Dagur - 10.11.1948, Side 12

Dagur - 10.11.1948, Side 12
12 r Agóðanum af bíóreksfri templara verður varið fi í ráði að hefja byggingima á næsta ári Fyrir nokkru fengu templarar hér staðfesta reglugerð um bíó- rekstur sinn hér í bænuni. Er svo ákveðið har, sð öHum ágóða af starfrækslu Skjaldborgarbíós skuli varið til bess að byggja og starf- rækja æskulýðsheimili hér á Akureyri og til bess að stuðla að því menningarmáli fær bíóið undanþágu frá skcmmtanaskattsgreiðslu til ríkisins. Áður liafði Akureyrarbær veitt undanbágu frá sæta- gjaldi til bæjarins af kvikmyndahúsinu. Frá þessu var skýrt á fundi, sem stjórn Skjaldborgarbíós átti með fréttamönnum og bæjarráði sl. fimmtudag. Stefán Ág. Krist- jánsson, formaður húsráðs templ- ara, skýrði frá rekstri bíósins nú og fyrirætlunum templara í sam- bandi við það. Bygging ráðgerð á næsta ári. Vegna undanþágunnar frá skemmtanaskatti og sætagjaldi, er allálitlegur hagnaður á starf- rækslu bíósins á ári hverju, en það háir starfseminni hvað bíóið er lítið og tekur fáa í sæti. Hafa templarar því ákveðið að reisa stórbyggingu hér í bænum eins fljótt og kostur er, og verður hluti hennar notaður til bíórekst- urs, en að öðru leyti vérður húsið ætlað sem samastaður fyrir æsku bæjarins. Góðtemplarareglan er menningarfélagsskapur og hefir aldrei annað komið til mála en að ágóðanum af rekstri kvikmynda- húss hennar hér yrði varið til menningarauka og telja templar- ar að mest gagn mundi verða að því fyrir bæjarfélagið að fá byggt hér slíkt æskulýðsheimili, sem veitti ungmennum völ á hollari afþreyingu en kaffihúsasetum og göturangli. Fyrirhugað er að kvikmyndahúsið nýja verði hið fullkomnasta og í samræmi við kröfur tímans. M. a. er gert ráð fyrir að það verði einnig ætlað til hljómleikahalda, enda skortir mjög hljómleikasal í bæinn. — Hafa templarar hug á að hefja bygginguna þegar á næsta ári, fáist fjárfestingar- leyfi til þess og hæfileg lóð. Eins og áður hefir verið greint frá hér í blaðinu hafa templarar sótt um lóð fyrir bygginguna norðan Bjarkanstrjágarðs, austan Brekkugötu og farið fram á að bærinn léti þeim hana í té ókeyp- is. Lóð þessi er ekki í eigu bæj- arins og hefir bæjarstjórnin ekki tekið neina ákvörðun í mólinu að svo stöddu. Eyða í uppeldi æskunnar. Hannes J. Magnússon skóla- stjóri gerði grein fyrir því, hvernig templarar hugsuðu sér starfsemi hins fyrirhugaða æsku- lýðsheimilis. Hann kvað svo að orði, að nú væri eyða í uppeldi æskunnar. Aðstöðu skorti til þess að verja tómstundum á nyt- samlegan hátt frá þeim tíma er skólum sleppii’, unz æskufólkið er orðið svo þroskað, að það geti sjálft séð sér farborða á heilla- vænlegan hátt. Erlendis hefði þessu verið mætt með tóm- stundaheimilum æskumanna og templarar hefðu stuðzt við reynsluna þaðan í fyrirætlunum sínum. í æskulýðsheimili því, er áfast yrði hinu nýja kivkmynda- húsi, væri ætlað að hafa góðan samkomusal, með leiksviði, les- stofu, veitingastofu með eldhusi, hljóðfæi'i og nokkrar vinnustof- ur, þar sem veitt yrði leiðbeining um ýmiss konar handiðju. Enn- fremur þyrfti að vera aðstaða til einhverra íþróttaiðkana. Ef slík stofnun væri komin hér, taldi ræðumaður miklar líkur til að forða mætti mörgum ungmenn- um frá óhollum skemmtanahátt- um og temja þeim að nota tóm- stundirnar sér til uppbyggingar og þroska. Merkilegt mál. Góðtemplarar hafa hér hreyft merkilegu máli ,sem horfir til menningarauka fyrir bæjarfé- lagið. Vafalaust