Dagur - 13.02.1952, Blaðsíða 12
12
Bagum
Miðvikudaginn 13. febrúar 1952
Söngför „Geysis" fil Noregs o. fl.
landa verður 16. maí fil 5. júní
Ný skáldsaga eftir
Laxness í liaust -
efniviður frá mið-
Landssíminn tekur um milljón
krónur árlega af bæjarbúum
90 Norðlendingar og Austfirðingar komast
með „Heklu“ auk kórfélaga
Karlakórinn Geysir fer söng-
för til Noregs, Svíþjóöar og Dan-
merkur nú í vor, í tilefni af 30
ára afmæli kórsins, og jafnlangri
söngstjórn Inginmndar Árnason-
ar. ,,Geysir“ hefur lengi haft hug
á utanför, en það er fyrst nú, sem
sá draumur verður að veruleika.
Förin var nýlega afráðin og er
skip ráðið til fararinnar, „Hekla“
Skipaútgerðar ríkisins. Auk kór-
félaganna og gesta þeirra, komast
90 Norðlendingar og Austfirðing-
ar með í förina. „Geysir“ og
Ferðaskrifstofa ríkisins leigja
skipið sameiginlega og hefst ferð-
in hér á Akureyri 16. maí næstk.
Skemmtiför sniðin fyrir hentug-
leika strjálbýlisins.
Stjórn „Geysis' ‘skýrði frétta-
mönnum hér frá þessum málum
sl. mánudag og hafði Hermann
Stefánsson orð fyrir „G'eysis“-
mönnum. Hann vakti athygli á
því, að karlakórinn Geysir er
arftaki Heklu gömlu, er fyrst ís-
lenzkra kóra fór í söngför til út-
landa, Noregsförina frægu 1905.
Enn starfar í „Geysi“ einn af
gömlu Heklungunum, Oddur
Kristjánsson frá Glæsibæ, og fer
hann í söngförina með „Geysi“
og e. t. v. verða fleiri Heklungar
í ferðinni, sem skemmtiferða-
menn.
F erðaskrif stofa ríkisins og
„Geysir“ hafa í sameiningu leigt
strandferðaskipið Heklu til farar-
innar. Er þar rúm fyrir 160 far-
þega, og þegar „Geysis“menn og
gestir þeirra eru frá taldir, verð-
ur hægt að selja 90 farmiða. Er
svo ákveðið, að Norðlendingar og
Austfirðingar sitji fyrir þessum
farmiðum og að þessi skemmti-
ferð verði miðuð við þeirra hent-
ugleika en ekki Sunnlendinga,
svo sem er í þeim skemmtiferð-
um, sem farnar eru á íslenzkum
skipum frá Reykjavík.
Hekla tekur Austfirðingana á
leið sinni hingað austur fyrir
land um miðjan maí, en siglir
héðan beint til Þrándheims, 16.
maí.
Norðlendingar og Austfirð-
ingar hafa frest til mánaðamóta
að panta þessa farmiða, eftir
það verður afgangurinn, ef ein-
hver verður, seldur í Reykja-
vík. En víst má telja, að færri
komizt mcð héðan að norðan og
austan en vilja og mun þegar
langt komið að selja þcssa far-
miða.
Verð farmiðanna fyrir alla
ferðina, fargjald, matur og gist-
ing og einhver smærri ferðalög í
landi, er frá kr. 3600.00 til 4450.00,
eftir því hvar í skipinu menn
velja sér klefa, en allt. skipið
verður eitt farrými í ferðinni.
Tithögun ferðarinnar.
Siglt verður frá Akureyri að
kvöldi 16. maí og komið til Þránd
heims 19. maí, og verður það
fyrsti konsert „Geysis". Norska
kórasambandið, Norges Lands-
' sangerforbund, tekur á móti
„Geysi“ og undirbýr hljómleik-
ana og verðui' ritari sambandsins,
Valter Aamodt, með í ferðinni
eftir að komið er til Noregs. Síð-
an verður haldið suður með Nor-
egsströndum og siglt innan
skerjagarðs. Hinn 20. verður
komið til Molde og hinn 21. til
Álasunds — vinabæjar Akureyr-
ar .
„Geysis“menn hafa boðið
bæjaryfirvöldunum hér að taka
Flateyjarbók þá hina miklu, er
bærinn gefur Álasundi, til
flutnings þangað, og afhenda
hana, en ekki hafði þetta verið
ákveðið á mánudaginn, að því
er stjórnin sagði.
Hinn 22. maí verður komið til
Bergan, 23. maí til Haugasunds.
Sá bær gaf Heklu fánann 1905, og
væri vel tilfallið að hannyrðimeð
í förinni. Til Stafangurs verður
komið 24. maí og síðan siglt inn
Óslófjörð' líkl. með viðkomu, en
til Ósló verður komið 25. maí. Á
öllum þessum stöðum heldur
„Geysir" hljómleika, og i Ósló
syngur kórinn auk þess í útavrp:
Alls staðar í. Noregi, þar sem
því verður við komið, verður
ferðast éitthvað' um í landi, bæir
og merkir staðir skoðaðir' o. s.
frv. og hefur Ferðaskrifstofan
stjóm þeirl'a mála með. höndum.
