Dagur - 17.10.1951, Page 2

Dagur - 17.10.1951, Page 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 17. október 1951 Líti! skilyrði íyrir kornyrkju norðanlands fyrr en akuryrkja almennt hefur náð meiri útbreiðslu álið semiilega bezt leyst í félagasamtökum - að áliti Ólafs Jónssonar Dagskrármál landbúnaðarins: r Asetningur og meðferð lieyja Sunnanblöðin hafa í sumar rætt nokkuð um kornyrkju, cinkum í sambandi við Sámsstaði og til- raunir Klemenzar Kristjánssonar og möguleikana til að rækta upp stórsandana á Suðurlandsundir- lendinu. Hér nyrðra hefur aftur á móti verið hljótt um kornrækt og kornræktartilraunir, ekki aðeins í sumar, heldur nú um nokkurt órabil. Er þó kunnugt að tilraunir hafa verið gerðar hjá Ræktunar- félagi Norðurlands, af einstökum bændum á ýmsum tímum og í til- raunabúi því, er KEA rak um skeið að Klauf. Með því að blaðinu lék forvitni að vita hvort nokkuð hefði gerzt í þessum málum hér nyrðra nú hin síðari ár og hvert væri álit sérfræðinga á kornyrkju hér um slóðir, sneri það sér til Ólafs Jónssonar, búnaðarráðunautar, er sjálfur hafði með höndum til- raunir í Gróðrarstöðinni um langt árabil og er manna kunn- ugastur ræktunarmálum hér nyr'ðra, og átti við hann samtal urh þetta efni. Er ekki sennilegí, að korn- rækt hafi verið stunduð í svipuðum mæli norðanlands og sunnan ,til forna? Má ekki telja líklegt að uppskera hér um slóðir hafi vcrið allgóð og kornræktin arðsöm í þá daga? — Kornrækt hefur vafalaust verið stunduð meira og lengur sunnanlands til forna heldur en norðanlands. Á Suðurlandi er kornyrkja við líði fram á 16. öld, en á Norðurlandi mun hún liafa lagzt niður þegar á 11. eða 12. öld. Um uppskeruna til forna vil 'eg ekkert fullyrða, en líklegt þykir mér að hún hafi verið til muna rýrari en nú tíðkast, þegar kornið nær sæmilegum þroska. Korntegundir voru þó óvaldar og vafalaust mun afkasta minni en nú og tækni við jarðvinnslu og þekking á áburði mjög lítil. Hver mundi ástæða þcss, að kornrækt virðizt minna stund uð hér nyrðra en syðra nú á dögum? — Kornrækt er nú reyndar lítil all's staðar hérlendis nú til dags, en það sem eg tel valda mestum aðstöðumun við korn- yrkju milli Suður- og Norður- lands er það, að á Suðurlandi er unnt að hefja vorstörf og sáningu miklu fyrr heldur en norðan- lands, en það er mjög þýðingar- mikið að hægt sé að sá korninu snemma. Þá er hitamagn sumars- ins líka meira syðra heldur en nyrðra. Af þessu leiðir að kornið er árvissara fyrir sunnan heldur en hér norðanlands. í Gróðrar- stöð Ræktunarfélagsins náðu hafrar mjög sjaldan viðunandi þroska og aðeins fljótvöxnustu tegundir, en á Sámsstöðum þrosk ast ýmsar tegundir af höfrum ár- lega. Hvað segja kornræktartil- raunir hér í Eyjafirði síðustu ár um möguleika kornræktar? Er ólíkjegt að arður yrði hér lakari en t. d. á Sámsstöðum? — Vafalaust eru nokkur skilyrði til kornyrkju hér í beztu sveitum Eyjafjarðar, liklega að- allega. í fcamfirðinum. Hjá Rækt- unavfélaglriu virtist bygg geta þr'oskast" nokkurn veginn árlega, ef vel var að því búið (jarðVSgur góður, vel unninn og hagkvæm- legá) og einstakir hændur rækt- uðu bygg í nökkur ár í.framfirð- inum með mjög sæmilégrim ár- angri, sömuleiðis í Fnjóskadal, þar .sém skilyrðin c:ru pf til vill að súmu -leyti bétri éri'í Eyjafirði. (Meiri hiti á s'umrin). En yfir- burðir kornræktar umfram aðra ræktu.n eru ekki þeir, að ýti und- ir bændur að hefja þessa ræktun, sem - bæði -krefst -vinnubragða, sem þeim eru ótöm og sérstakra áhalda og véla er lcosta nokkurt fé. - '.'