Dagur - 31.01.1951, Blaðsíða 11
Miðvikudaginn 31. janúai- 1951
D A G U R
11
er laus til umsóknar. Staðán veitist frá 1. marz
næstkomandi.
Umsóknum sé skilað á skrifstofu bæjarstjóra
fvrir 15. febrúar næstkomandi.
Akureyri, 15. janúar 1951.
Bæjarstjóri.
Peningaveski
fnn.dið
Slökkvjliðsstjórastarfíð
á Akureyri
er laust til umsókriar frá næstu áramótum. Gert er
ráð fyrir að slökkviliðsstjóri hafi jafnframt á hendi
önnur störf í þágu bæjarins, er samrýmst geta starfi
slökkviliðsstjóra.
Ennfremur er ætlast til að væntanlegur slökkviliðs-
stjóri kynni sér stjórn slökkviliðs og björgunarstörf
í Reykjavík eða erlendis samkvæmt nánara sam-
komu lagi við bæjárstjórn, ef liann hefur ekki áður
aflað sér þekkingar á þeim málum.
Umsóknarfrestur sé til 15. febrúar næstkomandi.
Akureyri, 25. janúar 1951.
Bæjarstjóri,
Bifreiððskattur,
skoðunargjald og vátryggingariðgjald ökumanna
fyrir árið 1950, féllu í gjalddaga 1. janúar síðastl.
Eigendur og umráðamenn bifreiða og bifhjóla
eru. áminntif urn að greiða gjöld þessi í skrifstofu
minni hið allra fyrsta.
Skrifstofu Akureyrar og Eyjafjarðarsýslu 24. jan. 1951.
r e 11 m
vort hlýtu'r lof allra, er reyut hafa.
Selt í heildsölu til verzlana og trésmíðaverkstæða
í 1, 2, 5 og 11 kgr. dósum.
Límið er svo til eingöngu búið til úr innlendum
hráefnum og sparar því gjaldeyri.
Biðjið verzlun yðar ætíð um Sjafnar-trclim.
Sápuverksmiðjan S ] Ö F N
AKUREYRI
Bridgefélag Akureyrar:
Meislaraf! okkskeppni
Bridgefélags Akureyrar hefst sunnudaginn 4.
febrúar n. k., kl. 1 e. h., að Hótel KEA, uppi.
Keppt verður á sunnudögum kl. 1 e. h. og þriðju-
dcigum kl. 8 e. h.
6 svcitir heppa.
Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn og kosta
kr. 5.00 í hvert sinn, en kr. 15.00 fyrir alla keppnina.
Stjórnin
’eningabudda
tapaðist á túnunum of-
an við íþróttahúsið. —
Yinsamlega skilist til
Haraldar Sigurðss.
Sími 1880.
Haraldur Sigurðsson
Sími 1880
Tvenn
smokingföt,
tvílmeppt, lítið notuð, eru
til sölu á
Saumastofunni HRÖNN.
Segldiikur,
74“, fæst lijá
Verzl. Eyjafjörður h.f.
Tapazt hefur
frá Flúðum við Akureyri,
dökkjarpur foli, 6 vetra gam-
all, ótaminn, en ögn band-
vanur. Mark: lögg lr. hægra
og tvíbitað fr. vinstra. Þó gæti
skeð, að markið stæði öfugt
af sér. Þannig að löggin væri
á hægra eyra og bitarnir á
instra. — Folinn er vel með
alstór, þykkur, með" sprungu
í framhóf. — Hver, sem kynni
að hafa orðið hestsins var, vin-
samlegast geri mér aðvart.
Guðm. Snorrason
(IR BÆ OG BYGGD
Kirkjan. Messað í Akureyrar-
kirkju næstk. sunnudag kl. 2 e.
h. (föstuinngangur). — F. J. R.
I. O. O. F.
132228V2.
MOÐIR, KONA, MEYJA.
(Framhald af 4. síðu).
Niðurstöður.
Hverjar eru þá niðnurstöður
þessara hugleiðinga? í stuttu
máli: Æskilegt er að barnið fái
reglubundið fastákveðna upp-
hæð, sem það hefur umráð yfir
sjálft þegar frá 4—5 ára aldri.
