Dagur - 04.05.1949, Síða 4
4
D AGUR
Miðvikudaginn 4. maí 1949
Nýsköpurt KI.Á. angrar Mb!.
Mikið hefir Mbl. dásamað ný-
sköpun Ólafs Thors og komm-
únista á stjórnarárum þeirra. —
Nýsköpunarafrekið var fólgið í
því að verja litlum hluta af þeim
mikla gjaldeyri, er til féllst, til
'kaupa á atvinnutækjum til lands
og sjávar. Þetta hefir Mbl. ætíð
talið svo mikið afrek, að það
bætti margfaldlega fy'rir allt fjár-
sukk og fjáreyðslu fyrrv. stjórn-
ar. Verðbólgan og dýrtíðin, sem
fyrrv. stjórn Ólafs Thars og
kommúnista studdi og magnaði af
alefli, hjaðnaði eins og dögg fyrir
sólu nýsköpunarinnar, að því er
Mbl. sagði.
Þetta hefir þó allt reynzt á
annan veg og öfugt við það er
Mbl. hélt fram. Framsóknarmenn
sáu það fyrir, að fjármála- og
dýrtíðarstefna fyrrv. stjórnar
myndi eyðileggja nýsköpuninna
að miklu leyti, og þetta hefir nú
reynslan sannað svo ótvírætt,
sem verða má. Þetta hafa fyrrv.
stjórnarflokkar líka játað og
kenna hver öðrum um hvernig
komið sé. Kommúnistar segja, að
samstarfsflokkarnir í fyrrv.
st'jóm - há£í svikið nýsköpunar-
stefnuna...Sjálfstæðismenn og Al-
þýðuflokksmenn eru óþreytandi
að lýsa því, hvernig kommún-
istar sóuðu fjármunum þjóðar-
innar á valdatíma sínum, t. d. hafi
einum iðnaðarmanni verið
greiddar á einum mánuði í kaup
kr. 14700 kr. auk ókeypis fæðis,
en það sámsvarar 176 þús. kr. í
áislaun auk fæðis, ellegar þegar
kommúnistar stóðu fyrir tunnu-
kaupum í Svíþjóð og keyptar
voru eitt hundrað þúsund tunn-
ur, en kostnaður við kaupin nam
160 þús. kr. .Og öll ráðsmennska
kommúnista var eftir þessu á
sömu bókina lærð.
En um allt þetta fjársukk í tíð
fyrrv. stjórnar var steinþagað af
fylgismönnum hennar, meðan
þeir fengu að baða sig í valdasól-
inni. Því Var meira að segja hald-
ið fram, að fjárreiður allar væru
í stakasta lagi, og aðfinnslur þá-
verandi stjórnarandstæðu væru
rakalaus rógur vondra Fram-
sóknarmanna. Þá var blessun
nýsköpunarstjórunar Ólafs Thors
og kommúnista hampað framan í
almenning, ekki sízt af Morgun-
blaðinu.
En eftir að kommúnistar skildu
við samstarfsflokka sína að borði
og sæng, og deilur hófust milli
þessara fyrrv. dýrtíðarsamherja
um þáð, hverjum dýrtíðin og
fjármálaöngþveitið væri áð
kenna, háfa hjúin á þjóðfélags-
heimilinu orðið margs vísari, sem
áður var hulið undir hellubjargi
þagnarinnar.
—o—
Nú víkur sögunni til Kaupfé-
lags Eyfirðinga. Ætla mætti að
jafn harðsvírað nýsköpunarblað
og Mbl. er, þegar það er að lof-
syngja nýsköpun Ólafs Thors og
kommúnista, mundi gleðjast yfir
því, að nýsköpun eigi sér stað á
vettvangi samvinnuhreyfingar-
innar í landinu. Sannast sagna er
það líka þannig, að nýsköpun sú,
er samvinnumenn h’afa lirundið í
framkvæmd í Verzlúnarmálum o.
fl. víðs vegar um landið, mun
reynast óbrotgjainari og hald-
betri en nýsköþúnárfálm Ólafs
Thors og kommúnista. sem m. a.
stafar af því, að framkvæmdir
samvinnumannna hafa verið
með. meira ráði gerðar og fyrir-
hyggju en nýsköpun Ólafs Thors
og kommúnista. A þetta ekki sízt
við eitt stærstá samvinnufyrir-
tæki í lándinu, Káuþféla'g Ey-
firðinga. Almermingur í sveit og
bæ hefir líka kunnað að meta
starfsemi þessara félágssamtaka,
það sýnir. sívaxandi innstreymi
manna í félagið, af því þeir telja
sér hagstæðast að verzla þar. í
þessu kemur fram dómur al-
mennings um KEA, og hann er
þyngri á metunuum en í'óg-
greinar Mbl. um félagið, en það
blað er eins og kunnúgt er mál-
gagn heildsala- og káupmanna-
valdsins í Reykjavík.
