Dagur - 30.11.1949, Blaðsíða 1

Dagur - 30.11.1949, Blaðsíða 1
12 SlÐUR Forustugreinin: Stjórnarkrepp'a og stjórn- ai-skrá. Dagur Sjöunda síða: „Arnarfell“. kvæði eftir Steingrím í Nesi. AXXII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 36. nóvember 1949 50. tbl. Ráðherralisti væntanlega birtur fyrir helgi Þegar formaður Sjálfstæðis- flokksins, Ólafur Thors, hafði til- kynnt forseta íslands, að hann teldi sér ekki auðið að mynda ríkisstjórn, sein nyti stuðnings meirihiuta Alþingis, fól forsetinn Ólafi á ný að reyna að mynda stjórn, enda þótt það yrði ekki meirihlutastjórn. Þekktist Ólafur Thors þetta boð og hefir nú tilkynnt, að hann inuni mynda hreina Sjálfstæðis- flokksstjórn og láta kylfu ráða kasti um það, hvort hún fær þingmeirihluta fyrir helztu mál- um eða ekki, eða hvort þingmeiri hluti lýsir vantrausti á hana þeg- ar í upphafi eða ekki. Var búizt við því um sl. helgi að Ólafur Thors mundi birta ráðherralista sinn um miðja vikuna, en í gær upplýsti Mbl., að Ólafur væri veikur og mundi stjórnarmynd- unin dragast eitthvað af þeim sökum, en þó naumast fram yfir helgi. Má vel vera að ráðherra- listinn hafi þegar verið birtur, er þetta blað kemur út. Ymsar sög- ur ganga um það, hverjir muni eiga sæti í þessari nýstárlegu rík- isstjórn, en engin þeirra hefir hlotið staðfestingu. í Reykjavík er almennt talið að þessir menn muni mynda stjórnina: Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson, Jó- hann Þ. Jósefsson, Jón Pálmason og Björn Ólafsson. m leyfi fyrir endurvarpsstöð á Akureyri Málið þarfnast stuðnings Norðlendinga Dagur hefir aflað sér upp- lýsinga um það, að Rikisút- varpið hefir nú sent gfaldeyr- isyfirvöldunum umsókn um heimild til þess að festa kaup á 5 kiv. endurvarpsstöð þeirri, sem það hyggst að koma upp hér á Akureyri árið 1951. Var mál þetta rætt hér í blaðinu fyrir nokkru og þá bent á, að slík stöð mundi mjög auðvelda mönnum að notfæra sér dagskrá ríkisút- varpsins og verja Norðurland fyrir truflunum erlendra út- varpsstöðva, en í viðtali hér í blaðinu upplýsti útvarps- stjórinn, að gera mætti ráð fyrir mjög auknum truflun- um eftir 15. marz í vetur, en þá kemur til framkvæmda ný úthlutun bylgjulengda og orkumagns, sem gerð var á alþjóðlegri útvarpsráðstefnu fyrir nokkru. I viðbót við þetta má minna á, að endur- varpsstöð hér er fyrsta skref til þess að koma upp aðstöðu til sjálfstæðs útvarps héðan, og með starfrækslu slíkrar stöðvar mundi fólk hér nær- lendis, sem einkum hefir á- huga fyrir því að hlýða á rík- isútvarpið, komast af með mun ódýrari viðtæki en nú eru almennt notuð. Mundi af því aftur á móti verða gjald- eyrissparnaður. Málið þarfnast stuðnings. Enda þótt þetta mál sé þarft og gott og rík nauðsyn fyrir menningarlíf þessa lands- hluta, er allsendis óvíst að það fái mikinn byr hjá gjaldeyris- yfirvöldum og öðrum stjórn- arvöldum, sem leita þarf til. Enn er ekkert um það vitað, hverju gjaldeyrisyfirvöldin svara málaleitun útvarpsins. Gj aldeyriserf iðleikarnir eru miklir og er útlitið sízt gott að því leyti. Gjaldeyrisyfir- völdin skapa ekki gjaldeyri, en þau ráða því, í hvaða fram- kvæmdir er ráðizt á hverjum tíma fyrir það fé, sem fyrir hendi er. Það er nauðsynlegt, að Norðlendingar láti í ljós áhuga sinn fyrir þessu máli, tíl þess að séð verði að það nýtur stuðnings og er talið nauðsynleg framkvæmd hér um sióðir. Færi vel á því, að menningarfélög, bæjarstjórn- ir og aðrir aðilar, sem líklegt er að tillits njóti, geri sam- þykktir um þetta efni og skori á viðkomandi yfirvöld að greiða götu málsins af fremsta megni. Slíkum samþykktum má gjarnan.koma á framfæri í þessu blaði, sem vill eindreg- ið leggja því lið, að þessu máli verði hrundið í höfn hið allra fyrsta. Frumvarpið um stór- íbúðaskatt lagt fram áný Framsóknarmenn hafa á ný borið fram frumvarp sitt um stóríbúðaskatt, sem ekki fékkst afgreitt á síðasta þingi. Frum- varpið