Dagur - 30.11.1949, Blaðsíða 8

Dagur - 30.11.1949, Blaðsíða 8
8 D A G U R Miðvikudaginn 30. nóvember 1949 s FRÁ BÓKAMARKADINUM Bjarni Jónsson frá Unnar- holti: íslenzkir Hafnarstú- dentar. Bókaútgáfan B. S. Akureyri 1949. Háskólinn í Kaupmannahöfn var öldum saman æðsta mennta- stofnun fslendinga. Þangað sóttu þeir ungu menn, er hugðu á meiri lærdómsframa en fá mátti í latínuskólanum hér heima, og í raun réttri var það svo, að Hafn- arháskóli var eina bandið, sem tengdi menningu vora við menn- ingu umheimsins. í Hafnarhá- skóla hafa nám stundað margir þeir íslendingar, sem stærst spor hafa ma'rkað í sögu landsins á seinni öldum, bæði í stjórnmál- um, vísindum og skáldskap. Og í hópi Hafnarstúdenta var löngum að finna hina skeleggústu bar- dagamenn fyrir sjálfstæði þjóðar- innar, til þeirra má rekja endur- reisn tungu og bókmennta á fyrri hluta 19. aldar. Það voru Hafn- arstúdentar, sem gáfu út Ármann á Alþingi, Fjölni og hófu útgáfu Nýrra félagsrita og síðan Verð- andi. Og í hópi Hafnarstúdenta hafa ort verið mörg vinsælustu og merkustu ljóð á íslenzka tungu. En gamli tíminn er horfinn og kemur aldrei aftur. Kaupmanna- höfn er ekki lengur höfuðborg íslands, og einkagluggi út í um-‘ heiminn. Þótt enn séu íslenzkir stúdentar þar að námi og verði væntanlega framvegis, þá verður sá stúdentahópur aldrei framar forustulið íslenzkrar menningar. En einmitt af þessum sökum, hversu viðþorfið er breytt, og hve mikinn skerf íslenzkir Hafn- arstúdentar hafa lagt til sögu ís- lands og menningar er það skylt, að þeirra sé minnst og saga þeirra skráð. Einn þátt þessa starfs hefir Bjarni Jónsson, fyi’rum banka- stjóri hér á Akureyri, unnið. Með þrotlausi’i elju og áhuga á starfinu einu saman hefir hann safnað og samið æfiágrip allra þeirra fslendinga, sem fullvíst er að innritaðir hafa verið til náms í háskólann í Kaupmannahöfn frá 1592 til 1944, og er þar alls getið 1252 manna. Þeir, sem nokkuð hafa fengist við fræði- störf vita gerst lxvílíkt óhemju verk liggur að baki slíkri bók. Fjölda heimilda þarf að kanna, hera saman, leiðrétta missagnif, meta og vega heimildir o. s. frv. Og víða hefir meix-a að segja þurft að gera langa leit til þess að vita hver maðurinn var, þar sem skrá háskólans hafði ekkert annað um hann en nafnið eitt afbakað á latínu eða dönsku. Eg er ekki fær um að dæma hvei-su vel höf. hefir tékizt að finna ætíð hið rétta, eða hvað vanta kunni í æfiágrip þau, sem bókin flytur. En þeir, sem þekktu vinnubrögð og skaphöfn höfund- ar, vai’kárni, samvizkusemi og nákvæmni, svo að áf bar, munu varla draga í efa, að hér sé svo vel að unnið, sem tími hans og aðstæður hafa leyft. Því er svo farið að vísu, að nú á seinni árum hafa bii-zt lík yfir- litsrit um ýmsa lærða menn hér á landi. En fjölmargir ei’u þeir ménn, sem hvergi er aðgangur að annars staðar en í þessu riti. Og ánægjulegt og fróðlegt er að hafa þai’na í einu lagi mannfi’æðileg- an fx-óðleik um alla þá íslendinga, sem nám hafa stundað við Hafn- ai’háskóla. En svo er annað, æfiágrip þessi vekja óteljandi spurningar í huga lesandans. Eins og kunnugt er, farnaðist þeim, er nám sóttu til Hafnar, mjög misjafnlega. Og þótt mörg framasagan liggi að baki hinum stuttorðu æfiþáttum, er þar líka að finna