Dagur - 02.06.1948, Síða 8

Dagur - 02.06.1948, Síða 8
8 Baguk Miðvikudaginn 2. júní 1948 Cagnfræðaskóla Akureyrar slitið í fyrradag 69 gagnfræðingar brottskráðir Fjögur skip farin með Látafisk á Bretlandsmarkað Gagnfræðaskóla Akureyrar var slitið í fyrrakvöld, að við- stöddum nemandum skólans, kennurum og mörgum gestum. Skólastjórinn, Þorsteinn M. Jóns- son, hóf ræðu sína á því að gefa skýrslu um störf skólans á liðnu starfsári. Innritaðir voru 304 nemendur alls, 96 í I. bekk, 132 í II. bekk, en 76 í III. bekk. Var I. og III. bekk skipt í 3 bekkjadeild- ir hvorum, en II. bekk í 5 deildir, svo að alls voru 11 bekkjardeild- ir í skólanum. Þar af störfuðu 5 deildir, eða I. bekkur allur og 2 deildir II. bekkjar, bóknámsdeild og verknámsdeild, samkvæmt hinum nýju fræðslulögum, eða 150 nemendur alls. Kennslu og prófkröfum annarra nemenda var hagað eftir hinni eldri skólalög- gjöf. Próf þreyttu 279 nemendur alls, og stóðust 265 þeirra próf- ið. Hæstu einkunn hlaut að þessu sinni Jóhann Bjarmi Símonarson, nemandi í I. bekk B.. I. einkunn 8,89, en næst hæsta einkunnir hlutu Helga Jónsdóttir í I. bekk B, I. eink. 8,60, og Jónas Oddsson í II. bekk B., I. eink. 8,54. 69 gagnfræðingar luku brott- fararprófi að þessu sinni. Hæstu einkunnir hlutu: Kristján Tr. Jó- hannesson í III. b. B, I. eink. 8,45, og Sigurveig Jónsdóttir í III. b. B, I. eink. 8,28. Verða einkunnir hinna nýju gagnfræðinga allra birtar síðar hér í blaðinu. 35 fræðsluerindi voru flutt í skólanum í vetur, auk erinda þeirra, er flutt voru á skemmti- samkomum skólans, en þær voru 9 alls. Nemendur notuðu allmik- ið skíðaskóla sinn, Ásgarð, í vest- urhlíðum Glerárdals. Voru marg- ar fjallaferðir farnar þaðan og útiíþróttir stundaðar í sambandi við þær. Heilsufar nemenda var yfirleitt gott, nema hvað kvef- pest allskæð gekk í bænum um hríð í vetur, og sýktust ýmsir nemendur af henni. Aðstaða skólafólks til sundiðkana hér í bænum er ærið stopui að vetrin- um, meðan ekki er hér yfirbyggð og upphituð sundlaug til sund- iðkana í vondum veðrum. Þá er og aðstaða við handavinnu- kennslu pilta erfið í gagnfræða- skólanum, einkum vegna skorts ó hentugu geymsluplássi fyrir efnivörur og smíðagripi. Að öðru leyti má segja, að hin ytri skil- Samið um kaup og kjör við ríkisverksmiðj- urnar S. 1. laugardag var samið á Siglufirði um kaup og kjör við síldarverksmiðjur ríkisins á kom- andi vertíð. Hækkar grunnkaup- ið úr 2,70 kr. í 2,80 kr. eins og greitt er í Rvík og hér, og mán- aðarkaup hækkar til samiæmis við þetta. Samningurinn gildir við Síldárverksmiðjur ríkisins hér norðanlands yrði til náms og kennslu í hinu nýja skólahúsi séu hin ákjósan- legustu. Eftir að skólastjórinn liafði af- hent gagnfræðingunum nýju prófskírteini þeirra, ávarpaði hann þá með snjallri og athyglis- verðri ræðu. Lagði hann út af þessari ljóðlínu í kvæði Stephans G. Stephanssonar um Hergils- eyjar-bóndann: „Eg aldrei við svívirðu sæmd mína gef!“ Ræddi hann í því sambandi um drengskapar-hugsjón íslendinga að fornu og nýju ,eins og hún birtist í sögu og bókmenntum þjóðarinnar og lífi einstakling- anna, og hættu þá, sem menningu og þjóðlífi er búin, ef þessi hug- sjón nær að fyrnast og slævast fyrir hraðfleyg stundaráhrif stór- breyttra þjóðhátta og aldarfars. Skólastjórinn minnti gagnfræð- ingana ungu á hina ruddu vegi og brúuðu ár, sem þeir liefðu ferð- ast yfir á för sinni til Suðurlands, að loknu prófi. Hann talaði í því sambandi um tvær ólíkar mann- tegundir, ferjumennina og flæk- ingana, er um eitt skeið hefðu sett svip sinn á íslenzkt þjóðlíf, en væru nú að mestu horfnir af sviðinu sökum breyttra aldar- hátta og lauk máli sínu á þessa leið: „Flækingarnir og ferjumenn- irnir gömlu sýnast tvær ólíkar manntegundir. En þó svo virðist, þá er eitthvað af eðli þessara tveggja stétta í flestum mönnum. Og munar þá stundum mjóu, hvort ræ'ður meira. Lífsvenjur og misjafnlega mikill sjálfsagi ræður þar úrslitum. Sannast það þar, sem höfundur hinnar mérki- legu speki- og mannvitsbókar Orðskviða Salómós segir: „Iðki einhver réttlæti, þá leiðir það hann til lífs, en ef hann eltir hið illa, þá leiðir það hann til dauða.