Dagur


Dagur - 10.10.1951, Qupperneq 7

Dagur - 10.10.1951, Qupperneq 7
Miðvikudaginn 10. október 1951 DAGUR 7 /r= ■n NORÐAN - 10- OKTÓBER- Loílegur vitnisburður heima og erlendis. TVEIR MENN hafa nýlega rætt um tæknina í íslenzkum landbúnaði á athyglisverðan hátt Annar hér heima, hinn erlendis. í síðasta tbl. Dags segir Árni Jónsson tilraunastjóri í Gróðrar- stöðinni hér frá því, sem fyrir augun bar á ferðalagi um Norður lönd og Þýzkaland nú í sumar. Árna varð starsýnt á tækni þá, er frændur vorir beita við hey- skap og heyþurrkun og á verk- færi þau, er þýzkir bændur hafa i höndum úti á vellinum. Á sum- um þessara staða er heyskapur að vísu ekki sú megingrein bú- skapar sem hér gerizt, en eigi að síður er augljóst, að um tækni- leg vinnubrögð standa íslenzkir bændur þegar á ýmsan hátt fram ar bændastétt nágrannaþjóðanna. í Noregi og annars staðar á Norð- urlöndum er súgþurrkun t. d. verkunaraðferð, sem bændur lesa e.t.v. um í búnaðarritum, en nota ekki sjálfir í hlöðum sínum. Hin- ar aldagömlu hesjur eru enn mottó dagsips. 1 Þýzkalandi undr aðist tilraunastjórinn hversu hiri lagtæka þýzka þjóð hafði van- rækt að fá bændum sínum hendur hentug verkfæri til hey- vinnu. Mikið af orku bóndans fer í að færa þessi verkfæri úr stað. Þeim verður ekki sveiflað létti- lega á túni eða engi. Að öllu samanlögðu, segir Árni Jónsson, hafa íslenzkir bændur á fáum ár um tileinkað sér tæknikunnáttu í búskap sínum,. sem er fremri því, sem nágrannabændurnir þekkja. Vélamenningin í íslenzk- t um landbúnaði hefur farið geyst. Þetta er merkur vitnisburður og umhugsunarverður. að fylgjast með tímanum og not- færa sér nýjungar. Þessi vitnis- burður tveggja manna um hey- skap heima og erlendis er líka ærið umhugsunarefni fyrir alla íslendinga, ekki sízt þá, sem til nessa hafa gert lítið úr mögu- leikum íslenzks landbúnaðar og atorku íslenzkra bænda. Vafa- laust er, að þeim röddum fer nú fækkandi hér heima. Eða hver talar nú um landbúnað sem „sport fyrir idióta“? Það er bending um breytt viðhorf þjóð- arinnar til landbúnaðarins, að slíkt hjal tilheyrir liðinni niður- lægingartíð. Það er sýnishorn þess tíðaranda, sem vanmat hörmulega land sitt og þjóð. Nú er minningin um það hæfilegur bautasteinn yfir uppgjafarsoldáta fyrirstríðsáranna, þá, sem höfðu misst trúna á landið og ætluðu að frelsa þjóðina með erlendum kredduvísindum. Þjóðfélagið og tæknikunnáttan. Vitnisburður sænsks áhorfanda. ANNAR vitnisburður hefur komið fram nú þessa síðustu dagana, einmitt um þetta sama efni. Sænski ritstjórinn Jöran Forsslund er um þessar mundir að birta greinaflokk frá íslandi í sænska samvinnublaðinu Vi Tvær greinar hans fjalla m. a. um heyskap á íslenzkum bónda- bæ og þá tækni, sem þar er beitt. Forsslund dvaldi um hríð á ey- firzku stórbýli — Möðruvöllum í Eyjafirði — og hann segir frá því, sem fyrir augun bar þar og ber það í huganum saman við vinnu- brögð þau, er hann hafði séð við heyskapinn heima í Svíþjóð. Og niðurstaða þessa