Dagur - 17.12.1949, Blaðsíða 11
Laugaidaginn 17. desember 1949
D A G U K
11
'<S>«><S><?>-'S>3><S*Sx3xexe>3x8xe>«xMxS>3>3xS><j>^»<íxSxí>3xS>>»3><SxSxíxSxS><SxSx$x$><$><e>3xS><í>3>3>3xSxS><S><S>3><S><í>3x^^
I SAGA AKUREYRAR
Ein fallegasta jólagjöfin
Bókaútgáfan
Akureyri
- Fokdreifar
(Framhald af 6. síðu).
svo að segja alla verzlunina. —
Skipulagningin virðist vera að
hrinda þjóðinni aftur á bak um
áratugi, afnema skilning manna
og þekkingu á vörugæðum,
svíkja þjóðina um möguleika til
þess að þroska smekkvísi sína og
einstaklingseðli, reyna að steypa
alla í sama mótinu, án tillits til
þess hvort það hentar þeim eða
ekki, og gera verzlunarástandið
eins og það var á Grænlandi fram
á síðustu tíma og Peter Freuchen
hefir lýst skilmerkilega í greina-
flokki, sem Samvinnan birti
snemma á þessu ári. Þar fékkst
aðeins ein tegund dúka handa
öllum landslýðnum, og urðu
menn að nota hann jafnt í rúm-
fatnað sem ytri fatnað. Einvaldir
stjórnarembættismenn höfðu öll
ráð almennings í hendi sér.
Kvartanir voru hundsaðar og
hinum vísu landsfeðrum datt
aldrei í hug, að. þær gætu verið
á rökurn byggðár. Hvað veit
óbreyttur alþýðumaður um slika
hluti? Virðulegur stjórnaremb-
ættismaður á nefndar- eða ráðs-
skrifstofu gejunir auðvitað alla
vizkuna.
Nýstárlega tillaga um sköinmt-
u»ar-,,demonstration!“
A ÞAÐ SKORTIR EKKI í
þessu landi, að blöð og almenn-
ingur gagnrýní skipulagningu
embættismannanna á málefnum
þjóðarinnar og átsandið í heild.
En hér, eins og á Grænlandi, eru
embættismennirnir upp yfir það
hafnir, að skipta sér af svoleiðis
smámunum. Það kemur örsjaldan
fyrir, að þeir geri grein fyrir
verkum sínum og ákvörðunum í
blöðunum, eða taki tillit til há-
værrar gagnrýni fólksins í land-
inu. — Skömmtunarmeistarai-nir
allir eru eitt bezta dæmið um
þann þjösnahátt, sem virðist ein-
kenna þann hluta embættis-
mannastéttarinnar, sem telur
verzlunar- og birgðamál þjóðar-
innar séi-grein sína. Eg get vel
fallist á það, að það sé til næsta
lítils gagns að senda þeim tóninn,
því að þeir virðast ekki gera ann-
að en hrista höfuðið yfir fáfræði
og skilningsleysi mannfólksins,
því að auðvitað sitja þeir sjálfir
uppi með alla vizkuna .Af þessu
tilefni dettur mér í hug tillaga
eins kunningja míns, sem einnig
hefir veitt því athygli, hversu
sáralítill árangur verður af því
að benda hinum alvísu landsfeðr>
um á misfellur í framkv^emd
áætlunarbúskaparins með bréf-
um og greinum í blöðunum. Hann
stakk upp á því, að kraftmeiri
aðgerðir væri reyndar. Hvernig
væri það, sagði hann, að svo sem
200 borgarar tækju sig til og
færu kröfugöngu til þess að mót-
mæla fataleysinu og skömmtun-
arvitleysunni og hinni herfilegu
afturgöngu, stofnauka nr. 13, sem
ekkert fæst út á enn, þótt þetta
sé víst hans þriðja jaröneska hér-
vistartímabil? En þetta á ekki að
verða venjuleg kröfuganga með
Veizlan á höfninni
Bráðskemmtileg saga um ævintýri norskrar skips-
hafnar eina nótt í Suðurhöfum. Hlaut fyrstu verðlaun
í Norðurlanda-samkeppninni 1947.
