Dagur - 31.01.1951, Page 7

Dagur - 31.01.1951, Page 7
Miðvikudaginn 31. janúar 1951 D A G U R 7 FIMMTUGUR: 1 Sigurður O. Björnsson prentsmiðjustjóri Fréttabréf ár Saurbæjarhreppi Harðindi — Óánægja vegna f járböðunarfyrirmæla — Afmæli merkra bænda Fyrir hálfri öld stofnsetti Oddur Björnsson prentsmiðju sína á Akureyri. Kom hann þá alíarinn heim frá Höfn, en þar hafði hann stundað prentiðn og bókaútgáfu um nokkurt skeið og var þegar orðinn þjóðkunnur maður. Bættist bæ og landi þar góður liðsmaður, framsækinn og veglyndur höfðingi. Prentsmiðjan dafnaði vel í höndum Odds Björnssonar og samhliða henni sonur hans, núverandi prentsmiðjustjóri. Sigurður O. Björnsson hef- ur í þrjá tugi ára unnið við stofnun þessa, fyrst sem nem- andi, þá sem verkstjóri og loks sem eigandi og prent- smiðjustjóri. Á þessum árum hafa framfarir í öllu, sem prentiðn varðar, verið miklar, ekki sízt á sviði tækninnar. Gamla prentsmiðjan var góð og fullkomin á sínum tíma, en sjá: Allt er orðið nýtt. Nýtt hús, nýjar vélar, nýir menn. Allt fyrsta flokks. Tel ég vafa- samt, að nokkur önnur prent- smiðja landsins sé búin betri tækjum eða hafi á að skipa meira mannvali. Og lífið og sálin í þessu öllu er meistari prentsmiðjunnar, Sigurður O. Björnsson. Hann hefur alltaf haft vakandi auga á öllum framförum í prentvélagerð og prentlist og hagnýtt sér þær. Undir hans stjórn og þaki dynur og hvín í nýtízku vél- um dag og nótt; setjaravél- arnar steypa letrið í sífellu, blöðin fjúka fullprentuð úr hraðpressunum; bókin þarf að koma víðar við, áður en hún er ferðafær, en ekki líður á löngu, unz hún, alsköpuð og innbundin, flýgur út í ver- öldina. Á fremsta blað hennar er letrað: Prentverk Odds Björnssonar. En þau þrjú orð eru sönnun þess, að bókin er gerð af meistara höndum. í tvo áratugi hef ég átt því láni að fagna að vera alltíður gestur í prentsmiðju þessari. Hef ég haft mest saman að sælda við prentsmiðjustjór- ann, en þó átt erindi við fleiri, og aldrei mætt þar Öðru en kurteisi og góðvild. Undir þaki prentsmiðjunnar hafa vélarnar hátt, ekki starfs- fólkið. Þar er ekki dundað, ekki flaustrað að neinu, held- ur unnið af leikni og list — verkin sýna merkin. Og þó að þakka beri hverjum ein- stökum hans starf, má þó um fram allt þakka þeim „anda, sem býr þar“. Sigurður O. Björnsson er enginn hávaðamaður. Fögur framkoma er honum með- fædd, og öll stofnunin nýtur þess. Það er allt annað en næðis- samt að vera prentsmiðju- stjóri. Þar er í mörg horn að líta, ekki aðeins innan veggja, jar sem segja þarf mörgu fólki fyrir verkum; síminn hringir í sífellu allan guðs- langan daginn, gestir prent- smiðjunnar og viðskiptamenn drepa á dyr: útgefendur, rit- höfundar, blaðamenn og ótal fleiri, sem eiga erindi við for- stjórann. Hann þarf að gera pantanir fyrir stofnunina, sjá um aðdrætti og viðhald; starf hans er margþætt og argsamt, — en Sigurður O. Björnsson lætur ekki slíkt raska ró sinni. Glaður og reifur tekur hann vingjarnlega á móti hverjum