Dagur - 30.11.1949, Blaðsíða 6
6
D A G U R
Miðvikudaginn 30. nóvemberl949
DAGUR
Ritstjóri: Haukur Snorrason.
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Marinó H. Pétursson
Skrifstofa i Hafnarstræti 87 — Simi 166
Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi
Árgangurinn kostar kr. 25.00
Gjalddagi er 1. júlí.
l’RENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F.
Stjórnarkreppa og stjórnarskrá
ÞEGAR ÞETTA er ritað, er landið enn
stjórnlaust að kalla má, enda þótt fyrrv. rík-
isstjórn gegni störfum að fyrirlagi forseta.
Tveir stj órnmálaleiðtogar hafa reynt að
mynda meirihlutastjórn en án árangurs, og
líklegasta lausnin er talin minnihlutastjórn,
sem sagt er að Sjálfstæðisflokkurinn muni
mynda nú alveg á næstunni. Raunar er þetta
engin lausn heldur á stjórnarkreppunni, því
að slík stjórn er alls ólíkleg til þess að gera
þær ráðstafanir í efnahagsmálum þjóðar-
innar, sem allir viðurkenna raunar að þurfi
að gera, og hún er naumast líklegt til þess
að verða langlíf í landinu. Úrslit kosning-
anna gáfu vissulega ekki tilefni til þess að
ætla að þjóðin fengi slíka stjórn yfir sig, og
allra sízt undir forsæti þess manns, sená án-
alls efa hefir lagt meira af mörkum til glund-
roðans og efnahagsvandræðanna en nokkur
annar stjórnmálaforingi. En svo meingallað
er allt okkar stjórnarkerfi og skipan þins
æðsta valds í landinu, að ekki virðast mikl-
ar líkur til þess að hægt verði að mynda hér
sterka meirihlutastjórn á næstu árum,
hversu margar kosningar, sem háðar verða,
nema því aðeins að gerðar verði víðtœkar
breytingar á stjórnskipunarlögum landsins.
Þetta er raunar niðurstaða kosninganna og
sú staðreynd, sem blasir við augum þegar
litið er til stjórnmalaástandsins í landinu
síðustu árin og mánuðina.
TILLÖGUR ÞÆR til stjórnskipúnarlaga,
sem Austfirðingar og Norðlendingar hafa
gefið út, miða að lausn þess meginverkefnis,
að skapa þjóðinni sterka og ábyrga meiri-
hlutastjórn hverju sinni, og gera lýðræði og
jafnrétti þegnanna meira og traustara en
það er nú. Til þess að skapa aðstöðu til
sterkrar meirihlutastjórnar þarf að gjör-
breyta fyrirkomulagi kosninganna til Al-
þingis. Síðan uppbótarþingsætakerfið var
tekið upp, hefir sífellt hallað undan fæti fyr-
ir ábyrga stjórn í landinu, og þó einkum síð-
an síðasta og óhappamesta breytingin var
gerð á kosningafyrirkomulaginu með því að
faka upp hlutfallskosningar um tvo menn
aðeins. Með þeirri breytingu hófst glund-
roðatímabil í íslenzkum stjórnmálum, sem
sífellt hefir farið versnandi, og segja má að
hafi náð hámarki nú með yfirstandandi
stjórnarkreppu og getuleysi Alþingis að
mynda sterka og ábyrga meirihlutastjórn.
Það er augljóst mál, að kosningar á kosning-
ar ofan, með núverandi kosningafyrirkomu-
lagi, munu seint skapa aðstöðu til meiri-
hlutastjórnar, heldur hlýtur núverandi
ófremdarástand að haldast, með stjórnar-
kreppum og hrossakaupum flokkanna á víxl,
til tjóns fyrir ríkisheildina og þjóðarbúskap-
inn. Það er eftirtektarvert fyrir þá, sem
haldnir eru trú á ágæti hlutfallsfyrirkomu-
lagsins í skipan löggjafarsamkomunnar, að
þetta fyrirkomulag hefir hvarvetna reynst
illa. Það hefir jafnan orðið til þess að veikja
stjórn landsins, skapa smáflokkum og klík-
um aðstöðu til þess að efna til glundroða og
sundurlyndis, og orðið upphaf langvinnra
samningatilrauna ósamstæðra flokka, hrossa
kaupa og stjórnarkreppa.
