Dagur - 18.04.1951, Blaðsíða 9
Miðvikudaginn 18. apríl 1951
D AGUR
íl
Menntaskólaleikuriim 1951: Sund-
garpurinn, eftir Franz Arnold og
Ernest Baeli. Leiltstj.: Jón Norðfjörð
Nú um alllangt skeið hefur það
tíðkast, að nemendur Mennta-
skólans á Akureyri hafa á ári
hverju æft gamanleik og sýnt
bæjarbúum og hafa þessar
skemmtanir skólapiltanna mælzt
vel fyrir og átt vinsældum að
fagna í bænum. í sl. viku hófust
sýningar á Mentnaskólaleiknum
1951, og var það gamanleikurinn
„Sundgarpurinn" eftir Arnold og
Bach, en leikstjóri er Jón Norð-
fjörð og er þetta sjöundi leikur-
inn, sem hann stjórnar fyrir skól-
ann.
Um tilgang skólans með því að
éfna til slíkra sýninga, segir Þór-
arinn Björnsson skólameistari m.
a. svo í leikskrá:
,..... En slík leikstarfsemi
hefur fleira sér til ágætis en
gamanið eitt. Það hefur ávallt
verið talið mikils virði, að tóm-
stundum væri vel varið, svo mik-
ils virði, að einhvér hefur sagt:
„Segðu mér, hvernig þú verð
tómstundum þínum, og eg skal
segja þér, hver þú ert.“ Má slíkt
til sanns vegar færa, því að í
frjálsum leik tómstundanna segir
eðlið skýrar til sín en í viðjum
skyldustarfsins. Og í nútímaþjóð-
félagi, þar sem vélar létta æ meira
erfiði mannsins barna, og tóm-
stundir lengjast að sama skapi,
fer stórum vaxandi þörfin á því,
að oss lærist að fara rétt með
tómstundir vorar. Má vel svo
fara, ef ekki tekst giftusamlega til
í þessu efni, að auknar tóm-
stundir verði mannkyninu fremur
til tjóns og ógæfu en þroska og
hamingju í framtíðinni. Það er
alkunna, að menn leiðast helzt á
glapstigu í sambandi við skemmt-
anir og tómstundagaihan. Því er
fátt nauðsynlegra ungum mönn-
um en að temja sér þroskandi
tómstundastörf. Meðal annars af
þessari ástæðu eru skólaleikir
skólabót eða eiga að vera, ef rétt
er að farið.
En annað má og nefna hér. Við
skólaleiki leggja nemendur fram
óeigingjarnt starf, þar sem þeir
horfa ekki til neinna fjármuha-
Ihgra launa, og er þess sízt van-
þörf í þjóðfélagi, sem elur um of
eigingirni þegnanna og kennir
þeim fremur að heimta en fórna.
Hef eg oftar en einu sinni dáðst
að því, hve möglunarlaust nem-
endur leggja á sig erfiði leiksins
með stöðugum aefingum viku eft-
ir viku, jafnframt því sem þeir
hafa í engu vanrækt nám sitt né
ætlazt til nokkurra fríðinda um-
fram aðra nemendur. Hef eg vit-
að til þess fyrr og síðar, að sumir
hafa haft pámsbækurnar með sér
á æfingar og skötizt til að glugga
í þær, þegar hlé hefur gefizt. Og
þetta hafa ýmsir áreiðanlega gert
með gleði, en með gleði skyldi
hvert starf unnið, ef því á að
fylgja andleg hollusta.“
Leikurinn Sundgarpurinn er
léttviðrislegur gamanleikur og
hefur engan boðskap að flytja.
Tilgangur hans er sá einn, að
vekja hlátur ,og tekst það allvel.
Leikurinn heimtar ekki mikla
leikkrafta og hentar því vel ungu
fólki, sem ekki hefur áður stigið
á fjalirnar, og mun það eiga við
um mai’ga leikendanna að þessu
sinni. Eigi að síður tekst unga
fólkinu vel að halda uppi hinum
létta og gamansama blæ leiksins
og skilar hlutverkum sínum yfir-
leitt vel og hressilega. Einkum
vekur leikur þeirra Gylfa Páls-
sonar, í hlutverki dr. phil. Valde-
mar Más, og Flosa Ólafssonar, í
hlutverki Ottós Magalín, kátínu,
enda skila þeir hlutverkum sínum
vel, einkum Gylfi, sem kalla má
að sé mjög spaugilegur á senunni
Af kvenhlutverkunum kveður
mest að frú Gabríelu (Aldís Frið-
riksson), og Kötu, dóttur Maga
líns (Hólmfríður Sigurðardóttir)
og eru þessi hlutverk mjög
sæmilega leikin. Aðrir leikend-
ur eru: Ei’na Hermannsdóftir,
Ágúst Þorleifsson, Indriði Einars-
son, Guttormur Sigurbjörnsson,
Hermann Pálsson, Jón Hallsson,
Haraldur Bessason, Jóhanna Þor-
geirsdóttir og Birna Þórarins-
dóttií’. '
Á undan leiknum og í milli
þátta leikur danshíjómsveit M. A.
og er að því góð skemmtun.