mun það taka langan tíma, að koma slíkri stofn- un á fót, en mikils er um vert, að undirbúningur er hafinn og með rekstri bíósins og þeim undan- þágum frá skatti, sem fengizt hafa, ætti að vera tryggt, að all- verulegt fé verði fyrir hendi til framkvæmdanna. Telja verður bæjarbúum og bæjarfélaginu skylt að hlýnna að framkvæmd þessara áætla'na eftir því sem unnt er. DAGUR ac.zu S igurvegari Miðvikudaginn 10. nóv. 1948 Harry S. Truman forscti, fram- bjóðandi Demókrata, vann glæsi- legan sigur í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 3. þ. m., þrátt fyrir hrakspár flestra blaða og skoðanakönnunarstofnana lands- ins. Úrslitin sýna minnkandi áhrif öfgaafla til hægri og vinstri á stjórnmál Bandaríkjanna og af- sanna þær fullyrðingar kommún- ista, að lýðræðisöflin séu að missa tökin á stjórn landsins. — Kosningamar sýndu ennfremur fylgisleysi flokks Henry Wallace og kommúnista. Flokkurinn hafði gert ráð fyrir að fá 10 millj. atkv., en hlaut aðeins um 1 millj. atkv. og hafði engin áhrif á heildarúr- slit kosninganna. Skrítin frásöffn Ekkert varð úr síldveiðiimi liér í síðasta blaði var greint frá síldarleit skipa hér í Eyjafirði og því, að fundizt hefðu álitlegar torfur hér á Oddeyrarál sl. þriðjudag. Á miðvikudagsmorg- un fór m/s. „Narfi“ aftur til síld- arleitar. — Hafði dýptarmælir skipsins sýnt þrjár mjög álitlegar torfur á þriðjudaginn, en á mið- vikudagjnn var komið óhagstætt veður og voru torfur þessar horfnar. — ,,Akraborg“ leitaði einnig síldar seinni part sl. viku, en lítið sem ekkert fannst. Á þriðjudaginn var mikið fugialíf héi' á Pollinum og nokkrar hrefnur voru á sveimi alla leið inn undir Leiru. Er ekki ólíklegt að hrefnurnar hafi styggt síld- ina, Pessum tili'aunum til síld- veiða' hér lauk því án árangurs. irni ej á Akureyri í dagblaðimi Vísi birtist nú fyrir nókkrum dögum viðtal við dr. Áskel Löve. Segir doktorinn þar frá því, að hann hafi látið gróðursetja 20—30 eplatré í Gróðrarstöðgiimi hér á vegum búnaðardeildar Atvinnudeildar Hafi trén þrifizt prýðilega og miklu betur en gera hefði mátt ráð fyrir. Er gefið í skyn í blað- inu, að hér sé um mikia nýjung að ræða og merkilega. Sannleik- urinn er hins vegar sá, að epla- tré hafa verið ræktu í görðum hér síðan 1931 (og e. t. v. fyrr) og hafa oft borið ávöxt. T. d. hef ur Jónas Þór, verksmiðjustjóri, fengið ávexti á tré sín flest árin, síðast nú í sumar. Fleiri bæjar- meni hafa ræktað eplatré. kógræktarfélagið Skógræktarfélag Eyfirðinga ætlar að gangast fyrir fræðslu- og útbreiðslusamkomum á nokkr um stöðum í héraðinu. Hafa þeg ar verið ákveðnar samkomur að heimavistarskólanum Árskógi á Árskógsströnd laugardagskvöldið 13. þ. m. kl. 8,30, að Kvenna skólanum á Laugalandi sunnud. 14. þ. m. kl, 3 e.h. og í Samkomu húsinu á Akureyri miðvikud. 17. þ. m. kl. 8,30 e. h. Hákon Bjarnason skógræktar- stjóri flytur erindi á samkomum þessum og ennfremur verða sýndar innlendar og erlendar KEA og. Samvirmubyggingaríélag Evjafjarðar útvega Prometo-mót til tiirnagerðarinnar í tilkynningu frá KEA annars sta'ðar í blaðinu er auglýst eftir umsóknum bænda á félagssvæð- inu um fcyggingar Prometo-vot- heýsturna, þ. e. steinsteyptra vot- heysturna. Hafa kaupfélagið og Samvinnubyggingafélag Eyja- fjarðar samvinnu um útvegun nauðsynlegra móta til bygging- anna og þurfa bændur þeir, sem hafa áhuga að koma upp turnum með þessum hætti, að tilkynna Samvinnubyggingafélaginu það