gesti, og sízt lætur hann menn verða þess vara, að hann sé önnum kafinn. Hann vill leysa hvers manns vandræði; margir eru hót- fyndnir og þaulsætnir, svo oft þarf hann á þolinmæði að halda, enda virðist þar af miklu að taka. Hann er hóg- vær, en þó stórhuga. Hvorki skortir hann rausn né vini, enda er maðurinn sviphreinn og bjartur yfiriitum. . Sigurður O. Björnsson hef- ur aldrei legið á liði sínu. Enginn skyldi halda, að full- komin prentsmiðja eins og hans, rísi af grunni án erfiðis og þrautseigju. Árum saman vann Sigurður baki brotnu, unz heilsa hans brast; svo dýrkeypt eru stundum afrek, er ókunnugir telja auðunnin. Nú er Sigurður hraustur í annað sinn og yngri í anda en nokkru sinni fyrr. Lætur hann sér ekki lengur nægja höfuðból sitt, prentsmiðjuna, heldur hefur hann, að hætti fornra höfðingja, í seli austur í Fnjóskadal. Þar hefur hann reist sumarhús, og þegar vor- ar, fer hann þangað með fjöl- skyldu sinni og gróðursetur trjáplöntur, tugi þúsunda — ekki tíu tuttugu renglur í húsagarði, eins og við. Og þetta gerir hann á hverju vori, enda er hann einn hinn mesti skógræktarmaður á ís- landi. Slík ræktarsemi ætti að vera öðrum hvöt og fyrir- mynd. Og hver aðhefst annað betra í tómstundum sínum og sumarleyfum en að klæða landið? Ekki tala, bara gera, sagði Guðmundur landlæknir. Þegar gróandi skógartré og nýtízku prentvélar leggja saman í lofsi^nginn um vin sinn og herra, þurfum við ekki lengur vitnanna við. Þá er okkur hollast að hlusta. En í þetta sinn vil ég þó ger- ast svo djarfur að taka undir: Beztu þakkir, Sigurður O. Björnsson, fyrir allt starf þitt í þágu lands og þjóðar. Beztu þakkir fyrir vinsemd þína í minn garð. Sjálfum þér, konu þinni og börnum árna ég allra —Félagsráðsfundur KEA (Framhald af 1. bls.). peningamagni aukizt um ca. 10% miðað við. fyrrá ár. Framleiðsla verksmiðjanna varð svipuð að magni til og fyrra ár, en innflutn- ingur hráefna mjög takmarkað- ur, sem fyrr. Miklu færra fé var slátrað á félagssvæðinu 1950, en áður aðeins 4800 kindum. Valda fjárskiptin og niðurskurðurinn mestu hér um. Gæruinnlegg og ullar varð því ekki lítill hluti þess, sem áður hefur verið. Aukin mjólkurframleiðsla í skýrslunni kom fram að mjólkurframleiðslari í héraðinu fer enn vaxandi. Hefur aukizt um 6% miðað við fyrra ár. Alls tók Mjólkursamlagið á móti 7.663.530 ltr. mjólkur og hefur greitt að meðaltali kr. 1.33 fyrir lítrann. Aðeins 32.4% af mjólkurmagninu fór til neyzlu, en afgangurinn til vinnslu. • Sjávarafurðir Framleiðsla sjávarafurða var með minna móti. Á frystihúsum félagsins voru unnin 123 smál. af hraðfrystum fiski, saltfiskur á vegum félagsins er ca. 5382 skip- pund, lýsisframleiðsla 643 föt, saltsíld 1570 tunnur, ísfiskur út- fluttur, 234 tonn. Verklegar framkvæmdir Framkvæmdastjórinn rakti í stuttu máli helztu verklegar framkvæmdir félagsins á árinu. Helztar voru þær, að lokið var viðbótarbyggingu austan Mjólk- ursamlagshússins og hafin bygg- ing kæligeymslu við sama hús. Kolageymsluhúsi