mai’gan sorg- arleik mannlegs lífs. Það gæti verið fróðlegt viðfangsefni, að rekja þær sögur. Ef til vill er það ekki hægt til hlítar, en margt mundi vera unnt að grafa upp og dýpka með því skilning voi’n á örlögum og æfi þjóðar vorrai’. — Bjami Jónsson hefir með riti þessu lagt ómetanlegan grundvöll þess stai’fs, hvort sem nokkur verður til að vinna það. Bjarna Jónssyni entist ekki ald- ur til að leggja síðustu hönd á verk sitt ,sem hann hafði unnið í ígripum, um nær hálfrar aldar skeið. Sonur hans, Einar, hefir lagt þar hönd að vei’ki. Hefir hann og ski’áð æfiágrip höfundar. Brynjólfur Sveinsson hefir og unnið að útgáfunni, og samið um hana greinargerð, og stutt en gagnort ágrip af sögu Hafnarhá- skóla. Fi'ágangúr bókarinnar er allur hinn prýðilegasti, eins og að venju frá Prentverki Odds Bjömssonar. Myndir af höfundi og háskólanum í Höfn eru í bók- inni, erf eg sakna þar myndar áf Garði, þeim stað, sem áreíðanlega er allra staða nátehgdastur sögu íslenzkra Hafnarstúdenta. íslenzkir Hafnarstúdentar vei’ða kæx’komin bók öllum, sem unna íslenzkri mannfræði og sögu. Þeir verða einnig kæi’komnir öll- um gömlum Hafnarstúdentum. En bókin er fyrst og fremst óbrotgjarn minnisvarði um elju og þrautseigju höfundarins, og þakklátssemi hans og virðingu við þá stofnun, sem svo áhrifarík hefir vei’ið íslenzkri menningu. Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Nýjar bækur frá bókafor- lagi Pálma H. Jónssonar: Um daginn og veginn. — Ungfrú Sólberg. — Þrír kapítular. — Sumar í sveit. Fyrsta bókin er brot úr út- varpseiindum þeim, er séra Gunnar Benediktsson hefir fiutt á síðustu árum um daginn og veginn. Kaflaskipting höfundar segir allvel til um efni þáttanna: Tungan geymir í tímans straumi. Byggð og saga. Á alþjóðavett- vangi. Hin gömlu kynni gleymast ei. Sagt til syndanna. Áfengismál. Alþýða manna og listir. Skóla- mál. Hugleiðingar um blaða- mennsku. íþróttamál. Gi’óandi þjóðlíf. Nokkur orð um hlutleysi. — Satt að segja hefir þessi fyrr- vei’andi klerkur frá Saurbæ, sem okkur, norðanmönnum, er svo vel kunnur frá fornu farij býsna margt skynsamlegt, fróðlegt, skrýtið og skemmtilegt að segja um öll þessi mörgu og óskyldu efni ,og skyldi engan gruna — eftir þessum ræðustúfum að dæma — að dómgreind höfundar sé miður sin að neinu leyti, frem- ur en ýmissa annarra ágætra og skarpgreindra manna, sem kunn- ugt er um, að staðið hafa þó í þeim sporum, að þeir hafa di’epið hendi í straumharða fjallalæki til þess að átta sig, en svo hefir við brugðið, að þeim hafa fundizt lækirnir renna upp á leið — í átt til fjallatindanna, háloftanna og sólkerfanna — en ekki niður á bóginn, rakleiðis í stefnu til myrkurheima hafdjúpanna. Það er gaman að Gunnari Benedikts- syni, þegar honum tekst bezt upp í ræðum sínum og greinum, og útvarpsþættir hans eru góði-a gjalda verðir að ýmsu leyti. Frú Astrid Stefánsson, kona Þorsteins Stefánssonar rithöf- undar, hefir skrifað fyrstu skáld- sögu sína, „Paa egne Ben“ á móð- urmáli sínu ,dönsku, en nú hefir mágur frúarinnar, Friðjón Stef- ánsson, þýtt sögu hennar á ís- lenzku og nefnt hana „Ungfrú Sólberg“, í höfuðið á aðal-sögu- hetjunni, ungri og duglegri skrif- stofustúlku, sem stundar atvinnu sína heima og erlendis við