Að öllu samanlögðu ma segja,
að góð skemmtun sé að sjá gam-
anleik þennan og auðséð er, að
leikstjórinn og þeir nemendur
skólans, sem leika eða hafa unnið
að sýningunni á annan hátt, hafa
lagt sig fram um að gera hana
sem bezt úr garði. Væri maklegt
að leikurihn hlyti góða aðsókn.
Frá Starfsmannafélagi
Akureyrarbæjar
Starfsmannafélag Akureyrar-
bæjar hélt nýverið aðalfund sinn.
Félagsatala í árslok 1950 var 52
starfsmenn — 5 konur og 47 karl-
ÝMISLEGT FRÁ BÆJARSTJÓRN
BÆRINN hefur verið krafinn um skaðabætur fyrir truflanir á
veitingasölu í Samkomuhúsinu vegna breytinganna þar. Samkvæmt
bókun bæjarráðs 5. þ. m. hefur Sara Benediktsdóttir krafizt greiðslu
á kr. 38.931.88. Bæjarráð taldi kröfur þessar fjarri öllu lagi og
bauðst til að setja þrætuna í gerð.
Stúlka
eða ungiingsstýlka óskast
í sumar til heimilisstarfa
frá miðjum mai. —
Þrennt i heimili.
Hreiðar Valt'ýsson
Fjólug. 18.
Sínii 1439. Ak.
Útsæði
Nokkrar tunnur af Gull-
auga-útsæði til sölu. —
Hringið í Knarberg.
NYKOMIÐ:
Ullarnœrfalnaður barna.
Kjólefni, margir litir.
Vinnufatnaður
Verzlmiin London h.f.
Éypór H. Tómasson.
Kven-annbandsúr
fundið.
Geymist á afgr. Dags.
Stjórn félagsins var að mestu
endurkosin, en hana skipa nú:
Formaður Bjarni Halldórsson
skrifstofustjóri, ritari Jón Norð-
fjörð aðalbókari, gjaldkeri Karl
L. Benediktsson bókari, með-
stjórnendur Þorsteinn Stefánsson
bæjargjaldkeri og Þorsteinn Þor-
steinsson sjúkrasamlagsgjaldkeri.
Varaformaður er Oddur Krist
jánsson byggingameistari. í
launamálanefnd voru kosnir
Oddur Kristjánsson bygginga-
meistari, Anton Kristjánsson yf-
irverkstjói’i og Ásgeir Markússon
bæjarverkfræðíngur. Endurskoð-
endur félagsreikninga Magnús
Olafsson sundkennari og Sigurð-
ur Halldórsson bókari.
Þessar tillögur helztai’ voru
samþykktar á fundinum:
1. Aðalfundur Starfsmannafé-
lags Akureyrarbæjar 1951 gleðst
yfir samþykkt stjómar Banda-
lags starfsmanna ríkis og bæja
um samræmingu á launum opin-
berra starfsmanna og verðlagi
lífsnauðsynja og skorar jafnframt
á stjórn B. S. R. B. að halda máli
þessu eindregið til streitu og far-
sælla lykta.
2. Aðalfundur Starfsmannafé-
lags Akureyrarbæjar ítrekar fyrri
áskorun sína til bæjarstjórnar
Akureyrar um að standa við gef-
in loforð um að láta endurskoða
launasamþykkt Akureyrarkaup-
staðar og samræma hana við laun
hliðstæðra starfsmanna Reykja-
víkurbæjar. — Ennfremur ítrekar
fundurinn þá fastlegu von sína,
að félaginu sé gefinn kostur á að
senda launanefnd frá sér, sem
samningsaðila ásamt bæjarráði.
Fundurinn félur launamála-
nefnd að flytja málið við bæjar-
stjórn og mæta sem samningsaðili
fyrir Starfsmannafélagið.
Fáist ekki endurskoðun og
leiðrétting um launagreiðslur,
þrátt fyrir þessi tilmæli og þrátt
fyrir samþykkt bæjarstjórnar þar
um, verði sérstaklega reynt áð fá
fullar launauppbætur samkvæmt
raunverulegri vísitölu hvers
mánaðar.
3. Aðalfundur Starfsmahnafé-
lags Akureyrarbæjar, haldinn 29.
marz 1951, samþykkir að skora
á stjórnina að beita sér fyrir því
við bæjarstjórhina, að skrifstof-
um bæjarins verði hér eftir lok-
að allan laugardag næstan fyrir
Páska eins og bönkum og opin-
berum stofnunum.1’
Tillögur þessar voru allar sam-
þykktar samhljóða.
Fundurinn fór hið bezta fram
og urðu allmiklar umræður um
mál þau er á dagskrá voru. Sýndi
fundurinn að eining og samheldni
er ríkjandi í félaginu og eru fé
lagsmenn ákveðnir í að halda
fast á þeim málum er þeim geta
orðið til heilla.
