Dagur


Dagur - 24.10.1951, Qupperneq 2

Dagur - 24.10.1951, Qupperneq 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 24. október 1951 „Una mm er hér um bii sú sama og í enska blaðinu Ihe New Sfafesman and Nafion" — Halldór Kiljan Laxness Nókkur ummæli ritstjórans um kommánismann í viStali því, sem Halldór Kiljan átti við „Berlingske Tidcnde“ snemma í jiessum mánuði — og greint er frá í síðasta blaði Dags, — tileinkaði hann sér „línu“ brezka blaðsins „New Statesman and Na- tión“, en afneitaði Stalinisma og Titoisma. Ritstjóri brezka blaðsins heitir Richard Crossman. T1 fróðleiks fara hér á eftir iiokkur um- mæli hans um kommúnista (úr bókinni „The God that failed'1), og lína Laxness er ærið ólík þeirri Dagskrármál landbúnaðarins: Bændanámskeið geta menn af því séð, að liin nýja görnlu. Crossman segir m. a.: Ögrun við undirstöðutrúna. „....Styrkur kaþólsku kirkj- unnar hefur alltaf verið fólginn í því, að hún hefur kratizt skil- yrðislausrar fórnar þess frelsis og fordæmir andlegt stærilæti. Kommúnistanýliðinn, sem beygir sál sína undir yfii’vald Kremls, finnur til álíka hugarléttis og ka- þólskan veitir þeim mönnum, sem eru þreyttir og áhyggjufullir vegna forréttinda frelsisins. Þeg- ar menn eru búnir að afsala sér því, hættir hugurinn að starfa af eigin rammleik og verður þjónn æðri, óvéfengds tilgangs. Þjón- usta er fólgin í því að draga sannleikann í efa. Af þeirri á- stæðu stafar það, vitanlega, að ekki er unnt að ræða neina sér- staka hlið stjórnmála við komm- únista. Hvers konar andlegt sam- nevti, sem menn hafa við hann, ögrar undirstöðutrú hans, er bar- átta um sál hans. ÞaS er miklu auðveldara að leggja fæðu and- legs stærilætis á fórnarstall heimsbyltingarinnar en hrífa hana þaðan aftur. Útbreiddari í kaþólskum löndum. Enn segir Crossman: „Þetta getur verið ein af orsökunum fyrir því, að kommúnismanum héfur gengið miklu betur að afla sér fylgis í löndum kaþólskra en mótmælenda. Mótmælandi getur ekki, að minnsla- kosti vegna uppruna síns, fallizt á að beygja samvizku sína undir nokkuð yf- irvald. Hann telur sig geta gert greinarmun á réttu og röngu vegna innra ljóss og í augum hans er lýðræðið ekki einungis þægileg eða réttlát stjórnskipan, heldur nauðsyn vegna mannlegr- ar virðingar. . . . “ Engillinn og kölski. í lok forspjalls síns fyrir bók- inni um guðinn, sem brást, ræðir Crossman afturhvarf hins heims- fræga skálds, Ignazio Silone, en hann kastaði kommúnistatrúnni eftir nokkurra ára villu á eyði- möi'k'ejnvaldshyggjunnar. Crossman segir í þessum loka- orðum: ....Silone gerði að gamni sínu þegar hann sagði við Tog- liatti (formann ítalska kommún- istaflokksins), að siðasta orustan mundi verða háð milli kommún- ista og uppgjafak.ommúnista. En enginn, sem hefur ekki glímt við kommúnismann sem stefnu og kommúnista sem andstæðinga í stjórnmálum, getur raunverulega metið vestrænt lýðræði. Kölski átti einu sinni lieima í.Paradís og þeir, sem hafa ekki hitt hann, bera sennilega ekki kennsl á eng- il, þegar þeir koma auga á hann.