UM ÞESSAR MUNDIR er brezka þjóðin að
komast í kosningahug. Vafa-
laust er talið, að kosningar til
þingsins muni fara fram
snemma á næsta ári. Það er
eftirtektarvert og lærdóms-
ríkt, að brezku stjórnmála-
flokkarnir allir - að komm-
Únistum undanteknum
hafa hafnað hlutfallsfyrir-
komulaginu og það mál er
alls ekki á dagskrá í þeim
kosningabardaga, sem nú er
að hefjast. Ábyrgir, brezkir
stjórnmálaménn skilja, að
hlutfallsfyrirkomulagið stefn-
ir til glundroða og upplausn-
ar, en hið gamla og þraut-
reynda kjördæmakerfi skapar
möguleika til sterkrar meiri-
hlutastjórnar eins flokks. -
Þegar rætt er um þessi mál
við brezka stjórnmálamenn,
benda þeir jafnan á dæmin
frá Frakklandi. Það er hlut-
fallskerfið einna elzt í Ev-
rópu, og þar hafa setið fleiri
og veikari stjórnir að völdum
en annars staðar í Evrópu á
síðustu áratugum. íslenzkt
stjórnarfar er annað dæmi,
þótt það sé lítt kunnugt út á
við. Með setningu nýrrar
stjórnarskrár þarf að byrja
að feta veginn til endurreisn-
ar. Tillögur Austfirðinga og
Norðlendinga í stjórnarskrár-
málinu vísa leiðina. Þjóðin
þarf að fylkja sér um þær. -
Þannig getur henni auðnast
að leggja hornstein að öruggu,
réttlátu og ábyrgu stjórnar-
fari í landinu á ókomnum ár-
um.
FOKDREIFAR
HÚSRÁÐ
Kaffi, te og kakó er bezt að geyma. í baukum með
léttu loki. Ráðlegt er að merkja baukana vel, svo
að maður þurfi aldrei að villast á því, hvað er í
hverjum bauk og geti gripið þann, sem á þarf að
halda í það og það skiptið, án þess að skoða í þá
alla fyrst.
Venjulega blikkbauka er hægt að lakka með
hjólhestalakki með þeim litum, sem fáanlegir eru
og okkur finnast fallegir. Ef við kærum okkur ekki
um að’hafa þá litaða, er ágætt að skrifa á baukana,
hvað þeir innihalda og lakka síðan allan baukinn
með litlausu lakki. Nöfnin þarf að skrifa með mjó-
um pensli og nota má venjulega málningu eða lakk
(sumar konur nota naglalakk) og síðan er sem sé
lakkað með litlausu lakki yfir. Þannig má einnig
fara með köku- og brauðkassa, og handlagnar kon-
ur munu hafa gaman af að skreyta þannig og
merkja hin ýmsu box og bauka.
Ferðamaður í Reykjavík.
Á SL. VORI skrifaði eg nokkra
þætti hér í blaðið undir þessu
heiti og rakti það með nokkrum
orðum, hvernig það er að vera
ferðamaður í Reykjavík. Morg-
unblaðið tók þessa þætti upp og
taldi flest í þeim rétt frá skýrt,
enda sagðist blaðið hafa vísdóm-
inn beint úr „fslendingi" okkar,'
og þarf þá ekki að tvíla áreiðan-
leikann. Eg vár á ferð í Reykja-
vík nú fyrir nokkrum dögum.