Á . síðasta félagsfúndí. KEA
skýrði framkvsemdastjóri frá
verklegum framkvæmdum, er
gerðar voru á árinu 1948. Mbl.
rákti þessar framkvæmdir sem
héi-'segir: •
„Um framkvæmidír félágsiris á.
áririú-' 1948- ságði' framkvæmda-.
stjórinn þetta m. a.:
:Smíði verzlunarhúss Hafnar-
stræti 93 er nú að mestu lokið, og
meirí hluti þess tekinn til afnota.
Nýjá smjörlíkisgerðgin er tekin
til starfa með nýjum, fuilkomn-
um vélum, og unnið , er að því
nú að breyta gamla smjörlíkis-
gerðarhúsinu til afnota fyrir
pylsugerð og niðursuðuverk-
smiðju. f smíðum eru nú vöru-
geymsluhús og fiskimjölsverk-
smiðja í Dalvík og verið er að
ljúka við niðursetningu nýrra
frystíyéia og hraðfrystitækja í
frystihúsi félagsiijs í Hríseý. Lök-
ið er byggingu skipasmíðaverk-
stasðis og yfirbygginga og málm-
húðunarverkstæðis á Oddeyrar-
tanga. Mjólkursamlagið er að láta
reisa ketilstöð í Grófargili, til af-
nota fyrir samlagið og aðrar
verksmiðjur félágsins.“
Mbl. kallar þessar fram-
kvæmdir KEA „nýsköpun í full-
um gangi“. En svo undarlega
bregður við, að sjálft nýsköpun-
arblað Ólafs Thors er angrað og
armætt yfir því, að KEA skuli
megna að framkvæma þetta allt
til almenningsheilla á þrenginga-
tímum. sem allir yi|a; nð eiga rót
síná að rek’ja óstjornar Ólafs
Thors og kommúnista á árunum
1944—1947. En það er hægt að
skýra það fyrir Mbl., hvers vegna
KEA getur, jafnvel á érfiðleika-
tímum, framkvæmt svona merki-
lega hluti, sem blaðið telur. upp.
Það er máttur samtakanna, sem
því fær áarkoð Moggi sæll. En
það er þessi mikla orkulind sam-
vinnunnar, sem Mbl. hatar og
getur því aldrei litið réttu auga.
Um það bera skrif þess um KEA
og önnur samvinnufélög vott.
Um skattfríðindi samvinnufé-
laga, sem Mbl. fjasar ■ s.felt um,
ERLEND TÍÐINDI:
Álvarlegur timburskortur í Evrópu
Skógarhögg 40% meira en skógræktin leyfir
þarf ekki að ræða hér. Það hefir
áður verið flett ofan af þeim
botnlausu óheilindum og falsi,
sem Mbl. hefir gert sig sekt um í
því máli, og sem verður því til
ævarandi minnkunar.
Mbl. hefir haldið því að lesend-
um sínum, að Framsóknarflokk-
urinn réði stefnu og starfi KEA.
Félagið væri því undir „pólitískri
yfirstjórn“. Jafnframt skýrir
Mbl. frá því, að KEA hafi gert
undravert nýsköpunarátak, þegar
framkvæmdir einkafyrirtækja
Sjálfstæðismanna liggi að mestu
niðri. Sjáum til! Með þessu gerir
Mbl. Framsóknarflokkinn að
stórum meiri nýskapara en Sjálf-
stæðisflokkinn. Þetta er nú
reyndar nýtt fyrirbrigði, því að
lengi hefir Mbl. haldið því fram,
að Framsóknarfl. hataði alla ný-
^köpun. „Eitt rekur sig á annars
horn“, var eitt sinn kveðið, og má
heimfæra það upp á Mbl.pening-
inn.
