Dagur - 17.12.1949, Blaðsíða 7

Dagur - 17.12.1949, Blaðsíða 7
Laugardaginn 17. desember 1949 D A G U R 7 ARKAÐINU Ely Culbertson: MINN7 INGAR I—II. Þó að Ely Culbertson hafi ná- lega hlotið ' heimsfrægð fyrir kenningar sínar og skarpskyggn- ar rannsóknir í þágu bridge-ins og einróma lof og þakklæti allra, er þá íþrótt stunda, mætti ekki síður krýna hann lárviðarsveig „honoris causa“ fyrir byltingar- sinnuð sjónarmið hans og at- burðaríkt líf hans í þágu mann- úðar, andlegra verðmæta og mannlegra tilfinninga. „Á þessum síðustu og verstu tímum“, þegar efnishyggjan (,,materialismusinn“) sogar fólk ofan í eins konar andlega kola- þoku, þar sem örðugt er um and- ardráttinn, er hressandi að lesa jafn-róttæka og lífræna bók eins og „Minningar“ Culbertsons. Brynjólfur Sveinsson, mennta- skólakennari á Akureyri, hefir íslenzkað bókina og honum far izt þýðingin vel úr hendi, einkum á fyrra bindinu. Málið er ramm- íslenzkt — eða öllu heldur ís- lenzk íslenzka, en ekki sú mol- búa-láglendings-múga-málleysa, sem nú er tekin að tíðkast hér í ræðu og riti. Þessar endurminn- ingar Culbertsons eru hvorki þurr og leiðinleg vangaveltuspeki um útspil, sagnir og kastþröng í „þridge“ (fáir menn þykja leið- inlegri af þeim, sem ekki spila, en bridge-spilarar) né innantóm- ur fimbulfambs-„reyfari“ í ætt við framhaldssögur í „Vikunni“ og mörgum öðrum heimilisritum af sama tæi — eins og sumir kynnu að ætla af villandi auglýs- ingum um bókina. Þegar bók er auglýst hér „spennandi", bendir það yfirleitt ekki til þess, að hún hafi bókmenntalegt gildi, en öllu verra er þó hitt, ef góðir lesend- ur sniðganga góða bók eingöngu ei 1 bókinni lýsing allra kaup- mennska. Háleitar og göfgar hugsanir taka á sig nýjar og nýj- ar myndir — sálin er eins og krystall, sem dregur að sér geisla og varpar þeim svo frá sér í margs kyns litbrigðum. Aðalsmerki bókarinnar er ein- lægnin. Steingrímur Sigurðsson. Steindór Steindórsson frá Hlöðum: LÝSING EYJAFJARÐAR. Fyrri hluti.. — Bókaútgáfan Norðri, Akureyri. Félög manna í vmsum sýslum og landshlutum hafa nú um all- margra ára skeið unnið að því að gefa út álitleg ritsöfn um ýmiss konar fróðleik varðandi byggð- arlög sín og héraðssögu. Hafa Eyfirðingar orðið heldur síðbúnir til þess að gera hreint fyrir sínum dyrum í þessu efni. En nú hefir hinn stórvirki og athafnasami náttúrufræðingur, Steindór Steindórsson frá Hlöð- um, hafizt handa um að rita Lýs ing Eyjafjarðar, og er fyrri hluti hennar nýlega kominn út hjá Norðra á Akureyri. Þetta er mikið rit og vandað, 250 bls. á stærð, prentað á ágætan pappír og prýtt fjöldamörgum fallegum myndum. Er það ætlunin, að ri.t þetta sé inngangur að miklu ritverki um héraðssögu Eyjafjarðar, sem.Ey- firðingafélögin í Reykjavík og heima í héraði hafa hugsað sér að koma út með tíð og tíma. Þetta bindi hefst með almennri lýsingu héraðsins, en síðan koma byggðalýsingar, þar sem farið er sveit úr sveit og lýst öllu því helzta, sem fyrir augu ber, nátt- úrufyrirbrigðum, sögustöðum samgöngum o. s. frv. Jafnframt menningu og félagslífi. Þess er að vænta, að Eyfirðing- ■ taki fegins hendi þessari vönduðu og ýtarlegu héraðslýs- ingu, því að enginn okkar mun vera svo fróður um