Dagur


Dagur - 13.02.1952, Qupperneq 4

Dagur - 13.02.1952, Qupperneq 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 13. febrúar 1952 Hinn 39. dtescmber 1950 sveif William S. Ivans, starfsma'ður bjá Consoiidatcd Vultee flugvéla-. verksmiðjunum á Schweiser 1— 23 svifflugu, í 42.100'fcta hæð yf- ir sjávarmál, þar af hæðaraukn- ing í fríu flugi 30.100 fet. — Flaug hann nálægt Bishop í Californíu, í hinu sterka bylgjuuppstreymi sem myndast til hlés við Sierra Nevada fjallgarðiml. Flugið var viourkennt af alþjóðasambandi svifflugmanna, F. A. I., sem heimsmet, • bæði í mestri raun- verulegri hæð yfir sjálvannáli og einnig í hæðaraukningu. — Báð- um þessum metum hefur nú fyrir nokkrum dögum vcrið hnekkt af sænska svifflugkappanum Karli Ovgard, á sama stað. Hann náði 55.000 feta hæð, en varð að gjalda :með lífi sínu. — Hér fer á eftir trásögn af flugi Williams, er einn af fél. Svifflugfélags Akurcyrar hefur látið blaðinu í té. „Eg vaknaði í dagrenningu, og leit út um gluggann. Þar sá eg hvítt bylgjuský í mikilli hæð og altocumulushverfilský neðar, hið langþráða merki hins sterka byJgjuuppstreymis. Félagi minn, Irving Gere og eg, klæddum okk- ur í mesta flýti. í sama bili var barið að dyrum. Þetta var Bob Svmonds, sem beið óþoiinmóður eftir okkur .Fimm mínútum síðar var aftur barið, og var þar Allan Langenheim með skilaboð um að skilyrði til háflugs virtust ákjósanleg. Lagt af stað. Við borðuðum engan morgun- verð, en skunduðum til flugvall- arins. Nánari veðurathugun sýndi, að vindátt og vindstyrkur var mjög misjafn í mismunandi hæð. í 7000 feta hæð var t. d. 20 mílna vindhraða á suð-vestan, en í 16.000 feta hæð var vind- hraðinn 40 mílur á norð-norð- vestan. Dave Boone frá San Diego varð fyrstur til flugtaks. Meðan Bob Symonds kom til baka á dráttarflugunni BT—13, spennti eg mig í Schweiser-svif- fluguna mína, setti sjálfritandi hæðarmælirinn í gang og var til- búinn til flugs. Bob lenti, ók að enda dráttartaugarinnar, stökk þar út og kom hlaupandi til mín. „Dave sleppti í meira en 8 metra uppstreymi á sekúndu, ókyrrðin var ekki mjög mikil,“. sagði hann. Eg' kallaði til baka gegnum glerhjálminn á svifflugunni, að eg myndi hringja hann up frá Salt Lake City. Bob hló og óskaði mér góðrar ferðar, og stökk síð- an upp í dráttarfluguna. Flugtak var kl. 09:45. Hann dró mig suður frá Bishop eftir austanverðum Owens-dalnum. Eftir því sem við hækkuðum jókst ókyrrðin, þó ekki hættu- lega. Um 12 mílum suðaustur frá Bishop beygði Bob upp í vindinn og stefndi undir stærsta altocum- ulusskýið, sem var stöðugt að stáskka, og lá endilangt eftir miðj •um dalnum. Ókyrrt loft. Okyrrðin jókst enn, þar sem oft skipti snögglega um upp- og niðurstreymi. Það var því líkast að eg æki bifreið með ofsahraða yfir holt og hæðir. Stærstu rykk- irnir komu svo snögglega og af svo miklum krafti, að eg gat með naumindum haldið stefnunni. Eg var orðinn dauðhræddur um að 6 mm. nylontaugin, sem tengdi mig við dráttarfluguna, brysti þá og þegar. Hæðaraukning undir sjálfu hverfilskýinu var lítil, en eftir að við komumst vindmegin við ský- ið, komum við í sterkt en jafnt bylgjuuppstreymið. Eg togaði í hnappinn sem losaði taugina, og í sama bilí kafaði Bob dráttarflug- unni í áit til