er komið gegnum 1. um- ræðu í Ed. og var vísað til heil- birgðis- og félagsmálanefndar. „Arnarfell“ við bryggju í Kaupmannahöfn. „Arnarfeir kom fil heimahafnar sinnar síSastliSinn fösfudag Þiogeyingar f ögnuðu skipinu ágætlega Stúdentar minnast fullveldisins Stúdentafélagið á Akureyri gengst fyrir fullveldishátíð n. k. fimmtudag, 1. des. — Til- högun hátíðarinnar verður sú, að kl. 2 e. h. leikur Lúðrasveit Akureyrar á Ráðhústorgi. — Síðan fer fram hópganga að Samkomuhúsinu, en þar hefst samkoma kl. 2.30 Samkomuna setur formaður Stúdentafélags ins, Hallgrímur Bjömsson, karlakórinn Geysir syngur, séra Sigurður Stefánsson á Möðruvöllum flytur ræðu og Jón Norðfjörð, leikari, les upp. Aðgangur að skemmtun þessari er ókeypis og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Fiskiþing vill leggja áherzlu á að Ijúka hafnarmannvirkjum Fiskiþing situr á rökstólum í Reykjavík þessa dagana og mun því ekki verða lokið fyrr en í næstu viku. Þingið hefir til með- ferðar margvísleg mólefni sjávar- útvegsins o. fl. mál ,en hefir að- eins afgreitt eitt mál til þessa með því að málunum hefir öllum ver- ið vísað til nefnda í gær sam- þykkti þingið ályktun í hafnar- málum .Er þar lögð áherzla á það, að Ijúka beri þeim hafnar- mannvirkjum, sem þegar er byrjað á, því að hálfgerð mann- virki komi ekki að notum. Vill þingið leggja meiri áherzlu á það að bæta hafnarskilyrði í þéttbýl- inu en að hefja nýjar framkvæmd ir, þar sem er strjálbýlt eða lítt byggt. Virðuleg móttökuathöfn í Húsavík Hið nýja skip Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga er nú komið til landsins. Það tók fyrst höfn á Reyðarfirði. Kaupfélag Héraðsbúa stóð fyrir móttökum og bauð skipstjóra og skipshöfn til kaffidrykkju. Á Reyðarfirði voru fyrir erindreki SÍS, Baldvin Þ. Kristjánsson, og deildarstjóri skipadeildar, Sigurður Bene- diktsson. Formaður stjórnar SfS, Sigurður Kristinsson, og frú hans voru farþegar með skipinu. f heimahöfn. Kl. 4 á föstudag sl. kom „Arn- arfell“ til Húsavíkur, en þar er heimili þess. Á bryggjunni var móttökuathöfn. Þórhallur Sig- tryggsson, kaupfélagsstjóri K. Þ., bauð skipið velkomið heim. Egill Jónasson flutti frumort kvæði. Þá söng karlakórinn ,,Þrymur“, undir stjóm séra Friðriks A. Friðrikssonar. Sigurður Kristins- son flutti stutta ræðu. Aðalmóttökuathöfnin fór svo fram í Samkomuhúsi Húsavíkur. K. Þ. efndi til hennar. Voru þar samankomin á annað hundrað manns. Þar voru margir stjórn- armenn úr Sambandsstjórninni: Þorsteinn Jónsson, kaupfélagsstj. á Reyðarfirði Björn Kristjánsson frá Kópaskeri, Jakob Frímanns- son ,sem fór austur ásamt fleir- um samvinnumönnum frá Akur- eyri. Svo og Sigurður Kristins- son og frú. Viðstaddir voru og Sigurður Benediktsson og Bald- vin Þ. Kristjánsson. Þórhallur Sigtryggsson, kaup- félagsstjóri, stjómaði hófinu. — Aðalræðuna flutti Baldur Bald- vinsson, bóndi, varaform. Kaup- félags Þingeyinga. Færði hann forstjóra og stjórn SÍS þakkir Sverrir Þór, skipstjóri. fyrir að velja heimili skipsins á Húsavík. Voru þeir hylltir með ferföldu húrra. Þá mæltu ýmsir: Þorsteinn Jónsson, Steingrímur Baldvinsson, bóndi í Nesi, flutti snjallt kvæði, frumsamið. Sig. Kristinsson flutti Húsvíkingum og K. Þ. þakkir. Voru fallnir forvígismenn K. Þ. hylltir. Karlakórinn „Þrymur" söng svo á milli við mjög góðar undirtektir. Að lokum sleit Þór- hallur kaupfélagsstjóri hófinu og þakkaði mönnum komuna. Var samkoma þessi hin glæsilegasta. Ríkulegar veitingar og höfðings- bragur á öllu eins og vænta mátti. Veizluhöld um borð. Um kvöldið stóð svo stjóm SÍS fyrir kvöldvei-ði í borðsal skips- ins. Voru þar milli 30 og 40 manns. Var þar veitt ríkulega. — Margir tóku til máls, svo sem Sigurður Kristinsson, Jakob Frí- mannsson, sem benti á, að með skipakaupunum hefði SÍS hafið forgöngu um siglingar til hinna (Framhald á 8. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.