Þótti mér þá hafa breytzt til batn
aðar aðkoman fyrir ferðamann-
inn að einu leýti og vildi eg vekja
athygli á því hér. Nú í sumar
hafa flugfélogin bæði byggt
myndarlegar farþegaafgreiðslur á
Reykjavíkurflugvelli. Eru salar-
kynni þar rúmgóð, búin húsgögn-
um og þægindum. Þar geta ferða-
menn, sem koma loftleiðis til
höfuðborgarinnar, hvílt lúin hein
meðan þeir bíða eftir farkosti
inn í sjálfa borgina. f þessum
skálum flugfélaganna mun eiga
að verða greiðasala, er stundir
líða, og er það líka mikil framför
frá því, sem áður var. Það er ólíkt
skemmtilegra fyrir ferðamenn að
koma inn í þessa vistlegu sali
heldur en í braggana, sem fyrir
voru, og það er ólíkt ánægjulegra
viðmót, sem höfuðborgin sýnir
ferðamanninum, er hann stígur
þar fæti á land, heldur en áður
var. Má höfuðstaðurinn, og raun-
ar landið allt, vera flugfélögunum
þakklátt fyrir þessa úrbót.
Ekkert rúm í gistihúsinu.
EN ÞEGAR þessari ágætu nýj-
ung sleppir, er lífið fyrir ferða-
manninn í Reykjavík ósköp svip-
að því, sem áður var, og næsta
ömurleg tilvera. Hótelin eru þar
fá og smá, og illmögulegt má heita
að fá þar inni á hóteli fyrirvara-
lítið. í hótelmálum höfuðstaðarins
situr allt í sama farinu og fyrr.
Þar er engin úrbót eða viðbót og
sannast sagna heldur lítið að-
gengilegt starf að rölta þar á
milli gististaðanna í von um úr-
lausn. Gistihúsmál Reykjavíkur
eru rauna rekkert sérmál borg-
arinnar, heldur málefni, sem
varðar alla þjóðina. Það er fyrir
löngu orðin mikil nauðsyn að
byggja nýtízku gistihús í Reykja
vík. Er auðvelt að rökstyðja það,
en tækifæri ekki til þess hér að
sinni.
Góður „landkynnir“.
í SAMBANDI við hin sífelldu
gistingarvandræði ferðamanna,
sem til Reykjavíkur koma, þykir
mér þó rétt að geta þess hér, að
borgin á einn ágætan fulltrúa og
kynnir, þar sem Pétur hótelstjóri
Skjaldbreið er. Hann hefir
greitt götu margra ferðamanna af
mikilli lipurð og útvegað þeim
gistingu í herbergjum víðs vegar
í borginni, ef ekki hefir verið rúm
fyrir þá á gistihúsinu. Það er
mikils um vert fyrir þá, sem til
Reykjavíkur þurfa að sækja og
kæra sig ekki urh að ónáða vini
eða vandamenn, að eiga aðgang
að svo kurteisum manni ,sem
leggur sig fram um að leysa
vandræði manna. Líklega er
hótelstjórinn á Skjaldbreið gagn-
legri „landkynning" fyrir höfuð
borgina, a. m. k. gagnvart þeim,
sem úti á landi búa, en borgar
búar gera sér grein fyrir.
Útvarp Reykjavík — helzt tvöfalt
MORGUNBLAÐIÐ skýrir frá
því, að blað á Akureyri hafi ný
lega rætt útvarpsmál og bent á
nauðsyn þess að skapa aðstöðu til
útvarps úti á landi. Er þarna vik
ið að grein, sem birtist hér í blað-
inu nú fyrir nokkru um fyrirætl-
anir Ríkisútvarpsins að byggja
endurvarpsstöð hér. Morgunblað-
inu þykir ekki mikið til þeirrar
hugmyndar koma að útvarp frá
öðrum landshlutum verði fellt
inn í heildardagskrá Ríkisút-
varpsins. Hitt finnst því öllu
meira snjallræði, að útvarpið taki
upp svokallaða tvöfalda dagskrá
þ. e. gefi hlustendum kost á að
velja milli dagskráratriða á ólík-
um bylgjulengdum. Og eftir sem
áður verði öll dagskráin fram-
reidd í Reykjavík. Sízt skal því
andmælt ,að tvöföld dagskrá væri
skemmtileg nýjung, en þó aðeins
ef dagskr. værigóðogskemmtileg.
