Dagur - 31.01.1951, Blaðsíða 12

Dagur - 31.01.1951, Blaðsíða 12
12 Dagur Miðvikudaginn 31. janúar 1951 Ágæit verð fæsí fyrir íslenzkt dilkakjöt í Bandaríkjunum Fáránleg skrif komnmnista nm kiötsölima Samband íslenzkra samvinnu- félaga er nú að gera tilraun til að afla íslenzku dilkakjöti markaðs í Bandaríkjunum, og hefur þegar tekizt að selja þangað 250 lestir, en sala á öðrum 200 lestum er á döfirini. Eru miklar líkur til þess, að sauðfé fjölgi verulega í landinu, þegar niðurskurði vegna sauð- fjárveiki lýkur eftir 1—2 ár, og verður þá fljótt þörf á markaði erlendis fyrir kjötið. Af þessum -ástæðum þótti S. í. S. rétt að gera tilraun til markaðsöflunar nú þegar, og ríkisstjórninni að leyfa slíka tilraun, enda ekki flutt út nema brot af heildar- framleiðslunni í ár. Verð það, sem fæst fyrir dilka- kjötið í Bandaríkjunum, er sam- bærilegt við verð á kjötinu hér heima. Ef kjötið líkar vel, standa vonir til þess, að þarna finnist markaður fyrir alla aukningu á framleiðslunni, sem verða kann næstu ár, og gæti þá dilkakjötið orðið stór liður útflutningsins á ný. Slátrun haustið 1950 varð all- miklu minni en árið áður, eða 3.854.977 kg. samanborið við 4.556.617 kg. árið 1949. Af þessu magni varu 3.057.482 kg. dilka- kjöt 1950, og sést af þessu, hversu lítið brot heildarframleiðslunnar hefur verið flutt út. Auk' þessa er nú til í landinu mikið af nautakjöti. Fáránleg skrif kommúnista. í sambandi við þessa tilraun S. í. S.', sem telja má að sé mjög þýðingarmikil fyrir Íandbúnað- inn, hafa kommúnistar hafið hina fáránlegustu árásir á Sambandið, og ríkisstjórnina fyrir að leyfa útflutninginn. Láta þeir sem landið sé kjötlaust, Bandaríkja- mönnum sé ætlað að borða hið ágæta dilkakjöt en íslendingum „beljukjöt“, sem þeir kalla svo og „horket“ af hrossum. í þessu sambandi Ihafa skriffinnar Þjóð- viljans logið því upp á Skagfirð- inga, áð þeir hafi horfellt hross í stórum stíl. Hefur þessi uppspuni og rógur kommúnista vakið megna gremju í Skagafirði. Þegar dilkakjötið var óæti. Öðruvísi mér áður brá. Sú var uppáhaldskenning kommúnista hér áður, að sauðfjárræktin ís- lenzka væri „sport fyrir ídjóta“ og dilkakjötið íslenzka „óæti“. — Lögðu þeir til að ríkið kostaði bændur landsins á hótelum, en flytti inn það kjöt, sem þjóðin þyrfti að borða! Þegar Ijóst er orðið, að íslenzkt dilkakjöt er auðseljanlegt erlendis fyrir verð, sem fyllilega þolir samanburð við það verð, sem innlendi markað- urinn greiðir, þá heitir dilkakjöt- ið allt í einu veizlumatur í mál- gögnum kommúnista, en þeir, sem afla vilja markaða fyrir þessa aðalframleiðslu landbún- aðarins, eru hrakyrtir og upp- nefndir. Þessi síðustu kjötskrif komm- únista eru því þveröfug við það, sem þeir áður hafa haldið fram. Hins vegar hallast ekki á um málflutninginn, hann hefur fyrr og síðar verið heimskulegur, rætinn og algerlega ábyrgðar- laus. Framsóknarvist Framsóknarfélögin á Ak- ureyri efna til kvöldskemmt- unar að Hótel KEA næstk. laugardag kl. 8.30 e. h. Dag- skráin verður á þá leið, að fyrst flytur Marteinn Sigurðs- son, form. Framsóknarfélags Akureyrar, ávarp. Þá verður spiluð Framsóknarwhist og vcrðlaun veitt. Að því loknu leikur José M. Riba einleik á fiðlu. Síðan verður dansað * með undirleik hljómsveitar José M. Riba. Aðgöngumiðar verða seldir á skrifstofu Framsóknarfé- laganna, Hafnarstræti 93, 4. hæð, á