Dagur


Dagur - 17.10.1951, Qupperneq 6

Dagur - 17.10.1951, Qupperneq 6
6 D A G U R Miðvikudaginn 17. október 1951 r DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. • Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Sínii 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 40.00. Gjalddagi er 1. júlí. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. skrifstofustjórar í nefnd, á laun- um samkv. launalögum, geti leyft sér lifnaðarhætti hinna ríku, byggt :sér villur upp á hundruð þúsunda og ekið lúxusbíl, sem óbreyttir borgarar mundu aldrei fá leyfi til að flytja til landsins. Kannske getum við þakkað for- sjóninni að við erum ekki eins og þessir farísear í öðrum löndum, sem hafa farið ófrjálsri hendi um leyfisbréf ríkisvaldsins eða gert kunningsskapinn að verzlunar- vöru. Kannske erum við svo ham ingjusamir að eiga engan annan hulinn verndarkraft en þann, sem hlífði Gunnarshólma forð- um? ’ „... lágum hlífir liulinn verndarkraftur44 OG ÞO HAFA menn sínar efa- semdir. Nýlega eru nokkur verzfunarfyrirtæki uppvís að því að h'afa lagt 100% og meira á vöru, er þau hafa flutt inn í skjóli aðstöðu, sem ríkisvaldið hefur veitt þeim. Þessi misnotkun trúnaðar var m. a. gerð að um- talsefni í útvarpsræðu viðskipta- málaráðherrans og harðlega for- dæmd. En það hefur vakið alveg sérlega athygli, að engir Bill Boyles eða John Belchers hafa verið nefndir í þessu sambandi. Sökudólgarnir eru huldumenn, sem almenningur sér ekki og get- ur ekki varað sig á, en skugginn af misgerð þeirra fellur á þá, sem heiðarlega hafa starfað, Hvaða verndarkraftur er hér að verki? Spurningin er raunar óþörf. Yfirhilmingin í þessu máli hlýtur að kollvarpa trausti þeirra, sem enn eiga þá barnatrú, að heiðarleiki og trú- mennska séu hyrningarsteinarnir í opinberu lífi á fslandi. Hvaða vörur á ég að kaupa? Innlendar? - Erlendar? Síðan rýmkað var um innflutninginn, og vöru- flóðið hóf innreið sína, þarf kaupandinn meira á dómgreind og athugun að halda en áður var. Þegar sáralítið var að hafa af hinum ýmsa varningi, kom aldrei til þeirra kasta að velja og hafna. Hver og einn var feginn að fá það, sem til var, hvort sem varan var góð eða léleg, hagkvæm eða óhagkvæm. Nú hefur þetta gjörbreytzt á skömmum tíma. Til þess að gera góð kaup í dag, verður kaupandinn að athuga margar tegundir sömu eða svipaðrar vöru, bera saman gæði og verð og hugsa síðan rökrétt, áður en kaup eru fest. Skal lauslega drepið hér á eina hlið þessa máls. VESTUR í Bandahíkjunum eiga þeir stjórnmála- mann, sem heitir Bill Boyle og kemur mjög við sögu um þessar mundir. Hann er péfsónulegur vinur Trumans forseta og hefur um skeið verið framkvæmdastjóri Demokrataflokksiris. Það hef- ur nú komið í ljós, að vinur forsetans hefur notað áðstöðu sína til þess að útvega fyrirt^gkjum cftjýr lán hjá lánsstofnunum rikisins og hefirr jánvel látið álitlega framkvæmdasamninga renna til þeirra. Boyle tók laun hjá fyrirtækjutn þessum fyrir greiðann og gjald fyrir að komaönyjnnpm í samband við rétta aðila í Washington. Það fór. að vonum að uppljóstanir um móralskt : ásigkomu,- lag þessa stjórnmálamanns vektu litiia .hrifningu þar