félagsins á hafnarbakkanum breytt í korn- vörugeymslu. Utibú stofnað í Glerárþorpi, endurbyggingu Sjafnar langt komið, nýjar vélar settar í fiskimjölsverksmiðju í Dalvík. Tala félagsmanna var í árslok 5021. Orðugir tímar framundan. í lok skýrslu sinnar ræddi framkvæmdastjórinn lítillega út- litið, og taldi vafalaust, að örð- ugir tímar væru framundan fyr- ir verzlun og atvinnurekstur. Taldi hann þó gleðilegt, að um- ræður væru nú um að ríkis- stjómin hyggðist létta einhverju af haftafjötrunum af þjóðinni. Ef Alþingi og ríkisstjóm bera gæfu til að treysta þjóðinni til að sjá sér farborða án opin- berra hafta og þvingunarráðstaf- ana, er ég enn þeirrar skoðunar, að rétta megi við fjárhaginn þótt seint sé orðið og í óefni komið, sagði Jakob Frímann að lokum. Fundarmenn þökkuðu hina fróðlegu skýrslu. Að því búnu hófust umræður um ýmis mál og stóðu til kvölds. Var m. a. sam- þykkt tillaga um að vinna að stofnun kartöflugeymslna í hér- aðinu og mun það mál. nánar rætt á aðalfundi félagsins. heilla — enn fremur trjánum þínum í Fnjóskadal og prent- smiðjunni þinni á Akureyri. Davíð Stefánsson. Bændaöldungurinn Hjálmar Þorláksson í Villingadal skrifar blaðinu 22. jan.: Þáð er fremur fátítt að fréttir birtist opinberlega hér úr Saur- bæjarhreppi og þykir mér því hlýða að minnast lítillega á hið helzta, sem við ber. Er þá fyrst tíðarfarið. Það var erfitt næstliðið sumar. Alltaf vonbrigði á vonbrigði ofan. Mætti það því gjarnan nefnast von- birgðasumar. Allir vonuðu fast- lega að með Höfuðdegi myndi skipta um. Það brást. Þá vonuðu menn að jafndægra vindarnir, sem nálega aldrei bregðast, myndu þó feykja og þurrka eitt- hvað af hrakningnum. Það brást einnig, og þar með kom ríkjandi vonleysi. Að lokum náðust svo heyin eftir veturnætur, og urðu viðunanlega mikil að vöxtum. í vetur hefur' svo bætt snjó á snjó ofan, með smá spilliblotum, og er nú svo komið, að telja má haglaust með öllu. Þetta kemur þó ekki Saur- bæjarhreppingum mjög áð sök, því að aðal búpeningnum þurfti að gefa inni hvort eð var. Hrossa- eign er lítil, samanborið við sumar aðrar sveitir, að undan- skildum fáurii mönnum, sem get- ur orðið fullerfitt að sjá þeim far- borða. Fjölmargir keyptu lýsi til að bæta upp hröktu heyin, töldu það heppilegra en kaupa hinn rándýra fóðurbæti, mais og síld- armjöl. Lömb, sem keypt voru í hausí, reyndust ekki vel hraust. Kaup, flutningar og skipting fór fram í vondri tíð og munu þau hafa kvefast af því volki, og fleiri kvilla fengu þau. Ut frá þessu var allmikill urgur í mönnum yfir fyrirskipaðri kláðaböðun, og er hún ekki frámkvæmd enn, hvað sem verður. Heilsufar hefur yf- irleitt verið gott, en nú kemur in- flúenzan bráðum, sem fæstir munu hugsa til með gleði. —o— 8. jan. sl. varð Finnur Krist- jánsson, bóndi, Ártúni, 60 ára. — Komu þá heim til hans allmargir kunningjar og vandamenn, til að árna honum heilla með aldurs- takmarkið. Finnur byrj aði búskap vorið 1920, og keypti þá bústofn (alfært bú) að mestu eða