Dagur - 17.12.1949, Blaðsíða 2

Dagur - 17.12.1949, Blaðsíða 2
2 D A G U R Laugardaginn 17. desember 1949 Verum viðbúnir! Eftir Vald. V. Snævarr Erindi flutt á samkomu Slysavarnardeildarinnar á Dalvík 26/11 1949 Oss er það öllum ljóst, að vér fslendingar erum í tblu þeirra þjóða, sem mikið verða að verzla: kaupa og flytja inn, — selja og tlytja út. Vér verðum að flytja inn kornvörur, timbur, kol, salt, vélar og skip o. fl o. fl. Allar inn- flutningsvörur vorar verðum vér að greiða í erlendum gialdeyri, en hans öflum vér með því að flytja út seljanlegar afurðir fram leiðsluatvinnuveganna og selja þær fyrir erlenda mynt Því er ekki að leyna, að langsamlega mestan hluta hins erlenda gjald- eyris vors fáum vér fyrir sjávar- afurðirnar. Án þeirra kæmumst vér ekki af. Efnaleg afkoma vor er á þeim byggð að mestu leyti. Þetta veit nú, að vísu, svo að segja hvert mannsbarn hér á landi, sem komið er til vits og ára, en ekki sakar, þó ?ð minnt sé á það. Nú er þessum r.tvinnu- vegi — sjósókninni — þannig farið, að honum fylgir mikil áhætta. Það verður að segja eins og það er, að sjómennirnir leggja sí og æ líf að veði við öfiun gulls- ins úr greipum Ægis. Það er sann arlega ekki tekið út með sældinni að fást við þann karl. En — um það er ekki að fást. Það er lífs- nauðsyn, sem ekki verður komizt fram hjá, eins og standa sakir. Fiskimiðin umhvei'fis landið eru og verða í sjáanlegri framtíð — gullkista þjóðarinnar. — Af •framansögðu ætti að vera ljóst, að allar stéttir þjóðarinnar standa :í þakkarskuld við sjómennina fyrir öflun þeirra afurða, er vér fáum erlendan gjaldeyri fyrir, svo að mörgum miljónuin skiptir árlega. Þetta er sjálfsagt að við- ui kenna og þakka. Nú ei það svo, að viðurkenning og þökk er því aðeins nokkurs virði, að hún komi fram í verki. Orðin ein og allt imiantóma glamrið um „hetj-' ur hafsins“ o. fl. þ. h., gerir hvorki að létta erfið störf á haf- inu, né auka öryggi á hættunnar; stund. Það, sem hefir íaunveru- legt gildi, er hins vegar það, að flotinn sé sem beztur að verða má og allur útbúnaður ;em full- komnastur, — að landtakan sé gerð sem allra-öruggust, sigl- ingaleiðirnar sem b.iartastar og slysavarnirnar sem fulikomnast- ar, hvar sem er við strendur landsins. Skal hver þessara liða um sig athugaður lítillega. — Um flotann sjálfan mun eg fátt segja og sömuleiðis útbúnað lians, því að til þess skortir mig — land- krabbann — sérþekkingu. Þó leyfi eg mér að minna á eitt, sem mér skilzt að ekki megi vanta í nokkurt skip eða bát, er á djúp- :mið sækir, — en það er talstöð. Eg þekki nokkur dæmi þess, að talstöðin virðist hafa bjargað á hættunnar stund. Að gefnu til- efni mætti líka minna á, að aldrei mætti sá trassaskapur eiga sér stað, að ekki væru kaðlar og krókstjakar og björgunarhringar um borð í bátum og skipum, hvort heldur þau eru i höfn eða á hafi úti. — Um landtökuna og siglingaleiðina er það að segja, að bráða nauðsyn ber til skjótra og mikilla aðgerða í sjómtelingum, kortagerð, byggingu strand- mannaskýla og vitamálum lands- ins. Þetta kostar auðvitað allt stórfé, en hvert mannsiíf er líka mikils virði. Með róttækum og öflugum aðgerðum í þessum efn- um, sýnum við sjómannastéttinni þökk í verki og gjöldum henni rentur af gamalli og nýrri skuld, — en ekki meira. í raun og veru væri þetta ekki eingöngu gert fyrir sjómennina.' heldur alla þjóðina í heild sinni ,— fyrir mig — landkrabbann — og þig, sem ef tií vill hefir aldrei á sió komið né kemur. Vér njótum öll, hvar sem vér búum, góðs aí gjaldeyr- isöflun flotans. Hvert skip, sem ferst, er alþjóðarmissir. og á sörnu lund er hvert fullrermi far- sællega í höfn komið, alþjóðar- gróði. Svo snar þáttur ei sjávar- útvegurinn í búskap þjóðarinn- ar. Þeim, sem hom hafa í síðu sjávarútvegsins, ferst því heimskulega, vægast sagt. Það er illt verk og óþjóðlegt, að stuðla að 'auknúm stéttarríg," því að sannarlega hefir hvei stétt í þjóðfélagi voí'u mikilvægu hlut- vei-ki að gegna, sem þeim tekst því betur að leysa af hendi, sem vinnufriðurinn er öruggari og samvinnan niilll starfrfgrei nanna betri. — Eftir þennan útúrdúr kem eg.