.A Er áhugi meoal bænda fyrir lcornrækt? Ér grundvöllur fyrir _ hcndi fyrir eyfirzka bændur áð leggja í kornrækt í smáum stíl tii fóðurdrýg- inda? ——Eg hygg að áhugi bænda fyrir koi-nrækt sé hvorki mikill eða almennur; sem varla er von, til þéss er kornrækt þeim enn of fjarlæg og' -grasræktin auðveld- ari, arðvissari og nærtækari, Auðvitað .er engu hætt, þótt kornrækt sé reynd í smáum stíl. Tit'köstnaður lítill og uppskeran alltaf nothæf á einhvern hátt, sem sti-áfóður,_ ef;korpið þroskast ekki og sem hænsnafóður, þó að ekki sé hægt ao þreskja. (Má láta hæúsh’ fíriá' kofnið' úr knippun- um). En :allt verður þetta samt stirt og böggulslegt meðan rétt áhöld eru ekkí notuð o^ kúnnátt- an við kornræktarstörfin er eng- in. Menn kunna ekki að dæma um þroskann, ekki að slá með stuttorfi og löngum ljá, kunna ekki að binda born, skrífa það, setja það á staura eða í stakk o. s. frv. ... . .. Samtök líklcgust til gagns. Eg held að iíklegasta leiðin til þess að efla kornyrkju hér á landi sé‘ að ptofna til samtaka i þeim sveitum, þar sem skilyrðin eru líklegust, milli þeirra bænda í sveitinni, sem hafa vilja á að reyna kornrækt. Félagsskapur- inn yrði svö að tryggja sér fag- legar leiðbeiningar, varðandi val og undirbúning lands, sáningu, hiroingu, skurð, meðferð upp- skerunnar og þreskingu. Sé ekki völ á mönnum .innanlands, sem kunna þetta og geta leiðbeint við þessi störf, verður að fá þá utan- lands, eða senda menn út til að læra störfin. Þegar slíkir menn eru fengnir, gætu þeir haldið smá námskeið, þegar bezt hentaði og kennt rétt handtök og aðferðir. f hverju félagi nægði að hafa eina handhæga, sjálfhreinsandi þreski vél. Lítill traktor gæti dregið hana milli býlanna og jafnframt drifið hana. Þegar svo kornrækt- inni yxi fiskur um hrygg, mætti á sama hótt nota eina korn- skurðarvél í hverju kornræktar- félagi, sameiginlega sáðvél o. fl. Aukinn skilningur á akuryrkju. Að lokum vil eg svo segja þeita: Kornræktarskilyrðin eru vafa- laust mest sunnanlands, en líka dágóð fram til dala á Norður- og Austurlandi. En í mjög mörgum sveitum tel eg þau vafasöm, lítil eða engin. Kornrækt kemur aðeins til greina hér sem þáttur í alhliða búskap. Hreinn kornyrkjubú- skapur kemur varla til mála. Hvaða möguleikar eru hér til kornræktar er ekki hægt að segja um til fulls, fyrr en jarðveginum hefur verið með langvarandi ræktun og hagkvæmu sáðskipti, breytt í akurjörð. Engan þarf að undra, þótt kornyrkja eigi hér örðugt upp- dráttar. Það þarf gerbyltigu í hugsunarhætti og viðhorfum og tekur þó langan tíma að breyta varanlegu graslendi í fullskapað akurlendi, breyta varanlegri grasrækt í akuryrkju og ekki sízt þar sem það er óhrekjanleg staðreynd, að skilyrði fyrir var- anlega grasrækt eru hér mjög hagstæð og- arðvænleg. Rófna- og kartöflurækt okkar sýnir ef til vill bezt, hve örðugt uppdi'áttar akuryrkjan á hér. í stað þess að koma okkur upp vel hirtum og þaulræktuðum kart- öflu-og rófnaökrum, sem geta gefið nokkurn veginn örugga uppskeru í flestu árferði, þá er- um við á eilífum flótta með þess- ar nytiajurtir undan arfanum út um óræktarholt og mýrar, þar sem mislyndi náttúrunnar gerir uppskeruna mjög ótrygga. Aðrar norðurlandaþjóðir rækta rófur og kartöflur í sáðskiptum, í þeim tilgangi að fá tækifæri til þess að eyða illgresinu úr ökrunum. Við ræktum þær í nýræktarlöndun- um og fyllum þau af arfa til óút- reiknanlegs tjóns fyrir eftirfylgj- andi grasrækt. Ef sú á að vera tilhögun kornyrkjunnar, veit ég ekki hvort hún er æskileg, jafn- vel þótt hún