Dagur - 05.12.1951, Síða 4

Dagur - 05.12.1951, Síða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 5. desember 1951 LAUST OG FAST 1 bréfi, sem dr. Richard Beck prófessor í Grand Forks hefur skrif- að blaðinu, er greint frá ferðalagi Þórarins Björnssonar skólameist- ara um Bandaríkin og heimsóknum hans til háskóla og annarra menntastofnana. Hefur skólameistari víða flutt ræður á ferðum sín- um og sagt frájfslandi og íslendingum og mælt ýmist á enska eða franska tungu. í lok bréfs síns segir próf. Beck: .. Með fram- komu sinni allri hafði hann aukið góðhug þeirra, sem honum kynnt- ust, til íslands og íslenzku þjóðarinnar, og virðingu þeirra fyrir landi og þjóð. En eigi getur betra kynningarstarf henni til handa á erlendum vettvangi." Nokkrar glefsur úr framsöguræðu formanns fjárveitingarnefndar Alþingis, er hann gerði grein fyrir áliti meirihluta nefndarinnar: „. . . . samnefnari fyrir svörum umboðsmannanna (ríksvaldsins) má segj? að sé þessi (við óskum um sparnað): Við þurfum fleira fólk, meira fé og meira húsnæði til þess að geta rækt þau verkefni, sem okkur eru falin.“ „Laun embættis- og starfsmanna ríkisins nema nú 90—100 millj. króna.“ Enn segir form.: „. . .. ýmsar upplýsingar, sem fyrir liggja hjá fjárveitinganefnd sýna, að margir starfsmenn ríkis- ins eru þar á 60—90 þús. kr. launatekjum, þótt launalög ákveði þeim eigi meira en 30—50 þús. kr. árslaun. Er þessum uppbótum náð eftir ýmsum leiðum. ... “ Á fundi Sameinaðs Álþingis í sl. viku, upplýsti félagsmálaráðherra m. a. eftirfarandi um rekstur Tryggingastofnunar ríkisins: Árið 1950 greiddi stofnunin í laun til starfsliðs í Rvík 982 þús .kr. Annar skrif- stofukostnaður 493 þús. Allur kostn. við rekstur stofnunarinnar varð 2,6 millj. kr. Bæjarfóg. og sýslumenn fengu 258 þús. kr. í inn- heimtulaun og umboðsþóknun og sjúkrasamlög 435 þús. kr. Um sl. áramót voru óinnheimt iðgjöld frá 1950 4,1 millj. kr., mest í Rvík 2,2 millj. Sveitir greiða skilvíslegar iðgjöld en kaupstaðir. Þjóðviljinn leggur mikla áherzlu á það í sl. viku, að tveir meðlim- ir sendinéfndar kommúnistaflokksins til Rússlands, séu „ekki í Sósíalistaflokknum og hafi aldrei nærri starfsemi hans komið“, enda séu þeir „þjóðkunnir að sannsögli og heiðarleik“! Þessa lýsingu gef- ur blaðið á þeim Bolla Thoroddsen og Jóni Magnússyni fréttastjóra • íkisútvarpsins. Mun mörgum koma hún spánskt fyrir sjónir, a. m. k. þeim, sem hafa fylgst með leynihernaði kommúnista í fréttum útvarpsins á undanförnum árum. Það er athyglisvert, að á meðan fréttastjórinn var í Rússlandsferðinni, birti blað flokksins harðorð- ar greinar um „misnotkun“ útvarpsins af hálfu andstæðinga fimmtu- herdeildarinnar. Þetta mun méga telja næsta gamalkunnar hern- aðaraðferðir, að leiða athyglina frá eigin vígbúnaði með því að æpa um stríðsæsingar annarra. Sannleikurinn er, að útvrpið virðizt orð- ið furðulegt kommúnistahreiður, ekki aðeins í fx-éttastofunni, heldur vaða kommúnistar uppi í dagski-ánni og i-eka laumuáróður í ýmsum dagskrárliðum. Útvarpsráð hefur vel vandað mannvalið til að ann- ast ýmsa fasta liði og er engu líkai-a en hinn ópólitíski, óflokks- bundni, strangheiðarlegi og sannsögli fréttastjóri hafi þar einn um öll mál fjallað. Hér í blaðinu var eitt sinn í sumar rætt um þörf á aukinni vinnu- gleði meðal starfsmanna bæjarins .Kominform-blaðið gi'eip þessa athugasemd á lofti og sagði að þarna hefði Dagur lýst fasistísku inn- ræti sínu! í sumar skrifaði forstj. Gefjunar starfsfólkinu bréf og hvatíi til aukinnar vandvirkni og bætti-a vinnubragða vegna harðn- andi samkeppni við erlendar vei’ksmiðjur. Þetta hét líka „fasismi“ í Kominfoi-mblaðinu. Kommúnistarnir, sem fóru til Rússlands á dög- unum, segja frá því í dýrðaróði þeim, er þeir hafa sameiginlega gefið xxt, að ekkert hafi „hi’ifið þá jafnmikið og eldlegur áhugi verkamanna fyiir stax-fi sínu.