þá að síðasta ati iðinu, — slysavömununi. Eins og kunnugt er, hefir Slysa- varnafélag íslands aðalfram- kvéerndi'r þessara mála með höndum, —. stundum beinlínis, bg stundu um hendur deilda sjnna ú,t., um breiðar b.vggðir landsins. — Aðalskrifstofan í Eeykjavík 'kállar oftast deildirn- ar til starfa, þegar eitthvað al- várlegt kemur fyrir í nágrenni þeirra. Er oft vel og stórmyndar- lega brugðizt við kalli af hendi deildartna, svo að þ'jóðarsómi er að.! Nægir í því efni að minna á björgunar-afrekið við Látra- bjarg, sem mönnum mun minnis- stætt vera, enda hefir kvikmynd af því verið sýnd víða nú að und- anförnu. Af þeirri mynd mátti margt læra. Auðsæitt virtist mér, að ..BKÆÍ)RABANDIÐ" er fyr- irmyndari slysavarnadeild. Hjá henni virtist allt fara saman: Fyrirhyggja um öflun áhalda, — björgunartækja, — góð hirðing þeirra og reglusemi, — hver hlutur á réttum 'stað, — góð yf- irstjórn og dáðríkir menn í hverju rúmi og hinn rétti slysa- varnahugur: einbeittur vilji til að bjarga, hvað sem það kostaði og hvei jir, sem í hlut kynnu að eiga og án alls tillits til launa. Þessir vestfirzku björgunarmenn sýndu ,að það, sem Grímur gamli kvað forðum, er bókstaflega satt, þó að það undir sumum kring- umstæðum minni á napurt háð, — eg á við versið: Táp og fjör og frískir menn finnast hér á landi enn, þéttir á vélli óg’ þéttir í lund, þolgóðir á raunastund o. s. frv. Manni birtir ósjálfrátt fyrir augu og brjóstið fyllist góðum metnaði í hvert sinn, sem maður reynir sannindi þessarar glæsi- legu lýsingar skáldsins. En hins vegar knýr myndin af björgunar- afrekinu við Látrabjarg alla al- varlega hugsandi menn til sjálfsprófunar, — og hennar al- varlegrar. Hún vekur í hugum manna óþægilega, en þó nauð- synlega spurningu. Hún er í senn nærgöngul og persónuleg. Hún gengur beint og rakleitt að verki. Hún ónáðar slysavarnadeildirn- ar, bæði hér og annars staðar og krefst svars. Hver eru afrek þín í slysavörnunum? Hvað leggur þú á þig fyrir þær? Hversu góðan og mikinn liðskost áttu að grípa til, ef á þig skyldi vera kallað undir svipuðum kringumstæðum, eins og þegar kallað var á „BRÆÐRABANDIГ vest- firzka? Ertu viðbúinn? — Þessar og þvílíkar spurningar gefa sann- arlega tilefni til alvarlegrar sjálfs prófunar og starfsákvörðunar í vetur og oftar. Er vonandi, að deildirnar taki sér þær „til An- leiðingar“, eins og oft var að orði komizt. — En spurningarnar fara víðar um .Þær koma við hjá mér og þér. Vér erum spurðir, hvort vér höfum gert skyldu vora afdráttarlaust sem félagar Slysavarnarfélagsskaparins. — Hvort vér höfum fylgzt með störfum deildar vorrar af lifandi áhuga, — eða livort vér höfum látið oss nægja, að kjósa -menn í stjórn hennar og ætlast svo til af þeim, að þeir „klári heila klabb- ið“, eins og einn góður kunn- ingi minn orðaði það hérna um daginn. Ef svo væri, þá er eg hræddur um, að „brestur bagi í keri“, svo að ekki sé meira sagt. Það eitt er víst, að hversu góð og dugleg söm deildarstjórnin kann að vera á þessum eða hinum staðnum, — þá er það ekki í hennar valdi að afkasta éins miklu og góðu starfi í þágu þessa málefnis, eins og stórum hóp manna mætti auðnast, ef hann ætti eld áhugans í félagslegum efnum. En meinið er, að nokkuð virðist skorta á eldlegan áhuga hjá ýmsum þeirra, er til félags- skaparins teljast. Meðan svo er, vantar valinn mann í einhver rúmin. En vér skulum vona, að áhuginn glæðist og