laugardag frá kl. 4—7 og við innganginn. — Miða cr hægt að panta frá kl. 4—7 á laugardag í síma 1443. Framsóknarfólki er ráðlagt að tryggja sér miða í tíma. Eisenliower ræddi við ríkisstjórnina síðastliðinn iimmtndag Ósmekkleg skrif kommúnista um lieimsókn hershöfðingjans Eisenhower liérshöfðingi, yfir- maður varnarhers Atlantshafs- b a n dalagsins, kom til Reykja vílcur laust eftir hádegi sl. finnntudag og ræddi síðdcgis þann dag við ríkisstjór ni n a og forseta ís- lands. Hers- - liöfðinginn gisti á Kefla- v í kurflugvellí aðfaranótt föstudagsins, en hélt vestur um haf í einkaflugvél sinni snenuna á föstudagsmorg- un. Í j0i', • ' 1 ' í »* í , | i * « ' Ekkej’t hefur verið tilkynnt op- inberlega í Reykjavík um við- ræður hershöfðingjans og ríkis- stjórnarinnar, en að sjálfsögðu mun hafa verið rætt um öryggi íslands á grundvelli aðildar lands ins að Atlantshafssamningnum og stuðnings þess við málstað hinna frjálsu lýðræðisþjóða. Ósmekkleg skrif konnnúnista. Heimsókn hins ágæta, banda- ríska hershöfðingja, sem leiddi heri lýðræðisþjóðanna til sigurs í Evrópu 1945, varð kommúnist- um tilefni til framúrskarandi ruddalegra og ósmekklegra skrifa. Frásögn Þjóðviljans af hingaðkomu þessa ágæta sendi- manns, var ruddalega orðuð og fFrjálsíþróttafólk! — Æfingar eru hafnar að nýju og er nauðsyn- legt fyj-ir ykkur að sækja þær vel til vörs. Til 15. febr. verður æfingum hag- að þánnig: Mánud. kl.‘: Útiæfing. Miðvikud. kl. þ: Inniæfing. Laug- ard. kl. 5:Útiæfing og gufubað. — í kvöld verður rabbfundur eftir æfingu. — Stjórnin. öll í samræmi. við þá sérkenni- legu mannasiði, er kommúnistar temja sér'í umræðum um utan- ríkismál. Hefur þessi framkoma kommúnista orðið þeim til þeirr- ar vansæmdar, sem efni stóðu til. Slökkviliðsstjóra- og hafnarvarðar-embætti auglýst til umsóknar í blaðinu í dag eru stöður slökkviliðsstjóra og hafnarvarðar hér á Akureyri, auglýstar lausar til umsóknar. Láta núv. slökkvi- liðsstjóri og hafnarvörður af embættum fyrir aldurs sakir, slökkvihðsstjóri um næstk. ára- mót ,en hafnarvörður 1. marz n.k. Erlent lán til sjiikrahitssins? Ileilbi'igðismálai'áðherra flutti í fyrradag þingsályktunartil- lögu á Alþingi, um heimild fyrir ríkisstjómina að ábyrgj- ast fyrir Akureyrarkaupstað erlent lán til að fullgera nýja sjúkrahúsið hér, allt að 3Vs milljón króna. Segir ráðherra í greinargerð sinni, að góðar horfur séu á því að slíkt lán fáist. Landlæknir mælir með því að Alþingi veiti ríkis- stjórninni þessa heimild. Eftir þessum fregnum að dæma, ættu að vera allgóðar horfur á því að unnt verði að leggja kapp á að fullgera spítalann á þessu ári, og að fjárskortur muni ekki standa í vegi fyrir l>ví. Skógræktarfélag Eyfirðinga Mikill áhiigi fyrir' ankniuii fram- kvæmdiim á aSalíimdi félagsins s. L srnmudag Aðalfundur Skógræktarfélags Eyfirðinga var haldinn í Félags- heimili í. B. A. í íþróttahúsi Ak- ureyrar sunnudaginn 28. janúar. Samkvæmt skýrslu stjórnarinn- ar höfðu vei'ið gróðursettar á ár- inu 24000 trjáplöntur á vegum félagsins og deilda þess. 134 sjálf- boðaliðar unnu að gróðursetn- ingu hjá félaginu samtals 358 vinnustundir. Auk þess lögðu nokkrir einstaklingar fram ó- keypis akstur með sjálfboðaliða úr bænum, að og frá vinnustað. Breytt skipulag. í uppeldisstöð félagsins eru nú á annað hundrað þúsund trjá- plöntur í uppvexti. Uppskera af hinu ræktaða landi