Til Svíþjóðar og Danmerkur.
Frá Ósló veí'ðtil' siglt til Gauta-
boi'gar og komið þar 28. máí. —;
Verðlír sungið, þar á Liseberg.
Göteborgs og Bohuslans Sanger-
forbund tekur á rhóti kórnum og
annast fyrirgreiðslu. Frá Gauta-
borg verðui’ haldið ,.til Danmerk-
ur, e. t. v. til Álaborgar og sungið
þar, þótt ekki sé endanlega ráð-
ið, en til Kaupmannahafnar verð-
ur kotnið ekki síðár en 30. maíj
en ekki er l’íklégt' áð þar verði
konsert. f Höfn verður dvalið
fram til kvölds 31. maí, ep þá
stigið á Heklu á pý og hgldið
heim á leið, nreð viðkomu í pórs-
höfn í Feereyjum 3. júní og verð-
ur sungið þar, en síðan halc|ið
upp tij Austurlands, og syo þl
Akureyyar, er> mtluniti er að
koma heirn aftui' 5. jýpí.
Verðskulduð viðurkenning.
„Geysis“menn eru bjartsýnir
að þessi ferð 1 verði skemmtileg,
enda sýnist ferðaáætlunin og fyr-
irkomulag allt benda til þess. Kór
inn nýtur nokkurs styrks frá bæ
og ríki til'söngferðarinnar, og er
það verðskulduð viðurkenning til
kórsins fyrir 30 ára merkilegt
starf. Þó leggur kórinn mest til
málanna sjálfur. Fyrir „Geysis'"-
félögum vakir ekki sízt að heiðra
söngstjóra sinn, Ingimund Árna-
son, fyrir fi'ábæra söngstjórn og
mikið og óeigingjai nt starf í þágu
kórsins allt frá stofnun hans. Um
þessai" mundir æfir kórinn af
kappi undir söngförina. Á söng-
skránni' verða aþallega íslenzk
lög.
Allir farriiiðarnir seldir!
í gær voru, allir farmjðarnir
með -Heklu pantaðir, af Akur,-
eyringum og Austfirðingum
aðallega. Komust miklu færri
að en vildu. Hefur þessi tilraun
að stofna til siglinga til út-
landa frá annarri höfn en Rvík
því gefið góðp raup ,og sýnt, að
víðai'-ér'guð' en í >GÖrðum;
90—95 verkahte'nn sfarfa ; '
lijá bænutn.
Á síðasta bæjarráðsfundi var
samþykkt að fjölga ,um; 20 me.pn
í bæjarvinnunni' vóg'na átvinitu-
leysisástandsins. Eru þá 90—95
verkamenp að útivinnu á vegum
bæjarins.
fyrir lalsímaleiguna eina
1000 númera stöðin hér tekur sama afnotagjald
og 10.000 númera stöSin í Reykjavík
f viðtali við danska kommún-
istablaðið „Land og Folk“ 27. f.
m., skýrir Halldór Kiljan Lax-
ness frá því, að ný skáldsaga frá
sinni hendi komi út í haust.
„Eg hef unnið að þessu verki í
þrjú ár,“ segir Laxness, „og nú
varð eg að ljúka við það. Og eg
hef alltaf fundið beztan vinnu-
frið erlendis; þar tekst betur að
fela sig. .. . “ Um efni sögunnar
er Laxness fáorður, en segir þó,
að sagan fjalli um mikilvægustu
viðfangsefni samtímans, stríð og
frið, efniviður sé sóttur til mið-
alda. Nokkuð af sögunni gerizt á
írlandi, og þangað fór skáldið um
sl. mánaðamót til þess að halda
áfram að vinna að skáldsögunni
og sækja þangað „lokal-kolorit“,
eins og hann orðar það sjálfur í
þessu viðtali, sem annars fjallar
mest um gamalkunn efni, þ. e,
friðarást kommúnista og stríðs-
æsingar Bandaríkjamanna og ís-
lenzkra stjórnmálamanna.
JÓNAS RAFNAR
yfirlæknir, 65 ára
Hinn kunni og ágæti læknir og
fræðimaður, Jónas Rafnar yfir-
yfirlæknir, varð 65 ára 9. þ. m.
Hann hefur starfað í bæ og hér-
aði alla ævina, stjórnað Kristnes-
hæli frá upphafi og notið trausts
og vinsælda sem læknir og borg-
ari. Hann er og þjóðkunnur fyrir
ritstörf sín, sögur og ritgerðir um
þjóðleg efni. Margir minntust
hins virðulega yfirlæknis á þess-
um tímamótum í ævi hans.
Eftir hækkun þá á öllum síma-
gjöldum, sem gekk í gildi um sl.
áramót, lætur nærri að lands-
síminn taki af bæjarbúum hér
um eina milljón króna í ár í
leigu af sjálfvirku stöðinni og
símatækjunmn.