“ Fleira fróðlegt. segir ritstjóri „The New Statesman and Na- tion“ um kommúnismann, en þessi dæmi nægja til þess að sýna," að ef Plalldór Kiljan Lax- ness tekur undir þessar skoðanir, sem ætla má af ummælum hans, hefur hann gengio af fleiri trúar- brögðum en kaþólskunni á æv- inni, og þau -sanna hið forn- kveðna, að batnandi manni er bezt að iifa. Nú er tími til að gróður- setja blóKiIaukana Þar sem nú fást nokkrar teg- undir af blómlaukum þykir rétt að gefa fólki nokkra punkta um ræktun þeirra. Túlípanar. Marg- ar tegundir eru til af þessari teg- und lauka, en sömu ræktunar- reglur eru fyrii- þær allar. Túlí- pönum hentar bezt velunnin jörð, ekki mikið leirborin, en í góðri rækt og áburðarrík, og mikið kalkborin og bezt er að reaktion sé um 7,0. Laukarnir eru settir niður í september eða október með þeim hætti, að plöntuskeið er stungið lóðrétt niður í beð og hún dregin lítið eitt að sér, þann- ig, að pláss fáist fyrir laukinn og það djúpt, að 6—10 cm. moldar- lag verði ofan á honum. Þá dreg- ur maður skeiðina upp og þrýstir moldinni niður með hendinni. — Þegar spírurnar koma upp að vorinu, verða menn að athuga, hvort ekki séu sjúkar plöntur innan um og grafa þær upp hið bráðasta og fjarlægja. Séu menn hræddir um, að moldin sé ekki nógu áburðarrík, er rétt að dreifa 20 gr. af fosfórsýru, 40 gr. af br.s.s. kalí og 10 gr. af köfnunar- efni á fermetra í laukbeðunum. Millibil á milli lauka, þegar þeir eru settir í beð, er hæfilegt að sé 20x20 cm. Páskaliljur þurfa sama jarðveg og túlípanar, en heldur rakari. Þær leggjast í 10 cm. dýpt. Gott er að hylja moldina með ein- hverju, sem heldur rakanum í henni. Hyacinter setjast niður í sept- ember í djúpstungna mold. Lauk arnir setjast í 10 cm. dýpt og millibil á milli þeirra 20 cm. fris þarf sömu mold og fyrr- nefndar tegundir. Þeir eiga að setjast niður í september, 10 cm. djúpt, óg með 20 cm. millibili. Nánari upplýsingar er raér Ijúft áð veita, ef óskað er. Við- talstími alla virka daga frá kl. 1—2. Sími 1497. Finnur Árnason. I STUTTU MALI KOSNINGARNAR í Bret- landi fara fram á morgun. — Kosningaslagurinn hcfurverið allharður. fhaldsmenn hafa deilt fast á sljórnina, ekki að- eins fyrir meðferð hennar á innanríkismálum, hcldur hafa deilurnar nú í fyrsta sinn í langa hríð risið enn hærra um utanríkismálin. Churchill hélt því fram á lcosningafundi í si. viku, að álit og hagur Brcta- veldis hefði ekki verið lægra skráður á heimsmarkaðinum síðan 1776, er amerísku ný- Iei'.durnar bvutust undan Bret um. Morrison uíanríkisráð- herra hélt því hins i’egar fram í ræðu, að skraf íhaldsmanna um að brezka síórveldið væri nú ekki meira en nafnið citt, hefði ýtt undir egypzku stjómina í fyrirætlunum hcnnar að hrekj a Ílreta frá Súcz og Súdan. Þannig ganga klögumálin á víxl — en dóm- ur kjósendanna um þau fell- ur á morgun. EKKI OPNAR maður svo erlent blað, að þar séu ekki fíeiri og færri fregnir af flóíta háttscttra embættismanna og óbreyttra borgara úr „sælu- vist“ kommúnistaríkjanna. — Síðustu blöð herma frá 16 Tékkum, sem brutust yfir landamærin til V.-Þýzkalands í vörubíl eftir að hafa háð vél- byssuorrustu við tékkneska landamæraverði. — Skipshöfn pólsks togara gerði uppreist á Eysírasalti, lokaði skipstjóra inni í káetu, og sigldi skipinu til Svíþjóðar. Báðust skipsm. landvistar sem pólitiskir flótta msnn. Skömmu áður höfðu skipverjai' strokið af pólsku skipi í sænskri höfn. Komm- únistabíöðin hafa flutt okkur ýtarlegar upplýsingar um, að framleiðsla ýmissa vöruteg- unda i þessum löndum liati hækkað um svo og svo mörg prósent og verð lækkað um svo og svo mörg prósent (án þess þó að geta þess nokkru sinni við hvað reikningurinn er miðaður og er hann því markleysa ein), en þau hafa ALÐREI komið með neina skýringu á því fyrirbæri, að fjöidi manna skuli hætta lífi og Iimum daglega til þess að flýja föðurland sitt og „sæl- una“ þar og kjósa heldur að heíja nýtt líf í óvissu hins kapítalíska heims. Er skorað á kommúnistarithöfundana hér, að gefa