Dagur - 17.12.1949, Blaðsíða 8

Dagur - 17.12.1949, Blaðsíða 8
8 D AGUR Laugardaginn 17. desember 1949 ÍÞRÓTIIR OG ÚTILÍF ÍÞRÓTTIR OG ÁFENGI. . Eftirfarandi smáklausa var þættinum send í fyrra: Áfengi og íþróttir eiga aldrei samleið. Á íþróttasíðu danska blaðsins ..Berlingske Tidende“ er greint frá því, að í borðtenniskeppni milli Svía og Dana hafi það kom- ið fyrir, að tveir keppendur Sví- anna mættu mjög ölvaðir til leiks. Að sjálfsögðu voru þessir dánu- menn þegar í stað útilokaðir frá keppninni og atburðurinn kærð- ur til sænskra íþróttayfirvalda, með þeim árangi-i, að þessir „í- þróttamenn“ munu vart keppa erlendis fyrst um sinn.“ í þessu sambandi má geta þess, að í Svenska Idrotsbladet seint í nóv. sl. er klausa á þessa leið: „Hatten av — takið ofan fyrir íþróttasambandi íslands, sem ekki tekur lengur með silki- hönzkum á svallaranum og ber- serknum Gunnari Huseby og hefur útilokað hann frá íþrótta- keppni ævilangt.“ Þessa frétt höfum við ekki annars staðar frá, en sennilega er hún rétt. Gleðilegt er það, þegar íþróttirnar megna að leiða menn á betri veg, forða þeim frá drykkjuslarki og afbrotum. Má nokkuð til þess vinna, en þó ekki hægt að ganga hve langt sem helzt. íþróttamenn eiga að vera öðr- um til fyrirmyndar um lifnaðar- hætti og framkomu. Og til þeirra sem í nafni íslenzku þjóðarinnar fá að keppa á erlendum vettvangi verður að gera vissar lágmarks- kröfur í þessu efni — hvort sem þeir eru heima eða heiman. Svallandi íþróttamenn á að senda á hæli, til læknis, en ekki á afreksmannamót. Knattspyrnan. Ungverjar hafa lengi getið sér góðan orðstír sem knattspyrnu- menn. Nú síðast unnu þeir Svía (um 20. nóv.), sama lið, sem hafði leikið írana svo grátt í Dublin 13. nóv. Ymsir höfðu spáð jafntefli í Budapest — en þó veikari von hinna norrænu. En þegar til kom varð munurinn geysimikill, leik- ur Svíanna þótti mjög lélegur (enski dómarinn taldi þetta aum- asta leik Svía, er hann hefði séð). En Ungverjarnir, svartir yfirlit- um, smáir vexti, voru eldsnarir og óútreiknanlegir, — léku sér með þá hávöxnu, ljóshærðu. Ur- slitin virtust vonum betri fyrir Svíana, ósigur 5 : 0. Foringi sigurvegaranna bað sænsku blaðamennina að geta þess í blöðum sínum „að hinn ágæti árangur ungverskra knatt- spyrnumanna bæri fyrst og fremst að þakka stjórnarfyrir- komulaginu og stjórninni í land- inu“ (!) — Þjóðir sem búa við „auðvaldsskipulag" virðist von- lítið um, þegar um knattspyrnu er að ræða! Kannske það verði knattspyrnan, sem veldur næstu „stjórnarbyltingu" hér! Landsleikir Ungverja þetta ár: 10. apríl Ungverjaland Tékkó- slóvakía í Prag 2 : 5. 8. maí. Ungverjaland Austur- ríki í Búdapest 6:1. 12. júní. Ungverjaland ítalía í Búdapest 1:1. 19. júní. Ungverjaland Svíþjóð í Stokkhólmi 2 : 2. 10. júlí. Ungverjaland Pólland í Debrecon 8 : 2. 16. okt. Ungverjaland Austur- ríki í Vín 4 : 3. 30. okt. Ungverjaland Búlgaría í Búdapest 5:0. 20. nóv. Ungverjaland Svíþjóð í Búdapest 5 : 0. ' 'iiii-v' i ,,, .. . Keþpni Svía í Brazilíu fór þó enn hraklegar. Það var Ttnatt- spymufélag Málmevjar, M.. F, F„ sem þangað flaug og ætlaði sér meirá en varð. Þar byrjuðu þeir með að tapa með 0:5- og síðan með 0 : 6 mörkum. Ur því var hætt að taka þá aívaríega, farið að draga af sér og tefla ekki fram beztu mönnum.' En Svíar' hugsa sér að sýna þeim sterkara lið næsta sumar — í Svíþjóð helzt. Hvernig gengur með handknatt- leikinn hér? Samkv. mótaskrá í. B. Á. átti að verða handknattleiksmót .inn- anhúss hér 4.—11. des. og K: A. að sjá um framkvæmd. Um mót- ið hefir ekkert heyrzt enn — og verður sennilega ekki hér eftir í þessum mán. Flandknattleiksráð í, B,. ,A. segir ekkert. Satt er það, sem þent er á af sumum, að við höfum ekki svo stóra sali til keppni, sem æskilegt væri. En víða er þó keppt í ámóta sölum. Hér verður bara að miða leikaðferð og lið við salinn, þjálfa menn í liprum samleik og hreyf- ingu, en ekki áflogum og stöðum flestra keppenda í röð uppi við mörkin á víxl! Handknattleiknum, sem fþrótt, er að hraka hér og aðsóknin til tímanna er á sömu leið. Meðan við höfum ekki stærti sali ættu þjálfarar okkar að gæta sín fyrir því, sem ekki-.hæfir, hér . þótt öðrum geti dugað. íþróttafólík! , Mínnist þess næstu daga, að enginn hlýtur raunverulega góð og gleðileg jól, sem ekki lætúr þess gæta, bæði í orði og verki að þeir óski öðrum þessa líka. — Reynið -að gleðja éinhvern um þessi jól, hjólpa einhverjum gömlum, snauðum eða sjúkum. Gefið og fáið. Gledileg júl! Verzl. Eyjafjörður h.f. $ LEiÐBEININGAR tii kaupenda og lesenda NORÐRA-bóka Norðra-bækur seljast nú sem óðast upp hjá forlaginu. I gær I var „Hrakninaar og heiðavegir" uppseld, í dag er „Tvennir | tímar" og „Göngur og réttir", 2. bindi, uppselt. Næstu daga I gengur til þurrðar upplagið af „Alit heimsins yndi". „Á kon- | unas náð", „Smiður Andrésson", „Máttur jarðar" og „Sveitin | okkar". Vegna pappírsskorts eru upplög minni nú en áður. I Það eru því vinsamleg tilmæli forlagsins til þeirra. er kaupa w <& l* , | og safna Norðra-bókum, að þeir dragi ekki bókakaupin, því *v> i að gersamlega ómögulegt getur reynzt að útvega þeim þær | bækur, sem seljast upp hjá forlaginu nú fyrir jólin. BOKAÚTGÁFAN NORÐRI NÝJASTA - NÝTT úrAMARO INTERLOCK Vögguföt og yagnföt - Prjönasilkikjólar fyrir 2ja og 3ja ára telpur, fallegir litir. AMARO-B ÚÐIN

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.