Dagur - 10.10.1951, Blaðsíða 5

Dagur - 10.10.1951, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 10. októbcr 1951 D A G U R 5 Brezku kosningarnar 25. október: Efnahagserfiðleikar Brefa Eeysasf ekkir þótt kjós endur skipfi um ríkissfjórn Þegar brezka þjóðin gengur til kosninganna 25. þ. m., á hún um tvo kosti að velja og virðizt hvor- ugur sérlega góður: Spurningin er, hvort Bretar kjósa heldur að búa við dýrtíð og efnahagserfiðleika undir handleiðslu jafnaðarmannafor- ingjanna enn um sinn, eða hvort þeir vilja heldur þola þessar raúriir undir forsjá nýrrar stjórn- ar íhaldsmanna. Sáralitlar líkur eru til þess að breyting á stjórn landsins fái nokkru verulegu um þokað til þess að létta undir með hinum almenna borgara, sem nú verður að neita sér um margt, býr enn við skömmtun sumra brýnustu lífsnauðsynja, og eygir naumast nokkurt hlé á þeim hálfgerða meinlætalifnaði, sem ástandið heima og erlendis hefur þröngvað upp á hann. Óf lítil Imeirihluti. Ástæðan til þess að Attlee for- sætisráðherra ákvað kosningar 3V2 ári fyrr en lög stóðu til, var sú, að kosningarnar í fyrra gáfu Verkamannaflokknum aðeins 6 atkv. meirihluta í þinginu og aukakosningar hafa síðan höggv- ið skarð í þennan nauma meiri- hluta og sá möguleiki alltaf fyrir hendi að nýjar aukakosningar í nokkrum kjördæmum eða veik- indi nokkura Verkamanna- flokksþingmanna svipti stjórnina alveg nauðsynlegu valdi í þing- inú. " Ástandið var orðið alger- lega óviðunandi. Attlee ákvað því að biðja þjóðina um nægilegan jneirihluta til þess að geta stjórn- að með festu eða fela öðrum ábýrgðina að öðrum kosti. fhaldsmenn sigurvissir. Sigurvonir íhaldsmanna, sem telja sig örugga um að fá 50—100 þingsæta meirihluta í þinginu, byggist á þeirri bréytingu á skoð- unum kjósenda, sem komu fram í síðustu kosningum og þeirri trú, að enn stefni í þá átt. Enn- fremur vita þeir vel, að efna- hagsáhyggjur ^fólksins yfirleitt hafa enn aukizt sfðan jafnaðar- mannastjórnin settist að völdum á ný eftir kosningarnar í febrúar 1950. Þá munaði mjóu ,að stjórn- in veltist úr sessi, þingmeirihluti hennar hrapaði úr 146 í 6, en að- gætandi er samt, að kjörfylgi jafriaðarmannaflokksins hrakaði ekki, heldur jókst það úr 11.992.292 1946 í 13.295.736 1950. Breytingin í kosningunum 1950 var því raunverulega ekki sú, að jafnaðarmennimir yrðu mun veikari fyrir en áður, held- ur urðu íhaldsmennirnir miklu sterkari en þeir áður voru. Þeir fengu mjög margt fólk, sem sat heima 1946 til þess að mæta á kjörstað 1950. Atkvæðatala íhaldsmanna jókst á þessu ára- bili úr 8.665.566 atkv. í 11.518.360 atkv. Aukning kjörfylgis íhalds- manna var því hlutfallslega miklu meiri en jafnaðarmanna. Fordæmi Trumans. Af þessu má sjá, að ósigur jáfnaðarmanna í kosningunum í fyrra stafaði ekki af því að gamlir fylgismenn sneru við þeim baki, heldur af því, að íhaldsmönnum tókst að tryggja sér atkvæði fólks, sem ekki kaus þá áður. — Spurningin nú er því sú, hvort jafnaðarmönnum tekst að halda fylgi þess fólks, sem kaus þá 1946 og 1950 og hvort íhalds- mönnum tekst að safna undir merki sín enn fleiri kjósendum en 1950. Attlee forsætisráðherra bygg'ir sigurvonir sínar á þeirri trú, að jafnaðarmenn muni halda fylgi sínu, en íhaldsmönnum muni ekki takast að auka sitt fylgi. — Skoðana-kannanir spá illa fyrir Attlee, en hann lætur það ekki