einhverja náttúrlega skýringu á þessari staðreynd. ~k í VIDTALI við „Bcrlingske Tidende“ 7. okt. sl., sagði Halldór Kiljan Laxness m. a., að á íslandi opnuðu menn út- varpið til þess eins að heyra veðurfréttirnar! ★ FRÉTTARITARÍ N. Y. Hcr- ald Tribune í Belgrad skýrir frá því nú á dögunum, að í rétíarhöldum yfir njósnurum og skemmdarverkamönnum Rússa í Júgóslafíu hafi m. a. komið í Ijós, að þessir þokka- piltar haíi unnið að því að sprengja í Ioft upp og ónýta þjóövegi. Bara að spoíti sá af „vegi æskunnar", sem Sigurð- ur okkar Róbertsson vann kauplaust við að leggja á veg- um kommúnistaflokksins ís- lenzka hér um úrið, hafi ekki fokið í loft upp með þessum hætti! T5r DANIR STUNDA mjög biéf-dúfu-sport og keppnir í því sambandi. í ár heíur um- setning vcðbanka í þessum keppnum þegar náð 7 inillj. króna. Sumarið er brátt á enda. Vetur að ganga í garð. Búsmali ýmist kominn á gjöf eða í heimalönd. Snjór þekur nú jörð, þótt jörð sé enn ófrosin .Utistörfum er því lokið í bili vegna komu vetrarins, þótt síðar verði efalaust hægt að vinna að jarðyrkju. Okkar stór- virku jarðyrkjuvélar stöðvast þá ekki á fyrstu dögum vetrar, þótt nokkuð snjói og frjósi. Það munu vera um 48 ár síðan fyrsta reglulegt bændanámskeið var haldið hér á landi ,en það var- á Hólum í Hjaltadal 14,- til 28. marz 1903. Skagfirðingar voru snemma miklir áhugamenn um búnaðaríræðshi cg þar var hafin kennsla í búfræði í skólaíormi veturinn 1852—’53 að Frosta- stöðum. Var það hinn mikli áhugamaður Jón Espholin, sem stóð að stofnun þessa skóla eða búnaðarfræðslu og hefði hans notið við, er líklegt að þá ættum við nú nálega 100 ára búnaðar- skóla. Jón Espholin dó 1853. — Hólaskóli var stofnaður 20 árum síðar eða 1882. Búnaðarskólinn í Olafsdal var stofnaður tveimur árum áður eða 1880. Hvanneyri 1889 og Eiðar 1883. Hér skal ekki rakið nánar um stofnun búnaðar- skólanna, heldur vikið nokkru nánar að bændanámskeiðum. Ar Snemma á 18. öld var byrjað á að halda bændanámskeið í Þýzka landi með líku sniði og slík nám- skeið eru haldin enn þann dag í dag. Haldnir voru fyrirlestrar um búfræiðleg efni og þeim boðið að hlýða á, er vildu. Má það f.urðu gegna, að ekki skyldi byrjað á þessum þætti búfræði fyrr hér á landi, því að hann er aS flestu leyti kostnaðarminnstur af þeim aðferðum, sem beitt hefur verið við búnaðarfi-æðslu. Áhugi fyrir stofnun búnaðarskóla barst til- 'tölulega fljótt hingað, því að fyrsti búnaðarskólinn var stofn- aður í Þýzkalandi 1806, en eins og áður er getið má telja vísir að búnaðarskóla stoínaðann hér 1852 og síðar í Flatey á Breiða- firði 1857, þótt báðir legðust niður. Ekki leikur vafi á því, að bændanámskeið náðu þegar mjög miklum vinsældum upp úr alda- mótunum og hafa vinsældir þeirra haldist fram undir 1940. Nokkuð mun þó hafa dregið úr áhuga fyrir þeim upp úr 1930. — Hvaða ástæður eru fyrir því, að nú virðist minni áhugi fyrir hændanámskeiðum veit eg ekki með vissu, en þær eru efalaust margar. — Ein er sú, að bændur hafi svo mikið að gera og séu svo bundnir við heimilin, að þeir komist ekki að heiman til slíkra fundprhalda. Önnur ástæða er taln sú, að af og til eru haldin er- indi um búfræðileg efni í útvarp TRUMAN forseti undirrit- aði nýlega lögin, sem kveða á um fjárhagsaðstoð Banda- ríkjamanna við erlendar þjóð- ir. Fæstir gera sér grein fyrir ]>ví, hve gífurlegar upphæðir er hér um að ræða. Á einu ári — frá júlí 1951 til jú'.