heimasveit sína, að ekki sé Steindór fróðari. Á hann miklar þakkir skilið fyrir að hafa riðið á vaðið með samningu Eyfirðingarita og er nú vonandi að fleiri komi í kjölfarið. Útgáfufélaginu ber að þakka fyr- ir það hversu myndarlega það hefir gert ritið úr garði að öðru leyti. Benjamín Kristjánsson. „íslenzk nútímalýrikk“. Ljóðskáldin virðast ekki eiga miklu gengi að fagna hjá þjóðinni síðustu tímum, ef marka má eftirspurn eftir verkum þeirra á jví, hversu fáar ljóðabækur koma nú og að undanförnu á af því, að þeir hyggja, að hún sé það, sem kallað ér „spennandi“. Þó að bókin sé bráðskemmtileg og spennandi — eins og fyrr get- ur (einhver ritdómari sagði, að hún væri skemmtilegasta bók, sem hann hefði lesið) ætti það ekki að forða alvörugefnum og | hugsandi mönnum frá því að lesa hana ,því að hún sameinar djúpa alvöru og fjör, skapandi og bragðmiklar athuganir á mann- lífinu og skemmtilega frásögn af minnisstæðum atburðum. Blað er gefið út í Reykjavík með þeim fögru fyrirheitum, að það sé „blað fyrir alla“, þó að það loforð hafi verið fyrir löngu brotið — eins og alkunna er. Minningum Culbertsons má hins vegar með góðri samvizku gefa þau með- mæli, að þar sé „bók fyrir alla“, og mun hver og einn, er bókina les, sannfærast um það. Bókin er víðfeðm, fer inn á flest þau svið, er varða mannlega hugsun. Við fylgjumst með uppvexti höfund- arins, margvíslegum þroskastig- um hans og ýmsum breytingum á sálarlífi hans og lífsviðhorfi. Líf hans er samfelldur stormur, stöð ug dramatísk átök — aldrei kyrkingur, ládeyða eða meðal- staða innan hinna fornu sýslu marka, svo og lýsing Grímseyjar. í viðbæti er Háplöntuflóra hér- aðanna umhverfis Eyjafjörð, eft- ir Ingimar Oskarsson, grasafræð- ing‘ og eru þar taldar 336 tegund ir innlendra plantna, sem fundizt hafa við Eyjafjörð, og getið fund- arstaða þeirra. Er þessi skrá hin fróðlegasta fyrir þá, sem við grasasöfnun fást og góður leiðar- vísir. Þessi Lýsing Eyjafjarðar er ekki aðeins langsamlega ýtarleg ust lýsing af héraðinu, sem enn hefir komið út, heldur verður hún fullkomnasta verk sinnar teg undar, sem prentað hefir verið hér á landi. Er ekki að efa, að höfundurinn er þaulkunnugur hér á æskuslóðu.m sínum um staðhætti alla, enda mun hann eiga mörg spor um byggðir og óbyggðir þessa héraðs. Kemur hann og víða við í bók sinni og er frásögn hans öll fjörlega rituð og hin skilmerkilegasta. f síðara hluta ritsins er svo til ætlazt, að gerð verði nánari grein fyrir jarðmyndunarsögu héraðs ins, náttúrufari og gróðurríki, svo og dýrafræði þess og lofslagi, Ennfremur lýst atvinnuháttum mikla og Ijóðræna skáldriti hins útgefandans, Kristins meistara Andréssonar ,um „íslenzkar nú- tímabókmenntir“. En auðvitað er okkur forðað frá því að heyra nokltra ljóðlínu eftir jafnóljóð- ræna menn eins og Fornólf, Gest, Sigurjón og Guðmund Friðjóns- syni, hvað þá heldur Guðmund Inga, Guðmund Frímann og Guð mund Daníelsson, svo að nokkur nöfn séu nefnd af handahófi úr hópi vesalings busanna, sem ekki standast þeim, köppunum í innsta búri máls og menningar, minnsta snúning á sviði íslenzkrar ljóð listar og fagurra bókmennta! Borgarastéttin á landi hér, er vissulega hefir látið bókmennta- menn, sem þeir Kristinn og Snorri eru gildir fulltrúar fyrir, ráða öllu bókmenntamati óg bók menntasmekk sínum á síðari ár- um — þótt hún hafi kannske markaðinn, borið saman við bæk I e^ki alltaf gert sér ljósa grein fyrir því í hvaða haugi flugan, sem hún gein yfir, var klalcin, — mun vissulega ekki láta þessa fallegu bók vanta á hið andlega né veraldlega nægtaborð sitt nú um þessi jól, enda er hún, eius og áður er sagt, .