Upphæðin á að smá stækka, eftir
því sem þarfir barnsins vaxa og
það eldist. Barnið á að fá að ráð-
stafa þéssum peningum eftir eig-
in geðþótta, en leiðbeiníngar eru
gefnar og ráð, þegar því verður
við komið. Sömuleiðis ör rætt um
peningamál barnsins, þegar það
óskar eftir því, og reynt að koma
inn hjá því skynsamlegu mati á
gildi peninganna. Ekki er greitt
fyrir hjálp barnsins í heimilinu
nema eitthvað sérstakt sé, sem
aðrir myndu ella hafa gert, eða
utanaðkomandi vinnuafl keypt
til. Barnið á ekki að fá neina
peninga að auki þessarar föstu
upphæðar. Það á aldrei að geta
kvabbað aura út úr foreldrum
sínum og aldrei að fá neina pen-
inga eftir duttlungum eða geð
þótta hinna fullorðnu. Slíkt
ruglar allt mat þeirra og áætl-
anir.
Æskilegt er að barnið kaupi
sem mest af nauðsynjum sínum
sjálft, þegar það er orðið nógu
stálpað til þess ,en því fyrr verð-
ur það sem barnið lærir fyrr að
fara með peninga.
A.
Æskulýðsfélag
Akureyrar-
kirkju. Yngsta
deild: Fundur
n k. sunnudag
kl. 10.30 f. h. —
Vorbrúður. — Elzta deild: Fund-
ur næstk. sunnudag kl. 8.30 e. h.
í kapellunni. Birkifjólur.
Æskulýðsblaðið (janúarblað):
Hann sigraði í knattspyrnu, en
vann þó annan stærri sigur.
(Grein um sanna hetjudáð). —
Hatrið er heilsuspillandi. (Lækn-
ir segir frá reynslu sinni varð-
andi mátt fyrirgefningarinnar).
— Séra Friðrik J. Rafnar sextug-
ur 14. febrúar næstk. (afmælis-
grein), — Ritningargreinar fatl-
aða drengsins (barnasaga). —
Boðorðið, sem mest er brotið. —
Ymislegt fleira er í blaðinu. —
Það fæst í bókabúðum.
Kvennadeild Slysavarnafélags-
ins heldur hinn árlega söfnunar-
dag sinn sunnudaginn 4. febr.
næstk. að Hótel Norðurland. —
Hefst þar bazar og kaffisala kl.
2.30 e. h. Einnig verða seld merki.
Þá hefst dansleikur og skemmti-
atriði á sama stað kl. 9.
Konur í Kvcnnadeild Slysa-
varnafélagsins, sem ekki hafa
borgað árgjöld fyrir árið 1951,
vinsamlegast borgið þau sem
fyrst í verzlun Bernharðs Lax-
dal.
Hjónavígslur. "26. ján. síðastl.
gengu í'lhjönáband Ola Kallí
Þorsteinsdóttir og Magni Frið-
ónsson bifreiðastjóri, bæði til
heimilis á Akureyii. — 27. janúar
Helga Leósdóttir tannsmiður og
Snorri Kristjánsson bakara-
meistari. Friðrik J. Rafnar
vígslubiskup gaf bæði brúðhjón-
in saman.
Guðspekistúkan „Systkina-
bandið“ heldur aðalfund sinn
þriðjudaginn 6. febrúar næstk.
kl. 8.30 síðdegis á venjulegum
stað. V enjuleg aðalfundarstörf.
Erindi.
Barnastúkan „Samúð“ nr. 102
heldur fund í Skjaldborg sunnu-
daginn 4. febrúar næstk. kl. 10 f.
h. Irintaka nýrra félaga. Innsetn-
ing embættismanna. Upplestur.
samtal. Framhaldssagan. Kvik-
mynd.
Varðstjórar. Bæjarfógeti hefur
farið fram á það við bæjarstjórn,
að hún komi þeirri skipan á, að
við lögregluna hér verði tveir
varðstjórar með sömu kjörum og
varðstjórar eru við lögregluna í
Reykjavík. Mundi annar fá laun
greidd úr bæjarsjóði en hinn úr
ríkissjóði. Jafnframt leggur bæj-
arfógeti til að lögregluþjónarnir
Gísli Olafsson og Björn Guð
mundsson verði skipaðir í þessi
störf.
Hafnarnefnd hefur samþykkt
að framlengja samning við Kr
Nóa Kristjánsson skipasmíða-
meistara um að leigja honum
dráttarbrautina á Oddeyri.
Jón Sveinsson fyrrv. bæjar-
stjóri hefur með bréfi dags. 25.
þ. m. boðið bæjarstjórninni að
taka að sér ýmis störf fyrir bæ-
inn, svo sem söfnun eignaheim-
ilda í bænum og annarra heim-
ilda bæjarsögunnar, lögfræðilega
aðstoð o. s. frv.
Til nýja sjúkrahússins. Gjöf
frá Kristjáni Helgasyni kr.
