Dagur - 31.01.1951, Blaðsíða 9

Dagur - 31.01.1951, Blaðsíða 9
Miðvikudagmn 31. janúar 1951 DAGUR 9 ÍÞRÓTTIR 500 m. hl., karla. /jkautaniól fslands á að fara fram á Akureyri um næstu helgi, eins og áður hefur verið getið. Fer þar fram keppni í 500, 1500, 3000 og 5000 m. skautahlaupi. Vitað er um þátttöku frá fjórum félögum: ■ Knattspyrnufélagi Reykjavíkur, Knattspyrnufélag- inu Þrótti, Rvík, Skautafélagi Reykjavíkur og Skautafélagi Akureyrar. Þátttakendur frá Reykjavík eru þessir: Frá K. R.: Kristján Árnason. Frá S. R.: Ólafur Jóhannesson. Frá Þrótti: Jón R. Einarsson, Sigurjón Sigurðsson og Þorsteinn Steingrímsson. Sennilega fer mótið fram sunn- an við bæinn, annað hvort á Leirunum eða í hólmunum. — Laugardaginn 3. febr. verður keppt í 500 og 3000 m. hlaupi, og sunnudaginn 4. febr. í 1500 og 5000 m. hl. Gert er ráð fyrir að keppni í 1500 m. hl. fari fram fyrir hádegi. * Skautamót Akureyrar hófst sunnudaginn 28. jan. á mýrunum sunnan við Brunná. Var þá keppt í tveimur vegalengdum fyrir karla og tveimur fyrir drengi. — Úrslit urðu sem hér segir: 500 m. hl., karlar. 1. Hjalti Þorsteinsson, S. A., 56.3 sek. 2. Þorvaldur Snæbjörnsson, S. A., 57.0 sek. 3. Jón D. Ármannsson, S. A., 62.5 sek. 3000 m. hl., karlar. 1. Hjalti Þorsteinsson, S. A., 7.09.0 mín. 2. Jón D. Ármannsson, S. A., 7.13.0 mín. 3. Svavar Jóhannesson, S. A., 7.30.0 mín. 500 m. hl. drengja 14—16 ára. 1. Björn Baldursson, S. A., 70.0 sek. 2. Ingólfur Ármannsson, S. A., 3. —4. Páll Stefánsson, Þór, 77.0 sek. 3.—4. Davíð Erlingsson, S. A., 77.0 sek. 300 m. hl. drengja 14 ára. 1. Guðlaugur Baldursson, S. A., 44.0 sek. 2. Póll Magnússon, Þór, 46.0 sek. 3. Gylfi Kristjánsson, S. A., 51.0 sek. * Skautamót Reykjavíkur lauk sunnudaginn 28. jan. Kristján Árnason vann öll hlaupin. Helztu úrslit á mótinu urðu þessi: 1. Kristján Árnason, K. R., 52.2 sek. 2. Þorsteinn Steingrímss., Þrótti, 56.0 sek. 3. Ólafur Jóhannesson, S. R., 56.7 sek. 1500 m. hl., karlar. 1. Kristján Árnason, K. R., 3.02.3 mín. 2. Martin Paulsen, S. R., 3.17.4 mín. 3. Jón R. Einarsson, Þrótti, 3.17.6 mín. 3000 m. hk, karla. 1. Kristján Árnason, K. R., 6.02.4 mín. 2. Þorsteinn Steingrímss., Þrótti, 6.30.1 mín. 3. Jón R. Einarsson, Þrótti, 6.34.0 mín. 5000 m. hl., karla. 1. Kristján Árnason, K. R., 10.47.2 mín. 2. Þorsteinn Steingrímss., Þrótti, 11.15.0 mín. 3. Jón R. Einarsson, Þrótti, 11.41.2 mín. Siúlka óskast í íormiðdagsvist. Hulda Ólafsdóttir, Skólastíg 9. Sími 1191. í b ú ð Tveggja til þriggja her- bergja íbúð óskast strax eða í vor. Get látið í té afnot af þvottapotti, þvottavél og jafnvel síma. — Tilboðum, merkt „4“, sé skilað á af- greiðslu Dags sem fyrst. Peningalán óskast Túttugu þúsund krónur eða meira; háir vextir og góð trygging; lánstími eftir samkomulagi. — Ef einhver vildi sinna þessu, geri hann svo vel að gefa upp nafn og heimilisfang, og leggja það, í lokuðu umslagi, inn 4 af- greiðslu Dags fyrir 8. febr. n. k., merkt: ,,Þögn“. Sendum heim Gerið pantanir yðar dag- inn áður í síma 147 3 KJÖT & FISKUR Strandgötu 23. Röska afgreiðslnstúlku vantar nú þegar. DIDDA-BAR, Strandgötu 23. Sími 1473. Síðastl. föstudag tapaðist kvenarmbandsúr á leiðinni frá Hafnarstr. 3 að Höephners verzlun. — í'innandi vinsaml. beðin að skila í Hafnarstr. 