í sérlega fallegu bandi, og, því tilvalin gjáfabók, því að naumast getur það' talizt neinn höfuðgali, þótt ýmis ágæt kvæði fljóti með fállegu spjöld unum og gyllta kilinum. ur annarra tegunda. Þetta er raunar harla eðlilegt, þótt ekki gefist hér tóm til að ræða orsakir aessa fyrirbrigðis nánar að sinni. En geta má um það lauslega í jessu sambandi, að vissri klíku bókmenntamanna“ í Reykjavík hefir að undanförnu tekizt furðulega vel að einoka þessa listgrein og segja fyrir um það, hverjir skuli hlutgengnir teljast á því sviði og hverjir ekki, enda hefir þessari klíku haldizt uppi, viðnámslaust að kalla, hvers kon- ar hlutdrægni og einsýni á þessu sviði, þannig, að hún hefh’ öðrum mæði skapað forgyllt skurðgoð úr litlum leiruxum, en að hinu leytinu synjað öðrum allrar rétt- mætrar viðurkenningar. En nóg um það að sinni. — „íslenzk nútímalýrikk, úrvals- kvæði eftir þrjátíu skáld“, nefn- ist falleg, lítil bók, sem Þorleifur Gunnarsson hefir gefið út, en Kristinn E. Andrésson og Snorri Hjartarson hafa valið kvæðin. Nafn útgefandans er næg trygg- ing fyrir því, að ytri frágangur bókarinnar er sérlega vandaður og smekklegur og bandið fór- láta gott, og segja má, að nöfn hinna séu raunar jafngóð trygg ing fyrir því að sínu leyti, að hvergi er hvikað um val kvæð anna frá þrengstu og vilhöllustu sjónarmiðum klíku þeirrar, er eg nefndi áðan, enda fáum við nú að sjá þarna — innan um kvæði annarra góðskálda — ljóð eftir Jón Óskar, Hannes Sigfússon, Jón úr Vör og aðra slíka, að , # i ógleymdum Snorra Hjartarsyni sjálfum, er skenkir sjálfum sér 6 síður í þessu litla kveri, og mun það raunar bróðurpartur af öll- um prentuðum ljóðum þessa höf- undar, sem segja má um öllum ljóðskáldum fremur að hlotið hafi viðurkenningu, skáldasyrk og hvers konar umbun fyrir væntanleg bókmenntaafrek sín, meðan hann lá ennþá í sigurkufli sínum í móðurkviði skáldagyðj- unnar .Vantar þá raunar ekkert, er prýtt gæti þetta ,,úrval“ nema Þjóðleg fræði. Svo sem eg drap á í síðasta tbl. verð eg því miður að gera þeim bókunum tiltölulega lélegust skil að sinni, er ég vildi þó raun- ai’ gera hæst undir höfði. Ef til vill gefst mér betra tóm til þess síðar að geta þeirra nokkru rækilegar en nú getur orðið meðan mér hefir enn ekki unnizt tími til að lesa þær til nokkurrar hlítar, en aðeins blaðað í þeim að kalla. En eg vildi þó ékki láta undir höfuð leggjast að geta þeg ar að nokkru jafn girnilegra og ágætra bóka og Brim og boðar. frásagna af sjóhrakningum og svaðilförum, sem Siguvður Helga son, rithöfundur, hefir samið og safnað, en Iðunarútgáfan gefið út í vandaðri útgáfu með miklum fjölda ágætra mynda. Mun þetta að líkindum vera álíka merk bók á sínu sviði og Hrakningar og heiðavegir eru, að sínu leyti, en þeirrar ágætu bókar var nánar getið í