æði- misjöfn kjör og aðstæður, verður fyrir barðinu á heimskreppu og atvinnuleysi, en á sér þó einnig sína hjörtu daga, ævintýri og sigurstundir. Sagan er á ýmsan hátt vel og trúlega sögð og gefur lesandanum glögga innsýn í líf og hugarheima skrifstofufólksins og annarra þeirra, er verða á vegi ungfrúai’innar, unz hún að bókai’lokum hefir eignazt sinn eigin æfifélaga og verður vænt- anlega ekki „ungfrú Sólberg“ mikið lengur. „Þrír kapítular“ er sérprentun á samnefndi’i grein eftir Steindór heitinn Sigurðsson rithöfund, er birtist í desemberhefti Jarðar í fyrravetur og vakti þá allmikla athygli, enda skorinorð og þörf hugvekja um ýms tízkufyrirbrigði í íslenzkri ljóðagerð og matsgerð ýmissa „gagnrýnenda“ og bók- menntaspekinga í slíkum „lista- verkum". En þar eð greinin hefir nýlega birzt í allvíðlesnu tíma- riti, má ætla, að hún sé öllum þoi'i’a lesandi manna þegar kunn, og því óþarfi að gera hana frekar að umtalsefni hér. Sumar í sveit heitir barnasaga samin í smábarnaskóla Jennu og Hreiðars hér á Akui’eyi’i. Yngstu lesendunum munu barnabækur þeirra hjónanna þegar að góðu kuiinar, og þessi frásögn um sum- ardvöl kaupstaðarbarns á góðu sveitaheimili mun vissulega ekki spilla vinsældum þeirra. J. Fr. Eyrarvatns Anna, skáld- saga, eftir Sigurð Helga- son. Fyrri hluti, 290 bls. — Yfixieitt hefir mér þótt heldur lítið varið í sagnaskáldskap ís- lenzkan undanfarin ár. Áróður fyrir „ismunum“ hefir verið þar allt of áberandi, og fólkið óeðli- legt og tilbúið, og ólíkt því, sem menn þekkja úr daglegu lífi. Þeg- ar ekki finnst nokkur sæmilegur maður í heilli bók, heldur ein- ungis illmenni eða fábjánar, þá lýsir það að vísu bölsýni höfund- arins á mannlífið, en er langt frá því að vei’a sönn mynd. Undantekning frá þessum ósköpum eru bækur Sigurðar Helgasonar. í fyrri bókum hans hafa mannlýsingarnar verið trú- ar og vandvirknislegar, og við könnumst við þetta fólk. Nú sendir hann frá sér sína sjöundu frumsömdu bók. Og er þetta vafa laust hans bezta bók. Eg las hana fi’á upphafi til enda með óbland- inni ánægju. Lýsingin á því ,er þau Anna og Brandur, reisa bæ á Eyrarvatni, í afdal langt fi’á öðrum bæjum, er svo trú og sannfærandi, að lesandinn lifir með hjónunum í störfum þeirra frá degi til dags. Og þegar Brandur vei’ður úti um vetur — á leið til byggða, — bíð- ur lesandinn með þeim mæðgum á heiðarbýlinu dag eftir dag og hlustar eftir, hvort enginn komi heim að bænum. Mannlýsingai-nar í bókinni eru auðvitað misjafnar. Beztar þykja mér lýsingarnar á Onnu, Ofeigi gamla Toi’fasyni og Þórði Atla- syni. Þórður er að vísu undarleg- ur kai’l, en þó vel skiljanlegur. Að loknum lestri bókarinnar fannst mér, að hér hafi eg lesið sögu, sem minnti á okkar gömlu íslendingasögur. Lýsingin á því, hvei’nig veiðin í vatninu hafði áhrif á daglegt fæði fólksins í heiðai’býlinu, er lýsing á afkomu forfeðra okkar á þessu kalda landi á liðnum dögum. Og við þekkjum, að loknum lestri bók- arinnar, bæina og fólkið niðri í byggðinni, eins og við hefðum dvalið með því um tíma. En þetta er aðeins fyrri hluti bókarinnai’. Aðeins fyrsti kafli í sögu Eyrarvatns Onnu er þama ski’áðui’. Hún býx’t mannlaus á jörð sinni í lok bókarinnar. Hvað bíður hennar? Annað bindi bók- arinnar mun skýra