Dagur - 13.12.1950, Blaðsíða 2

Dagur - 13.12.1950, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 13. desember 1950 Fjárliagyr Akureyrarbæjar og samvinnuföggjöfin Rússar hófa aS setja bá fiskimenn í lugtiiús, sem ekki virða 12 milna landhelgma BrezkuF fogari í iialdi í 19 daga í Murmansk Fyrir nokkru síðan skilaði at- vinnumálanefnd bæjai’ins áliti um atvinnuframkvæmdir í bæn- um. Álit og tillögum nefndarinn- ar er ætlað að stuðla að því, að sem mest atvinna á vegum bæj- arins fari fram að vetrinum, til þess að koma í veg fyrir atvinnu- leysi. Það er því þýðingarmikið, að bærinn hafi sem mest fjárráð til þess að geta staðið fyrir fram- kvæmdum. Séráhtið Tvö sérálit fylgdu tillögum nefndarinnar. í öðru þeirra er m. a. lagt til að bæjarstjórn Akur- eyrar samþykki áskorun til Al- þingis urn að endurskoða sam- vinnulöggjöfina tafarlaust með fyrir augum að fella úr gildi þau „sérréttindi11, sem samvinnufé- lög hafa nú í útsvars- og skatta- gl'eiðslum. Þessi liður sérálitsins er ákaf- lega einkennilegur sem tillaga um auknar atvinnufi'amkvæmdir í bænum eða til aukinnar fjáröfl- unar fyrir bæinn. Ákvæði samvinnulaganna um skaítagreiðslur. Það er óeðlilegt að kveða á um það í samvinnulögg'jöfinni hver gjöld samvinnufélög skuli greiða til ríkis og sveitarfélaga. Enda er það svo, að um gjöld samvinnufé- laga til ríkissjóðs fer eftir ákvæð- um annarra laga. Hins vegar er kveðið á um gjöld samvinnufé- laga til sveitaiv og bæjarsjóða, en það er eingöngu af því, að endurskoðun hefur ekki farið fram á löggjöfinni um tekjur sveitar- og bæjarsjóða. Um skatta, sem samvinnufélög greiða af lóðum og öðrum fast- eignum til sveitarfélaga fer eftir því sem önnur lög mæla um. Vera má, að sérákvæði um sam- vinnufélög myndu skipta ein- hverju máli, en drjúgur ýrði sá tekjustofn ekki, nema gripið væri til óyndisúrræða. Þá greiða samvinnufélög skatt, allt að 2% af virðingarverði þeirra húsa, sem félögin nota við starfrækslu sína. Það er alkunna, að fasteignamat er nú ekki í neinú samræmi við gangverð fasteigna. Þyrfti því rækilegrar endurskoðunar við í því efni. En á Alþingi kæmi þar við við- kvæma hlið þeirra, sem vernda aðstöðu stóreignamanna í land- inu. Vera má, að stærsti flokkur þingsins myndi fylgja því máli, en hik yrði þar á. Svo er höfuðákvæðið: „Utsvar af arði, sem leiðir af skiptum við utanfélagsmenn, greiða samvinnu félög eftir sömu reglum og kaupmenn á staðnum, sam- kvæmt ákvörðun skattanefndar, byggðri á skýrslu, er hlutaðeig- andi félag gefur henni.“ Það má vel vera, að ástæða væri til að endurskoða þetta á- kvæði. Það er alkunna, að verzl- un er yfirleitt ábatasamur at- vinnuvegur, þótt áraskipti séu eins og við annan atvinnurekstur. Önnur ákvæði um skattgreiðsl- ur samvinnufélaga til ríkis og sveitarfélaga eru ekki til í sam- vinnulöggjöfinni. En sá er grun- ur minn, að fjárhagur Akureyr- arbæjar myndi lítið aukast, þótt löggjöfin yrði endurskoðuð. Löggjöfin, sem þarf að endur- skoða Lög frá 20. maí 1042, 2. gr. hljóðar svo: „Meðan ákveðið er í lögum, að greiða skuli 90% — níutíu af hundraði — samtals í tekjuskatt og stríðsgróðaskatt af skattskyldum tekjum yfir 200 þús. kr., ei' óheimilt að leggja tekjuútsvar á þann hluta af hreinum tekjum gjaldanda, sem er umfram 200 þús. krónur." Það væri alveg sama, hve mikl- ar tekjur kaupmaður eða sam- vinnufélag hér í bænum hefði umfram 200 þús. krónur. 