Dagur - 10.01.1946, Blaðsíða 11

Dagur - 10.01.1946, Blaðsíða 11
Fimmtudaginn 10. janúar 1946 DAGUR 11 Það er ánægja á heimilinu þegar sýntl eru skilríkin fyrir því, að allt sé tryggt, sem tryggt verður. TRYGGIÐ EIGUR YÐAR, og veitið heimilinu ánægju og öryggi. Talið við Vátryggingadeild | Ódýrt byggingarefni: GIBS-PLÖTUR, verðið sérlega lágt- OLÍUSOÐIÐ MASONITE VALBORÐ KROSSVIÐUR Kaupfélag Eyfirðinga Byggingarvörudeild. Fertugsafmæli Gaman og alvara (Framhald a£ 2. síðu). ujn hlaðnir en ófærð mikil og oft varð að fara til og frá æfingum á skíðum, í jnáttmyrkri og hríðar- veðri. Þó þótti afburða vel leikið af óvönum, sum hlutverkin. En jafnan hefur öll slík vinna verið gefin og leikendurnir jafnt greitt aðgöngueyri sem aðrir. „Skemmtanir" eru ekki aðeins sturidargleði. Undirbúningur þeirra kennir bæði sjálfsfórn og sámvinnu. Merkur maður og fjölmenntaður hefur látið svo um mælt, að starf sitt í ung- mennafélagi hali verið bezti skólinn. —o— Iþróttir voru ofarlega á dag- skrá frá upphafi. Glímur voru æfðar fyrstu árin svo að segja á hverjum fundi og átti félagið þá ágæta glímumenn. Einn þeirra, Kári Arngrímsson var í hópi ís- lendinga á Ólympíuleikjunum í Stokkhólmi 1912 og kenndi hann glímur heima. Á fyrstu árunum hófst sundkennsla í kaldri laug, er félagsmenn byggðu, og lærðu þeir þar marg- ir sund, karlar og konur,- við við mikið hraðræði í misjafnri tíð. Iþróttamót fyrir félagsmenn, í frjálsum íþróttum, hófust 1916 og.hefur verið haldið við síðan. íþróttakennslu hel'ur félagið haft nokkrum sinnum. Meðal annars skíðanámskeið. Segja má að á fyrstu árum félagsins hafi mest áherzla verið lögð á glím- 1 stei&ir fozt- tmmar lrezt e a •© Fyirr nokkru \oru lesnar í útvarp nokkrar vísur eftir kímniskáldið K. N.. — Úr einni þeirra hafa fallið 2 hendingar. Vísa.i mun vera rétt þann- 'á- „Kýrrassa tók e£ trú í trú þeirri lifi eg nú hún mun mig hólpinn gera i henni er $ott að vera fæ því'í flómum standa fyrir náð heilags anda“. P. B. ★ Þön&labakkaprestakall. Leiðrétting. — í síðasta kafla hafði sú villa orðið við prentunina, að þá skýrt var frá mar.nfjölda 170%, er tal- ið að i Flatey haíi aðeins verið 5 menn, enn átti að vera 25. Keflaví kmuti hafa farið til fulls í eyði eftir aldamótin 1900, síðasti úbúandi þar var Geirfinnur Magnús- son. Flutti hann að Botni í Þor&eirs- firði og andaðisi þar. Gil fór í eyði 1899, síðasti ábúandi þar var Friðrik Jónsson, faðir Theódórs rithöfundar, sem nú er búsettur í Reykjavík. Á Gili hafði áður búið um skeið As- mundur Sigurðsson, góður hagyrðing- ur, sem orti rímur af Finnboga hinum ramma og fleiri k /iðlinga. Næst fara Kussungsstaðir í eyði, síðasti bóndi þar var Árni Tómasson, flutti þaðan 1904 að Knarareyri á Flateyjardal. Á þessari jörð bjó í fleiri ár Jóhannes Jónsson, Reykja- líns prests á Þönglabakka og Guðrún Hallgrimsdóttir frá Hóli í Þorgeirs- firði og komu þar upp stórum barna- hóp. Árið 1913 flytur Óli Hjálmars- son burt frá Þverá í Hvalvatnsfirði og hyggðist sú jörð ekki eftir það. Næst íer Brekka í eyðt, síðasti ábúandi þar var Sigurjón Gíslason. Hóll í Þorgeitsfirði fer í eyði 1929, síðasti ábúandi þar var Hallgrímur Grímsson. A Arnareyri í Hvalvatns- firði bjó lengi Stefán Bjcrnsson, báta- smiður, flutti hann um 1930 til Grenivíkur, var það mikill hnekkir fyrir Fjörðunga, þvj að hann lagði á margt gjörfa hönd. Sonur hans, Jóna- tan, var um skeið bóndi á Arnareyri, en flutti burt 1934 að Vik á Flateyj- ardal, en þar var hann stutt og fór Vík þá til fulls i eyði. Eftir að Björn Lindal hætti búskap á Kaðalstöðum var þar búið í nokk- ur ár af Jóhaxmi Sigurðssyni og síðast af Jóhannesi Kristinssyni, en er hann flutti að Þönglabakka fóru Kað- alstaðir í eyði og allmikið íbúðarhús, sem Lindal lét byggja þar, var rifið. Voru þá aðeins þrír bæir í ábúð: Tindriðastaðii, Botn og Þönglabakki. Á Tindnðastöðum hafði búið sam- fleytt í 40 ái