Dagur - 10.10.1951, Page 1

Dagur - 10.10.1951, Page 1
12 SÍÐUR Forustugreinin: Eiga fjárlögiti að vera klessumálverk, eða raun hæf játning staðreynd- anna? DAGUR ER FLUTTUR er fluttur í Hafnarstræti 88 — beint yfir götuna. — Gengið inn að norðaustan. XXXIV. árg. Akureyri, miðvikudaginn 10. október 1951 40. tbl. Bombardier-snjóbíll til vöruflutninga Myndin sýnir nýja gerð af Bombardier-snjóbíi, ætlaðan til vöru- flutninga. Snjóbíll sá, er Guðmundur Jónsson fékk í fyrravetur, og mjög var þá umtalaður, er af svipaðri gerð, að öðru leyti en því, að liann er aðeins ætlaður til mannflutninga, en á þessum bíl er vöru- pallur aftan við stýrishús, en það rúmar 4 farþega. — Bombardier- bílarnir eru smíðaðir af samnefndum verksmiðjum í Kanada og hafa gefizt mjög vel, enda munu ýmsir einstaklingar og byggðarlög hafa mildnn áhuga á því að afla sér slíkra farartækja. Ekki er enn víst, hvernig slíkar útveganir takast, því að margar umsóknir munu liggja óafgieiddar í Fjárhagsráði. — Orka h.f. í Reykjavík hefur umboð fyrir Bombardier-verksmiðjurnar hér á landi. í síðustu viku var umboðsmaður frá Orlcu á ferð hér í bænum og hélt liér þá sýn- ingu á framleiðslu Bombardier-verksmiðjanna bæði með kvik- myndum og á annan hátt. HáEfnað að sfeypa aðaistífðugarð nýju Laxárvirkjunarinnar á þessu hausfi Tveir fulltrúar ECA kynntu sér framkvæmdir við Laxá í síðastliðinni viku 1 síðastl. viku komu hingað tveir fulltrúar Efnahagssamvinnu- stofnunarinnar (ECA) til þess að kynan sér framkvæmdir við virkj- un Laxár, en eins og kunnugt er leggur stofnunin mikið fé til mann- virkisins. Stjórn Laxárvirkjunarinnar fylgdi gestunum — Mr. Rip- man og Mr. Blythe — austur. Skógræktarfélag Akureyrar hyggsf rækta nytja- skóg á sextíu til áttatíu ha. spildu syðst í bæjarlandinu Eftir 20 ár ætti að verða nóg jólatré fyrir bæ og hérað úr grisjun skógarins! Stendur vinna við að steypa aðalstíflugarð virkjunarinnar nú sem hæst og er um það bil hálf stíflan höfð undir. Er ætlunin að ljúka að steypa þennan helming ásamt inntaki þrýstivatnspípu nú í haust. Hafa um 95 rpenn vinnu að virkjunarframkvæmd- uiium eystra að undanförnu. Vegargerð lokið. Fyrir nokkru er lokið við að Skíðakennarinn Ten- mann kominn aftur Norski skíðakennarinn Jo- hannes Tenmann, sem hér dvaldi sl. vetur við skíðakennslu, er fyr- ir nokkru kominn til landsins aftur og mim hann einkum þjálfa skíðagöngumenn til þátt- töku í Vetrar-Olympíuleikunum. Tenmann er nú í Þingeyjarsýslu, en einnig er í ráði, a'3 hann fari til ísafjarðar. leggja veg að gamla stöðvarhús- inu í stað vegar þess, sem mun fara í kaf við hina nýju stíflun árinnar. Er vegur þessi sprengd- ur inn í árgljúfrið og er allmikið mannvirki. Þá er langt komið að ganga frá grunni stöðvarhússins nýja. Olli vatnsrennsli í grunninum mikl- um erfiðleikum, en nýjar, kraft- miklar dælur, unnu bug á þeim erfiðleikum. Ennfremur er senn lokið að ganga frá