulíf hefir verið blóm- legt hjá oss öll styrjaldarárin, og má segja, að hinn gamli vágestur, at- vinnuleysið, hafi svo til horfið þessi árin. — Allur almenningur, eðá þjóð- in öll, hefir haft meiri peningaráð en dæmi eru til í sögu þjóðarinnar og má segja, að á yfirborðinu sé það að minnsta kosti svo enn. — Styrjöld- inni er nú lokið, og má líklegt telja að margur einstaklingur velti þeirri spumingu fyrir sér, hvað bíður okkar í atvinnulegu tilliti á næstu árum. — Það mun vera hygginna manna hátt- ur, þegar ráða á í ókomna tíma, að hafa fulla hliðsjón af því, sem á und- an er gengið. Verður þá, hvað Akur- eyrarbæ viðkemur, eigi komizt hjá að glöggva sig nokkm nánar á þeim meginstoðum, sem hafa staðið undir atvinnulífi bæjarbúa. Styrjaldarárin veitti setuliðið, sem dvaldi hér, mikla atvinnu við skálabyggingar og fleiri störf, en sú stoð undir atvinnulífið er nú horfið fyrir fullt og allt, og mun engan bæjarbúa brauðfæða á kom- andi ámm. — Utgerð var hér nokkur fyrir stríð, en mörg skipanna hafa verið seld í gróðaskyni og hefir út- gerðin því gengið saman, meir en æskilegt hefði verið, öllu bæjarfélag- inu til óhagræðis. Iðnaður, sem telja má eina sterkustu stoðina undir at- vinnulífi bæjarbúa, hefir hins vegar verið blómlegur öll undangengin ár og svo er enn. Verzlun hefir einnig verið mjög lífleg öll undangengin ár. og hafa margar nýjar verzlanir risið hér upp á sl. ámm. En fljótt á litiö virðist mega telja útgerð, iðnað og verzlun þær megin- stoðir, sem standa undir atvinnulífi bæjarbúa. — Hvernig em þá horfum- ar um afkomu þessara megin atvinnu- vega bæjarbúa á komandi árum. Við skulum fyrst líta á útgerðina, og glöggva okkur á framtíðarmöguleik- um hennar. Eins og áður segir, hefir skipunum fækkað. Það er talað um að fá hingað einn togara, 1947, og tvo 80—100 tonna báta, mun eiga að kaupa fyrir einstaklinga og bæjarfe- lagið sameiginlega. Eftir því sdm bezt er vitað, er þetta viðbótin, sem koma á í skörð þeirra skipa, sem horf- ið hafa úr flotanum á liðnum árum. Mun því mega segja, að varla sé skipakosturinn jafn því sem hann að- ur var, hvað þá að um aukningu sé að ræða. Virðist því þessi stoð atvinnu- lífsins öll veikari en hún áður var, en hún hefði vissulega þurft að styrkjast og vaxa með auknum íbúaf jölda bæj- arfélagsins. En það er vert að veita því athygli hverjir leggja fram skerf- inn til þess að útgerð bæjarfélagsins sé haldið í horfinu. Það eru forystu- menn samvinnufélagsskaparins sem þar Ieggja drýgsta hönd á plóginn, eins og í flest öllum öðrum hags- munamálum þessa bæjarfélags. Oll- um hugsandi mönnum mun koma saman um, að á komandi árum verði gjörbreyting á afurðaverði okkar, þannig, að þær lækki verulega frá því sem nú er, þó svo kunni að fara, að enn um stund verði verðið líkt, vegna eftirstríðserfiðleika þjóðanna, meðan verið er að koma atvinnuháttum þeirra í fyrra horf. Lækkandi afurða- verð mun skapa minnkandi kaupgetu einstaklingsins og minnkandi kaup- geta einstaklingsins mun hafa í för með sér minnkandi verzlun. Það virð- ist því eðlilegt að ætla að á komandi árum dragist verzlunin frekar saman en aukist. Iðnaðurinn er óefað stærsta grein atviimulífsins hér. Það veltur því á miklu fyrir allt bæjarfélagið, hvemig tekst til um iðnaðinn á komandi ár- um. í því sambandi er rétt að gera sér fulla grein fyrir því, að eftir því sem framleiðslugeta stórþjóðanna vex og innflutningur iðnaðarvara frá þeim eykst til landsins, má telja líklegt að óbreyttum ástæðum, að það hafi lam- andi áhrif á þann iðnað, sem hér er rekinn. — Þessa hefir þó eigi gætt enn og má vera að þess gæti lítið eitt eða tvö næstu ár. Eigi að síður má ekki loka augunum fyrir þessari hættu og því fyrr, sem byrjað er á að mæta þessari utanaðkomandi hættu, því betra. Það mun eigi fjarri sanni að um helmingur allra bæjarbúa hafi lífsafkomu sína af þeim iðnaði, sem hér er rekinn. Ýmsar stoðir renna undir þær skoðanir margra, að á kom- andi tímum verði það fyrst og