öllu í skuld. En svo kom verðfallið, sem orsakaði það, að hann átti örðugan fjárhag svo áratugum skipti. Hann byrjaði búskap á hálfum Skáldsstöðum og fékk eignarhald á þeim parti. Þá var 2ja kúa tún á Skáldsstöðum. Eft- ir nokkur ár byggði hann nýbýli í landi jarðarinnar, og hóf þegar mikla ræktun. Er nú svo komið, að á vori komanda hefur hann 16 kýr. Einnig eru þar orðnar all- miklar byggingar. Finnur hefur oft átt örðugt með handbæra peninga, en enda þótt hann hefði haft gnægð af þeim hefðu þeir óðar farið í enn meiri fram- kvæmdir. En það sem hefur bjargað honum áfram, er hans mikli dugnaður og kjarkur. Myndu allmargir í hans sporum hafa uppgefist að etja við erfið- leikana. Finnur er pröðilega greindur maður og bókhneigður. Mun vei’a allmikið af fræðibókum í bóka- safni hans. Hann er giftur Indí- önu Sigurðardóttur frá Torfufelli, myndar- og dugnaðarkonu, og eiga þau 3 uppkomin börn. —o— 19. jan. sl. varð Ragnar bóndi Jóhanncsson á Stekkjarflötum 50 ára. Ragnar keypti Stekkjar- fleti fyrir nokkrum árum og hef- ur unnið þar stórvirki, bæði í byggingum og ræktun. Þegar Ragnar var innan við 10 ára, í vist hjá bónda, sagði hús- bóndi mér að hann hefði aldrei þekkt jafn iráðagóðan ungling. Það virtist svo, sem hann kynni ráð við öllu. Það virðist svo, sem þessir framangreindu menn hafi óbil- andi trú á gróðurmoldinni, og er það vel farið. — Hjálmar í Vill- ingadal. H íí Nýju brezku togar- arnir með fiski- mjölsverksmiðj- urnar undir íivalbak Nýlegá er fullgerður í Bret- landi togarinn „Princess Eliza- beth“, og er hann gott sýnishorn af þeim togurum, sem Bretar hófu smíði á um líkt leyti og samið var um smíði hinna 10 tog- ara fyrir ísland. Brezku togar- arnir eru svipaðir að stærð, en allmikið frábrugðnir um fyrir- komulag. T. d. er stjórnpallur þrjár hæðir, í stað tveggja á okk- ar togurum, og er fyrirkomulag Breta talið mun betra af kunn- áttumönnum. Þá eru lestar þilj - aðar með alúminíum, en íiski- mjölsverksmiðjunni komið t'yrir undir hvalbak, en mannaíbúðir allar eru aftur á skipinu. Það hefur snjóað í Reykjavík! Síðastl. sunnudag gerði stói - hríð í Reylsjavík og næsta ná- grenni — fyrstu stórhríð vetr- arins — og hefur ekkert nátt- úrufyrirbæri hér á landi feng- ið nákvæmari né orðfleiri lýs- ingar í útvarpinu en þessi stórhríð. Aðalfréttir sl. sunnu dagskvöld, hádegisútvarp á niánudag, eftirMðdagsútvarps á mánudag og að nokkru leyti á mánudagskvöld, voru af stórhríðinni og ferðalagi skíðamanna og bíla, sem snjó- að höfðu inni í nágrenni bæj- arins. Um Norðurland og Austur- land hefur snjóað í allan vet- ur, þar liafa gengið stórhríðar dögum saman, samgöngur all- ar tcppst og hvers konar vandræði steðjað að íbúunum, auk þeirra vandræða að kotn- ast ekki í skíðabrekkur á bíl- um, en fátt eitt hefur verið sagt frá þessurn atburðum í „ríkisútvarpinu“, sem svo er nefnt. Má af þessu sjá, að það eru engar smáfréttir, þcgar snjóar í Reykjavík!

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.