“ Skyldi þetta heita rauður fasismi? fyrir drykkfellda menn og aðstandendur þeirra verður framvegis opin í Skjaldborg á föstudög- um kl. 5—7 síðdegis. Mál þau, sem upplýsinga- stöðin fær til meðferðar, verða skoðuð sem trúnaðarmál. Umdœmisstúka Norðurlands. Afengisvarnanefnd Akureyrar. S j úkrahússmálið: r Askonin til Eyíirðinga Þar sem fyrirsjáanlegt er, að bygging nýja sjúkrahússins á Akureyri á enn langt í land vegna fjárskorts, en þöi’fin hins vegar augljós og aðkallandi fyrir starfrækslu þess, eru hér með allar hi’eppsnefndir og bæjar- stjórnir í Eyjafjai’ðarsýslu hvatt- ar til fjáröflunar eða fjái’fram- laga úr hrepps- og bæjai-sjóðum sjúki-ahússbyggingunni til styi’kt ar. Væri jafnfram athugandi, hvort einstök félög: Ungmenna- félög, kvenfélög, slysavarna- deildir o. fl., sæju sér ekki fært að leggja eitthvað af mörkum. Myndarlegast væri, ef hver hreppur (eða tveir legðu saman) og hver kaupstaðxn- gætu gefið eina sjúkrastofu og bæri hún þá nafn viðkomandi hrepps eða bæj- ar. Einnig mætti með gjöfinni heiðra minningu látins manns úr byggðarlaginu og gæti þá sjúkra- stofan borið nafn hans. Væri slík minning ávaxtai-íkari en kaldur og líflaus legsteinn. Bygging sjúki-ahússins á Akur- eyri, sem jafnframt er fyrir Noi-ðlendingafjóx’ðung, þai-f að komast upp hið fyrsta og ætti 'það að vera öllum Norðlending- um metnaðarmál, og þó fyrst og fx-emst þeim, sem búa í nágranna- hreppunum, því að eflaust munu margir íbúar þeirra eiga eftir að fá mikla hjúkrun og lækningu þar um ókomna tíð. Með aðstoð ykkar, liðsemd og fjárframlögum eruð þið, hver og einn, að vinna að mannúðarmáli, þar sem þið stuðlið að því, að linna þjáningar og bæta heilsu sjúkra með- bi-æðra ykkar, fæddra og ófæddra. í fáu er hægt að sýna meiri samúð og mannkæx-leika en ein- mitt í því að styðja málefni hinna sjúku. Munið, að það er sómi og dyggð allra sýslubúa og Noi’ð- lendinga að koma sjúkrahúsinu upp sem allra fyrst. Athugið vandlega málstaðinn og hvað hægt er að gera fyrir hann. Eyfirðingur. BRIDGEKEPPNIN í BRIDGE- FÉLAGI AKUREYRAR. 1. flokks keppni Bridgefélags Akureyrar hófst fyrir nokkru síðan og hafa vei’ið spilaðar 3 umferðir. Eftirtaldar 6 sveitir taka þátt í keppninni. Sveit Hinriks Hini’ikssonar, Herberts Tryggvasonar, Agnars Jöi’genssonar, Indxáða Pálmason- ar, Karls Firðrikssonar og Þórð- ar Bjöi’nssonax’. í fyi’stu umferð vann Hei’bert Karl, Agnar Indi’iða og Þórður vann Hinrik. 2. umferð. Hinrik vann Her- bert, en jafntefli urðu hjá Karli og Agnaiá og Þórði og Indriða. 3. umferð. Agnar vann Hinrik, Þórður vann Herbert og Karl vann Indriða. Spilað er í Lóni á þriðjudags- kvöldum kl. 8 e. h. Léreft rósótt, köflótt og með barnamyndum Vinnuskyrtur Verð kr. 59.00 pr. stk. Seljum nœstu daga skótau frá Skógerð J. S. Kvaran Karlmannaskór .............. verð frá kr. 110.00 £ Kvenskór .............:..... — — — 75.00 Rússastígvél................ — — — 110.00 !( Ennfremur inniskór karla og kvenna og telpuskór. • — Birgðir takmarkaðar. — Verzlunin Hamborg r aut Nýkomið gott úrval af: Kúluni, bjöilum, fuglum, skipum, körlum, uglum, englahári, toppum o. m. l'l. Ennlremur margskonar pappírsloftskraut. Brynjólfur Sveinsson ll.f. NYSILFUR Teskeiðar, Gafflar, Tertuspaðar, Tertu- hnifar, Matskeiðar, Mathnifar. VARANLEG JÓLAGJÖF! BRYNJÓLFUR SVEINSSON H.F. LÍFSTYKKI Höfum nú fengið óvenjugóða sendingu af: LÍFSTYKKJUM (stór númer) KORSELETTUM (stór númer) MJAÐMABELTUM, verð frá kr. 17.75 TEYGJUBELTUM, verð frá kr. 37.75 Braiuis verzlun Páll Sigurgeirsson. AKUREYRINGR! Munið, að greiða að fullu iðgjöld þessa árs til sjúkrasamlagsins fyrir mánaðamót. Eins mánaðar iðgjaldaskuld veldur réttindamissi, þar til hún er greidd, sex mánaða skuld getur leitt af sér nýjan biðtíma til réttinda og algera útstrikun af lista Iijá áður völdurn heimilislækni. Auk þess má búast við, að stærri iðgjaldaskuldir verði af- heiítar til lögtaks, mjög fljótlega. Sjúkrasamlag Akureyrar

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.