Dagur - 30.11.1949, Blaðsíða 10
10
D A G U R
Miðvikudaginn 30. nóvemberl949
ÍÞRÓTTIR OG ÚTILÍF
Glöð er lund og gæfa nóg
gaman er í hvítuin snjó.
Skíði á fæti og söngur í sál,
sólskinið og brautin hál.
Allt er bjart, ungt og frátt
æskan sýnir djarfan mátt.
Hærra drengur. Hærra þú!
Hertu þig og stattu nú!
Bj. Dan.
Skíðaferðir að hefjast.
Þrátt fyrir fátækt okkar á snjó
hér um slóðir nú, eru skíðamenn
þó byrjaðir að fara á skíði. Sl.
sunnudagskvöld hitti eg þá Magn
ús Brynjólfsson og Baldvin Har-
alds niðri í bæ, báðir nýkomnir
ofan úr háfjöllunum og enn báðir
hátt uppi, hvað snerti áhuga fyrir
áframhaldandi skíðaferðum og
þjálfun. Þeir höfðu verið 5 sam-
an þarna efra þennan daginn, í
blíðasta veðri, hlýindum og sæmi-
legu færi. Þeir höfðu ekið á vöru-
bíl langt upp fyrir Útgarð ,svo að
fáar mínútur aðeins þurfti að
ganga áður en í skíðabrekkurnar
kom. „En nú verðum við að drífa
fleiri með um næstu helgar,“
sögðu þeir félagar. Eg var nú svo
sem ekki að mótmæla þeim í því
efni. Áhugi þeirra er lofsverður
og ágætur og þyrfti að grípa fleiri.
Þeir voru einnig að láta sér detta
í hug að fá stóran bíl („langlínu-
bíl“), og fara lengra til í góðar
brekkur um næstu helgar. Ef
nokkuð margir væru samtaka um
þetta yrði kostnaðarhliðin ekki
svo svört og góð ferð alveg vís.
Skíðamenn Akureyrar ættu að
gefa sig á tal við þessa tvo um-
tölúðu skíðagarpa. Áhugi þeirra
mundi hafa einhver áhrif á þá til
hins betra. „Fimm í dag, fimmtán
næsta sunnudag!“
Frá Skíðaráði í. B. A.
Nýlega var fundur í Skíðaráði
í. B. A. með skíðamönnum á Ak-
ureyri, formönnum íþróttafélaga
o. fl. í Gildaskála KEA.
Hermann Stefánsson, íþrótta-
kennari, sem verið hefir formað-
ufr ráðsins, gerði grein fyrir til-
efni fundarins: tilnefna nýjan for
mann og afhenda verðlaun, unnin
á skíðamótum tveggja síðustu
vetra — á Akureyri.
Hermann treystist ekki, vegna
vanheilsu, að starfa sem forxnað-
ur Skíðaráðs í vetur. Samþ. var
að tilnefna Gunnar Ámason í
hans stað. Var Hermanni þakkað
gott starf í þágu skíðamanna og
íþróttarinnar í þessum bæ og því
fagnað, að heilsa hans færi dag-
batnandi, svo að hann innan
skamms kæmi til fullra starfa að
nýju.
Dr. Sveinn Þórðarson annaðist
afhendingu margra fagurra verð-
launapeninga og var viðstöddum
sigurvegurum klappað lof í lófa.
—o—
Síðan hefir stjórn í. B .A. stað-
fest tilnefningu Gunnars Árna-
sonar sem formanns Skíðaráðs
bandalagsins til næsta þings í.
B. A.
Skrifar 21. nóvember 1949.
Margir eru haldnir þeirri hættu-
legu villu, að þeir — jafnvel á
aldrinum 25—40 ára — séu orðnir
alltof gamlir til að stunda íþróttir,
hvað þá til þess að ná nokkrum
árangri. Þetta er stundum sprott-
ið af misskilningi, en stundum er
það bara afsökun hins lata manns.
Hvort tveggja er illt. Ekki svo að
skilja að hörð keppni og stór af-
rek séu eðlileg eða. nauðsyn þeg-
gr komið er hátt á fertugsaldur-
inn og síðan ,en æfingin, leikur-
inn pg áframhaldið er mikilsvert
miklu lengur en það.