skili sennilega þroskuðu korni, sagði Olafur Jónsson að lokum. í STUTTU MÁLI DANIR ætla að verja 15 millj. króna af Marshallfjár — mótvirðissjóði sínum til þess að endurbæta hótelkost lands ins. M. a. er nú verið að reisa eitt nýtízkulegasta hótel landsins í Helsingör. — Þetta nýja hótel — „Kystens Perle“ — mun kosta 2,5 niiílj. d. kr. og lánar mótvirðissjóður 1/5 byggingarkostnaðar. Á sl. ári heimsóttu 26000 amerískir túristar Danmörk og eyddu þar um 20 millj. króna. ★ AMERÍSKA blaðið New York Herald Tribune heldur því fram nú um helgina, í rit- stjórnargrein, að líklegast sé Mossadegh forsætlsráðherra frans, sniðugasíi stjornmála- maðurinn, sem nú tefli ref- skák alþjóðamáianna. — Til þessa liafi hann skákað Bret- um í hvcrjum leik og alltaf haft betur. ★ NÝTT gjaideyris-svindilmál er á döfinni í Danmörk, og segja blöðin að viðskiptin hafi numið 10 millj. d. króna. — f þessu máli hefur verið farið í kringum vöruskipfaverzlun- arsamninga Dana við Austur- Evrópulönd og varan í þess stað látin til ftaliu í skiptuni íyrir metravöru, er seld hefur verið heima í Danmörk með góðri forþénustu. Háttsettir stjórnareinliættismenn eru meðal þeirra, scm við málið eru riðnir. ★ Sumarið er brátt liðið, þótt að jessu sinni verði það viku lengra — sumarauki. — Hey eru komin í hlöður, kai'töflur í hús, korn í stakka. Um allt land mun hey- fengur vera nokkuð misjafn að vöxtum og gæðum. K°m þar til m. a. kal í túnum, þurrkar sunn- anlands, sem drógu nokkuð úr sprettu. Kuldar og úrkoma norð- an og austanlands ollu minni grasvexti og nokkurri rýrnun á heyi. Kartöfluuppskera hér nofð- anlands mun víðast hvar vera með minna móti. Sumarið í heild var ekkert óvenjulegt, íslenzkt sumar, og því engin ástæða að fjölyrða um það. Hver eru nú heyin að vöxtum? Oruggasta leiðin til að vita um hversu heyin eru mikil, er að mæla rúmmál þeirra. Allt mat á heyjum að sumrinu, að undan- skildu gæðamati, er meira og minna ónákvæmt og því ekki ör- uggur mælikvarði á heymagni. Það, sem máli skiptir, er að vita um rúmmetrafjöldann og með því að mæla hey þannig, má fara nærri um fóðurmagn þeirra og segja má að engin önnur aðferð taki þessu mati fram. Er það sú aðferð, er forðagæzlumenn nota. Ættu menn almennt að veita hey mælingum forðagæzlumanna meiri athygli, ef til þeirra starfa eru valdir menn, sem vit hafa og skilning á sínu starfi. Hér skulu sýndar nokkrar töl- ur urn heymagn í rúmmetrum (m.s) og kg. í fóðureiningu: Kgi i m.3 kg. í F. E. Taða, fullsigin 160—180 2.0 Úthey, fullsigið 120—140 2.5 Vothey, taða 600—800 7.0 Þessar tölur eru miðaðar við vel verkað og snemmslegið hey. Nánar um þetta má m .a. sjá í Vasahandbók bænda. Þegar hey- .in eru illa verkuð, verður að gera ríflega fyrir þvi, þegar ásetning- ur fer fram. í apríihefti Freys si. áætlar Páll Zóphoníasson meðal kú 35 hesta af töðu, ánni um 2.2 hesta, hrossi um 15 hesta. í rúmmæli svarar þetta til þess að: Kýrin þurfi um 20 m.:í af töðu. Ærin þurfi um 1.3 m.3 af töðu. Hrossið þurfi um 8.0 m.3 af töðu. Þá er eitt atriði, sem getur haft mikil áhrif á fóður-°vðsluna, en það er meðferðin á heyinu að vetrinum, svo og hvernig hey- 14 TÉKKAR komust nýlega til Vestur-Þýzkalands eftir að hafa sioppið úr vinnuþræla- bú'ðum við úraníum-námurn- ar. Þeir notuðu aðferð, sem iræg varð á stríðsárunum, en Iiún er að grafa neðanjarðar- göng úr fangabúðunum út fyrir gaddavírsgirðingar þær, sem umlykja kvalasta'ðina. — SIuppu brezkir herfangar þannig úr fangabúðum naz- is-ta á stríðsárunum, sem frægt er. Lýsingar