síðasta blaði. Þá hefir Ið unnarútgáfan einnig nýskeð gef ið út bókina Ævikjör og aldarfar eftir Oscar Clausen, rithöfund og virðist hún einnig girnileg til fróðleiks og skemmtunar öllum þeim, er söguegum og þjóðlegum fræðum unna. Síðast — en ekki sízt — nefni eg sagnaþætti Benedikts Gíslasonar frá Hof- teigi, er hann nefnir Smiður Andrésson og þættir, en Norðri gefur verk hans veglega út. Er sú bók rituð af miklu fjöri, hug kvæmni, dirfsku og — mér ligg ur við að segja — kappi. Sagn fræðilegur áróður getur að vísu PÁLMI JÚLÍUSSON frá Hvassafelli. — MINNIN GARORÐ. — Föstudaginn 9. des. sl. var til moldar borinn Pálmi Júlíusson á Hvassafelli. Hann var fædd- ur 24. marz 1907 að Hvassafelli, sonur hinna góðkunnu merkis- hjóna Hólmfríðar Árnadóttur og Júlíusar Gunnlaugssonar bónda )ar. Þar í hinum friðsæla og fagra Djúpadal ólst Pálmi upp við hin algengu sveitastörf á mannmörgu heimili í glöðum systkinahópi. Bar snemma á því að hann var duglegur og fylginn sér sem hann átti kyn til og var sem öll verk léki í höndum hans. leikjum var hann kappsfullurog áræðinn, en drenglyndur og rétt- sýnn ef í odda skarst, sem oft vildi verða milli ungmenna og vildi þá úr öllu gott gera og var manna sáttfúsastur. Pálmi var hvers manns hugljúfi, alltaf hress og glaður á hverju sem gekk og lét lítt á sér sjá þótt stundum blési kalt, enda fór lífið um hann hörðum höndum. Konu sína missti hann í blóma lífsins eftir skamma sambúð frá tveimur ungum börnum. En hann lét ekki heiminn harm sinn sjá og ótrauð- ur hélt hann baráttunni áfram, án þess að leysa heimili sitt upp, sótt oft væri erfitt um hjálp. Börnum sínum var hann upp frá )ví bæði faðir og móðir. En nú pegar mestu örðugleikarnir voru að baki og bjart virtist framund- an kom hinn mikli sláttumaður og greiddi hið stóra högg. Þegar Pálmi Júlíusson er horf- inn af sviðinú rifjast upp fyrir mér hinar fjölmörgu og minnis- stæðu ánægjustundir frá því við vorumb litlir drengir, þær minn- ingar eru margar og yfir þeim öllum hvílir hin bjarta heiðríkja eins og hún getur fegurt orðið. Það er sagt, að þeir deyi ungir, sem guðirnir elska, en þá rún mun eg eigi leitast við að ráða, en fáa hefi eg þekkt, sem hafa verið jafn vinsælir frá fyrstu kynn- um til hinztu stundar, sem Pálmi heitinn var. Vertu sæll, vinur, og þakkir fyrir ótal yndisstundir. Megi heimkoman verða þér hamingju- söm og eg bið þann, sem öllu ræður að vera börnum þínum huggun og líkn. S. S. þá helzt úrvalskafla úr hinu verið viðsjái-verður, þegar svo ber undir, og naumast er kapp- samlegur málfylgjustíll til þess fallinn að vekja óskorað traust á fræðilegum niðurstöðum, en skemmtilegur getur hann verið og persónulegm-, og hvort tveggja virðist mér — við laus- lega yfirsýn — geta átt við um þessa nýstárlegu og spretthörðu bók Benedikts frá Hofteigi, sem ber skýrt vitni um fróðleik, sjálf- stæða athugunargáfu, rithöfund- ar-hæfileika og skaphita hans. Á fræðilegar ályktanir höfundar og rökfærslu legg eg hins vegar eng- an dóm, því að eg kenni mig ekki mann til þess. En vissulega er bók hans um Smið hirðstjóra og önnur efni sérlega girnileg til fróðleiks og skemmtunar. J. Fr.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.