Dagur


Dagur - 28.09.1949, Qupperneq 7

Dagur - 28.09.1949, Qupperneq 7
Miðvikudaginn 28. sept. 1949 D A G U R 7 Kommúoisfa varðar ekkerí um mannkynssöguna né staðreyndir Kennisefningarnar eru þeim nægileg sönnunargögn Brezkur þingmaður lýsir ömurlegu andlegu ástandi í ungverskum háskólum Trégólfið í tialdinu. Ameríski rithöfundurinn góð- kunni, Alexander Woolcott, segir frá því í endurminningum sínum (While Rome burns), að dvöl hans í Rússlandi á milli heims- styrjaldanna hafi rifjað upp fyrir honum sögu, sem gerðist á her- námsárum hans í Frakklandi í fyrri heimsstyrjöldinni. Það gekk þá seint að afskrá herinn, eftir að friður var saminn, og sumar amerískar herdeildir dvöldu lengi í Frakklandi eftir vopnahlés- gerðina, því að mikil skriffinnska var því samfara að koma öllum heim. Woolcott var sjálfur í hópi þeirra, sem heppnir voru og kom- ust fljótlega heim. Hann kvaddi þá félaga sína, sem dvöldu í tjald- búðum í Frakklandi og bjóst ekki við því að hitta þá þar aftur. Ári seinna var hann á ferð á þessum slóðum, og sá þá sér til mikillar undrunar, að hluti af herdeild hans bjó enn í tjaldbúðunum og beið heimferðar. Hann lagði leið sina á fund fornra félaga og hitti einn þeirra að máli. Honum þótti hafa dregist óhæfilega lengi að senda hermennina heim og spurði hvort lífið væri ekki heldur dauft í tjaldbúðinui og vistin þar meira en þreytandi. En hinn ameríski hermaður, sem skriffinnskan og seinlætið hafði skilið eftir, var ekki seinn að svara: Nei, ónei. Hér var ekki yfir neinu að kvarta. Vistin í tjaldinu hreinasta lúxus- líf. Þeir voru búnir að fá trégólf í tjöldin! — Þannig var þessi eft- irlátni hermaður orðinn svo sam- dauna umhverfinu, að honum fannst það orðinn lúxus, sem flestum öðrum mönnum þykir ganga harðrétti næst. Þetta smá- atvik rifjaðist upp fyrir Woolcott, er hann gisti Rússland síðar. — Hann ferðaðist þar víða um land- ið og sá margt. Hann var mjög kunnur rithöfundur og blaða- maður og valdhafarnir gerðu margt til þess að sýna honum bjartari hliðarnar á lífinu í Sovét- Rússlandi. M. a. fékk hann tæki- færi til þess að skoða margar verksmiðjur, sem mjög voru rómaðar i rússneskum blöðum og kommúnistapressunni erlendis fyrir góða aðbúð og nýtízku framleiðsluhætti. Það bar oft við á þessum skoðunarferðum um verksmiðjur og fyrirtæki, að for- vígismennirnir sýndu Woolcott ýms þægindi, sem þykja sjálf- sagðir hlutir í vestrænum lönd- um, svo sem manneskjuleg snyrtiherbergi fyrir starfsfólk, kaffistofur o. s. frv., og nefndu þessa hluti með sérstöku stolti, sem sýnishorn af því, hvað hægt væri að gera undir sósíalistisku skipulagi. „Svona þægindi getið þið ekki boðið verkamönnum í hinum kapítalíska heimi,“ sögðu þessir ágætu kommúnistar um leið og þeir sýndu blaðamannin- um hin hversdagslegu og frum- stæðu þægindi. Þeim fannst ekk- ert á skorta. Trégólfin í tjaldinu voru þeim sönnun fyrir hóglífi og þægindum. Þessir aumingja menn vissu ekki betur, voru orðnir svo samdauna umhverfinu og gegn- sýrðir af áróðri kommúnista- pressunnar, að þeir héldu að hversdagsleg snyrtiherbergi væri dásamleg sönnun fyrir ágæti hins sósíalistíska skipulags undir for- sjá kommúnista. Margir ferða- menn, sem gist hafa Rússland, hafa látið í ljósi undrun yfir þess- um barnaskap rússneskra trún- rðarmanna. Frumstæðir fram- leiðsluhættir og lágmarksþægindi eru í augum þeirra stórkostlegur árangur af kommúnistískri skipulagningu. Þetta fólk veit ekki betur. Því er kennt það frá blautu barnsbeini, að frumstæð- ustu þægindi þekkist hvergi nema í Sovétríkjunum. Utan Rússlands sé öll aðbúð almennings á frum- stigi og alþýða manna kúguð og þrælkuð af kapítaliskum arð- ránsmönnum, sem haldi henni í fáfræði og þrælkun. Þessi skipu- lagning fáfræðinnar í Rússlandi er skýringin á því, hvers vegna rússneskum mönnum er bannað að ferðast til annarra landa, hvers vegna rússneskir