undirstöðum þrýsti- vátnspípunnar, en hún er mikið mannvirki og miklum mun sver- ari en þrýstivatnspípa eldri virk j unarinnar. Verkinu miðar vel áfram. Ekki er annars getið en að hin- ir útlendu gestir hafi verið ánægðir með þær framkvæmdir, er þeir sáu þar eystra, enda mun virkjunarframkvæmdunum miða vel áfram og samkvæmt áætlun. f— . ......' • ••■-.'N Útgerðarfélag Akureyringa kaupir stórhýsi í bænum Útgerðarfélag Akureyringa h.f. mun hafa fest kaup á hús- inu Gránufélagsgötu 4 hér í bæ, það er hús Prentsmiðju Björns Jónssonar h.f. Þetta er stórt stcinhús, nýlega byggt. Eru þar til húsa auk prent- smiðjunr ir, gufupressun, skrifstofur, bókabúð og íbúðir. Útgerðarfélagið mun hyggjast nota mikinn hluta hússins fyr- ir netaverkstæði, auk þess hafa þar skrifstofur sínar og leigja það af húsinu, er það notar ekld sjálft. Prentsmiðjan mun verða þarna til hiisa áfram við eitthvað minni húsakost. Félagið mun ekki ráðgera að flytja starfsemi sína í hið nýja húsnæði fyrr en síðar í vetur. Þessa fregn mun mega telja áreiðanlega, enda þótt blaðið gæti ekki fengið hana staðfesta til fullnustu hjá forráðamönnum félagsins í gær. -----------------------J Firmakeppni í golfi Keppni þessi er útsláttarkeppni, og kepptu til úrslita: Amaro h.f., en fyrir hana lék Adolf Ingimars- son, og Pétur og Valdimar h.f., en fyrir þá lék Hafliði Guð- mundsson. Amaro vann keppnina með einni holu til góða, en til úr- slita voru leiknar 36 holur. Þessi fyrirtæki tóku þátt í keppninni: Efnagerð Akureyrar h.f. — Efnagerðin Flóra. — Skjaldborg- arbíó. — Jón & Vigfús. — Brauð- gerð KEA. — Kristjánsbakarí. — Bílasalan h.f. Þórshamar h.f. — Krossanesverksmiðjan. — Síld- arbræðslan Dagverðareyri h.f. —1 Almennar Tryggingar h.f. —- Sam vinnutryggingar. — Útgerðarfél. Akureyringa h.f. — Guðmundur Jörundsson. — Amaro h.f. — Bernharð Laxdal. — Vélsmiðjan Atli h.f. — Skipasmíðastöð KEA. — Kolkaverzlun Rag'nars Ólafs- sonar h.f. — Sjóvátryggingarfél. íslands h.f. — Ólafur Ágústsson & Ca. — Kaffibrennsla Akur- eyrar h.f. — Hótel KEA. — Kjöt og Fiskur h.f. —■ Bókabúð Akur- eyrar. — Sápuverksmiðjan Sjöfn. — Pétur og Valdimar h.f. — Linda h.f. — Flugfélag íslands h.f. — Loftleiiðr h.f. — Olíuverzl. íslands h.f. — H.f. Sdell á íslandi. — Skinnaverksmiðjan Iðunn. — Saumastofa Gefjunar. — Ullar- verksmiðjan Gefjun. — Prent- verk Odds Björnssonar. Skógræktarfélag Akureyrar á nú í samningum við bæjaryfir- völdin um að fá til umráða lands- spildu syðst í bæjarlandinu, frá þjóðveginum til fjalls, ca. 60—80 ha., til þess að rækta þar nytja- skóg. Hér er um að ræða hluta úr Kjarnalandi og er mestur hluti landsins óræktaður nú. Kjama- tún er þó þama innifalið . Aukin trú á barrskógum á íslandi. Reynsla síðari ára og athuganir fagmanna, m. a. skógræktarstjór- ans Hákonar Bjarnasonar og noi-ska skógræktarmannsins, Brathen, hafa aukið trú manna hér á vaxtarmöguleikum barr- skóga til nytja á