á sig fá, bendir bara á fordæmi Trumans, sem sigraði, þótt allar skoðana-kannanir og öll blöð spáðu honum falli í forsetakosn- ingunum síðustu í Bandaríkjun- um. Útkoman óviss. Sannleikurinn mun líka vera sá, þrátt fyrir -hreystiyrði á báða bcga, að útkoman mun harla óviss, því að hvorugur flokkur- inn getur boðið háttv. kjósend- um upp á nokkra viðunandi lausn á aðalvandamáli dagsins, efnahagserfiðleikunum, sem þjá ríkið sjálft og hvern einasta þegn. Þessi mál eru að sjálfsögðu aðal- deilumál flokkanna á yfirborð- inu: dýrtíð minnkandi verðgildi péninganna, aukinn framfærzlu- kostnaður, minnkandi kaupgeta, skortur á ýmsum nauðsynjum, svo sem-, kjöti, eldsneyti o. s. frv. Verkamannaflokkurinn heldur því fram, að allt sé þetta óhjá- kvæmileg afleiðing af heims- valdastefnu kommúnista og þeirri endurvopnun landsins, sem yfirgangur þeirra hefur knúð fram. Vígbúnaðaráætlunin tak- markar framleiðslu neyzluvarn- Góðir foreldrar! Nú er sumarið senn á enda. Það er að kveðja með alla sína fegurð, allt sitt starf og strit, sorgir og gleði, annir og erfiði. Flestir, ungir og gamlir, hafa eftir getu og ástæðum ver- ið að einhverju leyti þátttakend- ur í því hlutverki, sem sumarið lagði í hendur okkar. Margt af þeim störfum, sem unnin voru, hafa bætt hag okkar og þroskað okkur til aukins manndóms og menningar. Svo á það líka að vera, einkum hvað snertir börnin og ungling- aná, sem á þessu sumri hafa stælt krafta sína við ýmiss konar störf, bæði í bæ og sveit. Nú eru þau störf lögð til biliðar í bili, en aðrar annir og störf krefjast tíma þeirra og orku. Nú eru það skól- amir og námið, sem sinna þarf. Þau störf krefjast ekki síður tíma og atorku, ef þau eiga að rækjast af alúð og trúmennsku. Öllum ætti að vera það ljóst, ekki sízt foreldrum, hve geysi- margt það er sem truflunum veldur á námsstörfum barna og unglinga. Til þess liggja margar ástæður, bæði persónulegar og félagslegar. Hér skal ekki farið út í þó sálma, en aðeins minnzt á einn þátt í því mikla vanda- máli, en það eru útiverur barna og unglinga á kvöldin. Óhætt mun að fullyrða, að ekk- ert trufli eins námsgetu barna og unglinga, eins og útiverur seint á kvöldin. Á þetta hefur oft verið bent, en hér er minnst á þetta atriði einungis til að minna for- ings og hefur komið af stað dýrtið um allan hinn vestræna heim. Erlendar verðhækkanir er ekki hægt að bæta upp í launagreiðsl- um að svo komnu máli, þær þýða rýrnun lífskjaranna. Jafnaðar- mennirnir eru svo miklir realist- ar, að þeir hafa horfst í augu við þessa staðreynd og reyna ekki að fela hana fyrir þjóðinni. Þeir játa, að þeir hafi ekki handbæra neina fljótvirka allsherjarlausn á þessum vanda, en þeir lofa því, að erfiðleikunum skuli jafnt og rétt- látlega útdeilt meðal þegnanna og engum skuli haldast uppi að auðgast á kostnað fjöldans. Telja tírriann virina með sér. Ymsir íhaldsmenn telja tímann vinna með sér og hin óglæsilega mynd, sem blasir við kjósendum, muni ein nægja til þess að fella jafnaðaimenn. Af þssum ástæð- um töldu ýmsir áhrifaaðilar, t. d. blaðið „Evening Standard“, að íhaldsflokkurinn eigi enga kosn- ingastefnuskrá að gefa út. Þannig vilja þeir fyrirbyggja að flokkur- inn freistist til að gefa kosninga- loforð um efnahagsmálin, sem mundu koma honum í koll, þegar hann væri kominn í stjórn. Flokk urinn hefur nú að vísu