Dagur - 17.12.1949, Blaðsíða 1

Dagur - 17.12.1949, Blaðsíða 1
12 SÍÐUR Forustugreinin: Hvers er að sakna úr verzlunar-„skipu- laginu?“ AGUE Sjöunda síðan: Getið nýrra bóka á bóka markaðinum. AXXn. árg. Akureyrið, laugardaginn 17. desember 1949 53. tbl. Ekki cr svefnsamt í b]arnarhíðmu Þannig lýsir erlendur skopteikna ri (Schloss í France-Amerique) viðsKipium 'iuuismaiia og konimúnismans. Rússneski björn'nn getur ekki sofið í híði sínu, sem er varið af kommúnista- flokkum allra landa,, vegna ásækinna stungna títóismans. Réttarhöldunum yfir Kostov hinum búígarska sýna og, að það eru fleiri en Tító, sem eru einvaldanum í Moskva óþægilegir. Ríkið veitir 250 milljónir króna til sýningar- innar - brezka stjórnin bvst við mill jónuin Kesta sumarið 1951 Xj Rretar eru nú að undirbúa og skipuleggja stórkostlega sýningu, sem ákveðið er að halda í London árið 1951. Sýningin heitir „The Festival of Britain 1951“, og er Gerald Barry, ritstjóri stórblaðs- ins „News Chronicle“, ráðinn' framkvæmdastjóri hennar, enda átti hann hugmyndina að sýn- ingunni, kom henni á framfæri og vann henni fylgi. Allir stjórnmálaflokkar lands- ins styðja hugmyndina og þing- ið hefur þegar samþykkt nær þyí 250 milljón króna fjárveitingu til þessa fvrirtækis. Þykir það mik- il fjárhæð og nær einsdæmi, að somkomulag skuli hafa orðið um svo mikil fjárútlát til slíks fyrir- tækis. . Morrison hafði forustuna. Hinn glæsilegi og skeleggi for- ustumaður Verkamannaflokks- ins, Herbert Morrison, hafði for- ustu fyrir málefnið á þingi. Var því þar með borgið. í viðtölum, sem hann og Barry hafa veitt Lundúnablöðunum að undan- förnu, kemur í ljós, að brezka stjómin og brezka þjóðin vænta þess, að öll lötid veraldar sendi fulltrúa á sýninguna og að millj- ónir gesta muni sækja Breta heim árið 1951. Þessi sýning verður alls ekki vörusýning ein- vörðungu, heldur og menningar- legs eðlis. Áherzla verður lögð á að kynna brezka list og þátt hennar í brezk.ri menningu og brezkri framleiðslu, en að sjálf- sögðu mun útflutningsvarningur Breta skipa veglegan sess á sýn- ingunni. 100 ára afmæli Crystal Palacc. Eins og fýrr segir ,var það rit- stjóri News Chronicle í London, sem átti hugmyndina að sýning- unni, og tilefni hennar er 100 ára afmæli heimssýningarinnar í Hyde Park í London, en þá var hið fræga Crystal Palace byggt, sem stóð til ársins 1940, er sú glæsilega höll var eyðilögð í sprengjuárás Þjóðverja. Þessi sýning á að standa í London frá því í maí til septemberloka og hún á að sýna það, fyrst og fremst, hvernig brezka þjóðin hefur sigrazt á efnahagsvandræð- um sínum með samheldni, þraut- seigju og gamalli og rótgróinni menningu. Sýningin sjálf verður á auðum svæðum, sem sköpuð- ust meðfram Themsfljóti í stríð- inu, er sprengjuásásir Þjóðverja voru magnaðastar. Sérstök deild sýningai’innar verður í Battersea Park, og verða þar einkum skemmtiatriði. Ollum þjóðum heims verður boðið að taka þátt í sýningunni, og verður þetta því nokkurs konar heimssýning, enda þótt áætlað sé, að hlutur Breta og brezka heimsveldisins verði lang samlega stærstur. Fljótandi og akandi sýningar. Jafnframt aðalsýningunni verð- ur sérstökum sýningardeildum komið upp í járnbrautarlest, sem Grein frá rctíveitu- stiórninni kemur í næsta blaöi Rafveitustjóm Akureyrar hefir nú ákveðið að verða við tilmælum Dags um að birta ! _ | j bæjarmönnum greinargerð i um ástand og liorfur í raf-1 j magnsmálum bæjarins og 1 mun greinin væntanlega birt- ast í næsta tbl., sem kemur út á miðvikudaginn kemur. Ný barnabók eftir Hannes Magnússon skólastjóra Nýlega er komin á bókamark- aðinn ný barnabók eftir Hannes J. Magnússon, skólastjóra. Nefn- ist hún „Bókin okkar“ og er safn af smásögum. Þórdís Tryggva- dóttir hefur teiknað myndir með sögunum. Hannes Magnússon hefur áður gefið út þrjár barna- bækur, sem alltar hafa hlotið góða dóma og miklarr vin- sældir. á að fara milli allra helztu borga landsins og kynna þeim, sem ekki geta komið til London, aðalefni sýningarinnar. Jafnframt hefur verið ákveðið að breyta einu flugvélamóðurskipi flotans fljótandi sýningarsali, og á sú sýning að