Dagur - 24.10.1951, Side 10

Dagur - 24.10.1951, Side 10
10 D AGUR Miðvikudaginn 24. október 1951 Þorp í álögum Saga eftir Julia Truitt Yenni <^S- ÍL^. 9. DAGUR. ----- (Framhald). Hann horfði á hana þannig, að auðséð var að hann bjóst við nánari upplýsingum og Faith hugsaði, að líklega væri það í þúsundasta skiptið, sem fóllcið í Ármóti hafði óskað að fá að vita meira um hennar hagi, en hún bar utan á sér. En þegar Hauer sá, að engra meiri upplýsinga var von, lýstu vonbrigðin í andliti hans, en svo setti hann mjólkur- bílinn sinn í gír og þrumaði af stað. Faith stóð á fætur og hélt gönguför sinni áfram. Þegar hún kom í útjaðar þorpsins sjálfs, blasti við henni sama vandamálið og nær alltaf áður: Átti hún að fara til pósthússins eftir endi- lángri götunni eða fara stíginn á bak við, sem var fáförulli. Þetta skipti nokkru máli hverju sinni, því að aðalgatan og stígurinn áttu ekkert sameiginlegt, hefðu þess vegna vel getað verið hvert í sín- um bæ með hundruð mílna millibili. —o— Aðalgatan var hreinleg. Húsin voru máluð hvít, a. m. k. sú hlið- in, er sneri fram að götunni, framan við þau var vel hirtur, rennsléttur, fagurgrænn blettur, tröppurnar voru þvegnar og blett lausar, fáein smekkleg blómabeð og einstaka runni prýddu garð- ana. En við stíginn, sem lá með- fram bakdyrum húsanna, var annar bragur á. Þar var af hið fínlega, settlega og smáborgara- lega yfirbragð. Tilraunin til þess að sýna virðulega ásýnd náði ekki svo langt. Þarna voru skakk ir og skældir snúrustaurar á baklóðum, óþrifalegar öskutunn- ur, óklipptir runnar, sem flæddu yfir girðingarnar eins og á í vor- leysingum. Þarna mátti líka sjá skúra, í skjóli húsanna, og þótt málningin á framhliðinni væri blettlaus, höfðu þeir flestir týnt þeirri snyrtingu fyrir mörgum árum og sýndu vegfarendum ótilhaft andlitið, eins og náttúran hafði gengið frá því með aðstoð veðra og vinda. Þetta yfirhft-agð smábæjarins hafði Faith ævin- lega þótt skemmtilegt og raunar elskulegt. Það hafði þau áhrif á hana, að þegar hún valdi að fara aðalgötuna, gekk hún greiðlega og leit naumast til hægri eða vinstri, en þegar hún valdi stíg- inn slóraði hún, stanzaði við bak- lóðirnar og skiptist á gamanyrð- um við börnin, horfði vingjarn- legum augum á kúta og kirnur, sem húseigendur höfðu falið í húsasundum og skotum, klapp- aði hundunum á kjammann og horfði aðdáunaraugum á blóm- skrúðið, sem óx eftirlitslaust á landamerkjum húseigendanna, eins og náttúran hafði skilið við þau. í dag hikaði hún eins og alltaf fyrrum á vegamótunum og íhug- aði hvora leiðina skyldi velja, en lagði svo upp inn á hið hátíðlega aðalstræti. Hún uppgötvaði, er hún var komin hálfa leið á póst- húsið, að hún hálfgert hljóp við fót ,enda þótt engin ástæða væri til þess að flýta sér. Ed Silvernail var að lesa sund- ur póstinn. Hún horfði brosleit á hann, spurningin lýsti í svip hennar, en hún sagði ekki orð. Þá tók hún eftir því, að Rósa stóð á bak við mann sinn. Hún hélt á sóp, en gerði sig ekkert líklega til þess að nota hann til þess, sem hanri var ætlaður. „Góðan daginn, ungfrú Good- bind,“ sagði hún. „Góðan daginn.“ „Vinir yðar hafa ratað alla leið heim að húsinu?“ „Já, það var í bezta lagi. Þeir komust þangað klakklaust." Rósá hélt áfrain að horfa á hana eins og hún vildi toga upp- lýsingarnar út úr henn'i með augnátillitinu einu saman. Faith greip ósjálfrátt í gluggakistuna til þess að hafa stuðning af ein- hverju í vörn gegn þessari ágengu forvitni. Ed ýtti tímaritshefti og verð- lista yfir borðið til hennar. „Þetta er allt og sumt í dag,“ sagði hann. En áður en hún he'fði ráðrúm til þéss að hvérfa méð blaða- strangann út um dyrnar, bætti hann við; „Þeir þurfa' líklega ekki að. skrifa mei-f a úr því að þeir eru komnir hingað sjálfir.