90% af því félli alltaf í ríkiskassann. Ef t. d. er litið á Kaupfélag Ey- firðinga, það greiðir nú rúmar 140 þús. í útsvar. Er vart .hugsanlegra hærra útsvar, meðan þessi háttur er hafður á. Þessvegna hefði verið gáfulegra að leggja það til, að lögin um stríðsgróðaskatt yrðu endurskoð- uð með tilliti til fjáröflunar fyrir Akui-eyrarkaupstað. Kagur Akureyrar og aðrir skattar. Öllum byggðarlögum landsins er beinn hagur að því, að fjár- magn, sem þar verður til eða safnast saman, verði varið til framkvæmda á staðnum. Akur- 'eyri er engin undantekning í því efni. Því meira fjármagn, sem hér safnast saman og verður kyrrt. því meiri möguleikar eru fyrir hendi um allar framkvæmdir. Að vísu má til sanns vegar færa, að skattar til ríkisins komi lands- mönnum yfirleitt til góða. En staðreynd er það eigi að síður, að ef ríkisskattar hækkuðu á sam- vinnufélögum, myndu Akureyr- ingar sjá á efjtir drjúgum skild- ir.gi í ríkiskassann í stað þess að nota fjármagnið til atvinnufram- kvæmda hér í hænum. Sam- vinnufélagsskapurinn hefur ein- mitt notað fjármagn sitt til frapi- kvæmda og í ríkari mæli á Akur- eyri en annars staðar á landinu. T. Á. DANIR Icggja nú mikið kapp á að koma loftvörnum sínum í lag aftur. Þessa dag- ana cr veriö að koma loft- varnaflautum Kaupmanna- hafnar í lag og prófa þær. — Blöðin minna fólk í sífellu á að hér sé aðeins um „prufur“ að ræða og engin ástæða sé til ótta. Þá er verið að koma steinsteyptu bvrgjunum, scm Þjóðverjar gerðu víða í Khöfn, í lag aftur og undirbúa að byggja ný loftvarnaskýli. Alls er ráðgert að danska rík- ið verji 100 milljóiuun króna til þess að endurbyggja og endurnýja liinar „borgaralegu loftvamir". I STUTTU MALI UNGUR XSLENZKUR lista- niaðui' í Kaupmannahöfn vek- ur alla jafna mikla atbygli, er hanii kemur opinberlega fram, og það er nú orðið mjög oft. Samt er mjög hljótt um afrek hans hér lieima. Þetta er Frið- björii Björnsson, ballettdans- ari lijá Kgl.ballettinum. Ball- ett er gömul og æruverðug list, sem Iengi licfur verið í hávegum hjá menningarþjóð- um, en hér á landi er þessi listgrein naumast til svo að list megi kalla. Er því aukin ástæða til þess að taka eftir því, að íslendingar hafa í Frið- birni Björnssyni eignast ágæt- an listamann á þessu sviði, sem hlýtur lof hjá bjóð, sem kann ballett og metur hann mikils. Nýlega var ballettinn „Fagra Dóná“ sýndur á Kgl,- leikhúsinu í Kaupmannahöfn og hlaut mjög misjafna dóma. En frammistaða Friðhjörns Björnssonar er mjög rómuð í dönskum blöðum 6. des. T. d. segir „Social-Dernokraten“ að dans Friðbjörns hafi verið meö þeim ágætum, að hann hefði verðskuldað að vera