vestra, enda er tekið hart á yfirsjónurri hans í flestum blöðum. Þar er litið, svo á, að siðfræði af þessu tagi eigi ekki heima nálægt stjórnarskrif- stofum, einkum þó ef þannig er ástatt að ætla má að bandalagsþjóðir Bandaríkjanna líti, til Was- hington í von um móralskan styrk og stuðning í þessum syndumspillta heimi, jafnframt því sem þær veita móttöku styrktargullinu, .senj vissulega ber vott um eðallyndi og stjórnmálaþroska hinnar vestrænu stórþjóðar. Bill Boyle á volduga að, en skjólstæðingar hafa ekki sveipað hann huliðs- skikkju. Enginn „hulinn verndarkraftur" hefur dulið tengsl hans við vafasamar fjáraflaaðferðir. Trúnaður manna við heiðarleg stjórnmál reynd- ist meiri en persónuleg tillitssemi þegar á hólm- inn kom. Nafn hans komst á forsíður dagblað- anna. — f Bretlandi áttu þeir stjórnmálamann og aðstoðarráðherra auk heldur, sem heitir John Belcher. Sá varð uppvís að því, að hafa þegið vindlingaveski úr gulli og nokkurra daga hvíldar- vist á baðhóteli af business-manni einum, sem eftir þessi viðskipti hlaut skjóta fyrirgreiðslu um leyfisveitingar hjá ráðuneyti því, er Belcher hafði völd í. Tveir og tveir voru lagðir saman og út- koman varð fjórir. Belcher varð að segja af sér ráðherraembætti og þingmennsku og varð stjórn- málasaga hans ekki lengri. Brezkt almenningsálit og sá siðferðismælikvarði, sem brezkir stjórn- málamenn sjálfir halda í gildi, dæmdi hann úr leik. Flokksstjórn og vinir í ráðherrastétt reyndust honum enginn „hulinn verndarkraftvir“. Hann féll á verkum sínum. , HÉR HEIMA höfum við ekkert haft að segja af þinglegum rannsóknarnefndum eða opinberum ákærendum, sem hafa beint vísifingrinum að éin- stökum valdamönnum eða skjólstæðingum þéirrá og dregið fram í dagsljósið misnotkun opiribers trúnaðar. Stafar það annað tveggja af því, að hér þrífast ekki persónuleikar á borð víð Bíll Boyle og John Belcher eða „hulinn verndarkraftur" stórmenna er hér fleiri hestöfl en tíðkast hjá ná- grannaþjóðunum. Hér hefur því ekki verið haldið fram í blöðum, að þeir, sem setið hafa í hring um- hverfis kjötpott ríkisvaldsins hafi látið leyfi fljóta til kunningja eða embætti og aðstöðu til skjól- stæðinga. Hér hefur það ekki verið talið neitt óeðlilegt, að embættismenn, sem e. t. v. haía ekki komizt hærra í mannfélagsstiganum en vera FOKDREIFAR Göfugmcnnsku lýst með breyttu Ietri. AyþýÐUBLAÐlÐ birti nýlega .með J>rjfyttu letri þáfrétthéðanað ndi'ðíuv að Stefán Jóhann hefði verið hér staddur og hefði boðið ^upstaðnum lækkun (leturbr. .AJþ.bl.J brunabótagjalda, ef ákveðnum skiíyrðum væri full- hæg'f'' ‘Efígiri’ ’'hiynd af hinum y,æfða'! stjÓrnmálamanni“ fylgdi þfissari .frásögn. Alþýðublaðsins og má það nýlunda teljast þar í sveit. Ástæða er til þess að gera nokkrar athugasemdir við þessa frásögn' blaðs'iris, sem augsýnilega var uppfærð í þeim tilgangi að festa ókunnugum vel í minni hjartagæzku og göfuglyndi for- manns Alþýðuflokksins. Er þess þá fyrst að geta, að nefnt tilboð var ekkert prfvatfyrirtæki Stef- áns Jóhanns, þótt engu væri sleg- ið .föstu um það til né frá í Al- þýðubl., heldur var það gert í riafrii Brunabótafélags íslands. — En tengsl Stefáns við það