fyrir lok þessa mánaðar. SfS hefir umboð fyrir Prometo-mót. Forsaga málsins er í stuttu máli sú, að Gísli Kristjánsson ritstjóri Freys hefir beitt sér fyrir því að fá flutta inn votheysturna ur tré og Prömeto-mót, sem notuð eru við byggingu steinsteyputurna; — Nokkrir tréturnar komu hingað í sumar, eins og kunnugt er, en steinsteyptir turnar hafa ekki verið reistir hér enn sem komið er. Nú hefir Samband ísl. sam- vinnufélaga fengið umboð hér á landi fyrir mótin og er ætlunin að nokkur mót komi til landsins á næsta vori. Er þá reiknað með því að nauðsynleg leyfi fáist hér á landi til innflutningsins. KEA hafði þegar sl. sumar gert ráð- stafanir til þess að fá slík mót hingað í héraðið, ef tækist að fá þau innflutt hér á landi og hefir svo umsamist að félagið fái eitt sett. þeirra móta, er SÍS flytur hingað til lands. Sótt um leyfi. Samvinnubyggingafélag Eyja- fjarðai' og KEA hafa samvinnu um málið og á fulltrúafundi Sam- vlrmubyggingafélagsins var ein- róma samþykkt, að félagið tæki byggingar turna að sér. Kaupfé- lagið kaupir mótin og lánar and- virði þeirra. Hefir umsókn um innflutnings- og gjaldeyrisleyfi þegar verið send til stofnana rík- isvaLdsins. Til þess að mótin fáist innflutt í tæka tíð er nauðsynlegt að leyfi þessi verði afgl'eidd án tafar. Mun það von bænda hér í héraðinu, að málið sti'andi ekki á leyfisveitingum hér. Almennur áhugi er í héraðinu fyrir þessu máli. GjaldeyrisyfirvöMin þrjóskast enn við að veita leyfi í viðtali sem póst- og síma- inálastjórinn átti við dagblaðið Vísi nú fyrir nokkrum dögum, upplýsir hann, að nauðsynleg, opinber leyfi fyrir sjálfvirku símastöðmni hér á Akureyri séu ennþá ófengin frá nefndum rík- isins. Situr málið því í sama farinu og fyrr, en símstöðin sjálf mun nú tilbúin til afgreiðslu hingað. Fer naumast hjá því, að tregða gjaldeyrisyfirvaldanna í sam- bandi við þetta mál, veki þann grun hér, að þau ætli að hafa stöðina af Akureyri. Hefir staðið á leyfisveitingum þeirra nú í langan aldur, enda þótt aukning- ar á Reykjavíkurstöðinni hafi gengið greiðlega. Stöðin þegar of lítil? í sama viðtali upplýsir síma- málastjórinn, að stöðin hér sé gerð fyrir 1000 númer. Telur hann að það muni nægja „fyrst kvikmyndir. — Ráðgero er einnig samkoma að Hrafnagili, en óvíst um fleiri staði vegna þess að skógræktarstjóri hefir hér skamma dvöl. um sinn“, því að hér séu ekki nema 600—650 símnotendur. — Eftir þeim upplýsingum, sem blaðið hefir aflað sér, að dæma, mun fjarri því, að 1000 númera stöð muni duga hér „fyrst um sinn“. Símar hér eru nú 650 og að auki eru 50 millisambönd, sem sett hafa verið upp vegna neyð- arástands þess sem ríkt hefir í símamálunum hér. En athugandi er þó í þessu sambandi, að vegna þess hve kerfið hér er orðið of hlaðið, er hér fjöldi manns, sem ekki hefir fengið síma. Útlitið mun í reyndinni vera þannig, að jafnvel þótt stöðin væri uppsett nú í vetur — en til þess virðast nú litlar líkur — mundi hún þeg- ar fullnotuð, þ. e. a. s. 1000 núm- erin mundu ekki duga til neinnar frambúðar, heldur kæmi strax sama ástandið og fyrr, að lang- ur biðlisti um síma væri fyrir hendi. Það er augljóst, að 1000 númera stöðin er allsendis ónóg. Þarf a. m. k. 500 númer til við- bótar og væri raunar nauðsyn- legt að gera ráðstafanir til þeirr- ar aukningar nú þegar með tilliti ti! hins langa afgreiðslutíma, sem virðist vera á símatækjum.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.