leikmanns varð hin sama og fagmannsins, sem fyrr getur: Tæknikunnátta ís- lendinganna og hagnýt vinnu- brögð var meiri en hann hafði áður séð. Forsslund fyllir heilar blaðsíður í víðlesnasta vikublaði á Norðurlöndum með frásögn um heyskapinn á Möðruvöllum og vélarnar, sem bóndinn notar til þess að létta störfin og marg- falda afköstin. Þetta er skemmti- leg frásögn og lofsamleg um ís- lenzkt framtak og hæfni til þess En þótt íslenzkir bændur hafi reynzt mun fúsari að verja fjár- munum sínum til vélakaupa og tækninýjunga en stéttarbraéður þeirra erlendis, og hafi yfirleitt 1 reynzt alveg furðuíega djarfir að tileinka sér nýjungar, er vissu- lega ekki þar með sagt, að allt sé þegar vel um hina nýju tækni- öld í landbúnaðinum á íslandi. Menn eiga þar vissulega margt ólært, e. t. v .ekki sízt í hagnýtri notkun þeirra tækja, sem búið er að afla og meiri hagsýni í vinnubrögðum. Það er alveg vafalaust — og ber kunnáttu- mönnum yfirleitt saman um það — að vélar og tæki endast verr hér á landi en efni standa til, vegna vankunnáttu um meðferð og of lítillar hirðusemi. Það verð- ur ekki metið í skjótri svipan, hvað vannýttar vélar og of lítil ending kostar þjóðarbúið árlega. Of lítil áherzla er á það lögð að kenna meðferð véla oi tækja. Hér er sveitzt við það átta mánuði ársins að kenna unglingum ártöl úr mann- kynssögunni og beygingar sagna á ýmsum tungumálum, en þeir sem taka hæstu eink- unn á landsprófi í þeim fræðum, gætu ekki lýst gerð einfaldrar benzínvélar, þótt þeir ættu lífið að leysa og þaðan af síður lagfært lítils- liáttar bilanir. f uppeldismál- um erum við að þessu leyti staddir á öldinni sem lcið og höfum ekki samræmt skóla- spekina þeim hagrænu við- fangsefnum, sem nútíminn hefur fengið þjóðinni að glíma við og raunar er nauð- syn fyrir hvern einstakling að kunna nokkur skil á. Árni Jónsson tilraunastjóri benti á það í grein þeirri, er fyrr er til vitnað, að mjög skorti á, að nokkurt viðunandi lag væri komið á varahluta-„lagera“ bú- véla í landinu. Dýrar vélar vevða ekki starfræktar tímunum sam- an fyrir skort varahluta. íslenzk stjórnarvöld hafa til þessa vetið alveg furðulega skilningssljó á nauðsyn þess, að til séu í landinu birgðir varahluta í þær vélar, sem fluttar eru inn. Nú mun að vísu hægt að fá varahluti oftar en áður, en skilningsleysið ev hið sama fyrir því. Ríkið þykist þurfa að fá tolltekjur af vara- hlutum, sem þeir væru ónauð- synleg lúxusvara. Ofan á þetta bætist, að Reykjavíkurkerfi inn- flutningsmála torveldar mönnuin úti á landi mjög varahlutaútveg- anir. Ef reyvískan skrifstofu- mann, sem notar „nýsköpunar“- jeppann sinn til þess að aka á kontórinn og heim í mat og í lautartúra á sunnudögum, vantar varahlut í vélina, eru margföld líkindi til þess að honum auðnist að fá hlutinn miklu fyrr en þing- eyska bóndanum, sem notar sinn jeppa til margvíslegra stavfa í þágu framleiðslunnar. Þannig eru dæmin yfirleitt. Varahlutír eru af ákaflega skornum skammti úti á landi. Auk tafanna