Dagur - 30.11.1949, Blaðsíða 5

Dagur - 30.11.1949, Blaðsíða 5
Jiliðvikudaginn 30. nóvemberl949 D A G U R 5 Arnarfell kemur til heimahafnár CFramhald af 1. síðu). ýmsu hafna utan Reykjavíkur. Egill Jónasson skemmti með upp lestri frumortra kvæða. Sverrir Þór, skipstjóri, lýsti svo ýtarlega 'skipinu. Skrifuðu gestir í gestabók skipsins. Stóð gleðskapur fram á nótt og var hinn ánægjulegasti. Skipið. Stærð skipsins er 1381 tonn hrutto og 611 tn. netto. Burðar- magn þess 2300 tn. Lestarrými skipsins er óvenju mikið, miðað við stærð, eða 138000 teningsfet. Það er því sérlega vel fallið til flutnings „stykkjagóss“. Lengd er 88,788 m., breidd 12,340 m. Full- hlaðið ristir það 17 fet. Allar innréttingar eru sérlega vandaðar, smekklegar og afburða hagnýtai'. Innréttingu er svo hagað, að hægt er að nota sjó fyrir barlest. Mun það vera nýjung í íslenzka flotanum. Sparar þetta stórum tíma og beinan kostnað við flutn ing, t. d. á möl til skips og losun. Sérstakar dælur dæla vatninu í þessi rúm, sem annars eru venju- legar lestir, þó með sérstökum útbúnaði. Vistarverur eru allar mjög smekklegar og þægilegar. Aftur á er borðsalur fyrir háseta og smyrjara og setustofa. í aðalbrúnni er svo sérstök borðstofa fyrir þjónustufólk. Onnur fyrir stýrimenn og vél- stjóra. Svo og íbúð skipstjóra, svefnklefi, skrifstofa og borð- stofa. En skriiþtofunni og borð- stofunni má breyta í allstóran sal, með langborði á augabragði. Allar íbúðir eru-afar snyrtilegar. Siglingatæki skipsins eru sér- lega vönduð. „Gyfo‘.‘ áttaviti er í skipinu. í sambandi við hann er svonefndur „auto-pilot“, sjálf- stýrisútbúnáðúr. Þegar skipið er komið í rúmsjó, er þessi útbún- aður settur í gang og stýrir það sér þá sjálft. Þetta hefir þann kost, að skipið fer miklu beinna og sparar bæði tíma og eldsneyti. Þá er annar útbúnaður „auto- alarm“. Ef skip sendir S. O. S. innan vissrar vegalengdar frá skipinu, hringja sérstakar klukk- ur sjálfkrafa víða um skipið, án þess að nokkur loftskeytamaður sé á verði. Þá eru sérstök tæki til staðar- ákvarðana, „Decca“-tæki, sem við viss skilyrði og á vissum svæðum, þar sem næst til ákveð inna stöðva, má ákveða stöðu skipsins innan hrings, sem hefir radius (geisla = 20 m. Dregur það um 240 mílur. Þá er annað tæki til staðar- ákvarðana á lengri vegalengdum, j,Loran“-tæki. Er það að vísu ekki eins hárnákvæmt og „Decca“-tækið. Dregur það þús- undir mílna. Til þess að hægt sé að nota „Decca“-tækið hér við land, þai'f að reisa sérstakar stöðvar, sem ekki eru mjög dýrar, en veita mikið öryggi. Auk þess eru öll venjuleg siglingatæki. Skipstjór- inn er sérlega áhugasamur um að bæta siglingatæki íslenzkra skipa, enda sigla íslendingar öðr- um fremur við slæm skilyrði. Vélakostur skipsins er góður. Aðalaflvélin er ,,Polar-diesel“, 1600 hestöfl. Þá eru tvær raf- magnsvélar 135 hestöfl svo og ljósavél. Einkennandi við allan útbúnað eru varatæki, sem alltaf