Þar að auki eru svo stofngjöld,
flutningsgjöld, viðtökugjöld,
tengigjöld, en þessi fjölskrúðugu
gjaldaheiti eru öll á símagjald-
skránni og hækkuðu öll um ára-
mótin. Þar ofan í bætast svo um-
framsamtölin á 30 aura hvert og
að sjálfsögðu langlínusamtöl.
Milljón krónur í afnotagjöld.
Afnotagjald af einkasíma er nú
eftir hækkunina kr. 800.00 á ári,
en af verzlunar- og atvinnusíma
kr. 1380.00, að apki koma svo um-
j framsímtalagjöld 30 aurar fyrir
hvert samtal umfram 700, og er
það tvöföld hækkun. Var áður 20
aurar umfram 800 samtöl. Hækk-
unin augsýnilega til þess eins
gerð, að seilast dýpra í vasa
manna. Hér í bæ eru ítæp 1000
númer í notkun og er stöðin full-
setin. Lætur nærri að afnota-
gjöldin ein séu milljón krónur.
Menn geta svo áætlað, hvað sím-
inn muni taka af mönnum í eftir-
töldum gjöldum. Stofngjald. Fyr-
ir 1 jínu og einp símp Jjý. 1200.00,
aukasími í sama húsi frg kr. 400—
600, eftir því hvernig bjallan er
gerð, aukabjöllur fá menn fyrir
115 kr. stofngjald og tengil fyrir
200 kr. stofngjald. Afnotagjald
verða menn síðan að greiða af
þessum aukatækjum frá 10—-80
kr. á ársfjórðungi. Þá koma
flutningsgjöld, í milli húsa 600
krónur, og er tekið fram, að þetta
gjald skuli borgast að fullu, þótt
sími sé fyrir í því húsi, sem flutt
er í! M. ö. o. það er svo fyrir mælt
að ekkert tillit skuli taka til þess,
hvað verkið raunverulega kostar
og gefur ríkisvaldið þarna fagurt
fordæmi eða hitt þó heldur. —
Flutningur síma milli herbergja
kostar 180 krónur og flutningur
síma í sama herbergi 128 krón-
ur (!) og flutningur áukabjöllu
innan húss 120 krónur. Viðtöku-
gjald heitir einn skatturinn, og er
sett til höfuðs þeim, sem tekur
við síma af öðrum, síma, sem bú-
ið er að greiða fullt afnotagjald
af. Skal sá greiða 600 kr. fyrir
viðtökuna!
Samband við 1000 númer jafn-
dýrt og við 10.000 númer.
í gjaldskrá símans er sú þjón-
usta að veita samband við 1000
möguleg númer metin jafndýrt
og sambandsmöguleikar við
10.(700 númer. Reykvíkingar og
Akureyringar greiða sama gjald
af sínum símum. Þætti þetta
undarleg verðlagning ef einstakl-
ingar eða félög ættu í hlut.
Landamerki velsæmis í skatt-
heimtu — afskiptaleysi Alþingis.
Gjaldskrá símans er orðin með
þeim hætti, að telja má að full-
komlega jaðri við landarperki vel
sæmis í skattheimtu. En lands-
menn víðast réjtlapsir gggnvart
ágengni þessarar stofnunar. Með
einfaldri reglugerð er unnt að
hækka í einu vetfangi þjónustu-
gjald stofnunarinnar svo að nem-
ur hundruðum þúsunda króna.
Þeir, sem ættu að vera varðmenn
fyrir hagmuni almennings gágn-
vart ríkisstofnunum, — háttvirtir
alþingsmenn, — sýnast dotta
þegar rekast á hagsmunir fólks-
ins og ríkissjóðs. Alþingi hefur
stundum fengist við ómerkilegri
mál en að taka til rækilegrar
meðferðar reglugerð þá um gjald
skrá fyrir. Landssímann, er út var
gefin í nóv. sl. og tók gildi um
áramót.
ifslætti
Framsóknarmemi ræða
þingmál á þriðjudags-
kvöld
Framsóknarfélag Akureyrar
hefur almennan félagsfund að
þlótel KEA næstk. þriðjudags-
kvöld og verður þar rætt um
stjórnmálin og störf síðasta Al-
þingis. Bcrnharð Stefánsson al-
þm. hefur framsögu.
Árni Bjarnarson bóksali o. fl.
auglýsa bókaviku er liefst næstk.
mánudag og verða á boðstólum
mörg hundruð bækur með mjög
lækkuðu verði, allt að 80% verð-
lækkun frá fyrra útsölúverði.
Hér er um að ræða þýddar
bækur, frumsamdar íslenzkar og
nokkur tímarit. í blaðinu í dag
er birt bókaupptalning í auglýs-
ingu og er hún þó hvergi nærri
tæmandi, að því forráðamenn
bókavikunnar tjá blaðinu. —
Bækurnar munu næstu viku fást
í Bókaverzluninni Eddu, Bóka-
búð Akureyrar og Bókabúð
Björns Árnasonar við Gránu-
félagsgötu. Auk þess hefur Pálmi
H. Jónsson sérstaka bókaviku í
Bókabúð Akureyrar og fæst þar
mikið bókaúrval á mjög niður-
settu verði.