jarðar. Klukkan var þá 10:05 og hæðin 12.000 fet yfir sjávarmál. Upp- streymið var sterkt en mjög mjúkt, og fyrstu mínúturnar sýndi stig- og falimælirinn 12 metra hækkun á sekúndu. Eg hélt mig framan við hverf- ilskýið, prófaði súrefnisleiðsl- urnar og súrefnismælana og setti grímuna á mig. Áfrain upp á við. Eftir nokkra stund féll stig- og fallmælirinn mjög hægt, og sýndi 0 í 30.000 feta hæð. Frosthéla hafði byrjað að myndast innan á glerið, skömmu eftir að eg sleppti tauginni. Þykknaði hélan stöðugt og byrgði allt útsýn, nema á smá- blettum, þar sem glerið var tvö- falt. Með því að fljúga suður yfir skýinu, sem var 5.000 fet á þykkt, og upp í vindinn, kom eg inn í dauft. uppstreymissvæði og tókst að ná 33.500 feta hæð. Eg veitti athygli þunnu lagi stratusskýja, sem bárust yfir dalinn í áttina til mín, og að síðustu huldu mig al- veg. Eg setti rafmagns beygju- og hallamælirinn í gang, og ílaug blindflug nokkurn tíma og að- gætti stöðugt hvort ísing settist á vængina. Þegar eg kom út í hi'eint loft aftur' sá eg að mig hafði hrakið undan • og var nú hlémegin við miðju skýsins, þó það væri langt fyrir neðan mig. Eg varð að kafa af miklum hraða upþ í vind til að ná aftur uppstreyminu, og lækk- aði eg 8000 fet í þeirri tilraun. Eg sá að það myndi ganga hægt að vinna aftur upp hina töpúðu hæð. Eg fann hvergi eins sterkt uppsthreymi og eg hafði haft upphaflega. í 1 klukkustund og 20 mínútur flaug eg fram og aftur uip vesturhluta Owens-dalsins á 70 mílna löngu svæði ,suður af Bishop og allt suður fyrir Mt. Whitney. Sterkasta uppsteymið fann eg vindmegin við hverfil- skýið, þar sem brúnin virtist mjög brött. Hæðarmælirinn hafði stigið smátt og smátt upp í 30.000 fet, svo að eg varð stöðugt von- betri um meiri hækkun og skyggndist um eftir merkjum um sterkara uppstreymi, sem gæti flutt ennþá hærra . Innihitamælirinn sýndi 15 stiga hita í brjósthæð, en þrátt fyrir þykka ísingu á glerrúðunni og meðfram mælaborðinu, en niður við ökla var 10 stiga frost. í suðrinu voru stratusskýin að þynnast. Á nokkrum stöðum virtust þau beygja upp á við um leið og þau komu að dalnum, en leysast síðan upp og hverfa. Þetta Þýddi aðeins eitt — uppstreymi, svo að eg flaug í áttina til þess- ara staða, og var launað með snúningi hæðarmælisnálarinnar upp á við. Einu sinni gat eg staðið kyrr á sama stað í loftinu með því að fljúga upp í vind með 50 mílna flughraða, sem þýddi 50 mílná vindhraða á móti. Eftir að hafa náð 35.000 fetum, lenti eg í vand- ræðum í siglingafræðinni. Það varð stöðugt terfiðara að gera ná- kvæma staðarákvörðun í bylgj- unni síðan eg var kominn langt upp fyrir röndina á hverfilský- inu. Sierra Nevada fjöllin voru gjörsamlega hulin léttum snjó- eða þokuskýjum ,og stratusskýin voru nú stöðugt að aukast og þykkna. Þau ógnuðu mér með að hylja alveg dalinn fyrir neðan mig, sérstaklega í norðrinu. Meira uppstreymi. Tvöföldu rúðurnar voru orðn- ar svo hélaðar, að ógjörningur var að sjá út um þær, en mér tókst þó með herkjubrögðum að skafa af þeim með landakortinu mínu. Reynsla sú, sem eg hafði áður fengið í leit að uppstreymi kom sér vel er eg í 38.000 feta hæð kom skyndilega í undarlega ókyrrð, því að eg þekkti strax, að nú myndi uppstreymisvon og sneri upp í vindinn. Áður