við að ná nauðsynlegum hlut að sunn- an er kostnaðurinn við það, sím- töl fyrir ærið gjald og e. t. v. fluggjald undir pakkann. Allt cr þetta óhagkvæmt. Þarna býr þjóðfélagið illa í hendur þeirra manna, sem reyna að efla fram- leiðsluna með aukinni vélanotk- arvísir, sem SIS lét gera og senda með Farmall-dráttan'él- unum til fyrirmyndar. En þarna kemur fleira til greina en kunn- áttan. Það er ekki fyrir þekking- arleysi, sem sumir bændur enn í dag skilja heyvinnuvélar eftir úti á túni og engi að lokinni notk- un sumarsins. Slíkt er óheyrileg trassamennska, sem fyrirbyggir að vélanotkun geti verið hag- kvæm til langframa. í annan stað er alveg vafalaust, að víða í.sveit- um hefur þess verið o{ lítið gætt, að áfköst véla nægja vel tveimur búum' ef samvinna er góð. Full hagnýting vélaafkastanna er ékki aðeins þýðingarmikið atriði fyrir fjárhagSafkomu búsins, heldur og fyrir efnahágslegt .. heilbrigði þjóðfélagsins í heild- Þannig hef- ur nýlega vei'ið bent á það í-land- búnaðarþættinúm hér, í blaðinu, að- eirih' saxblásaiá.HVið votþeys- turn, nægi vel tyeimur. turnum, %'‘é. 'tv'eímúr ’Búúm, ef• fjarlægðir milli' bæja' hamlá ekki. Þetta eru nijög dýr tæki og gfvjða„pijh,-gum ifeihV,1 sém þorf Hafa 4 • að; eignast ^óðá' ‘ ‘ ‘Vóthéýs'géýmslu. . Þetja er aðeihs eltt'dæmi; ......... ! -SSii Íi ií'io Skóji reyíisljunnar. r. : < / , Róm var ekki byggð'áyeinum degi. Enginn þar'f að ætla, að við lærum :að umgangast. vélár eins og forfeður okkah: amboðr Sín á örskömmum tíma. En er næg áherzla lögð á tæknikennslu jafn- hliða hiiium mikla vélainnflutn- Einstaklingarnir og hagnýt notkun. En þegar rætt er um hagný:- iugu vélanna, er þetta ekki nema hálf sagan. Hinn helmingurinn snýr að einstaklingunum. Hvern ig nota þeir tækin og hvarnig fara þeir með þau? Er þar gætt fyllstu hagsýni? Kunnáttu manna í meðíerð jafnvel einföldustu véla er yfir leitt mjög áfátt. Bandarísk tækni í vinnubrögðum þótti stórkost- leg hér á stríðsárunum og efa- laust er, að dvöl ameríska hers- ins hér hafði gífurleg áhrif í bá átt að flýta komu aukinnar vél- tækni í öllum atvinnugreinum En þótt við kaupum amerískar vélar dýru verði, leggjum við okkur ekki til kunnáttu Banda ríkjamanna í meðferð þeirra á skömmum tíma og við virðumst ekki gera mikið til að öðlast þá þekkingu. Amerískir skólar kenna nemendum sínum oft hagnýt vinnubrögð og þýðingu og meðferð algengustu véla og tækja, ásamt með bókvísi þeirri sem hér þykir eini lykillinn að menntun og frama. Svo mjög skortir á í þessu efni, að bændur og ýmsir aðrir fá í hendur vélar án þess að kynna sér til nokk- urrar hlítar leiðarvísa um með- ferð þeirra. Innflytjendur hafa líka margir hverjir brugðizt þeirri skyldu að láta kaupendum véla og tækja í té leiðarvísa á íslcnzku. í þessu efni var leið ji? Væri ekki rétt að sjá af nokkrum kennslustundum í bók- vísi í skólum landsins til þess að kenna ungmennum hvernig á að umgangast algengustu vélar og tæki, og opna augu þeirra fyrir gagnsemi og