Mbl. ræðir um tvær hliðar á
ástandinu í Kaupfélagi Eyfirð-
inga, aðra dökka, hina bjarta. —
Dökka hliðin táknar erfiðleikana,
sem við er að stríða, en bjarta
hliðin eru framkvæmdirnar, „ný-
sköpin", sem Mbl. kallar, og er
svo „skínandi björt og fögur“, að
hún fær ekki dulizt. Mbl. svíður
í augu af þessari miklu birtu, sem
stafar af starfemi KEA. Upp frá
brjósti málgagns nýsköpunarinn-
ar stígur þetta andvarp: „Byrgið
þið hana, hún er of björt, helvítið
að tarna“. Bólgið af öfund eggjar
blað kaupmannavaldsins og stór-
braskara löggjafarvald og ríkis-
stjórn lögeggjan um að láta nú
verða af því að leggja tvöfaldan
skatt á kaupfélögin, svo að bjarta
hliðin verði dökk og tekið
verði fyrir framkvæmdir Kaup-
félags Eyfirðinga.
Þetta er þá orðið úr öllum ný-
sköpunaráhuga blaðsins, sem
kennir sig við morguninn, en er
sannarlega engin morgunstjarna.
Sjáið sólarroðann
(Hér birtist frumort kvæði eft-
ir Daníel Kristinsson, er sungið
var af Karlakór Akureyrar á al-
menna æskulýðsfundínum á
páskadagskvöld).
Drottinn páskagleði gefur
gæzku’ og mildi veitt oss hefur
sinni mikiu auðlegð af.
Sjáið, fagur sólarroði,
sigurríkur friðarboði
blikar yzt við blámans haf.
Leitum nú til herrans hæða
hjálpar, til að bæta’ og græða
lífsins beiskan bróðurliag.
Styðjum fagurt friðarríki,
frá oss eigíngirni víki.
Gerum lífið gæfudag.
Láttu, faðir, Ijós þitt skína,
legðu ríka blessun þína
yfir bæ og byggðir lands.
Æskulýðs og allra barna
ætíð sértu leiðarsíjarna.
Sýn þeim veginn sannleikans.
í skýrslu, sem Efnahagsnefnd
Evrópu í Genf (á vegum Samein-
uðu þjóðanna) gaf út snemma í
apríl, segir að nú ríki alvarlegur
timburskortur í Evrópu og
ástandið muni fara versnandi á
næstu árum.
Vestur-Þýzkaland lagði í fyrra
til 25% af timburinnflutningi
Evrópulandanna, en þetta land
parr sjálft að flytja inn timbu,
eftir ár eða svo, segir í skýrslr,
nefndarinnar. Ekki virðast neinar
líkur fyrir því að Sovét-Rússland
muni hefja timburútflutning aft-
ur í neitt svipuðum stíl og fyrir
stríð. Nefndin segir að skógai'-
högg sé 40% ofan við „öi-yggislín-
una“, þ. e. að höggvið sé meira af
viði en skynsamlegt er. Fram-
leiðslan á ýmsum betri timbur-
tegundum er þó 20—30% minni
en þörf er fyrir.
Enda þótt heildarmyndin sé
þannig, er það samt staðreynd að
mörg lönd eiga í erfiðleikum með
að selja timburframieiðslu sína
og eru það gjaldeyrisvandræði,
sem því valda. Evrópska efna-
hagsnefndin vinnur ‘ riú áð því áð
þátttökuríkin auki skóggræðslu.
Jafnframt verði hafin timbur-
framleiðsla úr skógum, sem ekki
hafa áður verið nýttir. Pólland 'og
Frakkland vinna nú að stórauk-
inni skógplöntun."
Sovét-Rússland og Austur-
Evrópulöndin flúttu út 1,4 millj.
standarda af timbri fyrir styrj-
öldina, eða um það bil helming
þess magns, sem Évi'ópa þarfnað-
ist. Á árinu 1948 var allur timb-
urútflutningur Sovét-Rússlands
aðeins 50.000 standardar og sér-
fræðingar telja, að mörg ár muni
líða þangað til Sovétríkin hefja
timburútflutning í stórum stíl á
ný. Bandaríkin og Kanada munu
heldur ekki flytja út timbur að
neinu ráði á næstu árum.