hafði loftstraumurinn verið sérstaklega stöðugur, sem er einkenni hins hreina bylgjuuppstreymis í mik- illi hæð. Eg kom aftur inn í hina einkennilegu ókyrrð meðan eg hækkaði, þó eingöngu þegar eg stefndi upp í vindinn, og fáar sekúndur í einu. Þetta var jafn öldugangur, sem virtist ekki hafa áhrif á hraðann. Var því líkast sem eg væri í smábát, sem lyftist og hneig á undiröldu í kyrru veðri. Mjög er þó auðvelt að athuga fyrirbrigði sem þetta í bylgju- flugi, þar sem loftstraumurinn er mjög jafn, þrátt fyrir vindhrað- ann og hægt er að fljúga í 10 mínútur eða meira í einu, án þess að snerta stjórnvölinn. Á þessu tímabili hreyfðist hvorki hraða- né stig- og fall- mælirinn svo mikið sem nálar- breidd, og það eina, sem rauf þessa dauðakyrrð voru súrefnis- tækin er stöðugt hvissaði í, skær ljósmerkin frá súrefnismælinum og hæðarmælirinn sem sté mjög hægt. Nú var eg kominn í 38.000 feta hæð rúmlega og skrúfaði eg enn- þá meira frá súrefninu til að auka þrýstinginn í grímunni. Oðru hvoru aðgætti eg neglurnar, en fyrsta merki súrvöntunar er að þær blána. Þrátt fyrir hinn mikla kulda úti fyrir gat eg tekið af mér hanzk- ana við og við án nokkurrar áhættu, en mér var orðið mjög kalt á fótunum. (Framhald í næsta blaði). Höfurn flutt húsgagnavinnustofu okkar i Lindargötu 1 A Sími 1658. Ármann 8c Gísli. Hvítkollótt ær er í óskilum hér á Akureyri. Marlc mjög ógreinilegt. Var dregin hingað til Akureyrar úr Reykárrétt, a. m. k. tvisvar á síðastliðnu hausti. Upplýsingar gefur Halldór Ásgeirsson. Stúlka óskar eftir vetrarvist til 14. maí. — Áskilið að herbergi fyigí- Afgr. vísar á. hrafninn. Þakka þcr, vinur, veglegar gjajir, sem ég verðskulda ekki, en vildi launa, ]>ó i litlu vreri, ej vissi ég aðe'ins verustað þinn. Hvar eríu, lirummi minn? Sv. S. $>*$*$>*$»$»$»$»$< ítérhríáarmót Akureyrar Stórliríðarmóti Akureyrar lauk sunnudaginn 10. febr. með keppni í stórsvigi og stökki, öll- um flokkum karla. Stórsvig er algjör nýjung hér á Akureyri og mun þetta vera í fyrsta skipti, sem keppt er í því hér. Braut- arstjóri var Magnús Brynjólfsson og fór keppnin mjög vel fram undir stjórn hans. Svigið hófst kl. 1.30 hjá vörð- unum fyrir ofan Fálkafell og louk sunnan og neðan við skíðaskála Barnaskólans. Braut A-B flokks var um 1300 m. löng og fallhæð um 400—500 m. og hlið voru 20. En braut C fl. var um 900 m. löng og fállhæð 300 m. Efst var brautin mjög hörð og hraði mik- ill og hélzt hann ofan að dráttar- braut, en þar tóku við svell hengjur og smávegis hindranir. Neðst í brautinni var brött brekka með smáhengjum fyrir neðan og duttu þar nokkrir keppenda, sérstaklega C-flokks- mennirnir, en þeir vöruðu sig ekki á beygju sem var í brekk- unni, tóku hana of seint og lentu á svelli, sem var þar fyrir neðan. Helztu úrslit. A-flokkur. 1. Sigtryggur Sigtryggss KA 1.39 mín. 2.1—3. Bergur Éiríkss. KA 1.48 mín. 2. —3. Freyr Gestss. KA 1.48 mín. B-flokkur. 