Dagur - 04.05.1949, Page 10

Dagur - 04.05.1949, Page 10
10 DAGUR ERFLYND ER VII Saga eftir Charles Morgaíi 18. dagui’. g- (Framhald). j férSinni Kðra iíótt,' én éf ekki ,,Nei, það geri ég alls ekki. Mék gengur bezt að hugsa á morgn- ana. Nú mátt þú fara, María. Eg1 skal segja gestum okkar, hvað' gera skuli“. „Eins og þú vilt,“ sagði hún. „Eg þarf aðeins að segja þeim nokkur aðalatriði. Annað getur beðið til morguns. Hver er hæst: settur foringi af ykkur?“ „Það mun vera ég,“ svaraði: Hfegrinn. Hún horfði gaumgæfilega á; hann, eins og hún væri að reyna að meta, hvers konar maður hann: væri. Því næst gekk hún að stiga' og benti á hurðina, þar sem stig- ann þraut. „Herbergið þarna“, sagði hún, „var eitt sinn korn- geymsla. Seinna, þegar ég var barn, var það leikherbergi og geymsla. Nú geymum við þar eldivið og ýmislegt rusl, auk npkkun-a bóka. Aðeins einar dyr efú.áiþví, þ. e. a. s. sem snúa inn ö'ð húsihu. En síðan það var korn- geymsla er breið vængjahurð á veggnum, sem snýr út í garðinn. Utan við þær dyr eru ofurlitlar sValir og stigi niður. Þessar dyr voru negldar aftur fyrir langa lcingu. Við höfum nú dregið nagl- ana út og enginn veit til þess að dyrnar séu opnar á ný. Og það ei" stranglega bannað að opna þæf nema í ýtrustu nauðsyn og bráðri hættu.“ . i _ „Mér er það ljóst“, sagði Hegr-; ipn. . „Þið sjaið, að faðir minn hefirj !*v{ i-f ofn hér. Reykrörið frá þessum opni sameinast reykrörinu í korngeymslunni. Faðir minn yinnu rí þessu herbergi og hann sefur líka í því. Þjóðverjar heim- sækja hann stundum. Við teljum það skynsamlegt.“ „Það er að segja, þú telur það skynsamlegt," greip gamli mað- urinn fram í. „Af þessum ástæðum eru tvö boðorð enn. í fyrsta lagi, ef bank- að er í reykrörið hér niðri, þýðir það að faðir minn hefur gesti — franska eða þýzka — og skiptir ekki máli hvort heldur er, því að við getum engum treyst, og þið megið hvorki tala né ganga um fyrr en merki er gefið um að það sé óhætt.“ „Og annað boðorðið?" „Ef barið er í reykrörið í ann- að sinn, þýðir það, að gesturinn er á leið upp í ykkar herbergi. Þá opnið þið vængjahurðina, gan'gið út á svalirnar og niður stigann. Ej uð þið með á nótunum?“ ,,Fullkomlega“. Hún var að ganga út úr her- berginu þegar Frewer sagði: „Getið þér sagt okkur, Made- moiselle, hvort líklegt sé, að við verðum hér lengi?“ Hún horfði rannsakandi á hann og svaraði síðan: „Það er hugsanlegt að þið haldið áfram Vérður úr þvx, gétur brottferðin dfégizt léngi“. FréWer svai'áoi ekki, en brosti þreýtuíega. „Ykkur getur liðið vel hér, og' þið vérðið alveg öruggir. Þurfið ékki að 'lifa í sífelldum ótta. Þið getið gengið um, nema.ef von er á heimsókn í þetta herbei-gi, eins og eg ságði áðán.‘ „Hefur nokkur af gestum ykk- ar nokkru sinni sýnt nokkra löngun til þess að skoða korn- geyrhsluna?“ spurði Hegrinn. „Nei,“ svaraði hún. „En stig- ihn ér álltaf ‘á sínum 'stað og hver sem er, getur gengið upp hann." Hún þagnaði, hikáði andartak, en sagði síðanf „Flýðuð þér frá Þýzkalándi?“ „Já,“ svai-aði Hegi-inn. „En hinir korriu í flugvélum?11 „Já,'þér þekkið' þá sögu okkar allra.“ ' ' „Já'/'áð hökki’U leyti. ' Það er nauðsynlegt." Hún gekk að rúmi föður síns, kyssti hann á vangann og bauð, honum góðá'nótt. Þcgar þeir vöknuðu næsta morgun og sáu herbergið við dagsbirtu, fannst Sturgess þegar í stað vistarveran viðkunnanleg og dvölin þar róaði hug hans. Hann gat-þó ekki lýst því með orðjjpi, hvað það var, sem hafði islík álrrif á hann, og hann komst ekkbhjá því. að skýr-a- frá .því, er hann fór .að lýsa hérheygin.u, að á þyí vorp,jengir'.gjuggai;.,j „Leikherbergi án glugga?