BÆJARVERKFRÆÐINGUR skýrði bæjarráði frá því 12. apríl að
verulegt tap hefði verið á grjótmulningi bæjarins undanfarin ár og
mundi þó vera enn meira sl. ár og það, sem af er þessu ári. Leggur
bæjarráð því til við bæjarstjórn, að hækka verð á mulningi til sam-
ræmis við þ*ð, sem vara þessi er seld í Rvík og verði verðlag sem hér
segir: Perlu og loftmulningur kr. 8.50 pr. hl., veggjamulningur kr.
6.50 pr. hl., púkkgrjót kr. 30.00 pr. tenm., salli kr. 8.60 pr. hl. Bæjarráð
ákvað að tilnefna Ásgeir Markússon bæjarverkfræðing í stjórn fyr-
irtækisins „Möl og sandur" fyrir næsta starfsár.
BÆJARGJALDKERI gerði fyrirspurn um það til bæjarráðs,
hvernig reikna skuli vísitölu á vatnsgjöld, þ. e. samkv. gildandi
kauplagsvísitölu, verðlagsvísitölu eða meðalvísitölu sl. árs. Bæjar-
stjóri upplýsti af þessu tilefni að tekjur Vatnsveitunnar standi eigi
undir gjöldum. Leggúr bæjarráð því til að vatnsskattur af húsum
hækki um 50% og vísi'tala verði reiknuð á sama hátt og við kaup-
greiðslur.
BÆRINN hefur hafnað forkaupsrétti sínum að býlinu Kotá við
Akureyri. Kaupandi er Björn Eiríksson, Hlíðarenda. — Bæjarfógeti
hefur óskað eftir að lögreglusamþykkt verði endurskoðuð, þar sem
hún er orðin 17 ára gömul og úrelt. Bæjarráð hefur veitt 1000 kr. til
þessa verks. — Bæjarráð hefur lagt til við bæjarstjórn að forstjóra
úthlutunarskrifstofunnar sé sagt upp starfi, með því að skömmtun
sé að mestu hætt. — Borgarí í Oddeyrargötu hefur fengið 500 kr.
skaðabætur frá bænum vegna óþrifa og skemmda er orsökuðust af
bilun á holræsi.
ÞÝZKUR SJÓNGLERJASMIÐUR vill setjast að hér á Akúreyri og
reka gleraugnaverzlun. Maðurinn er erlendur ríkisbörgari og félags-
málaráðuneytið sendi bæjarstjórn erindi hans til umsagnar. í fund-
argerð bæjarráðs segir, að „augnlæknir sá, er hér situr, hefur með
höndum gleraugnasölu og sér bæjarráð því ekki ástæðu til að bæj-
arstjórn mæli með beiðninni.“
HEILDARKOSTNAÐUR við íþróttasvæðið nýja er orðinn kr.
223.271.66, segir í fundargerð íþróttavallanefndar, dags. 9. þ. m., þar
af í skuld um 30 þús. kr. — Aðeins ein umsókn barst um rafmagns-
verkfræðingsstöðuna, sem Rafveita Akureyrar auglýsti nýlega. Sótti
Knut Otterstedt (yngri), Akureyri, og leggur nefndin til að hann
verðr ráðinn til starfsins sem fyrst. — Stjórn IBA hefur skrifað bæj-
arráði og mælzt til að sundlaug bæjarins verði opin almenningi til
afnota eftir hádegi á sunnudögum yfir sumarið. Bæjarráð fól bæjar-
stjóra að athuga, hvort sundlaugarverðir vilji taka þetta að sér og
fyrir hvaða gjald.
Þóra Sigríður Guðmundsdóttir frá Reykjum
Þú horfin ert — það húmar
stundum skjótt
í heimi þeim, sem geymir yl og
blóm.
Nú heimili þitt drjúpir dauða-
hljótt,
þess dvínar ljós við þennan
skapadóm.
Þú varst því gleði’ og styrkur
langa stund,
þú stefndir fram og settir markið
hátt.
Þú áttir djarfan hug og haga
mund
og heita lund og traustan. vilja’
og mátt.
Þú vildir að til sigurs væri sótt
þú sýndir dáð r— og líka vinning
hlauzt.
Þú ástvinunum veittir gjafa-
gnótt
þú garði þínum unnir fölskva-
laust.
Þú gesti mörgum greiða veittir
þrátt
og glaðra viðræðna þú efndir til..
Þú kaust að sjá sem víðast vorsins
hátt,
og virtir félagsandans gleðiyl.
Með hetjulund þá hörðu raun þú
barst,
sem háðir þú við langt og dapurt
stríð.
Þá studd af hlýrri hönd þess
vinar varst,
sem veitt þér hafði gæfu langa
tíð.
Hann man og þakkar allt, sem
únnið var
og yfir djúpið mikla beinir sýn.
Og bjarmi skýr þá fyllir skuggans
far,
því fögnuð hlýjan vekur minning
þín.
Þú hallar þreyttu höfði’ í friðar-
skaut
— í hinzta sinni vinir kveðja þig.
Nú liðin er þín langa vetrarþraut
og ljóma vorsins slær á nýjan
stig.
Jórunn Ólafsdóttir
Sörlastöðum.