í 1952 — verður varið 5.028.000.000 doll ara til hernaðarlegrar aðstoð- ar bandalagsríkja í Evrópu og 1.022.000.000 dollara til efnahagsaðstoðar Evrópu- landa (Marshall-landa). Til landa utan Evrópu nemur fjárhgsaðstoðin 970 millj. doll- ara til hernaðarl. aðstoðar, 419 millj. til efnahagslegrar end- urreisnar og loks leggja Bandaríkjamenn fram 150 millj. dollara til hjálpar flóttafólki frá Palestínu (Ar- öbum) og í Kóreu. og stundum eru haldnar baanda- vikur í útvarpinu. Þá hafa sam- göngur hamlað og slæmt tíðar- far, því að nú þykir ekki lengur fært að komast bæja á milli nema í bíl. Margt fleira mætti færa fram, sem virðist liggja til grund- vallar minnkandi áhuga fyrir bændanámskeiðum. Staðrej’nd- irnar og sannleikur málsins er sá, að bændur landsins hafa ekki lengur jaínmikinn áhuga fyrir bændanámskeiðum, livernig sem á því stendur. í sambandi við þessar hugleiðingar vildi eg varpa fram þeirri spurningu: Hvort þetta sé ekki öfugþróun og tákn þess að bændur landsins séu að gerast andlegir steingerfing- ar? Ætla mætti að véltæknin ætti að gera bændurna frjálslegri og gefa þeim fleiri tækifæri til félags legra starfa, en svo virðist þó ekki, því að annríkið virðist aldr- ei meira en nú. Eg efast um, að annarhver bóndi lesi t. d. búnað- arblaðið „Frey“, sem er þó eina búnaðarblað landsins. Önnur bú- fræðitímarit munu hafa cnn færri lesendui'. Bændanámskeiðin maga ekki leggjast niður. Þau hafa áreiðan- lega margþætt gildi fyrir bændur landsins og ráðunauta bændanna. Þau gefa tækifæri til að hlýða á búí'ræðileg erindi og ræða- efni þeirra. Bændurnir sjálfir geta komið á dagskrá sínum eigin áhugamálum og fengið þau uædd. Búnaðarfélag íslands hefur á a'ð skipa mörgum ráðunautum, sem bændur lar.dsins fá alltof lítil persónuleg kynni af. Þá hafa mörg búnaðarsambönd c-inn eða fleiri ráðunauta og ætti því að vera auðvelt að fá næga ráðu- nauta til að mæta á bændanám- skeiðum og flytja fræðandi erindi til gagns og fróðleiks. Verkefni bændanámskeiða eru ótæmandi og fremur fleiri nú en áður, á meðan áhugi var meiri fyrir þeim. Nægir að benda á t. d. jarovinnsluná, heyverkunarað- ferðir, mjaltir, fóðrun, kynbæt- ur búfjár, notkun véla o. fl. o. fl. Eg er viss um, að þeim tíma er ekki illa varið, sem fer í það hjá bændum að sækja bændanám- sekið. Það ætti að vera föst venja að halda fund a. m. k. einu sinni á ári í hverju búuaðarfélagi eða í hverju byggðarlagi og ræða málefni bændanna faglega séð. — Auk bess ættu svo að vera reglu- leg bændanámskeið eins oft og við verður komið, þar sem ráðu- nautar B. í. mættu í broddi fylk- ingar bændanna ásamt héraðs- ráðunautúm. Bændur landsins verða að hugsa og ræða sín eigin mál sjálf- ir. Það er ekki nóg, að eiga Bún- aðarfélag íslands, Búnaðarþing og Stéttarsamband bænda. Þetta eru að sjálfsögðu ómissandi stofn anir og félagssamtök, en félags- leg't og faglegt gildi þeirra er mjög háð félagsbroska bændanna siálfra. Sé félagsþroski þeirra lít— ill og lítið annað en „atkvæði“, verður árangurinn minni hjá þessum stofnunum en hann gæti verið, þótt þar eigi sæti beztu menn. Ekkert mál er svo lítilfjör- legt að ekki sé hagur málefnalega séð að fá sem flesta til að hugsa það og láta álit sitt í Ijósi. Bændanámskeiðin og umræ'ðu- fundir eru tilvalinn vettvangur til að ræða málefni bændanna. Hvaða búnaðarsambönd skyldu eiga því láni að fagna, að fá bændanámskeið í vetur? Er það rétt, að ekkert búnaðarsamband hafi óskað eftir, ao fá bænda- námskeið á vetri komanda? Svo að námskeiðspeninga B. í. þurfi að hafa í banka upp á 3Vz('/r, vexti? Á. J.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.