“ spurðþfrú Muriven undrandi. „Ját því: að þegar herbergið var notað sem leikherhergi mátti -opha vængj&hurðina. Það var eins og að kippa veggnum burtu. En þetla er þó ekki skýrihgin á eiginleikum herbergisins. Mér mun ekki takast að útskýra fyrir ykkur tilfinöingar mínar. Her- bergið. var gluggalaust en þó ekki blint, ef svo má að orði komast. Ljósið kom inn um tvöfaldan þakglugga og það hafði ákaflega þægileg áhrif á mig. Þegar feg hafði legið vakandi dálitla stund og virt þetta fyrir mér, vaknaði Hegrinn. Frewer háfði verið á vakt. Við fundum brátt þvottaskálar og vatn. Við þvoðum okkur og snyrtum og klæddum okkur. Litlu seinna kom María með morgunverðinn. Við gátum lítið talað við hana, því að hún þurfti að flýta sér til þess að ná til skólans á réttum tíma, en hún var kennari. En nú hafði hún fleiri boðörð fyrir okk- ur til að leggja á minnið. Hún sagði að aldi’éi mætti sjást nein merki þess í herberginu, að þar væri búið. Dýnurnar okkar yrði að vefja upp og leirtau allt á bakkanum, svo að kippa mætti því öllu úr vegi á andartaki. Allt (Framhald). - ERLEND TÍÐINDI (Fx-amhald af 4. síðu). hvernig hver einstaklingur hugs- ar og 4alar. En það er elcki lengur einkamál h"ans, er hann notar list sína sem lyftistöng fyrir stjórn- málaáróður. Hann hefir hlotið mikla náðargáfu, þar sem er hin dásamlega söngrödd, og með ástundun, hæfileikum og dugnaði hefir honum tekist að verða lista- söngvari. En hvers vegna skyldu menn ætla, að fullkomnun á sviði söng- listarinnar gefi sjórnmálayfirlýs- ingum hans sérstakt gildi? Sjálf- ur heldur hann áreiðanlega að svo sé, og vinir hans á Norður- löndum taka undir. Og þessir vinir munu naumast hafa komið einvörðungu til þess að hlusta á söng hans í Stokkhólmi á dögun- um, heldur munu stjórnmálayfir- lýsingarnar hafa verið aðalatrið- ið. Og sjaldan hefir hér um slóðir heyrzt jafn ógeðfellt sambland af list og stjórnmálaáróðri.... Stúdentafélagið í Kaupmanna- höfn vill koma á stjórnmálafundi með Robeson, og slíkt er auðvit- að annað mál. Hér í Danmörku, eins og í Bandaríkjunum, getum við gjarnan leyft okkur að ráðast gegn Atlantshafsbandalaginu og Mai’shall-áætluninni, án þess að eiga á hættu að verða fluttir að næturþeli í fangabúðír. En dönsk alþýða er þeii’rar skoðunar, að kaupi hún aðgöngumiða á hljóm- leika, þá sé það ekki til þess að heyra pólitískar skoðanir lista- mannsins eða sjá kommúnistískar æsingar. Hver hlutur hefir- sinn tíma. Stjórnmál hafa sinn tíma. Listin hefir sinn tíma.“ MÓÐIR, KONA, MEYJA. (Framhald af 6. síðu). er banninu oft algerlega stungið undir stól, rak eg mig sérstaklega á þetta, er eg ferðaðist víða um landið fyi’ir tveimur árum, en al- menningur kennir jafnan um kvikmyndaeftirlitinu í Reykja- vík. Þetta varð til þess, að eg fékk barnaverndarráð íslands til þess að skrifa barnarverndarnefndum um allt land og brýna fyrir þeim skyldur þeirra í þessu efni. Eftir- lit með að framfylgt sé banninu héðan úr Reykjavík, eða að dæma sjálfar um þær myndir, sem sýndar eru, og var sá réttur und- irstrikaður mjög, því viðhorf fólksins á ýmsum stöðum eru mjög ólíkt. Við þetta bætist svoað allmargar kvikmyndir hafa verið í umfei’ð úm landið, sem aldrei hafa til Reykjavíkur komið, og verða því að dæmast að nýju af barnaverndarnefnd hvers staðar. Þér sjáið því af því, sem eg hefi hér sagt, að barnaverndarnefnd Akureyi-ar á að líta eftir þeim myndum, sem þar eru sýndar, og getur tekið í taumana hvenær sem henni sýnist, er 'því auðvelt fyrir yður að kippa þessum mál- um í lag, að því er Akureyri áhrærir, það eru að minnsta kosti hæg heimatökin. . . . “ Miðvikudaginn 4. maí 1949 SkíSaskálasjóður ÞÖRS 5-KRÓNA VELTAN - Baldur Benediktsson skorar á: Hjörleif Hafliðas., Þór.str. 102. Hall Sveinsson, Byrgi, Glþ. Þorbjörn Kaprasíuss., Hrafna- björgum. Matth. Sigurðardóttir skorar á: Olöfu Tómasd., Klapparst. 