“ „Nei, líklega ekki,“ sagði hún hikandi. „Aldrei vissi eg það, að þér væruð ættaðar þaðan — frá New York á eg við,“ sagði hann. „Eg er það ekki. Hef aldrei komið þangað," flýtti hún sér að segja. Konan hélt áfram að horfa áfergjulega á hana. Sálin var augsýnilega þyrst í fréttir, eins og vegfaranda þyrstir á sólheit- um degi. Andlitið var úr lagi gengið af eintómri forvitni. Faith sá vel, hvað henni leið og hugsaði sem svo: Til hvers ætlast hún af mér? Hvað gæti eg svo sem sagt þessari konu? Til dæmis þetta: Eg skal segja yður, frú Silver- nail, eg kom hingað að Ármóti vegna þess að mér þótti nafn þorpsins aðlaðandi og lögfræð- ingurinn í Lunadill, sem eg skipti við, benti mér á, að hér gæti eg fengið hús fyrir gott verð, það verð, sem eg réði við og fæst hús' komust í þann vferðflokk. Eg get ekkert sagt yður um ætt mína eða uþpruna af þeirri einföldu ástæðu, að eg er næsta fáfróð um hvort tveggja sjálf. Eg er óskil- getin og eg hef ekki átt í neinum ástarævintýrum, sem yður mundi þykja nokkur fengur að heyra ÍBÚÐ mín við Þórunnarstræti 104 er til sölu. — Nánari upplýs- ingar gefur undirritaður, á sama stað. íbúðin verður til sýnis að- eins kl. 7—9 næstu kvöld. Baldvin Ásgeirsson. Snemmbær kýr til sölu. Haraldur Daviðsson, Stóru-Hámundarst. Herbergi óskast á Oddeyri eða Norð- ur-brekkunni. Afgr. vísar á. Stíilka óskast til heimilisstarfa ca. 2 mánuði. Upplýsingar í Norðurg. 19. Lyklar (2 á hring) töpuðust í síð- ustu viku. Skilist vinsaml. á afgreiðslu Dags. Herbergi til leigu í nýju húsi á Odd- eyri. Afgr. vísar á. Kolaeldavél. nýleg, til sölu. Afgr. vísar á. í BUÐ eða einstök herbergi til leigu. Afgr. vísar á. um. Eg hef nú skrifað bók og selt handritið fyrir upphæð, sem eg vona til guðs míns að dugi mér til uppihalds þangað til eg hef skrifað aðra. Þetta gæti hún auðvitað sagt þeim, og þetta voru hlutir, sem Rósu Silvernail, Ge- org Hauer og aðra fýsti að vita, en hún gat ekki fengið sig til að ségja þeim þetta. Hún hafði aldr- ei getað látið orð og upplýsingar um sjálfa sig — jafnvel um hvers dagslegustu hluti — falla til ó- viðkomandi fólks. Þeir, sem ekki voru vanir slíkri hlédrægni, litu stundum á þetta sem hofmóð, eða töldu það bera vott um, að líf hennar hlyti að vera ákaflega undarlega — jafnvel dularfullt. Enginn — nema Amos — hafði skilið það rétt, að þetta viðhorf var henni eðlilegt og vottaði að- eins heilbrigða hugsun og hreint líferni. (Framhald). Innilegt þakklæti til allra, sem sýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför AÐALSTEINS SIGURÐSSONAR. Guð blessi ykkur öll. Vandamenn. Jarðarför móður okkar og tengdamóður, HELGU GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, sem lézt 20. þ. m., fer fram frá heimili hennar, Myrká, Hörgárdal, fimmtudaginn 1. nóvember kl. 2 eftir hádegi. Þóra Júníusdótitr, Ármann Hansson. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför SOFFÍU JÓNSDÓTTUR, Hóli. Móðir og systkini. Þingeyingum, og fjölmörgum öðrum vinum mín- um nœr og fjær, sem heiðruðu mig á margvíslegan liátt á fimnitugsafmœli mínu 30. f. m., sendi ég kcer- ar þakkir og heztu árnaðaróskir. Heimsóknir, gjafir, kveðjur og lilý handtök yljuðu mér um hjartarætur. Ollum er ég lijartanlega þakldátur, en sérstaklega vil ég hera fram þakkir til Þingeyinga fyrir stór- höfðinglega rausn og til símastúlkna á Akureyri fyrir ámœgjulega heimsókn og ágœta gjöf. Það er ósk mín og von, að auðna gefi mér enn nokkur ceviáir, svo að ég geti ehdurgoldið með einhoerju móti eitthvað ,af þeirri vinsemd, sem ég varð aðnjótandi á þessum degi. Bið öllum vinum minum hlessunar. SIGURÐUR L. VIGFÚSSON, Fosslióli. WKHKBWHKHKHKHKBKHKHKHKBKHKHKBKHKHKHKHWHKHKHKíSHÍbí Öllum þeim, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á sjötugsafmœli mínu 11. þ. m., t fccri ég minar beztu þakkir. — Guð blessi ykliur öll. JÓNAS STEFÁNSSON, Gránufélagsgötu 19, Akureyri. ><$>®<$<$*$>$><S>$xS><S>G^><S><$*$*SxS><S«Sx$><S>4>&S>4><$*S*S><$*S>$*$><$>$*$<$><S»§>$*$<S>&Sx$^Q><S>Q >$^$>$^$^$>$^$>$>$>$>$>$>$^$>$>$^$^§^$^$>$^$>$>$^$>$^$>$>$^$>$^>$^>$$>$>$>$>4 Hugheilar þakkir til allra þeirra mörgu, sem á marg- an liátt sýndu mér vinsemd og hlýhug á sextugsafmceli minu. — Guð blessi ykkur öll. SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Grimsstöðum, Glerárþorpi. Nr. 38/1951. TILKYNNING Fjárhagsráð hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á brauðum í smásölu: Án söluskatts: Með söluskatti: Franskbrauð, 500 gr. Heilhveitibrauð, 500 gi Vínarbrauð, pr. stk. . . Kringlur, pr. kg...... Tvíbökur, pr. kg...... kr. 2.47 kr. 2.47 kr. 0.68 kr. 7.23 kr. 11.01 kr. 2.55 kr. 2.55 kr. 0.70 kr. 7.45 kr. 11.35 Séu brauð bökuð með annari þyngd en að ofan grein- ir, skulu þau verðlögð í hlutfalli við ofangreint verð. Á þeim stöðum, sem brauðgerðir eru ekki starfandi, má bæta sannanlegum flutningskostnaði við hámarks- verðið. Reykjavík, 17. okt. 1951. V erðlagsskrif stof an

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.