fyrir- tæki eru þau, að með því að það er hálfgildings ríkisfyrirtæki var hann settur þar forstjóri, án þess að til samkepni kæmi um emb- ættið við „óbreytta" borgara. Er embættisveiting sú harla glöggt dæmi um það, hvernig afdankað- ir pólitíkusar fara að því að sjá sér farborða áður en þeir hverfa frá kjötkötlunum. • ÞETTA FÉLAG, Brunabóta- félag íslands, hefur að lögum einkarétt á brunatryggingum húsa alls staðar á íslandi nema í Reykjavík. Það hefur farið með þennan einkarétt ósköp svipað og ríkisfyrirtæki og einkasölur yf- irleitt fara með forréttindi, sem þeim eru fengin í hendur: Það hefur selt þjónustu sína mun hærra verði en gilt hefur á frjáls- um márkaði í skjóli þess að laga- vernd hefur forðað frjálsri sam- keppni. Reykjavík notaði snemma aðstöðu þá, sem hún hefun á Alþingi og fékk sig lausa úr greipum Brunabótafélagsins og baúð’ brúnatryggingar húsa út á’ fi-jálsúm markaði. Auðvitað hlaut Brunabótafélagið ekki tryggingarnar aftur, heldur fi'jálst fyrirtæki fyrir verð, sem sparaði húseigendum í höfuð- staðnum hundruð þúsunda króna á ári í brunatryggingaiðgjöldum. IÐGJÖLD ÞAU, sem félag þetta tekur árlega af húseigend- um hér á Akureyri, er meira en hundrað þúsund krónum hærri en ætla má að þeir mundu greiða éf ti'yggingarnar væru boðnar út. Bæjarmenn hér hafa reynt að losna undan kverkataki ríkis- einkasölu þessarar og m. a. komið því til leiðar, að reynt hefur ver- ið á Alþingi að fá undanþágu þá, sem Reykjavík fékk fyrirhafnarT lítið, til þess að ná til þessa bæj- arfélags líka. En hver stóð þar þversum í vegi og notaði reynslu hins „æfða stjórnmálamanns" til þess að koma þessu máli fyrir kattarnef? Enginn p.nnar éfl göf- ugmennið, sérii ! Alþýðubl.: segir klökkt frá, aðýhafi komið hér með útréttá hendi og boðið bæj- armönnum Iækkún (leturbr. Alþýðubl.) brunabótagjalda eftir að skilyrðum væri fullnægt. All- ir vita, að þéssi' lækkun ög e. t. v. meiri, mundi fást þegar í dag, ef tryggingarnar hér væru boðn- ar út á frjálsum markaði. Líklegt má því telja að tilboð Stefáns Jó- hanns og göfugmennskuáróður Alþýðubl. sé til þess gert, að drepa á dreif áhuga bæjarmanna fyrir því að fá bæinn lausan úr greipum Brunabótafélagsins. — Vitaskuld er það hagkvæmast og eðlilegast, að tryggingarnar séu boðnar út. Ef Stefán Jóhann er hinn mikli business-maður, sem málgagn hans telur, fær félag hans tryggingarnar áfram. En ef svo skyldi fara, að önnur fyrir- tæki gætu boðið húseigendum betri kjör, þá verður göfugmenn- ið með útréttu höndina að taka því sem hverju öðru mótlæti, sem jafnvel óeigingjörnustu menn reka sig stundum á á lífsleiðinm. En um það verður ekki deilt, að skipan brunatryggingamála hér í bæ er allsendis óhafandi eins og hún er og kostar bæjarfélagið stórfé að óþörfu. Hvað segir mál- gagn Alþýðufl. hér í bæ, sem hefur þungar áhyggjur af af- komu bæjarmanna um þessar mundir, um það að taka í streng með þeim öflum, sem vilja létta ranglátum og ónauðsynlegun, skatti af húseigendum í bænum? Schaefers- sjálfblekungur (hettulaus) tapaðist í síð- ustu viku. Merktur Jóhann Guðmundsson. — Vinsaml. skilist á pósthúsið. English Teaching. There are vacancies for a few more English students. Beginners and advanced. Private tuition or class ar- ranged.