\rerð: í bandi 32.50, óbundin 22.50.
Bókaútgáfan BS.
Höfum ávallt fyrirliggjandi
hinar viðurkenndu
@>
- o 11 ii r
Kaupfélag Eyfirðinga
Olíusölucleilcl.
spjöldum sem á stæði: „Burt með
Elís,“ eða: „Við heimtum meira
vit í kollinn á Fjárhagsráði." —
Nei, í þessari göngu á ekki að
bera nein spjöld, og yfirleitt á þar
ekki að bera neitt, ekki einu sinni
föt. Menn eiga að ganga alstríp-
aðir í þessari mótmælagöngu til
þess að leggja áherzlu á hið
hneykslanlega ástand og hið
syndsamlega andvaraleysi - ráð-
anna og undirráðanna, sem eru
að reyna að gera þjóðina að
, ,dómgreindarlausum skrælingj -
um“, svo að orð Vísis um þetta
efni séu aftur yfir höfð. Þetta er
nú tillaga kunningja míns, og er
ekki hægt annað að segja að nátt-
úrukraftur leynist- í henni. Lík-
lega dugar heldur enginn annar
ki-aftur til þess að ýta við hinum
syfjuðu nefndum og ráðum, svo
að um muni.
Bezta jólagjöfin,
sem þér getið gefið barni yðar, er LÍFTRYGGING
hjá Sjóvátnggingafélagi íslands.
Aðalumboð á Akureyri:
JÓN GUÐMUNDSSON
Ráðhússtíg 7. — Símar 46 og 246.
ÞAKKARORÐ
Innilegar þakkir sendi eg öll-
um, nær og fjær, sem glöddu mig
á 75 ára afmæli mínu þann 1.
desember með heimsóknum,
blómum, skeytum og góðum
gjöfum.
Eg þakka innilega Lúðrasveit
Akureyrar, sem gladdi mig með
sinni ágætu músík, og færði mér
stóra og fallega mynd og gjörði
mig að heiðursfélaga sínum. —
Sömuleiðis þakka eg söngfélag-
inu Geysi fyrir þann heiður að
koma og syngja nokkur lög, af
sinni alkunnu snilld. Eg þakka
hjartanlega þeim, sem færðu mér
blómin blessuð, þau eru híbýla-
prýðin mesta og manni finnst
Dau tala til manns á guði máli.
Eg þakka öllum fyrir hlýju
heillaskeytin, sem voru nákvæm-
lega jafnmörg og æfiárin mín eru
orðin, eða 75. — Eg þakka, fyrir
bækurnar, sem eru ævarandi
vinargjöf, og síðast en ekki sízt
Dakka eg starfssystkinum mínum
fyrir þann ágæta grip, sem mér
finnst eg aldrei hafi séð fegurri
eða betri. Þegar eg hefi stafinn
mér við hlið finn eg glöggt, að
eg er studdur af hlýhug ykkar
allra, gefendanna.
Guð blessi ykkur öll.
Ólafur Tryggvi Ólafssön.
Eplasulta
Jarðarberjasulta
Hindberjasulta
Kaupfélag Eyfirðinga
■Nýlenduvörudeildin og útibú
Kúluspil
nýkomin.
Kaupfélag Eyfirðinga
Járn- og glervörudeilcl.
Jólakort til ágóða fyrir
„Sólskríkjusjóð"
Frá Dýraverndunarfélagi
Akureyrar hefir blaðinu
borizt eftirfarandi:
Síðastliðið haust stofnaði frú
Guðrúu Erlings, ekkja Þorsteins
Erlingssonar skálds ,sjóð, í minn-
ingu um mann sinn. Sjóð þennan
nefndi hún „Sólskríkjusjóð“.
Hugmynd gefandans er, að efla
sjóðinn sem mest og veita úr
honum fé til kaupa * á fóðri
handa fuglunurrr, sem heyja hér
baráttu harða og langa við ís-
lenzku vetrarnóttina.