síldveiðisjó- menn við ísland fá ekki að hafa samneyti við fólk í landi er skip þeirra liggja í höfn, og hvers vegna rússneskir hermenn, sem tóku þátt í sókn rússnesku herj- anna inn í Þýzkaland, voru marg- ir hverjir taldir hættulegir öryggi ríkisins, er þeir hurfu heim, af því að þeir höfðu séð með eigin augum að lýsing valdhafanna og kommúnistapressunnar á ástand- inu utan Rússlands, var hvergi nærri sannleikanum. Ástandið í hinum ffjálsu löndum var ekkert líkt því, sem þeim hafði verið kennt. Það var allt annað og betra. Teórían markverðari en raun- veruleikinn. Það er skiljanlegt að rússnesk- ur almenningur viti ekki betur. Hann á þess engan kost að fræð- ast um hið raunverulega ástand í veröldinni. Honum er kenndur marxistískur réttrúnaður með móðurmjólkinni. Upplýsinga- starfsemi er þjóðnýtt að vilja valdhafanna. Ekkert frjálst blað er til í landinu. Ekkert útvarp. Öll upplýsingatæknin er notuð til þess að halda því að fólkinu að því líði betur en nokkru öðru fólki í veröldinni, að valdhafarnir starfi sífellt að velferð þess og verndi það fyrir árásum gráðugra kapítalista í öðrum löndum. Fólk- ið fer að trúa því, að trégólf í tjaldi sé merki mikilla framfara og hárnark lífsþæginda, sem engir dauðlegir menn geti veitt sér nema þeir, sem búa við kommún- istískt skipulag. Allt er þetta skil- janlegt, þegar þeir ógæfusamir einstaklingar, sem ekki vita neitt um staðreyndir, eiga í hlut. Hitt er með öllu óskiljanlegt í augum vel flestra hugsandi manna, að fjöldi manna í hinum vestræna heimi, sem þekkir af eigin reynd lífsþægindi og öi’yggi vestrænna borgara, veit hvað er að gerast í heiminum og hefur aðgang að frjálsum upplýsinga- og mennta- lindum, lætur ánetjast af þessum miðaldalega og frumstæða áróðri. Þessi er samt raunin á. í flestum löndum hins vestræna heims, er hópur manna, sem óskar einskis frekar en kollvarpa hinu frjálsa þjóðskipulagi og innleiða hið austræna einræðiskerfi og alla þá kúgun og formyrkvun, sem því fylgir. Hvernig stendur á þessu? Er þetta lakar gefið fólk en fólk er flest? Trúir þetta fólk því í raun og sannleika, að kúgunar- skipulag kommúnismans sé fremra hinu frjálsa skipulagi lýð- ræðisþjóðanna? Hið furðulega svar er, að greint fólk trúir þessu í raun og sannleika. í þess augum eru fræði Marx og Lenins og á- róðurspésar kommúnista sterkara sönnunargagn en staðieyndirnar, sem blasa við augum þess daglega. Á þessu eru sálfræðilegar skýr- inga'r. Sumt fólk er þannig gert, að teórían er því meira virði en raunveruleikinn, réttrúnaðurinn hin æðsta dyggð, hvernig svo sem staðreyndunum er háttað. Kommúnista varðar ekkert um mannkynssöguna. Fólk sem er haldið þessari sál- sýki getur leiðst út í hinar fárán- legustu bollaleggingar. Dæmin um þær getur að líta daglega í kommúnistapressu flestra landa. Hér á íslandi ekki síður en annars staðar. Þegar talað er um kúgun við þessa menn, svara þeir eins og daufdumbi maðurinn forðum: í axarskaft. Þegar frelsi og lýðræði er nefnt á nafn í eyru þeirra, segja þeir í sama dúr: Hún lekur. Þannig fórst „Verkamanninum“ okkar hér í vetur þegar Atlants- hafsbandalagið var á döfinni. Rit- höfundum blaðsins varð ekki skotaskuld úr því að sanna að þar væri um árásarbandalag að ræða. Og sönnunargagnið var svo sem ekkert ómerkilegt. Það var þetta: Frá sósíalistisku ríki stafar aldrei árásarhætta. Það stendur í fræð- unum. Sovíet-Rússland er sósíal- istiskt ríki. Ergo: Frá því stafar ekki árásarhætta. Allt tal um varnarbandalag er þess vegna út í bláinn. Atlantshafsbandalagið er )ess vegna árásarbandalag, sem stefnt er gegn hinum friðelskandi Sovétþjóðum! Menn þurfa að setja sig í sérstakar stellingar til Dess að slcilja þennan hugsana- gang og þessa röksemdafærzlu. — En staðreynd er, að sumt fólk er þannig af guði gert, að því finnst þetta vera rétt og gott Þetta fólk varðar ekkert um örlög