1. Magn. Guðmundss. KA 1.40 m. 2. Þráinn Þórhallss. KA 1.41 mín. 3. Halldór Ólafss. KA 1.44 mín. Skíðanámskeið hefst á vegum Skíðaráðs Ak- ureyrar á morgun kl. 2 við skíða- lyftuna á Breiðahjalla. Nám- skeiðið mun standa í 3 vikur. — Kennsla fyrir drengi fer fram dag lega kl. 2—4, nema laugardaga og sunnudaga. ■—• Kennari verður Magnús Brynjólfsson. — S. R. A. Skautamót Islands 1952 Akureyringar fengu 2 íslandsmeistara fyrri daginn Skautamót íslands 1952 hófst í Reykjavík mánudaginn 11. febr. kl. 4 e. h. Keppt var í þremur hlaupum þann dag: 500 metra hlaupi karla, 500 m. hlaupi kenna og 3000 m. hlaupi karla. — Skautafélag Akureyrar sendi 6 keppendur á mótið og stóðu þeir sig mjög vel fyrri daginn, fengu tvo íslandsmeistara, Hjalta Þor- steinsson í 500 m. hlaupi karla og Eddu Indriðadóttur í 500 m. hlaupi kvenna. Helztu úrslit á mánudaginn. 500 m. hlaujvJkarJa. 1. Hjalti Þorsteinss. • SA 52.0 sek. 2. Björn Baldurss. SA 52.$, sek. 3. Ólafur Jóhanne.ss. SR 53.0 sek. 500 m. hlaup kvenna. 1. Edda Indriðadóttir SA 63.3 sek. 2. Guðný Steingrímsdóttir KR 73.2 sek. C-flokkur. 1. Árni B. Árnas. ÍMA 1.08 mín. 2. —4. Baldur Ágústss. KA 1.19 m. 2.—4. Guðm. Guðm. KA 1.19 mín. 2.4. Jens Sumarliðas. Þór 1.19 m. Stökkið hófst kl. 3 í Miðhúsa- klöppum. Brautin var hörð og aflíðandi og því frekar erfið við- fangs. Helztu úrslit. A-flokkur. 1. Bergur Eiríkss. KA 225.0 stig. Aðeins 1 keppandi í A-flokki. B-flokkur. 1. Þráinn Þórhallss. KA 215.1 stig. 2. Jens Sumarliðas. Þór 213.6 stig. 3. Jón Kr. Vilhjálmss. Þór 194.5 stig. Flokkur 17—19 ára. 1. Sigtr. Sigtr. KA 223.0 stig. 2. Guðm. Guðm. KA 218.0 stig. 3. Freyr Gestss. KA 206.6 stig. í 3ja manna sveitarkeppni sigr- aði A-sveit KA, hlaut 666.1 stig, önnur varð B-sveit KA, hlaut 625.9 stig, og þriðja sveit Þórs 612.8 stig. Keppt var um bikar, sem Morgunblaðið gaf fyrir nokkrum árum, og var þetta í fimmta sinn, sem KA vinnur bikarinn og vann félagið hann til fullrar eignar. í sveitinni voru þessir menn: Bergur Eiríksson, Sigtryggur Sigtryggsson og Guðmundur Guðmundsson. Skíðamót drengja Á sunnudaginn kemur verður drengjamót, keppt verður í svigi, og hefst það kl. 2 e. h. hjá drátt- arbrautinni á Breiðahjalla. N 3000 m. hlaup karla. 1. Kristján Árnas. SR 5 mín. 56.7 sek. 2. Björn Baldurss. SA 6 mín. 0.2.2 sek. 3. Þorst. Steingrímss. Þróttur 6 mín. 0.6.4 sek. Úrslit s'íðari daginn voru ekki kunn þegar blaðið fór í prentun. ÚR BÆ OG BYGGÐ I. O. O. F. 1332158V2 Sjónarhæð. Sunnudagaskóli kl. 1. Almenn samkoma kl. 5 á sunnudögum. Allir velkomnir. Biblíunáinsskeiðið. Efni næsta laugardagskvöld: Synd mann- kynsins. Öllum boði ðað heyra, hvað biblían segir um þetta mikla efni. Sæmundur G. Jóhannesson. Fíladelfía. Almennar samkom- ur eru í Lundárgötu 12 sunnu- daga og fimmtudaga kl. 8.30 e. h. Sunnudagaskóli kl. 7.30 e. h. Öll börn velkomin. — Saumafundir fyrir stúlkur á miðvikudögum kl. 5.30 e. h. Zíon. Samkomur næstu viku. Sunnud. kl. 10.30 f. h.: Sunnu- dagaskóli. Kl. 8.30 e. h.: Almenn samk. — Þriðjud. kl. 5.30 e. h. Fundur fyrir telpur 7—13 ára. — Miðvikud. kl. 8.30 e. h.: Biblíu- lestur. — Fimmtud. kl. 8 e. h.: Fundur fyrir ungar stúlkui'. —■ K. F. U. M., Akureyri. Fundur í Zíon næstk. sunnudag. Y. D. (yngsta deild, drengir í barna- skóla frá 9—13 ára) kl .1 e. h. U. D. (unglingadeild, drengir og piltar yfir barnaskólaaldur) kl. 2 e. h. St. Brynja nr. 99 heldur fund í Skjaldborg mánudaginn 18. febr. næstk. kl. 8.30 e. h. Fundarefni: Inntaka nýliða o. fl. Til skemmt- unar:, Upplestur, gamanvísur og fleira.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.