—Tel. 1376. Irene Gook. Ekki er allt betra, sem erlent er. Við eigum ekki langa sögu sem iðnaðarþjóð og ekki mikla reynslu í þeim efnum, miðað við margar aðrar þjóðir. Þó hefur á mörgum sviðum náðst mjög góður árangur og framleiddar eru vörur, sem eru fyllilega samkeppnisfærar við erlendar vörur sömu tegundar. Sumt af iðnaði okkar þróaðist í skjóli vöruskorts undanfarinna ára. Ymiss konar „gerð- ir“ spruttu upp, þegar ekkert var að fá, en margar þeirra voru aðeins stundarfyrirbæri, bóla, sem hjaðnaði fljótt, og ekki er hægt að segja, að eftirsjá væri að þeim öllum. Annar iðnaður á lengri sögu og merkilegri, tugi ára reynslu og starf að baki. Þar á meðaher Akureyrariðnaðurinn, senter Iöngú kunri- ur um land allt og raunar víðar. ’ ’ ' Það er augljóst, að iðnaðinum ök'kár'ér hættá bú- in; ef víð tökum erlendu vöruna aíltáf fram ýfir okkar eigin og kaúpum þær eirivöfðúrigu. Þáð er reginvilla að halda að allt, sem kémúr erléndis frá, sé betra en það, sem við framleiðum í landinu. Það er gamaldags hugsunarháttur, serfi þarf að útrýma, að við séum betur klædd „á dönskum skóm“ en okkar eigin. Við munum alltaf verðá a’ð’kkúpa rnik- ið áf. öðrum þjóðum, en þar s'éhf Við "érufn sam- keppnisfær, eigum við að kaupa þær vörur, sem unnar eru í landinu. Fyrir hvað borgum við? Hér eru á borðinu hjá mér tvær tegundir af búð- ingsdufti til athugunar. Onnur tegundin er frá Efnagerðinni Flóru, ætlað handa 10 manns og kost- ar kr. 1.90 pk. Hin er erlend vara, ætluð 5 manns, og kostar kr. 3.25. Nú liggur beinast við að álykta, að erlenda varan hljóti að vera margfalt betri að gæðum sökum verð- mismunarins. Það er þó ekki víst að svo sé. Allir slíkir búðingar eru framleiddir úr maísdufti. Það er aðalefnið, sem síðan er bragðbætt á ýmsa vegu. — Maísduftið er flutt inn í sekkjum, eins og á sér stað við framleiðsluna hér. Það kemur því í mjög lágan tollflokk. Verðtollur á því er tæp 12% og vöru- magnstollur enginn. Fullpakkaðir og unnir búðing- ar, eins og þeir, er hér voru nefndir áðan, eru hins vegar í mjög háum tollflokki, og er verðtollur og vörumagnstollur á þeim samtals yfir 100%. Þar að auki eru þeir í dýrari umbúðum, en það snertir í rauninni ekki innihaldið. Á þessu sést, að það er ekki öruggt að við fáum betri vöru, þótt við borgum fleiri krónur fyrir hana. Önnur hlið er og á þessu máli, sem við megum ekki ganga fram hjá. Með því að kaupa okkar eigin iðnaðarframleiðslu, styrkjum við iðnaðinn í land- inu og stuðlum um leið að atvinnumöguleikum fjölda fólks. Við stuðlum einnig að því, að hægt verði að bæta afköst, bæta framleiðsluna, og e. t. v. lækka verð á umræddum vörum. En með því að taka erlendu vöruna fram yfir okkar eigin (þegar um samkeppnisfæra vöru er að ræða) styrkjum við einhvern auðhringinn úti í hinum stóra heimi, og ekki getur það bætt hag okkar á neinn hátt. Sama sagan er að segja um sultur þær, sem hér eru framleiddar og bornar saman við innfluttar sultur. Á hráefnunum er um 8% verðtollur, og tóm (Framhald á 11. blaðsíðu).

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.