“ En réttlæti er allt það, er leiðir til þróunar heilbrigðs lífs, en ranglætið er meðal annars van- rækt við sjálfan sig. Drengskap- ur er réttlæti. Þessi hugtök minna hvort á annað. Sá iðkar réttlæti, sem getur sagt með sanni: „Eg aldrei við svívirðu sæmd mína gef!“ Eg bið ykkur, ungu vinir, að hafa þessa ljóðlínu jafnan í huga. Eg vildi geta fest hana i huga ykkar. Eg vildi óska ykkur þess, að þið gætuð gert hana að einkunnarorðum lífs ykkar — einkunnarorðum, sem mörkuðu lífsstefnu ykkar, og þið brygðust aldrei. Því að hver sá maður, sem aldrei lætur neinn hluta af sæmd sinni, hvað sem er í boði, hann er góður drengur. Hann er rétt- látur. Hann mun öruggur ferju- maður í straumkasti lífsins Hann vrerður aldrei flækingur né rek- ald.“ * Að svo mæltu kvaddi skóla- stjórinn nemendur sína og aðra viðstadda með hlýjum árnaðar- ■ óskum og sagði skólanum slitið. Hefur emiþá forustuna Thomas Dewey fylkisstjóri í Nevv York hefur ennþá forust- una í kosningabaráttunni innan Repúblikanaflokksins um það, hver skuli verða frambjóðandi flokksins við forsetakjörið í haust. Harold Stassen, sem vumn í fyrstu verulega á í miðríkjunum sum- um, hefur nú dregist aftur úr Dewey, að því talið er í amerísk- um blöðum. Miklar líkur eru fyr- ir því, að sá maður, sem sigrar á flokksþingi Repúblikana nú inn- an skamms, verði næsti forseti Bandaríkjanna. Sendilierrar í heimsókn Nú um helgina voril hér á ferð sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, Mr. Buttrick, og sendiráðs- fulltrúinn, Mr. Trimble. Sömu- leiðis hr. C. A. Bruun, sendiherra Dana. Ameríski sendiherrann hafði síðdegisboð að Gildaskála KEA fyrir ýmsa bæjarmenn sl. mánudag. Sendiherrann er ný- lega kominn hingað til lands og var erindi hans hingað einkum að sjá landið Lét hann hið bezta yfir förinni hingað. í för með sendiherranum var Ragnar Stef- ánsson, fyrrum majór í hernum. í boði þessu, sem var hið ánægju- legasta, hafði Bernharð Stefáns- son alþm. orð fyrir -gestunum. en sendiherrann ávarpaði gesti sína nokkrum orðum. Amerísku gest- irnir fóru héðan áleiðis til Reykjavíkur í gærmorgun. KlliIieimiliS í Skjaldarvík verður stækkað Stefán Jónsson, stofnandi og forstöðumaður elliheimilisins í Skjaldarvík, hefir í hyggju að stækka heimilið svo að það geti tekið 30 vistmenn til viðbótar. — Hefir hann farið þess á leit við bæjarstjórnina að hún ábyrgist, ásamt Eyjafjarðarsýslu, 250 þús. kr. lán vegna þessarar vúðbótar- byggingar. Eyjafjarðarsýsla hefir þegar tjáð sig fúsa til þess að tak- ast þessa ábyrgð á hendur, og á síðasta bæjarstjórnarfundi fékkst saraþykki bæjarstjórnarinnar fyrir ábyrgðinni. — Þá hefir bæjarstjórnin einnig samþykkt að mæla með því, að fjárfestingar- leyfi fáist fyrir þessum fram- kvæmdum. í gær seldi m.s. Pólstjarnan 266’ smálestir af bátafiski í Hull, á vegum Fisksölusamlagsins hér, en fregnir um söluupphæðina höfðu ekki borizt, er blaðið fór í pressuna.. Á leiðinni út eru Straumey með um 236 smálestir og Snæfell með um 140 smálestir. Eldborg hleður nú fisk hér í firð- inum. Afli togbátanna hefir verið heldur tregur, en ágætur afli er á línu frá verstöðvum víða hér norðanlands. Söegmót „Heklu64 hefst 12. júní Sjö norðlenzkir kórar þátttakendur Söngmót