1000.00. — Gjöf frá S. J. til minn-
ingar um Sigríði Sigfúsdóttur kr.
100.00. — Áheit frá H. E. kr.
Messur í Grundarþingapresta-
kalli. Hólum, surmudaginn 4.
febr. kl .1 e. h. — Möðruvöllum,
sunnudag-inn 11. febr. kl. 1 e. h.
— Grund, sunnudaginn 18. febr.
kl. 1 e. h. — Kaupangi, sunnu-
daginn 25. febr. kl. 2 e. h. —
Munkaþverá sunnudaginn 4.
marz kl. 1 e. h.
Barnastúkan Sakleysið heldur
fund í Skjaldborg næstkomandi
sunnudag kl. 1 e. h. — Inntaka
nýrra félaga. Upplestur, söngur,
kvikmynd o. fl. — Félagar!
Mætið stundvíslega og komið öll
á fund.
Akureyringar! Munið eftir
fuglunum.
50.00. — Áheit frá E. E. kr. 50.00.
Áheit frá B. H. kr. 10011)0. —
Arfur eftir Steinu^ni Guð-i
mundsdóttur kr. 500.00. — Áheit
frá K. K. kr. 100,00. — Gjöf frá
N. N. kr. 500.00. —1 Með þök'kum
móttekið G. Karl Pétursson.
Kvenfélag Akureyrarkirkju
heldur aðalfund sinn fimmtud.
1. febrúar kl. 4 e. h. Venjuleg að-
alfundarstörf.
Fíladelfía. Saœkomur verða
haldnar í Verzlunarmannahús-
inu, Gránufélagsgötu 9 (neðri
hæð), sunnudaga kl. 8.-30 e. h.:
Almenn samkoma. — Fimmtu-
daga kl. 8.30 e. h.: Almenn sam-
koma. Allir velkomnir. — Og
sunnudagakóli hvern sunnudag
kl. 1.30 e. h. Öll börn velkomin.
Zíon. Samkomur næstu viku.
Sunnudaginn kl. 10.30 f. h.:
Sunnudagaskóli. Kl. 2 e. h.:
Drengjafundur (eldri deild). Kl.
5.30 e. h.: Ðrengjafundur (yngri
deild). Kl. 8.30 e. h.: Almenn
samkoma. — Þriðjud. kl. 5.30 e.
h.: Fundur fyrir telpur 7—13 ára.
— Miðvikudag kl. 8.30 e. h.:
Biblíulestur. — Fimmtudag kl.
8.30 e. h.: Fundur fyrir ungar
stúlkur.
I. O. G. T. — Stúkurnar fsa-
fold-Fjallkonan og Brynja halda
sameiginlegan fund í Skjaldborg
næstkomandi mánudag, 5. febrú-
ar, kl. 8.30. Ymis umræðuefni,
svo sem næsta Stórstúkuþing o.
fl. Dagskrá nánar aúglýst í sýn-
ingargluggum Skjaldborgarbíós.
Sjónarhæð. Börn og ungling-
ar, munið eftir sunnudagaskól-
anum kl. 1 á sunnudögum.
Sjónarhæð. Almenn samkoma
alla sunnudaga kl. 5. Allir inni-
lega velkomnir.
Æsltan þráir gleðina. Hafið þið
kynnt ykkur, hvað við segjum og
syngjum á laugardagskvöldin á
Sjónarhæð? Samkoman á að
byrja kl. 8.30. Mikill söngur. Sæ-
mundur G. Jóhannesson.
Engin skíðakeppni um helgina.
Vegna þess að Skautamót íslands
1951 fer fram á Akureyri um n.k.
helgi, eins og áður hefur verið
auglýst, verður engin skíða-
keppni hér um þá helgi. Síðar
verður skýrt frá áformaðri
keppni í skíðagöngu í sambandi
við skíðakennslu norska skíða-
kennarans J. Tenmans, sem hér
hefur starfað undanfarið á vegum
Skíðasambandsins.
Hjúskapur. Á nýársdag voru
gefin saman í hjónaband á Rauf-
arhöfn ungfrú Steinunn Ólafs-
dóttir og Hreinn Helgason starfs-
maður hjá Kaupfélagi Norður-
Þingeyinga þar.
Forstjóri Vinnumiðlunarskrif-
stofunnar biður þess getið, að
eins og atvinnuhorfur eru nú, er
þess vænst, að verkamenn sæki
vel atvinnuleysiskráninguna, sem
fer fram fimrntudag, föstudag og
laugardag þessarar viku, svo að
rétt mynd fáist af hinu raunveru-
lega atvinnuleysi í bænum.