má grípa til. Yfirleitt er smíði skipsins hin vandaðasta. Segir skipstjóri, að allt efni sé vandaðra en í „Hvassafelli". Vinna afburða góð. Skipið er með allra fullkomnustu skipum, sem Svíar hafa smíðað. Það er byggt og ílokkað eftir ströngustu kröfum Lloyd’s. Hraði skipsins er 12.5 mílur undir farmi, en var 14 mílur í reynsluför. „Arnarféll“ hélt til Akureyrar frá Húsavík og kom hingáð á laugardagsmorgun. Lúðrasveit Akureyrar, undir stjórn Jakobs Tryggvasonar, lék á bryggjunni. Jakob Frímannsson, sem kom með skipinu frá Húsavík, bauð það og skipshöfn velkomið til bæjarins. Skipstjóri. þakkaði og tilkynnti, að Akureyringum væri heimilað að skoða skipið. Um kvöldið hélt svo starfs mannafélag KEA hóf að Hótel KEA í tilefni skipskomunnar. Með byggingu .,,Arnarfells“ hafa samvinnumenn stigið annað stórt skref í áttina að því verki að koma á beinum siglingum frá ■útlöndum til hinna ýmsu verzl- unarstaða landsins. Dauðaslys á Keflavík- urflugveUi Um miðnætti sl. fimmtudag fannst örendur maður á Kefla- víkurflugvelli. Reyndist hann vera Gunnar Bjarnason, Vestur götu 61, Reykjavík, ungur mað ur. Við rannsókn málsins hefir komið í ljós, að Gurmar kom til vallarins í vörubíl með 3 félögum sínum. Léku þeir borðknattleik í bragga. Sannað 6r að bifreiðin, sem stóð úti fyrir skáladyrum, var hreyfð um kvöldið og að Gunnar lézt af því að bifreið var ekið yfir hann. Bílstjórinn á vörubílnum, Guðmundur Bjarna son, Reykjavík, kveðst ekkert muna um atburði kvöldsins. Er hann í varðhaldi og málið í rann- sókn. Sx$xJx$x5xíxS><í>.íxS*$xSxe><SxSx8xSxíxSxíx$x$x3x$ Minningabók fyrir skóla- nemendur. Ljómandi falleg gjöf handa skólafólki. Bókaútgáfan BS. >^x$xí^x$^x^xS><í>«>^<í^x$xíx$>^x$xí>«x; Ný NORÐRA-bók „Eyjafjörður fihnst óss er feguist býggð á larnli hér.“ Lýsing EyjafjarÖar Eftir STEINDÓR STEINDÓRSSON frá Hlöðum. í í þessari bók eru dregin frani höfuðeinkenni hins fagra héraðs. En Eyjaf.jörður er ekki aðeins fagurt hérað, þar hefur frá öndverðu verið 'fjöl- breytt og mikið athafnalíf og ,því gerst þar miklar sögur og merkilegar, og margir menn koma þar \ ið sögu, sem eru meðal hinna ágætustu íslendinga. fiókin er prýdd aragrúa hinna ágætustu myijdá, sem sérstáklega Iiafa verið teknar fyrir útgáfuna.. Ingimar Öskarsson ritar bókarauka, sem nefnist HAPLÖNTUFLÓRA Itéraðanna umhverfis. Eyjaf jörð. „ „ l., , . ÆStto*. 'Wá Enginn, sem ann íslenzkum fróðleik, getur látið sig vanta rit Eyfirðinga. Útvegum gegn leyfum -frá Bretlandi og Bandaríkjnnum alls konar o svo sem KÆLISKÁPA ELDAVÉLAR ÞVOTTAVÉLAR STRAUVÉLAR HRÆRIV ÉLAR ÞVOTT AÞ URRKARA o.m. fl. Allt frá heimskunum verksmiðjum. Leitið upplýsinga hjá oss, áður en þér festið kaup annars staðar Samband íslenzkra Samviimufélaga Véladeild. — Simi 70S0. æ5$$«»$$S$$í$«»$SS$$$SS$$$$$«»í$««S«S««K5í$SS$S$S$S$$$$$«»SSW$S««?ÍSSÍ$$«$SÍ5$S$iS$S$$$$SS$$$$S$$« I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.