frá nýrri reynslu úr lífi þessarar hugi’ökku og þrekmiklu konu. Eiríkur Sigurðsson. Gluggar bókabúðanna fyllast, en þó komast þangað ekki allar bækurnar, sem streyma á mark- aðinn þessa dagana. Það er ekki hægt um vik fyrir almenning að átta sig. Bókaútgáfan Norðri mun vei’a eitt stærsta og merkasta forlag á landi • hér. Afgreiðslumaður Norðra hér í bænum hefir gefið blaðinu eftii-farandi upplýsingar um bókaútkomu fyrir jólin, og gæti það ef til vill orðið einhverj- um til leiðbeiningar. Máttur jarðar, íslenzk sveita- saga, eftir Jón Björnsson, er ný- komin út. Saga þessi hefir áður komið út á dönsku og þýzku og holtið góða dóma, en birtist nú í fyrsta sinn á íslenzku í þýðingu höfundarins sjálfs. Lýsing Eyjafjarðar eftir Stein- dór Steindói’sson frá Hlöðum er mjög eigulegt og fróðlegt rit, sem öllum Eyfirðingum mun verða kæi’komið. Sniiður Andrésson eftix .Bene- dikt Gíslason frá Hofteigi mun vafalaust vekja athygli, enda er höfundur manna fróðastur og fer ekki endilega alfaravegi. Hrakningar og heiðavegir, Jón Eyþórsson og Pálmi Hannesson völdu efnið. Líklegt er, að þetta verði ein vinsælasta bók ársins, og valda því bæði efni og höf- undai’. Næstu daga koma út hin gam- alkunna saga Torfhildai’ Holm, Brynjólfur Sveinsson biskup, fyrsta bókin í ,ritsafni þessarar vinsælu skáldkonu, og ný bók eftir di’. Brodda, er hann kallar Frá mönnum og skepnum. Einnig kemur út fyrir jólin 2. bindi af Göngum og réttum. Af þýddum bókum má einkum nefna Á konungsnáð, sem er framhald hinnar vinsælu sögu Jónsvökudraumur, og Allt heimsins yndi (cftir sama höfund og Glitrar daggir giær fold, sem var metsölubók Norðra á sínum tíma), sem kemur út næstu daga, en báðar þessar bækur þýðir Koni’áð Vilhjálmsson af sinni al- kunnu snilld. Askorun til Alþingis Bg er bóndi á jörð, þar sem er æðarvarp. Eg stunda sauðfjár- íækt, og- hefi líka nokkurt hænsnabú. Eg veit að allt þetta er í mikilli hættu vegna villi- minka, sem ört fara fjölgandi í landinu. Veldur þetta mér og mörgum bændum íandsins mikl- um áhyggjum. Fyrir því leyfi ég mér að skora á Alþingi það, sem nú kemur saman, að banna nú þegar allt minkaeldi í landinu og gera öfl- ugar ráðstafanir, til þess að óai-gadýi’i þessu verði með öllu úti’ýmt úr landinu. Áskorun þess- ari vil eg finna slað með eftir- farandi rökum: 1. Hlunnindi. SJuðfjárrækt og ali- villiminks og getur hann valdið árlega tugmilljóna tapi fyrir landið á þessum atvinnugreinum. Til þessa eru dæmin deginum ljósari. 2. Minkunum verður aldrei út- rýmt nema að eldi þeirra sé bannað, því að vitað er að frá minkabúunum er villiminkui’inn kominn og frá þeim sleppa út ár- lega fjöldi þessara villidýra. 3. Minkaeldi getur aldi'ei orðið að verulegri tekjulind. Má þar til sönnunar líta á útflutningsskýrsl- ur. 4. Alþingi er mikil nauðsyn á því, að hreinsa sig af forsmán þeirri, er það liggur undir vegna máls þessa, þar sem það hefir samþykkt að launa menn til að halda minkabúunum við og svo líka til þess að drepa villimink- inn. Svo fávizkulegar samþykktir mundi ekki nokkur hreppsnefnd í landinu gera. Önnur dagblöð í landinu eru beðin að birta þessa áskorun ásamt rökstuðningi. 6. nóvember 1949. Jón H. Þorbergsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.