heilt „númer“ út af fyrir sig. ★ TASS-FRÉTTASTOFAN riissneska skýrði svo frá fyrra þriðjudag, að sögn danskra blaða 6. dcs„ að „friðarneínd“ kínversku kommúnistanna hefði lýst því yfir, að þeir Kínverjar, sem nú berjasí í Kóreu, starfi í algeru sam- ræmi við anda og tilgang ,,heimsfriðarþingsins“ í Var- sjá! í yfirJýsingunni segir: „Það á ekki að bíða eftir frið- inum, heldur berjast til þess að ná honum“! ★ DÖNSKU BLÖÐIN eru hneyksluð á því, að þegar O’e Björn Kraft utanríkisráðherra fliitti stórpólitíska ræðu um steínu stjórnarinnar í utanrík- ismálum hinn 5. des., voru ckki nema 50 þingmenn á fundi í ríkisþinginu af 151, sem eiga þar sæti. ★ í DESEMBERBYRJUN fannst 2800 ára gönud gröf skammt frá Cairo. Fornfræð- ingav segja aö þar sé legstað- ur Raj-Djaa, æðstaprestsins í Ileliopoiis, sem taiinn er hafa látizt árið 860 f. Kr. Er þessi fornleifafunduri talinn hinn merkasti. * JACOB PREBENSON, for- maður norska útflulnings- ráðsins, er í Bandaríkjunum um þessar mundir. í viðtali við New York bíöð hinn 3. des„ skýrði hann svo frá, að Norðmenn reiknuðu með því að þurfa ekki á Marshail- hjálp eða annarri aðstoð að hakla eftir 1952. Norðnienn vinna að því að stórauka út- flutning sinn til Bandaríkjnnna cg mun útílutningur þeirra þangað í ár vcrða 25% meiri að verðmæti en í fyrra. Pre- bcnson sagði að markverðasta aukningin væri í liraðfrystum fiski. Bandaríkin kaupa nú nær allan þann hraðfrysta fisk, sem Norðinenn framleiða til útflutnings og er aðal- markaðurinn fyrir hann í miðvesturríkjunum. — Alls munu Norðmenn selja Banda- líkjamönnum vörur fyrir um það bil 200 milljónir norskra króna i ár. ★ Rússar telja landhelgi sína 12 mííur undan yztu annesjuixr og 12 mílna svæði í kringum eyjar, og þeir verja þessa landhelgi með vopnum, enda þótt ekkert ríki liafi viðurkennt svo stóra land- helgi, enda leituðu þeir engra samninga um hana, heldur til- kynntu aðeins að þetta væru lög landsins. Að undanförnu hafa þeir tekið brezka togara undan norður- strönd Rússlands og hafa haldið þeim dögum og jafnvel vikum saman. Brezkur togari, sem sakaður var um að hafa farið inn fyrir 12-mílna landhelgina, var nýlega í haldi í Murmansk í 19 daga áð- ur en honum var sleppt. Togar- inn er nú kominn til Grimsby, og skipstjórinn hefui' skýrt blöðum þar svo frá, að hann öfundi ekki þann skipstjóra, sem næstvu' verði til þess að komast í kast við Rússa á þessum slóðum, því að þeir hafi sagt sór, að næst er þeir tækju togara innan 12-mílna ODDVITINN í Öngulsstaða- hreppi sagði mér frá því á förn- um vegi á dögunum, að nú hefðu flest heimili í Öngulsstaðahreppi keypt sér handslökkvitæki og stefnt væri að því. að slökkvi- tæki væru til á hverjum bæ. Mér fannst þetta svo athyglisvert, að eg tel sjálfsagt að vekja athygli á því og skjóta þar með þeirri spu.rningu til bænda í öðrum hreppum, hvort ekki sé ástæöa fyi'ir þá að taka sér bændur í Öngulsstaðahreppi til fyrir- myndar að þessu leyti. Hér er ekki um veruleg fjárútlát að i-æða, en þessi tæki auka