Guðlaugur Jónsson, mikill dugnaðar- og eljumaður, komið upp allstóran barnahópogfamastvel; bjuggu nú tveir tengdasynir hans á hinum jörðrmun; Þórhallur Geir- tinnsson á Botni og Jóhannes Krist- insson á Þönglabakka. í janúar 1944 andaðist Guðlaugur á Tindriðastöð- um, fráfall hans flýtti fyrir því að fólkið flutti burt af þessum þremur bæjum alfarið úr Fjörðum vorið 1944; ‘lest hús voru rifin, þar á með- al kirkjan, aðcins íbúðarhúsið á Þönglabakka var iátið standa, fyrir titmæli Slysavarnafélags íslandss ,svo að skipbrotsmenn, sem kynnu að hlekkjast á í Fjörðum, hefðu þar hæl- is að leita. Var strand vélskipsins „Björns Austræna“, haustið 1943, or- sök þess ,því að skipverjar hefðu að líkindum orðið úti á Keflavíkurdal, ef Fjörðungar hefðu ei bjargað þeim; voru Fjörðungar þarna í fjárleit, er þeir hittu skiverja, sem voru ramm- vitltir. Héldu að þeir hefðu strandað vestan Eyjafjarðar. Er vonandi að skýli þessu verði við haldið og það hljóti í arf vernd hins helga Ólafs, sem Þönglabakkakirkja var helguð. (Ftamhald). B. J. B. ur, en nú mun vera mest um góða sundmenn í félaginu. Skógrækt var einnig á dagskrá frá upphafi. Árið 1910 bauð Sigurður í Yztafelli að gefa fé- laginu nokkurt landsvæði í skógi arðar sinnar, ef það vildi girða rað og koma þar upp trjáræktar- stöð. Mikið var um þetta rætt á félagsfundum, en frámkýæmdir strönduðu á fjárskorti. llm jrað bil gróðursettu sumir félags- menn tré við bæi sína og Jrá hóf- ust hinir árlegu „skógarfundir“, hvert sumar, í Yztafellsskógi. Skipulögð skógræktarstarfsemi hófst ekki fyrr en. 1944. Er jrað markmið að félagið komi upp við hvern bæ skógarreit, vel girt- um, sem eigi sé minni en einn hektari. Tvær slíkar girðingar eru þegar komnar og efni komið á staðinn til hinnar þriðju. Eg hefi nefnt hér nokkur föst viðfangsefni, sem eru hin sömu hjá flestum ungmennafélögum. Eins og önnur félög hefur „Gam- an og alvara“ starfað að mörgu öðru og látið flest framfaramál sveitarinnar sig miklu varða. Þrásinnis hefur það aðstoðað félaga sína, er veikindi eða slys hafa að höndum borið, bæði með vinnu og fjárframlögum. Þinghús hreppsins var að all- miklu leyti byggt að þess atbeina og tún ræktað kringum húsið. Þetta lélag átti frumkvæði að stöfnun „Sambands þingeyskra ungmennafélaga" og liefur tekið mikinn Jjátt í öllum störfum Jjess, þar á meðal stofnun Lauga- skóla. Hverjir hafa verið félags- menn? Alls hafa um 500 manns gengið í félagið Jjessi 40 ár. 44 þeirra eru dánir. 140 eru enn í Ljósavatnshreppi, en hinir bú- settir annars staðar. Þetta bendir til þess hvernig fólkið dreifist úr sveitunum og rnilli sveita. Gaml- ir, brottfluttir félagar skiptast þannig eftir búsetu; í öðrum byggðum S.-Þingeyjarsýslu 81, Húsavík 12, Akureyri 27, Reykjavík 19, í sýslum víðs vegar um landið 16, í útlöndum 3. Alls hafa 40 karlar og konur setið í stjórn félagsins og meðal stjórnartíminn því 3 ár. Fyrsta stjórnin var: Jónas Jónsson, alþ.m., frá Hriflu, form., Karl Arngrímsson, síðar bóndi á Veisu og Jón Sigurðsson í Yzta- felli. Núverandi stjórn skipa: Hlöðver Hlöðversson, Björgum, form., Baldvin Baldvinsson, Ó- feigsstöðum og Björn Böðvars- son á Halldórsstöðum. Er það víst, að allir Jjessir fjörtíu stjórn- endur græddu mikinn þroska á störfum fyrir félagið og oft var Jjað fyrsta ábyrgðarstaðan og starfið í almanna þágu. Einhverjum mun nú fínnast hér í þessu greinarkorni karla- grobb um félag Jjað, sem með mér hefur vaxið frá æsku, og átt- hagagort, En slíkt er misskiln- ingur. Mér er vel ljóst, að „Gam- an og alvara“ stendur að engu, nema þá aldursárum, framar öðrum félögum. Eg þekki ýms ungmennafélög sem meira hafa afrekað. Eg nota dæmi þessa eina félags. af því tilefni gafst, til þess að benda á hve geysimPkla þýð- ingu ungmennafélögin hafa yfir- leitt haft fyrir menningu æsk- unnar í landinu. Niðurlag næst.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.