Ekkert skáld okkar orti fleiri
né hjartnæmari ljóð um málleys
ingjana litlu, enda unni skáldið
þeim sérstaklega.
Sjóður þessi lét í fyrra gjöra
fögur jólakort með prentuðum
kvæðum Þorsteins og myndum
eftir íslenzka listamenn.
Nú sendir frú Guðrúri Dýra-
verndunarfélagi Akureýrar 300
þessara fögru jólakorta að gjöf og
biður okkur að verja andvirði
þeirra til fóðurkaúpa handa fugl-
unum. — Munið því að hver eyr-
ir, sem inn kemur fer óskiptur til
þessa göfuga málefnis.
Ennfremur viljum við vekja
athygli á því að sjóður þessi tek-
ur á móti gjöfum og áheitum og
biðjum við dýravini að minnast
þess.
Hjálpið okkur, hvar, sem er, að
vinna að því að enginn fugl þurfi
að líða skort á þessum vetri:
Er húmið byrgir hæðir lands
hann hniprar sig í leyni,
og minnstu, að eina húsið hans
er hlé hjá freðnum steini.
Gleðileg jól!
Úr bæ 02 byggð
Hátíðamessur í Möðruvallakl,-
prestakalli. Jóladag kl. 1 á
Möðruvöllum og kl. 4 í Glæsibæ.
Annan í jólum kl. 1 að Bakka.
Gamlaársdag kl. 4 í Ásskóla við
Hjalteyri. Nýársdag kl. 1 að
Bægisá. Guðsþjónusta í Skjald-
arvík auglýst síðar. — Sóknar-
prestur.
Æskulýðsfé-
lag Akureyrar
kirkju. 1 deild
heldur fund í
kapellunni n.k.
sunnudag kl. 8.30 e, h. — Munið
að greiða félagsgjöldin.
Akureyringar! Munið eftir
fuglunum ykkar í vetrar-
hörkunum, og styrkið mat-
gjafir þeirra með því að
kaupa fuglakortin í Blóma-
búð KEA.
Vinnuctofusjóði Kristneshælis
hafa borizt þessar gjafir: Frá
Ki-istínu Sigurðardóttur, Krist-
nehi, kr. 50.00. — Frá Kristínu
Ámadóttur, Eiðsvallag. 7, Ak.,
kr. 100.00. — Frá Sigrúnu Gísla-
dóttur og Vigfúsi Vigfússyni, Ak-
ureyri, til minningar um Gísla
Vigfússon, kr. 1000.00. — Beztu
þakkir. Jónas Rafnar.
Þeir hjálpuðu sér sjálfir heitir
bók, sem nýlega er komin út hjá
Norðra. Bók þessi lætur lítið yfir
sér, en hún er skemmtileg og
fróðleg. Þetta er sjálfsævisaga frá
írlandi. Segir þar frá pilti, blá-
fátækum og umkomulitlum. sem
kemst til manns — og vel það.
Dugnaður og heiðarleiki ryðja
honum braut. Söguhetjan, þ. e.
höfundurinn, segir mjög skemmti
lega og „húmoristiskt" frá, og
ævisaga þessi er ágæt þjóðlífs-
lýsing, auk þess að hún er
skemmtilestur. Hvað vitum við
um frændur okkar. írá?
|)ufm«rbúðin tv búð allrn
Gerið jólainnkaupin
hjá okkur!
Hveiti, 5 Ibs. pk.
Smjörlíki
Strausykur, hvítur, fínn
Flórsykur
Bökunardropar
Lillu-Gerduft
Hjartarsalt
Natron
Sulta, 1 kg. ds.
Ávaxtalitur
Saft, hálf flöskur
Sykurvatn, heil flöskur
Bivðingar, margar teg.
o. fl. o. fl.
Allir koma í Hafnarhúðina.
Skipagötu 4. Simi 94.
Dýraverndunarfélag Akureyrar. *$»$*$*$*$>*$>*$>*$>*$>*ft>*$>*4í