gefið út kosningastefnuskrá, en þar er farið varlega í sakirnar og litlu lofað um skjóta endurreisn. — íhaldsmenn gera sér því ljóst, að þeir vinna e. t. v. kosningárnar, en efnahagsvandamálin verða samt kyrr á sínum stað. Óánægjan með útlitið í þeim málum veltir e. t. v. jafnaðar- mönnum úr stjórnarsessi, en þessi óánægja getur líka. hrakið íhaldsmenn frá stjórn löngu áðui' en kjörtími þeirra er útrunninn. eldra á að slaka ekki til um of í þessrim efnum. Börn og unglingar, sem hafa það að reglu að vera úti seint á kvöldin, eru áreiðanlega í hættu stödd. Það eru fyrstu sporin, til ýmiss konar óreglu, sem að lok- um geta haft hinar alvarlegustu og sorglegustu afleiðingar. Á kvöldin eru margar freist- ingar fyrir óþroskaða barnssál, sem ennþá kann ekki að gera greinarmun þess, sem saklaust kann að vera og hins, sem spillir. Siðferði hinna fullorðnu, er börn- in þó taka sér til fyrirmyndar, er því miður, oft ekki á marga fiska. En oftast eru ruddaskapur og óknyttir hafðir í frammi þegar dagsbirtan dvín, svo að hægt sé að láta náttmyrkrið skýla athöfn- um og persónu. Foreldrar góðir! Svarið i ein- lægni þessari spurningu: Græðir barnið mitt nokkurn tíma á úti- veru seint á kvöldin? Svarið verður oftast neikvætt. „En það er ekki gaman að ráða við þetta,“ er oft sagt, og vafalaust er það rétt. Það er heldur ekki til neitt allsherjarráð, sem hægt er að gefa foreldrum, og duga mundi í þessu vandamáli. Bænir og hót- anir eru stundum jafn áhrifa- lausar. Félagarnir, gatan, bíóin o. (m. fl. lokkar og seyðir og bænir og bönn eru virt að vettugi. En er ekki eitthvað öðruvísi en ætti að vera þar, sem 10—12 ára börn ráða athöfnum sínum að mestu leyti sjálf og virða að vettugi vilja og ósklr foreldranna? Er ekki afskiptaleysi foreldranna og einræðishneigð barnanna í öfg- ;um, ef börnin efu sínir eigin húsbændur, eða máske á heimil- inu? Góðu foreldrar! Börnin eru dýrmætasta eign okkar. Innileg- asta ósk allra óspilltra foreldra er, að börnin þeirra verði góðar og heiðarlegar manneskjur. Til jess að svo megi verða, vilja 'lestir, eða allir, forða þeim frá jví, sem spillir hugsunarhætti peirra og athöfnum. Útiverurnar seint á kvöldin eru eitt hið helzta, sem gjalda þarf varhug við, því að þeim fylgja mafgar hættur, sem geta haft hinar hryggilegustu afleiðingar. Börn ættu sem sjaldnast, helzt aldrei, að sækja kvikmyndasýn- ingar kl. 9, og margir foreldrar láta börn sín ekki gera það, og er það til fyrirmyndar. Þær mynd- ir, sem sýndar eru á þeim tíma, eru sjaldnast fyrir börn, og þótt þær séu ekki beinlínis bannaðar börnum, hafa flestar þeirra ekk- ert gildi fyrir þau, enda oft mjög misskildar af þeim, sem eðlilegt er. Til þess að hjálpa foreldrum í því efni, sem hér hefur verið drepið á að framan og ýmsum öðrum vandamálum varöandi uppeldi barna og unglinga, hefur dóms- og kirkjumálaráðuneytið staðfest eftirfarandi reglugerð um barnavernd á Akureyri. Er það vinsamleg ósk barnavernd- arnefndar Akureyrar, að for- eldrar og aðrir, serri þar eiga hlut að máli, kýnni séi- regliigerð þessa rækilega. REGLUGERÐ UM BARNA- VERND Á AKUREYRI. 1. gr. — í umdæmi barna- verndarnefndar Akureyrar er bannað að selja börnum og ungl- ingum innan 16 ára aldurs tóbak, hverju nafni sem nefnist, gefa þeim það, eða stuðla að því að þau neyti þess, eða hafi það um hönd. 2. gr. — Bönnuð er sala á spýtubrjóstsykri (sleikjum) og brjóstsykursstöngum, svo og öðrum þeim sælgætdsvörum, sem að áliti héraðslæknis og barna- verndarnefndar geta talizt hættu legar börnum og unglingum. 