við Uppeldisstöðina nam rúmlega 100 hestburðum af heyi og tæpl. 60 tunnum af kartöflum. Reikningarnir sýndu, að hrein eign í árslok nam kr. 85245.09. Eignaaukning á árinu var kr. 6257.58. Félagið varð 20 ára síðastliðið vor og í tilefni af því koma út ritgerðir í Ársriti Skógræktar- félags íslands, sem nú mun vera fullprentað. Verða ritgerðir þess- ar einnig sérprentaðar. Gerðar voru á fundinum lagabreytingar, sem hafa þau áhrif á skipulag félagsins, að það stendur hér eftir saman af smærri félagsdeildum, sem kjósa fulltrúa á aðalfundi félagsins, en hingað til hefur það aðallega staðið saman af ársfé- lögum og ævifélögum. 5 félagsdeildir hafa þegar ver- ið myndaðar og fengið upptöku í félagið og ákveðið hefur verið að boða til stofnfundar fyrir sér- staka deild á Akureyri. Félagatala er nú samtals tæp- lega 500. Aukin starfsemi deildanna. Töluverð starfsemi er þegar orðin hjá deildum félagsins. T. d. hefur Skógræktarfélag Hrafna- gilshrepps gróðursett 4000 trjá- plöntur á árinu og Skógræktar- félag Sam-bæjarhrepps á 4. þús. Skógræktarfélag Árskógsstrand- ar hefur fullan hug á að friða skógarleifar á Þorvaldsdal, Skóg- ræktarfélag Arnarnesshrepps hef ur fengið hálfa jörð að gjöf til eflingar starfsemi sinni og mun félagið hafa í hyggju að friða land til gróðursetningar svo fljótt sem auðið er. í Ongulsstaðahr. er unnið að því að koma upp minningarlundi um Jón biskup Arason, auk skógarreita, sem einstakir félagsmenn eru að koma upp við heimili sín. Stjórn Skógræktarfélags Eyf. skipa nú: Guðm. K. Pétursson yfirlæknir formaður, Ármann Dalmannsson framkv.stj. félags- ins, Björn Þórðarson skrifstofu- maður, séra Sigurðui' Stefánsson Möðruvöllum og Þorsteinn Da- víðsson verksmiðjustjóri. í lok fundarins flutti formaður þakkar- og hvatningarorð til fundarmanna og færði alveg sérstaklega fi'áfarandi stjórnar- meðlim, Þorsteini Þorsteinssyni, þakkir fyrir mikil og vel unnin störf í þágu félagsins. Að síðustu risu fundarmenn úr sætum og sungu tvö erindi, sem "V. einn félagsmanna, Hjörtur Gísla- son, orti og færði fél. að gjöf. Harðnar í ári hjá fu gÍunuul - rjúpur í skrúðgörðum bæjí [arins Naumast sér íiú á dökkan díl liér um slóðir og er hart í ári hjá fuglunum. Má bezt marka það af því, að rjúpur eru komnar hér alveg inn í bæinn og hafa sést í nokkrum skrúðgörðum bæjarins. T. d. sá Guðm. Karl Pétursson yf- irlæknir rjúpur í garði spítal- ans nú fyrir nokkrum dögum og einnig í Lystigarðinum. — Þær hafa sést víðar í bænum. Þá sækir refurinn hingað heim undir byggðina og var einn á ferð við Brunná, hér framan við bæinn nú fyrir skennnstu. Smyrill, sem þó er talinn farfugl, var á flökti liér yfir bænum nú á dögunum. Mikil mergð er liér að snjó- tittlingum og nokkuð af auðnutittlingum og nokkurt slangur af gráþröstum og skógarþröstum, en þó líklega færra af þeim síðast nefndu en verið hefur undanfarin ár. — Olíumálið ('Framhald af 1. síðu). tóku þann kostinn, að ráðast á verðgæzlustjóra og brigzla hon- um urn vanrækslu í starfi sínu. Er þessi árás tilefnislaus með öllu og lítilmannlega að verið. Særnra hefði þessum iblöðum verið að viðuikenna hreinlega að ásökun- um þeirra hafi verið hrundið. En þessi síðustu viðbrögð sýna all- vel, hversu langt sumir menn eru tilbúnir að ganga til þess að spilla fyrir samvinnufélögunum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.