Gústaf Svíakonungur, sem kom-
inn er yfir nírætt, hefir til
skamms tima verið góður tennis-
spilari og stöðugt æft. Finninn
Viljo Heino, sem orðinn er 35 ára
setti nýtt heimsmet í 10 km.
hlaupi 1. sept. í haust. Hinn mikli
Zatopek hafði fyrr í sumar slegið
heimsmet Heinos á þessari vega-
lengd.
Heino var talinn úr sögunni
sem hlaupari, og hafði á síðustu
árum átt við margs konar erfið-
leika að stríða, en þetta átti hann
þó til. Afrek hans er einmuna
gott.
Árið 1944 hljóp hann þessa
vegalengd á 29.35.4 mín. —
Zatopek í sumar á 29.28.2 mín. —
Heino 1. sept. á 29.27.2 mín.
Margir afreks-íþróttamenn
Svía og Finna (o. fl. auðvitað)
eru á fertugsaldri og sumir á
fimmtugsaldri!
Engin hætta með aldurinn
piltar! Farið bara rólega af stað
— og gefist ekki upp þótt þið fáið
ofurlitla strengi! Áfram — og þið
munuð yngjast um 10 ár á
tveimur!
Hvað verðið þið þá gamlir eft-
ir 10 ár?
Eftir að þetta síðasta var skrif-
að hefir sú fregn borizt hingað, að
Zatopek hafi enn, þ. 22. okt.,
reynt sig á 10 km. sprettinum. —
Þrátt fyrir það að samkeppni
vantaði alveg — fyrstur alla leið-
ina — náði hann enn betri tíma
en fyrr, setti nýtt heimsmet á
29,21.2 mín.
Fyrri helming leiðarinnar, 5
km., hljóp hann á 14.38 mín.
Varð að segja satt.------
Ameríski „rugby“-spilarinn,
Frankie Szymanski, var ein-
hverju sinni kallaður sem vrtni í
dómsmáli.
Dómarinn, sem hafði áhuga
fyrir íþróttum, spurði Frankie
hvort hann keppti ekki fyrir
Notre Dame-félagið. — Jú, það
stóð heima.
„Hvað leikið þér á vellinum?"
„Eg er miðframherji.“
„Eruð þér góðir?“
„Eg er sá bezti miðframherji,
sem Notre Dame hefir nokkurn
tíma haft.“
Foringi flokksins, sem var
þarna viðstaddur, spurði Frankie
á eftir hvers vegna hann, sem
venjulega léti svo lítið yfir sér,
hefði svarað svo. „Jú,“ sagði
Frankie, „eg minntist þess allt í
einu, að þarna var eg eiðsvarinn,
eg varð að segja sannleikann.“
Tveir golfleikarar, sem höfðu
slegið kúlur sínar yfir litla hól-
bungu uppgötvuðu, er þeir komu
yfir hæðina, að þar sat öldruð
kona í grasinu og átti sér einskis
ills von.
„En kæra frú,“ sögðu þeir vin-
gjarnlega. „Vitið þér ekki að það
getur verið hættulegt að sitja
hérna í grasinu?“
„Oh,“ sagði sú gamla, „eg hefi
blað undir mér!“
Aðalfundur Knattspymufélags
Akureyrar
var haldinn sl. miðvikudag, 23.
þ. m., að Gildaskála KEA.
Halldór Helgason, formaður
félagsins, flutti skýrslu um starf-
semi félagsins síðasta ár. Hafði
hún verið mjög fjölþætt og ár-
angur í mörgum íþróttagreinum
mjög góður. T. d. settu K. A.-fé-
lagar 4 íslandsmet í frjálsíþrótt-
um í sumar, hin fyrstu, sem sett
eru af Akureyringum, og frammi
staða flokks félagsins á Drengja-
meistara- og Meistaramótinu í
Reykjavík var glæsileg. Vitnar
það um þær miklu framfarir, sem
orðið hafa hér hin síðustu ár í
þeirri íþróttagrein. Þá varð fé-
lagið Norðurlandsmeistari í hand
knattleik karla og kvenna, Akur-
eyrarmeistari í knattspymu og
handknattleik karla, skíðagöngu
og sveitakeppni í svigi. Að öðru
leyti varð skíðamóti ekki lokið í
vetur vegna veikinda. Þá vann
K. A. Meistaramót Ak., Drengja-
meistararamót Ak. og Oddeyrar-
boðhlaupið og setti 41 Akureyr-
armet í frjálsíþróttum.