þýðingu nytjavéla, sem er vel hirt og jafnan í góðu lagi? Að sjálfsögðu mun okkur lærast allt þetta með tímanum án þess að meira sé að gert til þess að kenna okkur en nú er tízka. — Skóli reynslunnar er oft haldbeztur, en hann er ekki alltaf ódýrasti skólinn. Maður, sem eyðileggur dýra vél á skömmum tíma fyrir kunnáttuleysi og hand vömm, endurtekur naumast mis- tökin. En slíkt skólahald er of dýrt. Margt bendir til þess, að of miklu fé sé í dag eytt í þennan reynsluskóla, enda þótt víða sé aðgæzla vinnuvéla ágæt og fari yfirleitt batnandi. Eiga bændur hér vissulega ekki einir aðild þótt hér hafi einkum verið við land- búnaðinn dvalið. Sama sagan gerizt í bæjunum í mörgum starfsgreinum. Nýjungar fljóta hér margar að fjörusteinum og við erum fljót að taka þær upp á arma okkar og segjumst þá nota nýtízkuleg vinnubrögð. En hversu hagsýnir erum við í sókn okkar til auk- inna afkasta og bættrar. tækni? Er ekki þörf aukinnar aðgæzlu á þeim vettvangi á mörgum svið- um þjóðlífsins? H. Sn. Aðalfundur Kennarafélags Eyjafjarðar Tuttiififii ára afmæli félaffsins Aðalfundur Kennarafél. Eyja- fjarðar var haldinn í Barnaskól- anum á Akureyri laugardaginn 29. sept. sl. 36 kennarar sátu fundinn. Fundarstjórar voru Sæmundur Bjarnason og Sigur- steinn Magnússon. Formaðui' félagsins, Snorri Sigfússon námsstjóri, flutti skýrslu stjórnarinnar og minntist jafnframt 20 ára afmælis félags- ins. Kennarafélag Eyjafjarðar var stofnað 4. okt. 1931. í því hafa verið frá byrjun eingöngu barna- kennai'ar, og oftast hafa allir starfandi barnakennarar við Eyjafjöfð verið í félaginu. Með fundum sínum hefur félagið á umliðnum tuttugu ái'um aukið kynningu og samstai'f milli kenn- ara á félagsávæðinu. Ut á við hefur það með ýmsu móti stutt að auknum skilningi almennings á skóla- og upþeldismálum. — Þá hefur félagið gengizt fyrir nokkr- um námskeiðum fyrir kennai-a og sýningum á skólavinnu. Hafa möi'g þessi námskeið verið fjöl- menn _og áhrifamikil, enda oft fengnir ágætir menn til leiðbein inga á þeim. — Þá hefur félagið gefið út uppeldismálatímaritið „Heimili og skóli'' undanfai'in 10 ár og hefur Hannes J. Magnússon verið ritstjóri þess frá byrjun. Hefur ritið jöfnum höndum verið ætlað kennurum og foreldrum til að glæða skilning og auka áhuga á uppeldismálum þjóðai'innar. Þá gaf félagið út fyrir tveim árum vinnubókarblöð í átthagafræði handa börnum. Er af öllu þessu auðsætt, að félagið hefur verið stai'fsamt. í stjórn félagsins hafa þeir Snoi'i'i Sigfússon og Hannes J. Magnússon verið frá byrjun. Helztu mál fundarins voru þessi: Vinnubókaútgáfa og vinnu- bókagex'ð. (Framsögumaður Ei- ríkur Stefánsson). Sparifjái'starf- semi í skólum. (Fi-amsögumaður Snori'i Sigfússon). Námsbæk- urnar. (Framsögum. Hannes J. Magnúss.). Veti'arstai'fið. (Fram- sögum. Snori'i Sigfússon). Bind- indisfræðsla. (Framsögum. Ei- ríkur Sigxu'ðsson). Skólasaga sveitanna. (Framsögum. Snorri (Framhald á 8. síðu).

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.