íslandi. Slíkan skóg hyggst skógræktarfélagið rækta upp þarna á suðurmörk- um bæjarlandsins, gróðursetja fyrst birki til skjóls, en síðan ýmiss barrtré. Mundi hér eink- um verða treyst á sjálfboðavinnu. — Útgjöld bæjarfélagsins í bráð- ina til þessa máls yrðu engin eða sáralítil, e. t. v. styrkur til girð- ingar, en hagur þess í framtíð- inni af þessum framkvæmdum verður ekki metinn til fjár nú. Jólatré eftir 20 ár. Forráðamenn þessa máls benda á, að ef barrtré séu gróðursett þétt í skjóli birkis eða annars gróðurs, muni grisjun eftir 15— 20 ár leggja til gnægð hálfvax- inna trjáa, sem nothæf væru sem jólatré og eru slík tré flutt inn frá útlöndum árlega fyrir mikið fé. Er lengri tími liði og skógur- inn næði meiri þroska opnast möguleikar til margs konar framkvæmda, sem verulega hag- lega þýðingu hafa. Engir framtíðarórar. Sú reynsla, sem þegar er feng- in af ræktun barrtrjáa hér á landi, bendir eindregið til þess, að hér sé ekki um neina fram- tíðaróra að ræða, heldur raun- hæfar áætlanir. Það sem til þessa hefur verið gert er aðeins of lít- ið og nær yfir of skamman tíma til þess að sýna ái'angur eins og efni annars standa til. Land það, sem hér er nú um að" ræða, er að vísu ekkert betur til skógræktar fallið en margar aðr- ar landspildur, en hér í nágrenn- inu er ekki um margar spildur að ræða, sem unnt er að fá um- ráð yfir til langframa vegna ann- arra nytja. En þetta land vona forráðamenn Skógræktarfélags- ins eindregið að fá. Bætt aðstaða til skógræktar. Aðstaða til skógræktar hér um slóðir hefur mjög batnað síðan Skógræktarfélag Eyfirðinga kom upp plöntu-uppeldisstöð sinni í Steinagerði í Kjarnalandi. Er sú stöð í vexti og miðlar deildum félagsins trjáplöntum eftir getu, þ. á. m. Skógræktarfélagi Akur- eyringa. Mun þessi starfsemi færast í aukana er tímar líða. Auk þess eru uppeldisstöðvar Skógræktar ríkisins í sífelldri framför. Þá er þess að geta, að norski skógræktarmaðurinn Brathen hefur bent á, að ágætum árangri má ná í skógrækt með því að sá fræi strax í hið fýrir- hugaða skógræktarland eft+r að það hefur verið plægt með sér- stökum plóg og er þetta fljótvirk- (Framhald á 12. síðu). Brezkir togara- eigendur „bíða speniitir4 Brezka blaðið „Fishing News“ ræðir nýlega málaferlin í Haag, þar sem landhelgisdeila Breta og Norðmanna er fyrir alþjóðadóm- stólnum og segir m. a. á þessa leið: „Niðurstaðan í þessu máli hlýtur óhjákvæmilega að hafa áhrif á viðhorf íslendinga til þeirrar ákvörðunar að breyta landhelgislínu sinni og brezkir togaraeigendur og togaraskip- stjórar bíða spenntir úrslit- anna.“ Blaðið segir að formaður brezka togaraeigendasambandsins, J. Croft-Baker, sé í Haag til að fylgjast með gangi málsins. „Dagur44 fluttur Skrifstofa Dags er flutt úr Hafnarstræti 87 í Hafnar- stræti 88 — yfir götuna, — og er inngangur að norðan. — Símanúmer er hið sama og fyrr — 1166.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.