3. gr. — Engar leiksýningar eða opinberar skemmtanir, sem börnum og unglingum innan 16 ára aldurs er ætlaður aðgangur að, má halda nema barnav.n. hafi verið gefinn kostur á að kynnast efni þeirra, og ákveður hún þá, að því athuguðu, hvort börnum og unglingum skuli leyfður að- gangur að þeim. 4. gr. — Börnum og unglingum innan 16 ára aldurs er bannaður aðgangur að almennum knatt- borðsstofum, dansstöðum og öl- drykkjustofum. Þeim er og bann- aður aðgangur" að almennum kaffistofum eftir kl. 6 s.d. nema með aðstandendum sínum. Eig- endum og umsjónarmönnum þessara stofnana ber að sjá um, að börn og unglingar fái þar ekki aðgang og hafizt þar ekki við. Börnum, yngri en 12 ára, er bannað að vera á almannafæri eftir kl. 8 að kvöldi á tímabilinu frá 15. sept. til 1. apríl, og eftir kli 10 s.d. frá 1. apríl til 15. sept., nema í fylgd með aðstandendum. Börn, 12—14 ára, mega ekki vera á almannafæri efti'r kl. 10 að kvöldi á tímabilinu frá 15. sept. til 1. apríl, og ekki eftir kl. 11 s.d. á tímabilinu frá 1. apríl til 15. sept., nema í fylgd með aðstand- endum sínum. Foreldrum eða húsbændum barnanna ber, að viðlögðum sektum, að sjá um að ákvæðum þessum sé framfylgt. 5. gr. — Börn og unglingar inn- an 14 ára aldurs mega ekki selja blöð eða bækur, nema að fengnu leyfi barnaverndarnefndar. 6. gr. — Brot gegn reglugerð þessari varða sektum sem brot gegn barnaverndarlögunum. Skal farið með mál, þeirra vegna, eins og fyrir segir um slík mál í barnaverndarlögunum. ir, ' - .... —Á: Svíar lesa um bíiskap í Eyjafirði Sænslti ritstjórinn Jöran Forsslund, sem hér dvaldi um skeið í sumar, heldur áfram að sltrifa um ísland í sam- vinnublaðið Vi, útbreiddasía vikublað Svíþjóðar (upplag 650.000). Síðastl. föstudag birti blaðið fyrri helming greinar, sem heitir „Kring Jóhann pá MöðruveIIir“ og fjallar greinin um dvöl Forsslunds á Möðru- völlum í Eyjafirði, hjá Jó- hanni Valdimarssyni bónda þar og um biiskap eyfirzkra bænda og íslenzkan landbún- að almennt. Seinni helmingur þcssarar greinar birtist nú í þessari viku og heitir: „Ma- skiner, clvárig piga och KEA“. Segir Forsslund þar ýtarlega ffá vélavinnu við heyskapinn á MÖðfúvöllum, og dugn- aðl og kunnáttu 11 ára ganiallar stúlku (Maríu dótt- ur Jóhanns á Möðruvöllum) við að stjórna heyvinnuvélun- um og frá samvinnuskipulag- inu á mjólkurmálum héraðs- ins. Á íorsíðu er falleg mynd úr fjárrétt, tekin af Forsslund í sumar hjá Grenjaðarstað. — Fyrri greinar Forsslunds hafa fjallað um Siglufjörð og síld- ina og Keflavíkurflugvöll. Enn mun von nokkurra greina frá honum í Vi um ísiand. Allar þessar greinar eru skemmti- lega skrifaðar, herma rétt frá mönnum og málcfnum hér, eru vclviljaðar landi og þjóð. Ágætar ljósmyndir eru með þessum greinum ritstjórans. I- ---------- ' Hákarl Skata Grálúða I nýkomið. FJÖT & FISKUR S'ími 1473. Stúlka óskast í vist fyrri hluta dags- ins. Afgr. visar á: Piano til sölu. Afgr. vísar á. Ullarkjólatau fyrirliggjandi. Crep - kjóla- tau, silkisokkar og lrerra- hálsklútar væntanlegt. G. F. Rasmussen. j Til foreldra (Frá barnaverndarnefnd)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.