hins norðlenzka karla- kórasambands, „Heklu“, hefst hér á Akureyri laugardaginn 12. júní næstk. og heldur áfram á Húsa- vík og að Laugum sunnudaginn 13. júní. Að loknum söng þar verður haldið aftur til Akureyrar til samæfingar og hljóðritunar fyrir Ríkisútvarpið. Söngmót þetta er haldið í til- efni af 100 ára afmæli Magnúsar Einarssonar organista og eru þátttakendur 7 norðlenzkir karlakórar: Karlakórinn Geysir og Karlakór Akureyrar, Karla- kórinn Þrymur, Húsavík, Karla- kór Reykdæla, Karlakór Mý- vatnssveitar, Karlakór Bólstaðar- hlíðar og „Heimir“ úr Skagafirði. Samsöngvar værða kl. 2, 5 og 9 e. h., en á sunnudaginn á Laugum kl. 2 e. h. og í Húsavík kl. 7 e. h. Sérstök móttkökunefnd annast móttöku gestanna hér mótsdag- ana og hefir hún skrifstofu í Lóni þá daga. Nánari upplýsingar um móttöku í bæjarfréttum á bls. 7. Danskur ræðismaður á Akurevri j Nýlega hefur Balduin Ryel kaupmaður verið útnefndur danskur V'araræðismaður á Ak- ureyri. Er hann fyrsti ræðismað- ur Dana hér í bænum. Langt komið að reisa 2500 smálesta lýsistank í Krossanesi Um þessar mundir er vrerið að framkvæma margháttaðar endur- bætur á Krossanesverksmiðjunni. Vinna 22 menn frá Vélsmiðjunni Héðni í Reykjavík að þessum framkvæmdum og að þv'í að reisa 2500 smálesta lj’sistank, sem verksmiðjan fékk erlendis frá fyrir nokkru. Er langt komið að reisa tankinn. Þá pr unnið að því að setja upp nýjar skilvindur og koma upp olíukyndingartækjum og fleiri endurbótum. Nú um helgina fékk verksmiðjan rösk- lega 900 smálestir af brennsluolíu með tankskipinu Þyrli. Hafnarnefnd fékk f góða íyrirgreiðslu í Reykjavík Hafnarnefnd bæjarins, er flaug til Rvíkur í s. 1. viku til þess að starfa þar að leyfisútvegunum vegna nýbyggingar Torfunefs- bryggju, kom heim á sunnudag- inn. Ekki hefur verið gengið til fulls frá málum hafnarinnar, en nefndarmenn segjast hafa fengið góða fyrirgreiðslu í Reykjavík og muni verða gengið endanlega frá fyrirkomulagi viðgerðarinnar á bi'yggjunni og leyfisveitingum í því sambandi á næst'unni. Ovíst er þó talið að úr því verði að brezku steinkerin verði keypt, heldur verði horfið að því ráði að leggja járn í bryggjuna og breikka hana úr 14 m. í 22 metra. Ymsir nýjir erfiðleikar hafa kom- ið í ljós í sambandi við steinker- in. Þó er ekki til fulls frá þessu gengið. Verður væntanlega hægt að skýra nánar frá framgangi málsins á næstunni. Hátíðahöld sjómanna urií helgina Sjómannadagurinn er á sunnu- daginn kemur og gangast sjó- menn fyrir fjölbreyttum hátíða- höldum að venju. Á laugardags- kvöldið fer fram kappróður á Pollinum og keppa þar ýmsar skipshafnir, auk þess deildir úr slysavarnasveit kvenna. Á sunnu- dagsmorguninn ganga sjómenn skrúðgöngu um bæinn, til kirkju, og hlýða á messu. Eftir hádegið hefjast hátíðahöld við sundlaug- ina, fara þar fram ýmiskonar í- þróttakeppnir og sennilega keppni í knattspyrnu síðar um daginn. Um kvöldið verða dans- leikir og skemmtanir að Hótel NorðuNandi og Samkomuhúsi bæjarins. r Flugfélag Islauds festir kaup á Skymasterflugvél Blaðið Vísir í Reykjavík birti viðtal við Orn Johnson. fram- kvæmdastj. Flugfélags íslands í sl. viku og skýrir Örn þar frá því að Flugfélag íslands hafi ákveðið að festa kaup á stórri milli- landaflugvél og verði gengið end- anlega frá kaupunum nú á næst- unni. Ekki hefði enn verið ákveðið á hvaða leiðum flugvélin yrði notuð, né heldur hver vrði áhöfn vélarinnar. Vegna þess að ekki væri til fulls frá málunum gengið , óskaði framkv.stjórinn ekki að gefa frekari upplýsingar að svo stöddu. Hins vegar bætir Vísir því við frá eigin brjósti. að Elögfélagið muni hafa fest kaup á Skymaster-flugvél.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.