Aukið timburmagn fæst þá
fyrst, er plöntun, sem gerð hefir
verið eftir stríð, verður hæf til
viðarhöggs, en þangað til eru
vitaskuld mörg ár. Nefndin telur
að Evrópa eigi ekki um annað að
velja en spara timbur sem mest á
næstu árum.
Amerískir bændur til Evrópu.
Snemma í júní næstk. leggja 27
sérstaklega valdir ungir bændur
af stað til Evrópu til námsdvalar
í bændabýlum í ýmsum löndum.
Munu þeir dvelja sumarlangt í
Evrópu. Þrír þeirra munu dvelja
á norskum sveitaheimilum, þrír á
dönskum og fjórir á sænskum
býlum.
Listir og stjórnmál
Kommúnistapressan á Norður-
löndum hefir fagnað ákaft yfir-
lýsingum negrasöngvarans
heimsfræga Paul Robeson um
fylgi sitt við kommúnismann og
Stalín og andstöðu við Atlants-
hafsbandalagið og stjórnskipulag
Bandaríkjanna. Á hljómleikunum
í Stokkhólmi blandaði söngvar-
inn saman einsöng og ræðuhöld-
um um ágæti kommúnismans og
þótti Svíum sú blanda heldur
óviðfelldin. Robeson neitaði að
syngja í Kaupmannahöfn á dög-
unum er honum var sagt, að
blaðið Politiken, sem gert hafði
samning við hann úm hljómleik-
ana, hefði verið fylgjandi Atl-
antshafsbandalaginu! I sambandi
við þessa sögulegu Norðurlanda-
söngför Robesons, hafa erlend
blöð rifjað upp atburð, sem gerð-
ist fyrir 10 árum. Þá hélt Benja-
minó Gigli konsert í New York.
Fyrir konsertinn ræddi hann við
blaðamenn og lýsti þar aðdáun
sinni á Mússólíni og fasisma hans.
Amerísk blöð tóku óstinnt upp
þessa yfirlýingu og bentu á þau
sannindi, að enda þótt Gigli hefði
hlotið frábærlega fagra söng-
rödd í vöggugjöf, gerði sú guðs-
gjöf hann á engöri hátt ‘færari
öðrum mönnum að prédika
stjórnmál. Eitthváð "sviþað' mún
rh'egá- segja um 'PaUl R'óbe.sbri.—
Skoðún hans á'sljórrimálúrn mun
naumast athygTi'sy'érðáfi e'ri hvefs
annars manns. Listir og stjórnmál
fara ekki alltaf vel saman. í sam-
bandi við hina sogulegú söngför
Robesons til NöfðílHanda, sk’fíf-
ar Berlingske Tideiidé í Kaup-
mannaliöfn þannig nú fyrir
nókkrum dögúhú
Umsögn Berlingsjke Tidende.
„Þegar hinn mikli Sovétaðdá-
andi Paul Robeson, sem jafn-
framt er mjög andvígur stefnu
sinnar eigin þjóðar, lýkur Norð-
urlandasöngför sinni, mun hann
halda heim til Bandaríkjanna til
þess að bera þar vitní í máli
nokkurra kommúnista, sem sak-
aðir eru um „óameríska" starf-
semi. Robeson leggur sig ekki í
neina hættu þótt hann geri þetta.
Hann gat farið frjáls ferða sinna
til Norðurlanda, sungið Sovét-
Rússlandi lof og dýrð og sakað
ríkisstjórn Bandaríkjanna um að
vera „leiguþý Wall-Street mill-
jónara" og vinna að því að æsa til
nýrrar styrjaldar. Menn geta gert
sér í hugarlund, hver mundu hafa
orðið örlög hans, ef hánn hefði
verið borgari í kommúnistaríki og
leyft sér að bera fram slíkar
ásakanir á hendur ríkisstjórninni.
Framkoma Robesons er enn eitt
dæmi um að þar sem kommún-
isrískur fanatismi heldur innreið
sína, er skynsemin útilokuð. Hér
í Danmörku þekkjum við þess
mörg dæmi.
En Paul Robeson á um það við
sjálfan sig, hvort hann í skjóli
hins lýðræðislega frelsis, sem
verndar hann frá því að gjalda
orða sinna, vinnur að því að koll-
varpa þessu frelsi og koma á fót
stjórnarháttum, sem alveg sér-
staklega láta sig það skipta,
(Framhald á 10. síðu).
i