fremst iðnaðurinn, sem verður hið skapandi afl, í atvinnulegu tilliti, þessa bæjar- félags. Með Laxárvirkjuninni hefir bæjarbúum verið séð fyrir rafmagni til margs konar þarfa, og er það eigi hvað sizt hagfellt fyrir iðnaðinn. Þó þessi virkjun hafi bætt mikið úr þeirri vöntun, sem var á rafmagni, mun flestum nú þegar ljóst, að ráðast verður í frekari aukningu á þessu sviði hið allra fyrsta. — Framtíðar- vonir bæjarbúa um blómlegt atvinnu- líf hér, hljóta því fyrst og fremst að vera tengdar við iðnaðinn. í því sam- bandi er vert að geta þess, að sam- vinnufélagsskapurinn hefir lagt þar fram drýgsta skerfinn, og allar líkur benda til, að á komandi tímum verði það sömu aðilar, sem standi fremstir í fylkingu um eflingu iðnaðarins frá því sem nú er. Atvinnumálin snerta hvem ein- stakling þessa bæjarfélags, það er því í alla staði eðlilegt, að um þau sé ritað og rætt Afkoma heimilanna byggist fyrst og fremst á því að næg atyinna sé fyrir hendi. Atvinnuleysi er hið mesta böl sem ber að fyrir- byggja. Þeir, sem berjast fyrir auknu og bættu atvinnulífi bæjarbúa, berj- ast fyrir þeirri hugsjón, að öllum megi líða vel, og að hverjum ein- staklingi megi takast að skapa sér og sínum bjart og fagurt líf. Samvinnumaður. Allctr útborganir fyrir vinnu og annað vegna Bygg- ingarvöruverzl. Akureyrar ii.f. fara fram á skrifstofu minni Spítalaveg 8 alla virka daga kl. 5—7 e.h. Helgi Pálsson Byggiiigarefni Nýkomið timbur, flestar tegundir, unnið og óunnið. Masonite, olíusoðið, 8 og 9 íeta Asbestplötur, innanhúss Rúðugler Vætanlegt á næstunni: Krossviður, Þilplötur, Linoleum Saumur, Veggfóður - o. m. fl. pr. pr. Byggingarvöruverzlun Akureyrar h.f. Helgi Pálsson SS$S$SS~iSS$SSSSSSSS«*«$SS$$SSS$$SSSSSSSSSSSSSSSS$S$$SS$SS$$SS$$:fe « Pliotostat Tökum að okkur að ljósprenta fagteikningar, vinnuteikningar, jakturur o. s. frv. Upplýsingar á Skólastíg 1, neðri hæð, eftir kl. 7 á kvöldin. .111111111111111111IIIII lllll IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIII lllllllllll 111111111111111111111111III111111111111111111111111111II limlMIIIIMIIIIIlM* i Fáum rnefí einhverri af ncestu ferðum I Enskar bamakerrur og þríhjól Kerrurnar kosta frá kr. 100-180 og þríhjólin kr. 80-100 í Þar sem mjög takmarkað fæst af þessu, i verður tekið á móti pöntunum. Verzl. „VÍSIR" Skipagötu 12. Sími 431. • Illllllllllllllllllflllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll.MIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIHIIIIfllllMIIIIII.II.. ll MOTORBATUR TIL SOLU Mb. Jökull, GK. 334, 8 tonn, er til sölu af sérstökum ástæðum. Veiðarfæri geta fylgt. Bátur og vél í góðu ásigkomulagi. Báturinn er í Dráttarbraut Keflavíkur. Upplýsingar gefur Hróbjartur Lútersson, Kristneshæli. Höfum fyrirtiggjandi: Handlaugar, m. öllu tilheyrandi Salerni, lágskolandi Salernakassa, háskolandi Kaupfélag Eyfirðinga Miðstöðvardeild «HW><HKHKHKHKH«HKH«H3<HKKKHKHKH«H«HafKHXHKmíHKmm>r5ÍHKHSH0 Höfum fengið rúÖui ler 3 mrn., kr. 360.oo kistan (300 ferfét) 4 mm., kr. 500.oo kistan Einnig 5 mm. gler Hamrað gler fyrirliggjandi Kaupjélag Eyfirðinga Byggingarvörudeild. IVVmVVVVVVVwWVVVVVmVVWVMVVVVWVVVVVVVVVVVVVVVVmVVVWVVWI L Gefið konunni yðar eða unnustu fallegan pels Ekkert mun gleðja þær eins. Nýkomnar margar gerðir á margskonar verði í VERZLUNINA LONDON EYÞÓR H. TÓMASSON. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii ...........................IIIIIIIMI......IIMIIIMM........MIIIIIMM IMMMMMMMMMMMMMMMMMMIIi^ JÖRÐ TIL SÖLU Jörðin Hraunshöfði i Öxnadal er til sölu og laus til ábúð- | ar í næstk. fardögum. Túnið gefur af sér ca. 200 hesta töðu. I Útiheyskapur ca. 100 hestar. Tún og engi girt. — Nánari I upplýsingar gefur eigandi og ábúandi jarðarinnar, STEINDÓR PÉTURSSON. \ • llllllllllllllllllllllltlllllllHMIIIIMIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIMIIIMHMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMI III111111111,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.