baltnesku landanna, Finnlands, Tékkó- slóvakíu, Rúmeníu, Ungverja- lands, eða Albanlú. Sagan og staðreyndirnar eru hlutir, sem því kemur ekki við. Ur því að hin marxistísku fræði segja, að sósíalistískt ríki sé aldrei árásar- ríki þá hlýtur það að vera svo, hvað svo sem líður atburðum mannkynssögunnar. Þetta er sama fólkið, sem lofar hástöfum fátækraframfæri Sovétstjórnar- innar, en hefir aldrei heyrt getið um þrælahald rússneska ríkisins, finnst frelsið hvergi meirá én þar og hefir aldrei heyrt getið um Lubianka fangelsið í Moskvu eða rússnesku leynilogregluna, dá- samar „hvíldarheimili" verka- manna í Krímskaga, en afneitar fangabúðunum í Síberíu og telur þýzk-rússhesk'á leynisamninginn 1939, þar sem landræningjarnir skiptu með sér löndum fjögurra frjálsra þjóða, hina gíæsilegustu sönnun fyrir ffiðarvilja Sovét- valdhafanna. Innsýn í myrkviðiim. Hinn kunni brezki þingmaður og rithöfundur, Vernon Bartlett, hefir í sumar ferðast mikið um ,,alþýðulýðveldin“ svokölluðu, þ. e. leppríki Sovét-Rússlands. — Hann hefir flutt erindi um ferðir sínar í brezka útvarpið að und- anförnu. Þessi erindi eru glögg og greinargóð lýsing á því, hvernig hugsunin íormyrkvast, þegar járntjald kommúnismans er fellt yfir höfuð frjálsra þjóða, hvernig manneskjan umsnýzt frá veru, sem leitar þekkingar. og sannleika, í alltjátandi bókstafs- trúarþræla, sem hvergi hvika frá hinni einu og sönnu rétttrúnaðar- línu frekar en æstustu miðalda- munkar. Vemon Bartlett lýsir heimsókn í ungverskan háskóla nú í sumar. Er þar að finna gott sýnishorn af hinni nýju mann- tegund, sem kommúnisminn er að skapa, — manntegund, sem hrindir kynslóðunum aftur á bak um árhundruð á þróunarbraut- inni, fetar þróunina frá dýri til frjálsborins manns til baka. Þessi kunni brezki þingmaður segir fyrst frá því, að ungversku stú- dentarnir hafi haft ýmsar spurn- ingar á reiðum höndum. Segir síðan: „Áður en eg svaraði spum- ingum þeirra, gekk eg um lesstof- una til þess að sjá, hvers konar bækur þeir væru að lesa þar á lesstofunni. Nær því hver einasta bók kom frá Rússlandi og greindi frá viðhorfi Sovétvaldhafanna til heimsstjórnmálanna. Ef eg nefndi Indland sem dæmi um það, að brezk nýlenda hefði fengið sjálf- stjórn og fullveldi, sögðu þeir að Indland væri fásistaríki. Ef eg sagði að Bretar hefðu það traust á dómgreind fólksins í landinu, að þeir teldu rétt og óhætt að leyfa hverjum, sem vildi, að gefa kost á sér til þingsetu, sögðu þeir að þetta væri það sama og að örva fasistísk öfl í landinu. Þegar eg hélt því fram, að það væri hollara og betra, að hafa dagblöð, sem stundum prentuðu óábyrgar greinar, heldu ren að hafa ein- göngu blöð, sem ekkert prentuðu annað en það, sem ríkisstjórnin vildi að fólkið læsi, sögðu þeir, að þetta gæti svo sem átt við í Bretlandi, en ells ekki í Ung- verjalandi, sem væri „alþýðulýð- veldi“ og þar af leiðandi hlyti stjórn landsins jafnan að hafa rétt fyrir sér. Þegar eg skýrði frá því, að í Bretlandi hefðum við trygg- ingarkerfi, sem næði til allra þegna landsins, en í Ungverja- landi næði tryggingarkerfið að- eins til lítils hluta af þjóðinni, sögðu þeir að engin ástæða væri til þess að veita því fólki aðgang að tryggingum og öryggi, sem hefði barist gegn því að koma slíkum réttarbótum á. Enginn ncisti af sjálfstæðri hugsun. Eg ræddi við þessa stúdenta lengi. Þetta voru elskulegir ungir menn og þeir voru svo kurteisir, að þeir -reyndu að dylja vantrú sína er orð mín komu ekki heim við kenningar þeirra Marx og Lenins. Eg hefi sjaldan séð myndarlegri hóp ungra manna, en eg hefi heldur sjaldan hætt viðræðum í þyngra skapi og með meira vonleysi. Þetta er unga fólkið, sem á að verða embættis- menn kommúnistaflokksins og trúnaðarmenn ríkisins og eg gat ekki orðið var við nokkurn neista (Framhald á 10. síðu). Móðgaður sakleysingi

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.