3, gegn fundarlaunum. Tómar flöskur keyptar líæzta verði. Sápuverksm. SJÖFN — Dagskrármál landbúnaðarins (Framhald af 2. síðu). Gangverð á töðu mun vera um 80 kr. hesturinn og ætti þessi uppskeruaukning að jafngilda í krónum 2.160.00 ti! 3.760.00, sem þannig fengist fyrir tilbúna áburðinn. Að - öðru leyti eftirlæt eg hverjum og einum verðlagn- inguna á töðunni og mat á nettó- hagnaði af notkun tilbúna áburð- arins. Að lokum vil eg taka það skýrt fram að sá vaxtarauki, sem hér er reiknað með, miðast við al- hliða notkun áburðar. Það er t. d. vonlaust að fá 20—30 hesta í vaxtarauka fyrir köfnunarefni, ef skortur er á kalí eða fosfór- sýru eða hvort tveggja. Eg vil að endingu hvetja bændur til þess að hafa pantanir sínar raun- verulegar, þ. e. a. s. að þeir geri sér fulla grein fyrir því, um leið og þeir panta áburðinn, hvað þeir í raun og veru ætla að bera mikið á hvern hektara í túni eða görðum og þetta eigg, menn að geta, því að flestir vita nokk- urn veginn upp á hektara um stærð túna sinna eða garðlanda. Ef ekki tækist að útvega til landsins nægilegan áburð, svo að taka þyrfti upp skömmtun, sem ekki lítur út fyrir að þessu sinni, væri hægt að draga hlutfallslega og réttlátlega af öllum og þyrfti þó ekki að fara alls konar króka- leiðir eins og að undanförnu hef- ur verið gert, til þess að úthluta óburðinum til þeirra er pantað hafa. Árlegar áburðarpantanir á að miða við landstærð, og ákveðið magn á hverja flatareiningu, en ‘ekki við þá pöntun, sem gerð var í fyrra eða árið þar áður, nema því aðeins að þær pantanir hafi verið raunverulegar, og engar breytingar hafi orðið á landstærð og ennfremur að uppskeran sl. ár hafi ekki gefið til kynna að þörf væri breytinga á magni í heild eða einstökum tegundum. Á. J. Þvottaduft Þvottalögur Þvottablámi Þvottasnúrur Handsápa Sólsápa Blautsápa Blævatn Fægilögur Ræstiduft Húsgagnabón Baðsalt Rakkrem Brilliantine Rakvatn Hárvatn Rakblaðaslíparar Vöruhúsið h/f Matbaunir í pökkum Gamla verðið Vöruhúsið h/f — t' ' ■■■'■ . r Iskex, kr. 2.15 pk. Vöruhúsið h.f. ■■■ ■, . =J ■■ .... ■ Bakpokar með grind. Kerrupokar fóðraðir með gœru. Vöruhúsið h/i ÞURRKAÐAR og niðursoðnar RAUÐRÓFUR Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild og útibú. — Ólafsfjarðarvegur (Framhald af 4. síðu). víða er mjög auðvelt að gera ak- fært, en annars staðar þarf brýr og allmiklar aðgerðir. En hvað um það. Því verður ekki í móti mælt, að brýn þörf er á að bæta samgöngur innan sýsl- unnar og þá sérstaklega að gera vegarsamband, þar sem, nú er ófært bílum, milli Svarfaðardals og Ólafsfjarðar. Fyrst er að at- huga hvort fært þykir þessa léið eða aðrar leiðir eru líklegri. En þá verður líka að taka tillit til þess hvort leið sú, sem valin kynni að verða, mundi fær 1—2 mánuði eða 10—12 mánuði árs- ins. Guðlaug Sigfúsdóttir Fædd 11. marz 1888. Dáin 2. janúar 1951. VERTU SÆL MAMMA MÍN. Þetta litla kveðjuljóð er litur af þökk til þín, — elsku mamma mín. Hversu unaðslegt var það ekki, sem barn, að segja mamma! Og ætíð var svar þitt hið gullna ráð gæfu minnar til og alltaf færði bros þitt birtu og yl. Þú gafst mér allt, sem þú áttir og mikið meira en það. Eg var hinn glataði sonur, sem gekk hinn breiða veg — en aldrei heyrði eg að þú álasaðir mér. En er sólin seig til viðar, og húmið skóp frið á jörð, þá baðst þú guð, í heitri bæn að blessa soninn þinn. Mynd þín mun alltaf verða greypt í hjarta mér, sem minning um elsku og orku og yndislega sál — tákn þess bezta er guð hefur gefið öllum á vorri jörð, og láta heldur líf sitt, en svíkja sitt móðurmál. Þótt þú sért nú farin, mamma, þá er eg ekki einn, því trú þín mun ætíð verða minn leiðarsteinn, og bros þitt og mildi, mun orka sem lciftur og lýsa minn grýtta veg. Svo kveð eg þig, mainma, og þakka fyrir allt. Þú studdir mig svo oft er líf mitt var valt og myrkur á alla vegu. DAGUR AUSTAN. FÓÐURVÖRUR: Blandað hænsnakorn, 2.46 kg. Blandað hœnsnamföl 2.52 kg. Kurlmais, 2.08 kg. Kaupíélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild og útibú.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.