Eg get ekki betur séð, en að eins
og nú standa' sakir mundi slík
tvöföld dagskrá helzt verða út
þynning á núverandi dagskrá, og
má hún þó sízt við þeirri meðferð
Til þess að koma upp tvöfaldri
dagskrá þarf áreiðanlega meira
(Framhald á 7. síðu).
Samvinnukonur 9 landa
ræða mál sín
Samvinnukonur frá níu löndum hafa ný-
lega haft fund með sér í Stokkhólmi til þess
að ræða breytingar á lögum alþjóðasambands
kvennagilda (Intcrnational Co-operative Wo-
men’s Guild) og ýmis framtíðarmál.
Norðurlöndin áttu fulltrúa á fimdi þessum,
þ .e. a. s. öll önnur en ísland, sem eins og
kunngt er hefir engin skipulögð samtök
meðal samvinnukvenna. Þríir fúlltrúar komu
austan frá járntjaldi, nefniléga 'frá Póllandi
og Tékkóslóvakíu, en Rússár mætíu ekki. —
Fundurinn átti í töluverðum erfiðleikum
með að ná samkomulagi um hi'n ýmsu mál
vegna andstæðra skoðana stallsystranna úr
austrinu.
"■'Z
Vinnuhjálp húsmæðra
Frk. Rannveig Þorsteinsdóttir, alþrh. hefir hreyft
merkilegu máli á Alþingi, sem líklegt er til þess að
vekja óskipta athygli húsmæðranna í landinu, a. m.
k. í kaupstöðunum. Nú eftir helgina lagði hún
fram tillögu til þingsályktunar um vinnuhjálp
húsmæðra. Er þar svo fyrirlagt að undirbúin verði
löggjöf um þetta efni og hafizt handa um verkið
svo snemma, að frumvarp til laga verði lagt fyrir
Alþingi 1950. í greinargerð sinni fyrir þingsálykt-
unartillögunni ræðir Rannveig um þá erfiðleika,
sem húsmæðurnar eiga við að stríða í sambandi við
nauðsynlega vinnuhjálp. Reynist sífellt erfiðara að
fá stúlkur til heimiilsstarfa og ríkir sannkallað
neyðarástand á mörgum heimilum af þeim sökum.
Ef húsmóðirin forfallast, vegna veikinda, ofþreytu
eða af öðrum ástæðum, verður maðurinn og fyrir-
vinnan að hverfa frá vinnu sinni til þess að sjá
heimilinu farborða eða húsmóðirin að þrauka á fót-
um sárþjáð til þess að annast börn og bú. fess
munu mörg dæmi, að húsmæður hafi ekki leitað
læknis eins snemma og skyldi vegna anna í heimil-
inu ,er sjúkdóma ber að höndum. í greinargerðinni
vitnar frk. Rannveig og til löggjafar um þetta efni
á Norðurlöndum. Er þegar löng reynsla fengin þar
af slíkri starfsemi og þykir hafa gefizt vel. Hug-
myndin er að koma upp hópum starfsstúlkna í kaup
stöðum a. m. k., sem fáanlegar eru til þess að taka
að sér heimilishald í forföllum og þegar sérstakir
erfiðleikar knýja á dyr. Þessar stúlkur fá sérstaka
þjálfun, verða sérstök stétt í þjóðfélaginu, í þjón-
ustu opinberra aðila, ríkis og bæjarfélaga, og fá
greidd laun samkvæmt samningum og hafa yfirleitt
sömu réttindi og aðrar starfsstéttir þjóðfélagsins.
Ætlast er til að ríki og bæir efni til þessarar starf-
semi og beri kostnað af henni að svo miklu leyti,
sem einstaklingar, er verða hjálpar aðnjótandi,
standa ekki straum af honum sjálfir.
Hér er athyglisverðu og þörfu máli hreyft. Hús-
mæðurnar í landinu munu fylgjast með því af
áhuga, hverjar undirtektir þetta nýmæli Rannveig-
ar Þorsteinsdóttur fær á Alþingi.