flóttamannanna á lífinu í fangabúðum komm- iinista sýnir glöggt skyldleika hinna brúnu og rauðu ógnar- stjórna. ★ NÝ’LEGA FÉLL dómur yfir dönskum lækni fyrir að hafa gefið út votíorð um heiibrigði manns, sem eklci reyndist réit. Vottorðið var notað til að íá ökuskírteini, en í ijós kom, að viðkomandi maður hafði ekki fuila orku né e'ðlilega hreyf- ingu á handlegg. Hlaut lækn- irinn 400 Icr. selct og stranga áminnmgu. geymslurnar eru. Það er allcunna að bændum helzt mjög misjafn- lega á heyjum. Sumir verða allt- af heylausir á hverju vori, enda þótt ásetningur virðist í lagi að hausti. Aðrir fyrna, alltaf og ganga þó skepnur þeirra eins vel undan og nágrannans, sem e. t. v. hefur haft álíka mikið hey undir höndum. Það er yfirleitt svo með búfé, að það fóðui', sem það étur og meltanlegt er, breytist ýmist í afurðir eða til viðhalds og vaxtar. Því má segja, að það fóður, sem eytt ei’ í búfé, kemur til slcila í hlutfalli við veroleika þess. Með mannfólkið virðist þetta atriði á allt annan veg. Talið er að milcill fjöldi íslend- inga borði mun meira en þörf er fyrir. Hjá mörgum er það bein- línis vani að borða mikið. Og þrátt fyrir mikið át séi' ekki á þeim. Þeir eru hvorki feitari en aðrir menn né vinna meira. Að þessu leyti er mikið betra og skemmtilegra að fóðra búfé en menn. Höfuðástæðan fyrir því, að einum bónda endast hey betur en öðrum, er meðferðin a heyinu að vetrinum. Með því að ganga illa um heyrúm og peningshús fer oft mörg tuggan í „skítinn“. Hér áð- ur fyrr var það venja að byrja á því að gefa geilar meðfram veggjum hlöðunnar. Með því tókst að notfæra sér hey, í léleg- um heygeymslum, út við veggi, sem annars hsfði orðið ónýtt. Hér má því segja, oft er það „gott,sem gamlir kveða.“ Góð umgengni í heyrúmum og peningshúsum þarf ekki að kosta meiri vinnu, ,svo neinu nemi, og óhætt er að fullyrða, að gú fyrirhöfn svarar kostnaði, auk þess sem það er menningaratriði að ganga vel um og fara vel meðlfiéjí og láta enga heytuggu eyðileggjast að óþörfu. Við íslendingar eigum því láni að fagna, að meginhluti af búfé okkar, svo sem sauðfé ,kýr og hross, þurfa ekki annað til fóð- urs en hey. Eins og verðlagi er nú háttað, er mjög mikið spurs- mál, hvort ekki ber að draga stórlega úr fóðurbætisgjöf, t. d. handa nautgripum og verja í stað þess nokkrum milljónum í að auka grasrælctina og bæta að- •stöðu við heyöflun og heyhirð- ingu. Við verðum að gera okkur það ljóst, hvar við búum á hnett- inum og að veðráttan setur okkur ýmiss takmörk. Búskapur okkar verður alltaf einhæfari en þeirra, er búa við miidara veðurfar, en hann getur samt sem áður verið jafn arðvænlegur og búskapur annars staðai'. Við getum í raun og veru kært okkur lcollótta um það, þótt hér á iandi sé ekki liægt að rækta aldini, né brauðkorn.. Við getum lifað góðu lífi fyrir því og þurfum elckert að kvarta, ef við breytum við búskap okkar réttri tækni, betri rælctun túna og nýrækta, kynbættan bústofn, svo og góða umgengni, svo vel úti á túnum, í heyrúmum og peningshúsum. Hugsunarhátt- urinn, sem skapaði máltækið „að setja á guð og gaddinn“, á að hverfa. Takmarkið í góðum bú- skap er ekki að hafa margt búfé, en lítil hey, heldur að hafa nóg hey og hæfilegan bústofn. Gangi heyöflun illa af einhverjum ástæðum eitt sumar, svo að ekki séu örvgglfga nægar heybirgðir handa bústofninum, eru aðeins tvö ráð til úrbótar. Annars vegar að kaupa fóður, hins vegar að fækka bústofni þegar að hausti til samræmis við heyforðann. Á. J.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.