öryggi búsins og heimilisins og þau gefa auk þess nokkuð í aðra hönd með því að þau skapa grundvöll fyrir afslætti af vátryggingarið- gjöldum. ÞAÐ VAR hrcppsnefnd Öng- ulsstaðahrepps, ssm beitti sér fyrir þessum framkvæmdum. Var hvont tveggja, að hún vildi auka öryggi hreppsbúa gagnvart eld- hættunni, og að auki ti'yggja þeim betri vátryggingarkjör. — Samvinnutryggingar veita 5% af slátt á iðgjöldum af innbúum ef slík tæki eru til á heimilinu, og Brunabótafélag íslands hefur UNNIÐ er því í Danmörk að koma upp „dobbel-pro- gram“ eða tvöfaldri dagskrá í í'íkisútvarpinu og er nú ráð- gert að hrinda þessari hug- mynd í framkvæmd næsta haust. Geta Danir þá valið um tvær dagskrár á hverju 1 kvöldi, frá kl. 19—22. landhelginnar mundu þeir setja skipstjórann í tugthús til viðvör- unar stéttarbræðrum hans. Hóta Rússar nú 12 ára betrunarhúss- vist þeim skipstjórum, sem hér eftir gerast brotlegir við hina nýju landhelgi þeirra. Danir og Svíar hart úti. Þetta gerðist undan norður- strönd Rússlands. En í Eystra- salti hafa Rússar líka- gerzt að- gangsharðir gagnvart dönskum og sænskum fiskimönnum og hafa oft tekið skip þeirra úti á miðju hafi og flutt þau til rúss- neskra hafna og hafa iðulega haldið skipshöfnunum þar um lengri tíma, án þess að- láta stjórnar.völd viðkomandi lands vita um þá. Síðustu dönsk blöð, sem hingað hafa horizt, greina t.. d. frá því, að báts með fjórum mönnum, frá Bornholm, sé sakn- að, og er almennt gert ráð fyrir því, að hann sé í haldi hjá Rúss- um í einhveni austurþýzkri höfn. haft við orð að veita ívilnun í ið- gjöldum vegna tækjanna, þótt ekki hafi orðið af framkvæmdum enn sem ’komið er. Hitt er þó mest um vert. að slík slökkvitæki, þótt einföld séu og ódýr, skapa nokkurt öryggi gegn eldhættu og geta vel ráðið úrslitum, ef eldur verður laus, hvort bóndi heldur húsi og munum, eða eldurinn gleypir bað allt, eins og allt of oft hefur komið fyrir í sveitum landsins á undanförnum áruin. — Mér er ekki kunnugt um, hvort slík tæki fást nú, en KEA útveg- aði bændum í Öngulsstaðahreppi þeirra tæki, með góðum kjörum. Annars mun það vera í verka- hring eldvarna ríkisins, að hjálpa til við útvegun. slíkra tækja, og vafalaust mundu hau fást ef kapp væi-i lagt á það af heilum hrepps- félögum. BRUNAVARNA- og vátrygg- ingamál sveitanna eru nú smúm saman að komast í betra horf en áður var. Það gerizt nú sjald- gæfara, að innhú séu óvátryggð, er eldm' herjar. Tjónið kemur því ekki allt á balt tjónþolans, held- ur er því dreift með starfsemi vátryggingafélaganna. — Margir bændur tryggja nú ekki aðeins innbú heimilanna, heldur og gripina og lieyin og er það fyrir- hyggjusamt og' raunar sjálfsagt. Enginn hefur í rauninni efni á því að hafa allt sitt óvátryggt. Slíkt er í rauninni lúxus, sem enginn ætti að leyfa sér. Að því miðar líka óðum, að þetta fyrir- hyggjuleysi verði gert útlægt úr sveitum landsins. Flest lieimili í Öngulstaðahreppi liafa fengið sér slökkviiæki

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.