nv vakning hefjist innan allra deilda félags- ins, hyar á landinu sem er. Það er líka þörf nýx-ra félagsmarma. Mér skilzt, að margir standi enn utan vébanda félagsskaparins á hverjum stað, jafnvel í verstöð- um og sjávarþoi-pum, hvað þá í sveitum. Eg er þeirrar skoðunar, að það sé öllu fremur fyrir fram- kvæmdaleysi en óvilja, að margir þessara manna hafa ekki gerzt félagar. Úr má bæta. Ekkert er auðveldara. Áminningin er orð- uð af Grími: Því er úr doðadúr, di'engir, mál að hrífa sál. Látið verða af því, að leggja góðu máli lið. — Vakni og við- haldist áhuginn, þá er öllu borg- ð. Þá geta afrek gerzt víðar en /ið Látrabjarg, ef svo ber undir. Og — hver veit, hvenær til hverr ar deildar verður kallað og hún beðin um hjálp í lífsháska? — Verum viðbúnir! Hver veit nema einmitt hér á þessum stað vei'ði þörf fyrir, — já, enda lífsnauð- syn að eiga velþjálfaða dóða- di-engi, sem bæði vilja bjarga og kunna að bjöi’gun? Væi'i ekki tímabæi-t, að námsskeið væri haldið í björgun hér? Því skýt eg fram réttum hlutaðeigendum til athugunar. Enn fer vertíð í hönd. Innan fárra vikna leggur flotinn úr höfn. Enn munu sjómenn vorir leggja líf sitt að veði fyrir af- komu utanríkisverzlunar þjóð- arinnar. Enn munu viðkvæm hjörtu slá í vinabi-jóstum og aug- un gei-ast vot, er kvaðst verður á ströndinni. Vel má vei'a, að Ægir gamli hóti hörðu og krefjist fórna. En — gegn öllum hans hótunum stendur slysavarnastarf semin, eins og góðvættur við hlið sjómannsins. Því öflugi'i, sem hún er, því öruggari má sjó- maðurinn vei'a og ekki sízt bless- uð sjómannskonan. Slysavam- imar eru þakkir þjóðarinnar í verki til sjómannanna! Segið mér svo, áheyx-endur góðir, — er hægt að verja það, að taka ekki einhvern þátt í slysavarnastarf- inu, — hinni verklegu þöklc þjóðarinnar til sjómannanna, — hinum verklega kristindómi? Eg held, að það sé ekki hægt. Hug- leiddu þetta við aðventuljósin, sem kveikt verða á morgun, og taktu ákvörðun þína á komandi jólum, — fæðingai'hátíð HANS, er kenndi: „Allt, sem þér viljið að mennirnir gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Megi slysavai-nadeildunum aukast afl og ásmegin! GLEÐILEG JÓL TIL ALLRA Á LANDI OG SJÓ! GÍSLI B. GÍSLASON Þúfu, Óslandshlíð, SJÖTUGUR 20. júlí 1949. Nú skal hefja hugþekkt lag, hreyfa sti-engjum fínum. Sjötíu ára er í dag einn af vinum mínum. Þar sem ertu á ég vin, — oft ég naut þess hjá þér. Alltaf geymi ég áhrifin. — ánægjuna frá þéi'. í Þúfum oft mig hefur hresst, — og hlegið geði þekku. Alltaf man þó andinn bezt, eftir „Gísla á Brekku“. Oft við minja arin dvel, og með geðu þekku. Man ég glöggt að mér leið vel, meðan ég var í Bi'ekku. Bjartar ljósi, lýsa mér, liðnir gleðifundir. Vinai-hjartað þakklátt þér, þakka horfnar stundir. Minja glamja glæsta á, — geymi í minningunni. Það er gimsteinn geislinn fi'á gömlu kynningunni. Þyngjast tekur fótum för, en f-yndinn þó, sem drengur, Sálin þín er ennþá ör, eins og bjartur strengur. Líkamsorka eyðast fer, ótal dæmi’ skýra. Virðing ntína votta þér, vini manna og dýra. Margan frjálsan.Tfékkstu sprett fólks, — á kostum sínum. Áttir jafnan eitthvað létt, undir hnakknum þínum Þá var gaman þig að sjá, — þykir loftið smugu. — Gleggst ég man þó gustinn frá, „Gísla í Bi'ekku“ og „Flugu“. Sindrar ennþá sálarglóð, — sömu glettni eixún, mögnuð heiðum ungum óð, eins og júlíþeyrinn. Meðan endist æfii'ól, án þess kenni skýja, megi íslenzk sumai'sól, sinni þínu hlýja. Sigurbjörn frá Gerðum. ALLRA VEGA Ný skáldsaga eftir Sigurð Róbertsson er homin út. Þessi nýja skáldsaga er þjóðlifslýs- ing frá síðari árum .og segir frá ungu nútírna- fóllti, ástum pess, vanda- mádum og baráttu. Þessa bók vcrða allir að lesa. Útqeíandi. > íjl

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.