Dagur - 17.12.1949, Blaðsíða 5

Dagur - 17.12.1949, Blaðsíða 5
Laugardaginn 17. desember 1949 D AGUR 5 525 nemendur hafa innritazt í Bréfaskóla SÍS á þessu ári Bréfaskólafyrirkomulagið er heppilegt fyrir fólk, er hefir daglegum störfum að gegna Bi'éfaskóli S. í. S. var stofuað- ur árið 1940. Á þessum tíma, er síðan er liðinn, hafa hátt á þriðja þúsund nemendur stundað nám við hréfaskólann. 1. sept. stund- uðu nám samtals 512 nemendur, nú nú um 770. Á þessu ári hafa 525 nýir nemendur innritast í skólann. Námsgreinum sóólans fer fjölg- andi og hafa nú nýlega bætzt við hagnýt mótorfræði og esperantó, en á næstunni bætast við algebra undir landspróf og meðferð og liirðing landbúnaðarvéla. Auk vélfræði (kennari Þor-' steinn Loftsson vélfræðingur Fiskifélags Íslands. og espe- ranto (kennari Magnús Jonsson bókbindari) ei-u þessar náms- greinar kenndar við bréfaskól- ann: ísl. réttritun, kennari Svein- björn Sigurjónsson, magister. Enska, kennari Jón Magnús- son, fi’éttastjói’i. Bókfærzla I., kennari Þorleifur Þórðarson, forstjóri. Bókfærzla II., kennari Þoi’Ieif- ur Þórðarson, forstjóri. Reikningur, kemiái'i Þorleifur Þórðarson, fórstjóri. Búreikningar, kennari Eyvind- ur Jónsson, búfræðingur. Fundarstj. og fundai'reglur, kennari Eiríkur Pálsson. lögfr. Skipulag og starfshættir sam- vinnufél., kennari;.Eiríkur Páls- son, lögfr. Siglingafræði, kéiinari Jónas Sigurðsson, stýrimánnaskólakenn . . . . ! ari. ................ Samræmi við fræðslukerfi landsins. Eins og séð verður þá veitir skólinn fyrst og fremst hagnýta fræðslu, en einnig er að því stefnt að samræma kennslu hans við fræðslukerfi landsins, t. d. verður kennsla í algebru miðuð við þær kröfur, sem gerðar eru í þeirri grein við landspróf. Þá er og sér- staklega leitast við að veita þeim mönnum fræðslu, sem vinna við aðalatvinnuvegina, sbr. kennslu skólans í siglingafræði og vél- fræði og væntanlega kennslu um meðferð landbúnaðai'véla og verkfæra. Enn eru námsgreinar Bréfaskólans ekki nogu margar, en þeim fer sífellt fjölgandi. . Bréfaskólar hafa þá miklu kost’ að fólk getui' stundað nám í þeim hvar sem það dvelur í landinu, meii-a að segja nokkrir nemend- ur, sem erlendis dvelja, stunda nám við bréfaskólann hér. .Þá geta menn stundað bréta- skólanám jafnfrmamt vinnu sinru' í flestum tilfellum, ef vilji er fyr- ir hendi. Ungir sem gamlir geta stundað nám í bréfaskólanum, enda stundar. þar nárn fólk á ýmsum aldri, frá unglingum til gamals fólks. Skólinn starfar allt árið og menn geta byrjað námið á hvaða árstíma.sem ei\ Margar stéttir við bréfaskólann. Það er ánægjulegt að bréfa- skólinn getur veitt mörgu fólki tækifæri til skólanáms, sem á engan annan hátt á þess kost, vegna atvinnu sinnar, búsetu fjarri öðrum skólum eða af öðr- um ástæðum. T. d. stunda nú nám við bréfaskólann, sjómenn, bændur, verkamenn, iðnaðar- menn, húsmæður, sjúklingar, unglingar, sem búa sig undir aðra skóla, o. s. frv. Bréfaskólanámið byggist á því fremur öðru skólanámi, að nem- andinn hafi áhuga og vilja til þess að læi'a. Bréfaskólinn hefir fehgið umsaghir mikils fjölda nemenda sinna um námstilhögun og námsmöguleika og hafa þeim yfirleitt legið mjög vel orð til skólans. Það, sem þeim helzt þykir ábótavant er það, að náms- greinar séu of fáar. Þær ástæður, sem virðast til þess liggja, að menn stunda bréfaskólanámið, eru vafalaust fyrst og fremst hin almenna námstilhögun, sem sagt hefir verið að einkenni íslend- inga, en einnig er allmikið af mönnum, sem auka vilja hæfni sína vegna starfs síns og atvinnu. T. d. eru margir bókfærslunem- endur menn, sem reka smærri fyrirtæki, og vilja geta annast bókhaldið sjólfir. Ymsir nemend- ur hafa í hyggju að skipta um starf og eru að búa sig undir það. Margt nemenda eru unglingar, sem eru að búa sig undir lengra skólanám. Þannig mætti margt telja. Bréfaskólinn vill vekja athygli fólks á bréfanáminu með það fyrir augum, að hann geti orðið því til nokkurs gagns og skólinn er þakklátur dagblöðum og öðr- um aðilum, sem vekja athygli á starfsemi hans. Aðsetur skólans er í Sambandshúsinu í Reykja- vík og ■ eru þar fúslega Veittar frekari upplýsingar. Leikföngin er bezt að kaupa í tíma. Fjöibreytt úrval. Kaupfélag Eyfirðinga. Járn- & glervör.udeild Ferððtöskur nýkómnar. Kaupfélag Eyfirðinga Járn- & gleruörudeild Lítið inn til okkar. áður en þér kaupið jólagj afirnar Virðingarfyllst Pöntunarfélag verkalýðsins og útibúið, Eiðsvallagöti GUFUPRESSAN (Guðm.'H. Arnórsson) Skipagötu 12 — Símí 421 — Akureyri Óskar öllnm viðskipta- vinum sínum gleSilegra jóla góðs nyárs. Þakkar viðskiptin á liðna arinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.