Félögum hafði fjölgað á árinu
um 64 og eru nú 639.
Til
r
Jóns A. Þorvaldssonar,
bónda, Tréstöðum
— FLUTT Á FIMMTUGSAFMÆLI HANS 8. NÓV. 1949. —
Nú skyggir meir og meira og skammdegi að höndum fer.
I skauti sínu vetimnn frost og myrkur ber.
Á slíkum tíma í sveitum er fátt sem lyftir lund,
svo ljúft er þá að eiga með vinum gleðistund.
Og víst er stundin gleðileg sem veitist okkur hér,
því veldur að sjálfur húsbóndinn fimmtugur er,
og sjálfur er hann glaður og enn með létta lund,
og lífrænn eins og fyrrum á glaðri æskustund.
Hann lítur fram á veginn með æskuheilum hug,
því hann á enn sem fyrrum manndómskjark og dug,
og trú landsins gróður, sem tryggir bóndans hag
og traustu búaliði margan happadag. —
f dag, þú lítur að baki liðin fimmtíu ár,
sem ljós og unað veittu, þó mörg væri raunin sár.
En rækt hefirðu störfin í ríki gróandans,
og reynst stöðugri en sumir í byggðum þessa lands.
Þó stormur blési á móti bá stóðstu orkubeinn. —
Þú starfar enn sem fyrrum, en þá og nú ei einn.
Og sjálfum þér er Ijósast hvað veitti styrk og vörn:
Það var þín góða kona og mannvænlegu böm.
Lof sé þeim, er sigrast örðugleikum á,
og auðnast hefir líka að settu marki að ná,
því marki: að fóma kröftum við ræktun lýðs og lands,
og lífsnauðsynjar framleiða í þágu sérhvers manns.
Sjá, ennbá hátt á lofti æfisólin skín. —
Eg ósk^: að farsæl verði komandi árin þín,
að: jafnan megi hið góða ganga þér í hag,
að: gæfan hlýja blessi þér langan æfidag.
G. S.HAFDAL.
f vetur eru æfðar í íþróttahús-
inu frjálsíþróttir, handknattleik-
ur karla og kvenna, fimleikar
karla og kvenna, knattspyrna og
körfuknattleikur og eru kennar-
ar félágsins Haraldur Sigurðsson,
Inga Rúna Ingólfsdóttir og Kjart-
an Jóhannsson.
Formaður félagsins baðst ein-
dregið undan endurkosningu, en
kosnir voru:
Formaður: Tómas Steingríms-
son. Varaform.: Haraldur Sig-
urðsson. Ritari: Rögnvaldur
Gíslason. Gjaldkeri: Gunnar
Þórsson. Spjaldskrárritari: Magn
ús Bjornsson. Meðstjórnendur:
Sveinn Kristjánsson og Anna
Sveinbjörnsdóttir. — Varastjórn:
Jón Arnþórsson, Jósteinn Kon-
ráðsson og Pétur Þorgeirsson.
Fundurinn var mjög fjölsóttur.
ÍSLENZKIR
LEIRMUNIR,
hentugir til jólagjafa.
BLÓMABÚÐ KEA
Kertastjakar
Flagqstengur
Öskubakkar
Skeljakassar
*
og alls konar skrautmun-
ir komnir.
Munir úr íslenzku birki
vaentanlegir.
Baujulugtir
Bjargbelti
Bjarghringir
Bárufleygar
Drifakkeri
Stuðpúðar
Járn- og gltrvörudeild.
BLÓMABÚÐ KEA
Jólakertin
komin
Þeir viðskiptavinir, sem
óska að láta okkur annast
skreytingu kerta, geri svo
vel að láta okkur vita það
í tíma.
i
BLÓMABÚÐ KEA