5. Ingibj. Jónsd., Brekkug. 43. Unni Sigurðard., Brekkug. 1. Helgi Steinarr skorar á: Elínu Aðalmundard., Oddeyr- argötu 8. Jónu Gíslad., Strand. 35. Soffíu Gunnlaugsd., NorðMTA. Aðalsteinn Jósefsson skorar á: Jóhann Jóhannsson, járnsmið. Tryggva Samúelsson, járnsmið. Ara Krist., Verzl. Eyjafj. Hallgrímur Stefánsson skorar á: Sumarrósu Garðarsd., Felli. Pálínu Jónasd., Árgerði. Marju Valsteinsd., Þórsnesi. Barði Benediktsson skorar á: Stefán H. Júlíuss., Brg. 27. Arnór Kerlsson, KEA. Garðar Loftsson, KEA. Sigurður Jónsson skorar á: Jón Sigurgeirss., lögregluþjón. Björn Guðmundss., lögregluþj. Aðalst. Bei’gdal, lögregluþj. Borghild urGarðai’sd. skorar á: Dísu Ström, Bókb. G. Tr. J. Hauk Jónss., Munkaþv. 22. Svanlaug Ólafsson, Eyrarv. 12. Berta Sigurðardóttir skorar á: Sigríði Jónsd., Norðurg. 38. Svanborgu Benediktsd., Gils- bakkaveg 5. Margr. Halldórsd., Fjólug. 5. Veltunni er nú lokið. Fylgir hér listi yfir þá er síðast skoruðu. — Auk þess, sem prentað, eru nokkrir, sem greitt hafa 5 krónur en ekki skorað (18 talsins). All- mai'gir hafa greitt 10 kr., tveir 20 kr. og eftirtaldir 6 50 krónur: Hermann Stefánsson. Jóhannes Kristjánsson. Kristján Kristjánsson. Sigurður O. Björnsson. Sólveig Eyfeld. Sverrir Georgsson. Allmargðir skoruðu 2—3 sinn- um. Heildarupphæðin er þá með þessu móti oi’ðin kr. 2410.00. Fyrir hönd íþróttafél. Þórs þökkum við öllum þeim, sem með þessu móti hafa eflt skíðaskála- sjóðinn. Framlagi til hans, gjöf- um eða áheitum, verður fram- vegis veitt móttaka í sama stað, Sportvöruverzlun Brynj. Sveins- sonar og Co., Skipagötu 1. , Stjórn Þórs. MlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllMIIIII|IIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIimilllllllllllllllllllllllllllllllMIIIIIIIIII**~ É !’> I lýsi Viðskiptanefndin hefur ákveðið, að smásöluverzlun- | j um skuli óheimilt að selja liverskonap véfr^aðarvöfwv | í til iðnaðarframleiðslu, og að þeim jalníiSufu le öhéimilt | \ að framleiða nokkrar vörur úr’ slíkum efnum án sam- % I þykkis nefndá'rinnar. \ 1 Jafnframt hefur nefndin ákveðið, að heildverzlun- Í um skuli skylt að selja umrædda vöru eingöngu til smá- \ söluverzlana, án þess að krefjast gjaldeyris- og innflutn- Í ingsleyfa, liafi heildverzlunin sjálf fengið gjaldeyris- og j innflutningsleyfi fyrir vörunni. Þeir sem uppvísir verða að því að brjóta þessi ákvæði j eiga á hættu að verða sviptir gjaldeyris- og innflutnings- \ leyfum framvegis. Reykjavík, 22. apríl 1949. I Viðskiptanefiidiii. AUGLYSING | frcí Viðskiptanefnd um viðtalstíma í maí Viðskiptanefndin liefur ákveðið að fastir viðtalstím- j ar nefndarinnar falli niður í maímánuði. Utanbæjarmenn sem þurfa að hafa tal af nefndinni j geta snúið sér til skrifstofu nefndarinnar kl. 11 — 12 \ árdegis. Reykjavík, 22. apríl 1949. [ Viðskiptanefndin. .............................MMM..MMMIMMMMMMMIMM.IIIII1111111111111.111111IIIIII11111? ÁuolýsiS i „DEGI" iiiiiiMiiiiiiiiirtlfiMiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMfiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiimiiiiiMiiiiiiiiiiiuiM« rúiiiiiiMMiiMMiiiMiiimmiMMilMimiiminiUMiiiiiiimiiiiMmiiMMi

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.