fara á milli allra hafn- arborga landsins, og e. t. v. til erlendra borga, og gefa fólki kost á að kynnast sýningunni með þeim hætti. Dagur birtir hér að ofan teikningu af þessu sýning- arskipi Breta 1951. jan á 500 kw. disselsamsiæðu Raíveitusijórnin heíir ekki einu sinni spurzt íyrir um möguleika á samvinnu verksmiöj- unnar og bæjarins í raímaqnsmálum Fyrir nokkrum árum var bent á þá staðreynd hér í blaðinu, að Hjalteyrarvcrksmiðjan hefði yfir að ráða allstórri diesel-samstæðu, sem notuð væri til rafmagnsframleiðslu fyrir verksm. á sumrin og líkur leiddar að því, að samstarf gæti tekizt með bænum og verk- smiðjunni í rafmagnsmálum að vetrinum, þegar þessar vélar verk- smiðjunnar eru ekki í notkun, en bærinn í sárri þörf fyrir aukna raforku. Á þessu ári komst þessi tillaga í framkvæmd. Myndin er af teikningu, sem gerð hefir vcrið af hinni fljótandi sýningu Breta 1951. Flugvélamóðurskip flolans verðiir sent í milli liafnarborganna. Var lögð háspennulína til Hjalteyrar og fær bærinn 350 kw. þaðan að vetrinum, er á þarf að halda, en það er ærið oft, gegn því að rafveitan hér selji verk- smiðjunni rafmagn að sumrinu. Háspennulínan rétt ofan við Dagverðareyri. Þessi Hjalteyrarlína, sem lögð var í sumar, og er hluti af vænt- anlegri rafmagnsveitu út-Eyja- fjarðar, var lögð skammt ofan við síldarbræðsluverksmiðjuna á Dagverðareyri, en ekki um stað- inn. Þessi verksmiðja á tvær Dieselvélasamstæður, sem geta framleitt 500 kw., eða ásamt Hjalteyri stórlega bætt úr versta rafmagnsskortinum hér að vetr- inum, ef samningar tækjust við verksmiðjuna um afnot þessara véla þegar verst gegnir í raf- magnsmálunum hér. Engra samninga leitað. Blaðið hefur aflað sér upplýs- inga um það, að rafveitustjórnin hér hefur engra samninga leitað um þetta efni og ekkert gert til þess, að bæta þannig að nokkru úr orskuskortinum á tiltölulega auðveldan hátt. Mun bæjarmönn- um þykja þetta furðu gegna eins og ástatt er í rafmagnsmálunum hér. Eðlilegt hefði mátt telja að leita slíkra samninga við Dag- verðareyri á sama tíma og samið var við Hjalteyri og jafnframt stuðla að því að háspennulína hér út ströndina yrði lögð um Dag- verðareyri, sem ekki getur kall- azt mikið úr vegi.' Hcfja bcr samningaumleitanir sírax. Enda þótt ekki hafi verið að þessum málum unnið í vor og sumar, virðist einsætt að hefja beri samningaumleitanir við Dagverðareyri nú þegar og jafn- framt að vinna að því að koma upp línu frá aðallínunni til Iijalteyrar og niður að Dagverð- areyri, sem er aðeins skammur spölur. Takist samningar við verksmiðjuna — en um það er að sjálfsögðu ekki hægt að fullyrða neitt að svo stöddu — og sé hægt að koma upp línunni á skömm- um tíma, virðast þarna vera möguleikar til þess að rétta við að einhverju leyti hið hvimleiða og kostnaðarsama spennufall Rafveitunnar hér og nota þessar vélar, ásamt Hjalteyrarvélunum, sem nokkurskonar toppstöð fyr- ir bæinn, þegar álagið er mest. Stj órnmálanámskeið ungra Framsóknar- manna Féla gungra Frainsóknarmanna á Akureyri gekkst nýlega fyrir stjómmálanámskeiði. Námkeiðinu var þannig hag- að, að hverju sinni voru flutt fræðandi erindi um ákveðin efni, sem sérstaklega varða stjórnmál. Erindi þessi fluttu: Þorsteinn M. Jónsson, skólastj., Haukur Snorrason, ritstj., og Tómas Árnason, lögfr. — Þá fluttu flest- ir þátttakendur, sem voru 24 talsins, stuttar ræður um ákveð- in efni. Aðrir svöruðu svo þeim ræðum síðar. — Samhliða voru veittar leiðbeiningar um ræðu- mennsku eftir þörfum. Þá var alltaf settur fundur og stjórnuðu þátttakendur fundun- um til skiptis. Var rætt um eitt- hver tefni, sem hafði verið flutt áður. Umræðutími var þá tak- markaður. Voru umræður jafnan fjörugar og mæltu margir. Gætt var réttra fundarskapa og leið- beint um fundarstjórn. Stjórnandi námskeiðsins og leiðbeinandi var Tómas Árnason lögfræðingur. Námskeiðinu lauk á sunnudag með kaffihófi að Hótel KEA. — Ríkti mikill áhugi meðal þátt- takenda. Þótti námskeiðið hafa tekizt með ágætum. — Vaxandi þróttur er í starfi F. U. F. hér á Akureyri og bætast alltaf fleiri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.